Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 4^ Morgunblaðið/B]ami Ragnar Margeirsson lék vel með KR í gær. Hér er hann viðbúinn öllu en Friðrik Friðriksson markvörður ÍBV sá við honum að þessu sinni. KR-ingar sterkari SkúliUnnar Sveinsson skrífar KR-INGAR sigruðu lið Eyja- manna með þremur mörkum gegn engu í nepjunni í Vestur- bænum í gærkvöldi og mjök- uðu sér upp töfluna í deildinni. Eyjamenn færðu eiginlega Vesturbæingum mörkin á silf- urfati en KR-ingar voru engu að síður sterkari aðilinn og sig- ur þeirra sanngjarn. Bæði lið reyndu að leika knatt- spyrnu þrátt fyrir leiðindar veður og kulda. Boltinn gekk ágæt- lega manna á milli um allan völl en þeg- ar kom upp undir vítateiga mótherj- anna var eins og það lið sem var í sókn hverju sinni væri feimið við að ljúka verkinu. Ragnar Margeirsson átti tvívegis skot í markramma ÍBV. Laglega gert hjá Rangari og var hann óheppinn að skora ekki. Steinar Ingimundarson fékk einnig dauða- færi en skaut yfír. Hinum megin fékk Tómas Ingi Tómasson ágætt færi sem hann misnotaði. Þegar tvær sekúndur voru komn- ar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Gunnar Oddsson eina mark fyrri hállfeiks og sváfu varnarmenn ÍBV þar illilega á verðinum. Flautað var til loeikhlés 44 sekúndum eftir að markið var gert. I síðari hálfleik voru heimamenn sterkari og þeim tókst að skora tvívegis, en Eyjamenn færðu þeim bæði mörkin á silfurfati. Eyjamenn fengu einnig færi en þau voru færri og ekki ens hættuleg. Bestir í liði KR voru bakvörður- inn Gunnar Oddsson og sóknarmað- urinn Ragnar Margeirsson. Gunnar tók mjög virkan þátt í sókninni enda voru félagar hans hjálplegir að taka stöðu hans þegar hann brá sér í sóknina. Ragnar lék einnig vel, hélt boltanum vel og var sífellt ógnandi. Rúnar Kristinsson lék nú sem framherji og kom ágætlega út úr því, en það er spurning hvort hann nýtist ekki betur á miðjunni. Það hefur vantað að klára sóknim- ar og að þessu sinni tókst það bærilega hjá KR-ingum. Óskar var mjög öruggur sem aftasti maður og Þormóður traustur sem vinstri bakvörður. Heimir var ágætur á miðjunni. Þetta var ekki dagur Eyjamanna þó svo þeir reyndu að leika áferðar- fallega knattspyrnu. Það tókst á köflum þó svo þeim gengi erfíðlega að skapa sér marktækifæri. Tómas Ingi Tómasson lék á miðjunni að þessu sinni og komst vel frá því. Hann má þó gæta sín á að halda ekki boltanum of lengi, sérstaklega þegar þeir eru fleiri en varnarmenn mótheijanna. Friðrik Friðriksson var traustur í markinu og í fyrri hálfleik var Ingi Sigurðsson spræk- ur á vinstri vængnum. 1B^%Steinar Ingimundar- m\Json brá sér yflr á vinstri kant og gaf fyrir þaðan. Gunnar Oddsson fékk knöttinn aieinn og óvaldaður á miðjum vítateignum. Lagði boltann fyrir sig í rólegheitunum og skoraði með föstu skoti. Þetta gerðist þegar 45 mínútur og 2 sekúndur voru liðnar af leiknum. 2a^\Jón Bragi Arnarsson ■ ^#felldi Rúnar Kristins- son inni 1 vítateig á 58. mínútu og dómarinn dæmdi umsvifa- laust vítaspymu. Úr henni skor- aði Þormóður Egilsson af ör- yggi þó svo Friðrik færi i rétt hom. 3:0 |Á 79. mínútu gaf ________ 'Elías Friðriksson, einn vamarmanna ÍBV, hræði- lega slæma sendingu á Rúnar Kristinsson rétt utan vítateigs. Rúnar renndi á Ragnar Mar- geirsson scm skoraði af ör- yg^í- KNATTSPYRNA / 2. DEILD Yfirburðir Grindvfldnga Grindvíkingar fengu Víðismenn í heimsókn í gærkvöldi og unnu heimamenn 2:1. Sigurinn var síst