Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 37 SIMI 320 7S SPENNU/GAMANMYNDIN: TOFRALÆKNIRINN STORKOSTLEGT ÆVINTYRI! FRAMMISTAÐA CONNERYS GLEYMIST SEINT EÐA ALDREI. DivkJ Shwhan. NBC TV LA. STORKOSTLEG OG HRIFANDI! „TÖFRALÆKNIRINN" ER FERSK OG HRÍFANDI SAGA UM ALVÖRU FÓLK OG RAUNVERULEGA BARÁTTU. HÚN ER ALGJÖRT UNDUR. ÞAÐ EINA SEM HÆGT ER AÐ SEGJA UM CONNERY ER ÞAÐ AÐ HANN ER EINFALDLEGA BESTI LEIKARI OKKAR TÍMA. IUI Hiraon - The Wathinflon Pml „TÖFRALÆKNIRINN" ER LÍFLEG OG LITRÍK UMGJÖRÐ UTAN UM STÓRKOSTLEGAN LEIK CONNERYS. Aðalhlutverk: Scau Coimery og Lorraine Bracco. Lcikstjóri: John McTierman knir finnur lyf ið krabbameini en formúlunni. MIÐAVERÐ KR. 300 Á 5 OG 7 SÝNINGAR ALLA DAGA VÍGHÖFÐI ★ ★★’ADV ★ ★ ★ 'h Mbl. ★ ★★*/* MBL. ★★^ DV Þessi maguaða spennu- mynd með Robert De Niro og Nick Nolte á stóru tjaldi í Dolby Stereo. Sýnd í B-sal kl.4.50, 6.55, 9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. MITT EIGIÐIDAHO ★ ★ ★ ★ L.A. TIMES ★ ★ ★ ★ Pressan ★ ★ ★ Mhl. Sýnd í C-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. LEIKFERÐ ÞJÓÐLEIKHÚSSINS UM NORÐUR- OG AUSTURLAND KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju SAMKOMUHÚSIÐ A AKUREYRI: f kvöld kl. 20.30, sun. 21. júní kl. 20.30. Aðgöngumiðar í miðasölu Leikfélags Akureyrar, sími 24073, opið kl. 14-18 alla virka daga nema mánudaga. VALASKJÁLF, EGILSSTÖÐUM: Mánudag 22. júní kl. 21, þriðjudag 23. júní kl. 21. Miðapantanir í Hótel Valaskjálf, sfmi 11500. Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! REGNBOGINN SIMI: 19000 STÓRA SVIÐIÐ kl. 20: • ÞRUGUR REIÐINNAR byggt á sögu John Steinbeck. Leikgerð: Frank Galati. f kvöld næst síöasta sýning, uppsclt. Sunnudagur 21. júnf, alira síöasta sýning, uppselt. Þrúgur reiðinnar verður ekki á fjölunum í haust. Miðar óskast sóttir fjórum dögum fyrir sýningu, ann- ars seldir öðrum. MiSasalan opin alla daga frd kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Mlðapantanlr I sfma alla vlrka daga frá kl. 10-12, sfmi 680680. Myndsendir 680383 NÝTTI Leikhúslfnan, slml 89-1015. Greiðslukortaþjónusta. RIGOLETTO Aukasýning 20. júní, örfá sæti laus. ÓSÓTTAR PANTANiR SELDAR í DAGI Miðasala íslensku óperunnar er opin frá kl. 15.00- 20.00. Greiðslukortaþjónusta. Sími 11475. * I skugga Wagners kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin Stefnumót við Venus - „Meeting Venus“ Leikstjóri István Szabó. Handrit Szabó og Mich- ael Hirst. Aðalleikendur Glenn Close, Niels Ares- trup, Erland Josephson, Rene Kollo. Tónlistar- flutningur Fílharmóníu- hljómsveit Lundúna, undir stjórn Mareks Janowskis. Kór: The Ambrosian Singers. Bresk. Framleiðandi David Puttnam. Wamer Bros. 1991. Við Evrópuóperuna í París hefur verið ráðinn Zoltan Szanto (Niels Ares- trup), tiltölulega lítt þekkt- ur, ungverskur stjómandi þó viðfangsefnið sé ekkert annað en meistaraverk Wagners, Tannhauser. Þetta á að verða mikilfeng- leg uppsetning sem á að sjónvarpa beint til fjölda landa, ekkert til sparað og því afar mikið í húfi fyrir listamennina, ekki síst stjórnandann. Söngvararnir koma víðs- vegar að frá Evrópu og Bandaríkjunum, príma- donnan Karin Anderson (Glenn Close) fremst í flokki. Samband hennar og stjórnandans er stirt fram- an af en verður æ nánan- ara og að lokum verða þau Szanto og Anderson að