Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JUNI 1992 5 FAXAFENI8 • Doihatsu Charðde - sá liprasn T bænum! Daihatsu Charade er lipur og léttur í borgar- og bæjarakstri. Hann er með eindæmum sparneytinn og ódýr í rekstri. Hann er æðislega „smart“ bæði innan sem utan og mjög rúmgói Hann stoppar stutt í endursölu og fer á góðu verði. Hann er í alla staði frábær! Hann kostar staðgreiddur, kominn á götuna frá: BRIMBORG Framleiðendur fiskkara ánægð- ir með áform um fiskkaramiðlun Lánskjaravísi- talan hækkað um 3,5% á ári Lánskjaravísitala 2.230 gildir fyrir júlímánfið og hefur vísital- an hækkað um 3,8% síðustu þrjá mánuði umreiknað til árshækk- unar. Síðustu sex mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,1% og síð- ustu 12 mánuði um 3,5%. Vísitala byggingarkostnaðar í júní reyndist 0,1% hærri en í maí og er 188,6 stig. Síðustu tólf mán- uði hefur vísitalan hækkað um 1,5% og síðustu þijá mánuði um 0,8% sem samsvarar 3% hækkun á heilu ári. Launavísitalan hækkar um 1,5% frá fyrra mánuði og er 130 stig. -----» ♦ ♦---- Lögreglan hélt félags- fundá annatíma Innanlandsmarkaður mettaður og útflutningur eykst FORRAÐAMENN plastverk- smiðja, sem framleiða fiskkör, segjast ánægðir með áform um stofnun hlutafélags um miðlun fiskkara þótt áformað sé að hún hafi í för með sér minni eftir- spurn eftir framleiðslu þeirra innanlands. Innanlandsmarkað- ur fyrir fiskkör er að mettast og plastverksmiðjurnar hyggjast róa á önnur mið. I baksíðufrétt Morgunblaðsins í gær kom fram að forráðamenn nýja fyrirtækisins, sem verður í eigu fjögurra stærstu fískmarkaða landsins, telja að komast megi af með um 28 þúsund fískkör í stað þeirra 56 þúsund, sem til eru í land- inu. Þetta má gera með því að eitt og sama fyrirtækið skipuleggi og samræmi útleigu og samnýtingu karanna. Þórir Matthíasson, sölumaður hjá Sæplasti á Dalvík, sagði að minni eftirspum eftir fískkörum hefði ekki mikil áhrif á starfsemi fyrir- ’tækisins, enda væri það sífellt að auka útflutning á kostnað fram- leiðslu fyrir innanlandsmarkað. Á þessu ári hefði sala innanlands dregizt saman um 20% miðað við sama tíma í fyrra, en hlutdeild út- flutnings í framleiðslunni hins veg- ar farið yfír 50%. Mjög góðar horf- ur væru um sölu fískkara á erlend- um mörkuðum. „Þetta er bara hið bezta mál og hefði átt að vera kom- ið fyrir lifandi löngu að mínu mati,“ sagði Þórir. Guðni Þórðarson, framkvæmda- stjóri Borgarplasts á Seltjarnarnesi, sagði að fyrirtækið væri með breiða framleiðslulínu og fískkör væm inn- an við helmingur af framleiðslunni. Minni eftirspum hefði því ekki veru- leg áhrif á framleiðslu fyrirtækis- ins, en það flytur út um 25% af þeim kemm, sem það framleiðir. Innanlandsmarkaðurinn hefði hins vegar verið nokkuð stöðugur hjá fyrirtækinu. „Ég álít að það sé af hinu góða að það sé reynt að spara og gera eitthvað af viti í þessu vand- amáli,“ sagði Guðni. „Þetta hefur sjálfsagt einhvern samdrátt í för með sér, en þá róum við bara á önnur mið.“ „Þetta er jákvætt. Skipulag, regla og festa, sem gæti komizt á þessi mál hér, myndi verða góð auglýsing fyrir íslenzk fískkör er- lendis," sagði Sævar Svavarsson, framkvæmdastjóri Norm-X í Hafn- arfirði. Norm-X flytur út um 20% af fískkaraframleiðslu sinni. „Eflaust þýðir þetta einhvern sam- drátt í sölu á innanlandsmarkað, en til lengri tíma er þessi hagræð- ing jákvæð. Innanlandsmarkaður- inn er að miklu leyti mettaður hvort sem er,“ sagði Sævar. „Öflugur aðili, sem gæti tekið þátt í að staðla fiskkör og stuðla að vöruþróun, væri af hinu góða.“ (41. Lögreglufélag Reykjavíkur hélt félagsfund klukkan 11 í gærkvöldi, aðallega til að ræða ágreining félagsstjórnarinnar við yfirstjórn embættisins um vaktafyrirkomulag og tilvist svo- kallaðrar millivaktar sem félags- stjórnin telur að komið hafði verið án samráðs við starfsmenn. Lögreglusljóri mun telja sig í fullum rétti að ráða vinnutilhög- un að þessu leyti. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hyggst BSRB fyrir hönd Lög- reglufélagsins bera þennan ágreining fyrir félagsdóm. Rúmlega 30 lögreglumenn, sem starfa á svokallaðri millivakt, hafa mótmælt tilvist vaktarinar bréflega við lögreglustjóra og Lögreglufé- lagið hefur um hríð óskað eftir breytingum á fyrirkomulaginu. Tii- raunir, meðal annars dómsmála- ráðuneytis og BSRB til að leiða deiluna til lykta höfðu ekki borið árangur í gær. Hinum boðaða fundartíma klukk- an 11 á föstudagskvöldi, þegar hefðbundinn annatími lögreglunnar á föstudagskvöldi er að hefjast, mun ætlað að undirstrika það að hálfu Lögreglufélagsins að þeir telji að óæskilegur tilflutningur hafí orð- ið á reglulegum vinnutíma lögreglu- manna þannig að ofsett sé á vaktir að kvöld- og næturlagi en skortur sé á lögreglumönnum á öðrum tím- um dagsins. OAIHATSU CHARADE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.