of stór og höfðu heima- Pálmi menn mikla yfirburði, Ingólfsson einkum í fyrri hálf- skrífar leik. Seinni hálfleikur var frekar tíðindalitill, þar til undir lokin. Grindvíkingar spiluðu mjög vel í fyrri hálfleik og sköpuðu sér mörg marktækifæri, en gerðu aðeins eitt mark. Þórarinn Ólafsson kom inná sem varamaður hjá Grindavík á 75. mínútu Steinar meiddist Steinar lngimundarson meiddist þegar rúmar 10. mínútur voru til leiksloka. Hann lenti í klafsi við einn varnarmanna ÍBV í víta- teignum og varð að yfírgefa völlinn. Eftir að búið var að skoða hann kom í ljós að um 10 sentimetra langur skurður var rétt ofan við hægri ökla og greinilegt að hann hafði fengið takka Vestmanneyings- ins í sig. Skurðurinn var djúpur og greinilegt að Steinar var kvalinn. og þá færðist líf í seinni hálfleik. Milan Jankovic bætti öðru marki við á 86. mínútu, beint úr aukaspyrnu, en Brynjar Jóhannesson minnkaði mun- inn úr vítaspymu á síðustu mínútu. Guðlaugur Jónsson bjargaði marki, sló boltann yfír og fékk að sjá rauða spjaldið. Guðlaugur Jónsson var bestu rsem aftasti maður í annars jöfnu liði Grind- víkinga og Þórarinn var sprækur. Gísli Hreiðarsson, markvörður Víðis, var langbestur í liði gestanna og varði oft mjög vel. Gísli Jóhannsson dæmdi þokkalega, en var ragur við að gefa spjöld fyrir gróf brot. Jafntefli |eð gríðarlegri baráttu í seinni hálfleik tókst Selfyssingum að vinna tveggja marka forskot IR-inga upp í 3:3 jafntefli í stórskemmtilegum leik í Breiðholtinu í gærkvöldi. Vöm ÍR *....... dró Selfyssinga að sér til að opna fyrir skyndisóknum. Það Stefán Stefánsson skrifar gekk mjög vel þar til á 30. mínútu er Valgeir Reynisson náði boltanum inní vítateig ÍR og vippaði yfír mark- vörðinn og skoraði fyrsta mark leiks- ins fyrir Selfoss. Aðeins mínútu síðar átti Knútur Bjamason þrumuskot að marki Selfoss, markvörðurinn hélt ekki boltanum og Bragi Bjömsson fylgdi vel á eftir og jafnaði 1:1. Fimm mínútum síðar komust fjórir ÍR-ingar í skyndisókn á móti einum Selfyssingi en Bragi skaut ótímabæru skoti fram- hjá. Bragi bætti fyrir það á 42. mín- útu með góðri fyrirgjöf frá vinstri á Ágúst Ólafsson sem skoraði laglega með skalla og Kristján Halldórsson gerði alveg eins mark 2 mínútum síð- ar eftir fyrirgjöf frá Guðjóni Jóhannes- syni. Selfyssingar byijuð seinni hálfleik af miklum krafti og Þórður Jóhannes- son minnkaði muninn í 3:2 á fyrstu mínútu þegar markvörður ÍR hélt ekki skoti að marki. Næsta hálftímann var nánast einstefna að marki Breiðhylt- inga og á 21. mínútu jafnaði Trausti Ómarsson af stuttu færi eftir óvænta fyrirgjöf með hælspymu. KR-IBV 3:0 KR-völlur, íslandsmótið í knattspymu, 1. deild — Samskipadeild — föstudaginn 19. júní 1992. Aðstæður: Strekkingsvindur eftir endilöng- um vellinum. Kalt en völlurinn mjög góður. Mörk KR: Gunnar Oddsson (46.), Þormóð- ur Egilsson (58. vsp.), Ragnar Margeirsson (79.). Gult spjald: Enginn. Rautt spjald: Enginn. Ahorfendur: 434 Dómari: Egill Már Markússon. Dæmdi vel en var of spar á spjöldin. Línuverðir: Pjetur Sigurðsson og Sigurður Friðjónsson. KR:Ólafur Gottskálksson — Gunnar Odds- son, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Þormóður Egilsson — Steinar Ingimundarsson (Gunn- ar Skúlason 85.), Heimir Guðjónsson, Atli Eðvaldsson, Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þorsteinn Halldórsson 80.) Einar Þór Daní- elsson — Rúnar Kristinsson, Ragnar Mar- geirsson. IBV: Friðrik