standa frammi fyrir erfið- um, persónulegum vanda- málum ofan á óróleikann baksviðs. En upp kemst sýningin þrátt fyrir itelj- andi erfíðleika. Dívan og stjórnandinn. Glenn Close og Niels Arestrup í hlutverkum sinum í Stefnumóti við Venus. Það er ekki í lítið ráðist að sauma saman drama í kringum hið magnþrungna verk Tannhauser. Og sá þáttur upp og ofan. Ein- staklega vel tekst til með að lýsa allri þeirri ringul- reið sem ríkir baksviðs í Óperhúsinu í París, sem stafar af hinum ólíkustu ástæðum. Listafólkið er frá fjölda þjóðlanda, valdatafl- ið í algleymingi meðal lista- manna og engu síður starfsmanna og stjóm- enda. Því hér eru „lista- mennimir skriffinnar og skriffinnarnir listamenn", eins og ágætur maður seg- ir í myndinni og eru það orð að sönnu því söngvar- amir eru með hálfan hug- ann við list sína en sí og æ með augað klukkunni og í samningakvabbi. Starfs- fólkið er stjórnsamt og húsreglur gilda öðm frem- ur en lög verkalýðsfélag- anna jafnan skammt und- an. Sem og pólitíkin og þjóðarígur. Ofan á allan glundroð- ann bætast svo ástamál dívunnar sænsku og hins ungverska stjómanda. Það er heldur linur og ótrúverð- ugur samdráttur því ásta- málin hafa á sér meiri gmnnskólablæ en þá fágun og þroska sem maður ætl- ast til að finna hjá bráðgáf- uðum, fullorðnum einstakl- ingum. Hér er vissulega handritinu um að kenna því svo sannarlega þekkir Amor engin landamæri, allir óvarðir sendingum hans, hvað svo sem aldur og þjóðerni viðvíkur. Þetta ástasamband er ósköp klaufalegt og hin fáránlega uppákoma í Búdapest næsta brosleg. Þessir gallar verða enn meira áberandi undir hríf- andi og voldugri tónlist Wagners. Gagnvart henni er maðurinn smár og, hér jafnvel kauðskur. Hún skyggir á allt annað í Stefnumóti við Venus, og reyndar aldrei við öðm að búast. En aukin yfirlega yfír samtölum elskendanna hefði gert góða mynd betri. Glenn Close stendur sig bærilega utan sviðsins, sem hennar er von og vísa. En mikið skelfingar ósköp er hún nöturleg og ósannfær- andi er hún á að túlka El- ísabetu og er reyndar nokkur vorkunn því hún hefur það yfírþyrmandi hlutverk að holdi klæða rödd engrar annarar en einnar langfremstu ópem- söngkonu samtímans, Kiri Te Kanawa. En þessi atriði em örstutt og fá. Arestmp vegnar vel í hlutverki stjómandans. Svipbrigði hans em einkar tjáningar- rík, nokkuð sem er maestr- onum nauðsynlegt. Þá tekst honum mæta vel að lýsa þeim átökum sem eiga sér stað innra með honum, kvölina af skorti á sjálfsör- yggi sem kemur ekki fyrr en í lokin. Og Josephson ábúðamikill að vanda. Það er engin spuming að Stefnumót við Venus rís hæst þegar tónlistin er í aðalhlutverkinu. Pílagrím- akórinn er fluttur af The Ambrosian Singers, Ffl- harmóníuhljómsveit Lundúnaborgar flytur tón- listina og auk Kiri Te Kanawa koma fleiri heims- söngvarar við sögu. Þetta frábæra listafólk koma hugum áhorfenda á flug, hrifningin altekur mann svo lengi sem maður fær að vera í friði fyrir ástamál- um sem verða harla rislág í sambýlinu við meistarann. Myndin er einkar fagmann- lega gerð og unnin undir stjóm tveggja, valinkunnra hæfileikamanna, framleið- andans Puttnams og ung- verska leikstjórans Szabós. Og synd að sitja einn í saln- um að þessari mistæku en einstöku kvikmyndaveislu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.