Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 21 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir Karl Blöndal og Pál Þórhallsson * Fyrirtæki á Islandi hefur milligöngu um vopnaviðskipti: Varahlutirnir eru hugsanlega ætlaðir stjómarhemum í Perú Su-20 orrustuþota pólska flughersins, sömu tegundar og þotur perúska flughersins. Þotan var fyrst smíðuð árið 1967. T-54 skriðdrekinn kom fyrst fram á sjötta áratugnum. Hann varð fljótlega aðalskriðdrekinn í vopna- búri Varsjárbandalagsríkjanna. Nýrri útgáfan, T-55, var fyrst smíðuð árið 1961. Á myndinni má sjá T-54/55 skriðdrekasveit í útjaðri Prag í septembermánuði árið 1968. (lKrókurinn“ eða Mi-6 flutningaþyrlan var fyrst smíðuð árið 1957. Á sínum tíma var þetta stærsta þyrla heims og vegur hún 27 t óhlaðin. Um fimm hundruð slíkar þyrlur hafa verið smíðaðar. STJÓRNARHERINN í Perú er hugsanlega hinn leyndardóms- fulli viðskiptavinur sem leitað hefur eftir varahlutum í rúss- nesk vopn sín í gegnum Rúss- nesk-ísjensku viðskiptaskrifstof- una á Islandi. Tveimur sérfræð- ingum sem Morgunblaðið ræddi við kom Perú fyrst í hug í þessu sambandi og skrár yfir herafla ríkja í rómönsku Ameríku renna stoðum undir að þannig sé málið vaxið. Eins og greint var frá í frétt í Morgunblaðinu 17. júní síð- astliðinn tekur Rússnesk-íslenska viðskiptaskrifstofan að sér að út- vega varahluti í rússnesk hemaðar- tól. Annar helsti forsvarsmaður hennar, Vladímír Verbenko, fyrr- um fréttaritari APN hérlendis, við- urkenndi að hafa fengið fyrirspum um slíka varahluti sem ættuð væri frá Suður-Ameríku. Sagðist hann hafa tengilið í Moskvu sem myndi geta útvegað þessa hluti með því að þreifa fyrir sér í stjórnkerfinu og meðal yfirmanna hersins. Sagð- ist Verbenko ekki kannast við hvaða Suður-Ameríkuríki væri hér á ferð því hann hefði fengið fyrir- spumina frá „virtum manni í ís- lensku viðskiptalífi", eins og hann orðaði það. Verbenko neitaði því aðspurður að Rússnesk-íslenska viðskiptaskrifstofan hefði áður átt hlut að máli í slíkum viðskiptum. Morgunblaðið hefur áreiðanleg- ar heimildir fyrir því hvaða hergögn það eru sem varahlutimir eru ætl- aðir í. Er þar fyrst og fremst um að ræða Su-22 orrustuþotur, Mi-6 herþyrlur og T-54 og T-55 skrið- dreka. Samkvæmt skrám átti stjórnar- herinn í Perú árið 1987 sex Mi-6 þyrlur, 43 Su-22 orrustuþotur og 270 T-54/55 skriðdreka. Önnur ríki Rómönsku Ameríku sem eiga vopn af þessu tagi eru Kúba sem átti fyrir fimm árum 400 T-54/55 skriðdreka og Nicaragua sem átti 50 T-54/55 skriðdreka, en hvorugt ríkið átti þyrlur eða orrustuþotur af gerðunum Mi-6 og Su-22. Ymsum kynni að detta í hug að hér gæti verið um skæruliðahreyf- ingu að ræða. Vopnin, sem um er að tefla, eru hins vegar sjaldan í fórum skæmliða, hversu öflugir sem þeir eru. Skæruliðar gætu átt skriðdreka og jafnvel einstaka þyrlu en hæpið er að þeir hefðu yfir orrustuþotum að ráða. Þegar talað er um skæruliðahreyfingar í Suður-Ameríku kemur Perú aftur upp í hugann. Boðberar ljóssins hafa gert stjómvöldum ýmsa skrá- veifu, þeir hafa stóran hluta lands- ins á valdi sínu og eru einnig farn- ir að ná ítökum í úthverfum Lima, höfuðborgar landsins. Boðberar ljóssins hafa einkum vígbúist með því að stela vopnum úr vopnabúri stjórnarhersins. Þeir em ekki þekktir fyrir að stunda mikil vopna- viðskipti, þótt sennilega hafi þeir eitthvað auðgast á eiturlyfjavið- skiptum. Þótt Verbenko vilji ekki greina frá því hver kaupandinn er þarf það ekki að benda til þess að eitt- hvað sérlega gmggugt sé við við- skiptin. Það er líklegt að Verbenko vilji