Friðriksson — Elías Friðriks- son (Ómar Jóhannsson 82.), Heimir Hall- grímsson, Bojan Bevc — Martin Eyjólfsson, Tómas Ingi Tómasson, Jón Bragi Amars- son, Nökkvi Sveinsson, Ingi Sigurðsson (Rútur Snorrason 78.) — Sindri Grétarsson, Leifur Geir Hafsteinsson. ÍA-KA 1:0 Akranesvöllur. Aðstæður: Suðvestan rok, vindurinn þvert á völlinn, sem var merkilega góður. Mark ÍA: Þórður Guðjónsson (17.). Gult spjald: Enginn. Rautt spjald: Enginn. Áhorfendur: 620. Dómari: Þorvarður Bjömsson dæmdi mjög vel. Lið ÍA: Kristján Finnbogason - Luca Kostic, Brandur Sigurjónsson, Ólafur Adolfsson - Alexander Högnason, Sigursteinn Gíslason, Bjarki Gunnlaugsson (Theódór Hervarsson vm. á 81.), Haraldur Hinriksson (Sigurður Jónsson vm. á 55.), Haraldur Ingólfsson - Amar Gunnlaugsson, Þórður Guðjónsson. Lið KA: Haukur Bragason - Gunnar Gísla- son, Steingrímur Birgisson, Öm Viðar Am- arsson - Gauti Laxdal (Jóhann Amarsson vm. á 75.), Ormar Örlygsson, Bjami Jóns- son, Sigþór Júlíusson (Halldór Kristinsson vm. á 75.), - Pavel Vandas, Gunnar Már Másson. FH-Valur 0:0 Kaplakrikavöllur. Aðstæður: Strekkingsvindur, í bakið á Valsmönnum i fyrri hálfleik. Nokkuð kalt, völlurinn eflaust ágætur en frekar ijótur. Gult spjald: Izudin Dervic (75.), fyrir að röfla í dómaranum. Rautt spjald: Enginn. Áhorfendur: Dómari: Ólafur Ragnarsson, var ágætur. Línuverðin Ingólfur Hjaltason og Kristján Guðmundsson. FH: Stefán Amarson - Daníel Einarsson, Bjöm Jónsson, Birgir Skúlason - Þorsteinn Eyfjörð Jónsson, Ólafur Kristjánsson, Andri Marteinsson, Hallsteinn Amarsson, Þórhall- ur Víkingsson - Hörður Magnússon, Grétar Einarsson. Valur: Bjami Sigurðsson - Einar Páll Tóm- asson, Sævar Jónsson, Izudin Dervic - Bald- ur Bragason, Salih Porca (Hörður Már Magnússon 86.), Gunnlaugur Einarsson, Steinar Adolfsson, Ágúst Gylfason - Anth- ony Karl Gregory (Arnljótur Davíðsson 76.), Jón Grétar Jónsson. Fj.leikja u J T Mörk Stig ÍA 5 3 2 0 7: 3 11 ÞÓR 4 3 1 0 5: 2 10 KR 5 2 2 1 8: 6 8 FH 5 2 2 1 8: 7 8 FRAM 4 2 0 2 7: 5 6 KA 5 1 3 1 8: 7 6 VÍKINGUR 4 2 0 2 5: 6 6 VALUR 5 1 2 2 5: 8 5 ÍBV 5 1 0 4 4: 9 3 UBK 4 O 0 4 ' 1:5 0 2. deild UMFG-Víðir.......................2:1 Þórður B. Bogason (25.), Milan Jankovic (86. — Brynjar Jóhannesson (90. vsp.) IR - Selfoss.....................3:3 Bragi Bjömsson (30.), Ágúst Ólafsson (42.), Kristján Halldórsson (44.) — Valgeir Reynisson (29.), Þórður Jóhannsson (46.), Trausti Ómarsson (66.) 3. DEILD Ægir - Grótta.....................0:0 Völsungur - Tindastóli............1:2 Skarphéðinn ívarsson - Bjarki Pétursson 2. 4. DEILD UMFA-Árvakur.....................11:1 Stefán Viðarsson 3, Rúnar Ámason 3, Sumarliði Árnason 2, Viktor Viktorsson 2, Benedikt Sverrisson 1. - Ingólfur Gissurar- son. UMFN - Reynir.....................0:1 - Gunnlaugur Ólafsson. Leiknir - Snæfell.................2:1 Róbert Amþórsson, Axel Ingvarsson - Pét- ur Rafnsson. SM - HSÞ................fr. til laugard. Höttur - Iluginn.................11:0 Freyr Sverrisson 4, Hilmar Gunnlaugsson 3, Eysteinn Hauksson, Vilberg Jónsson, Jónatan Vilhjálmsson og Sigfús Fannar 1 -. 2. deild kvenna Reynir - Haukar..................3:10 Körfuknattleikur Úrslit i undankeppni Evrópuþjóða fyrir Ólympíuleikana. Ítalía - Sviss..................90:61 Lettland - Pólland.:.............83:80 Israel - Frakkland..............91:69 KNATTSPYRNA / 1 .DEILD - SAMSKIPADEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.