einfaldlega ekki bregðast trún- aðartrausti viðskiptavinarins með því að hlaupa með nafn hans í blöð- in. Pukur hefur og löngum ein- kennt vopnaviðskipti milli landa, ekki sfst núna þegar almennings- álitið er á þann veg að þriðji heim- urinn eigi frekar að fá plógjárn en sverð. Michael Corgan, stjórnmála- fræðingur og sérfræðingur í varnarsamskiptum Bandaríkjanna og íslands við Navy War College, og Paul Holman, sérfræðingur í vopnaviðskiptum við sama skóla, sögðu báðir þegar þessi viðskipti vom borin undir þá að sennilega væri um stjórnarher Perú að ræða. Holman sagði að við fyrstu sýn gæti virst undarlegt að kaupa vopn eftir krókaleiðum, en það þyrfti þó alls ekki að vera. Oft væri einfald- lega hægt að fá betra verð með því móti. „Sovétmenn bráðvantar peninga og það er ótrúlegt að skoða þau vopnaviðskipti sem nú eiga sér stað,“ sagði Holman. „Páheyrð vopn ganga kaupum og sölum, auk þess sem þau em mjög ódýr.“ Haft er fyrir satt að hægt sé að fá T-54/55 skriðdreka fyrir 360.000 ÍSK og að Kalasníkoff rifflar kosti innan við þúsund krón- ur. Holman sagði að vissulega væri hægt að nota heimsmarkaðinn til að kaupa varahluti í hernaðar- tæki. T-54/55 skriðdrekar hefðu t.d. verið seldir út um allan heim. Þá væri reyndar hættan sú að vara- hlutirnir væm gamlir og úreltir, eða jafnvel slitnir og úr sér gengn- ir. Með því að komast beint að framleiðandanum væri hægt að tryggja meiri gæði og ná í betri búnað. Þar mætti t.d. nefna miðun- artæki með leysigeislabúnaði. Því gæti reynst nauðsynlegt að leita til manns eða manna sem hefðu sambönd í ranghölum rússneska kerfisins og gætu útvegað ná- kvæmlega þá hluti sem falast væri eftir. Holman leiddi getum að því að ísland hefði komið inn í myndina vegna þess að sölumennirnir í Rússlandi væm ekki á vegum stjórnvalda, heldur væri verið að fara í kringum þau. „í þokkabót getur verið að hér séu á ferðinni sjálfstæðir atvinnurekendur, en ekki rússnesk stjórnvöld, og þá má ætla að verið sé að hlunnfara Borís Jeltsín um dollara, sem hann bráðvantar á þessum erfiðu tímum í Rússlandi," sagði Holman. Þess má geta að Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að tengiliður Verbenkos í Moskvu sé fyrmm flugmaður í sovéska hernum og reki einkafyrirtæki. Verbenko lagði áherslu á það í samtali við Morgun- blaðið að frá því yrði gengið heima fyrir í F.ússlandi að viðskiptin færu löglega fram. Tengiliður sinn myndi hafa samband við háttsetta aðila í hernum eða stjórnkerfinu sem hefðu til þess lagalega heimild að útvega áðurnefnda varahluti. Viðmælendur Morgunblaðsins telja ekki útilokað að þeir sem stundi vopnaviðskipti sjái sér hag í því að nota ísland. „Þannig má fela það hvaðan hlutirnir koma og hver ákvörðunarstaðurinn er,“ seg- ir Corgan. „Ýmist er þá uppmna breytt í farmskjölum eða farmurinn fluttur milli skipa.“ Að sögn Corg- ans em hafnir í öðmm ríkjum en upprpnalandi og viðtökulandi not- aðar til að villa um fyrir yfírvöld- um. Hann sagði að erfítt væri að nota bandarískar hafnir í því sam- bandi þar sem tollayfírvöld væm á verði gagnvart vopnasendingum og einnig varahlutum í hergögn. Venjulega væru notaðar hafnir í ríkjum sem þar sem tollgæslumenn leituðu fremur að öðmm hlutum. Corgan sagði að í raun væri ísland tilvalið því tollyfirvöld hefðu enga ástæðu til að leita sértaklega að hergögnum í farmi skipa. Engum gæti dottið í hug að smygla þeim til íslands og þegar um varahluti í hergögn væri að ræða myndu þau sennilega ekki átta sig á því hvers eðlis farmurinn væri. Að auki væri tæknibúnaður oft þeirrar gerðar að hann gæti jafnt nýst til hernað- ar og til annarra hluta. Meta yrði það hverju sinni hvort viðtökuríkið væri það þróað að það gæti notað búnaðinn til annarra þarfa en í hernaði. íslenskir embættismenn hafa verið tregir til að tjá sig um það hvort milliganga um vopnaviðskipti af því tagi sem Rússneska-viðskipt- askrifstofan stundar — eða er reiðubúin að stunda — sé lögleg. Ónefndur viðmælandi í viðskipta- ráðuneytinu sagði þó að almennt talað væm vopnaviðskipti heimil samkvæmtAlþjóðlegum rétti. Bönn í þeim efnum beindust ætíð að til- teknum kaupendum eða átaka- svæðum. Honum komu ekki í hug neinar íslenskar réttarreglur sem bönnuðu milligöngu af þessu tagi a.m.k. á meðan hún beindist ekki gegn íslenskum hagsmunum. Viðræður um Norður- Irland ÍRSKIR embættismenn og norður- írskir stjómmálaleiðtogar hittust í gær í Lundúnum til að ræða leiðir sem leitt gætu til friðar í Norður- írlandi. Nokkur bjartsýni ríkir um árangur viðræðnanna sem eru hinar fyrstu milli þessara aðila um tveggja áratuga skeið. Bresk stjórn- völd vona að viðræðurnar verði áfangi á þeirri leið að koma stjóm Norður-írlands aftur í hendur norð- ur-írsks þings en landinu hefur ver- ið stýrt beint frá Lundúnum í átján ár. Ringulreið í Kabúl ALGER ringulreið ríkir nú í Kabúl en sjö vikur eru liðnar síðan skæra- liðar múslima náðu henni á sitt vald. Allar tilraunir stjórnvalda til að halda uppi lögum og reglu hafa misheppnast en misstórar sveitir skæraliða skipta mestum hluta borgarinnar á milli sín. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að sérstakar lög- reglusveitir verði skipaðar í næstu viku til að koma á reglu en óttast er að það verði aðeins til að auka átökin. Shamir með naumt forskot á Rabin SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem birt var í gær, mun Likud-bandalag- ið og stuðningsflokkar þess fá næg- an þingstyrk til að mynda ríkis- stjóm harðlínuflokka eftir þingkosn- ingarnar í ísrael á þriðjudag. Meiri- hluti stjómarinnar yrði þó mjög tæpur þar sem flokkamir fengju aðeins 61 sæti af 120. Aðrar skoðanakannanir sýna að hvorki Likud-bandalagið né Verkamanna- flokkurinn fengju nægilegt fylgi til að mynda meirihlutastjóm ásamt stuðningsflokkum sínum. Hafa leið- togar flokkanna, Yitzhak Shamir og Yitzhak Rabin, ekki útilokað að myndun þjóðstjórnar sé möguleg ef sú verður raunin. Barist í Nag- orno-Karabakh BARDAGAR hafa blossað upp milli armenskra og azerskra sveita í hér- aðinu Nagomo-Karabakh og ganga ásakanir um hveijir hafí átt upptök- in á víxl milli deiluaðila. Óttast er að átökin eigi eftir að aukast á næstunni en tilraunir á alþjóðavett- vangi til að stilla til friðar hafa enn engan árangur borið. Tilraunir með nýja tegund sýklalyfja TILRAUNIR með nýtt sýklalyf, sem byggist á eggjahvítuefni, sem fínnst í froskskinni og vinnur gegn sýk- ingu, hefjast vestur í Bandaríkj- unum á hausti komanda. Er búist við, að lyfíð geti orðið undanfari margra nýrra lyfja, sem sótt eru í dýraríkið. „Það, sem við höfum fundið í froskinum, er aðeins brot af því, sem á eftir að koma í ljós,“ sagði dr. Michael Zasloff, prófessor við háskólann í Pennsylvaníu, á 18. heimsþingi húðsjúkdómafræðinga í New Ýork en hann varð fyrstur til að uppgötva, að froskurinn ræður yfír sínum eigin „sótthreinsunar- legi“. Hefur það leitt til framleiðslu nýrra efnasambanda, sem kölluð eru magainin. Zasloff sagði, að aðrir vísindamenn hefur uppgötvað svip- uð efni í grísum, kröbbum, músum og nú nýlega i mönnum einnig og nú hefur loksins tekist að framleiða þetta efni á rannsóknastofu. Tókst það eftir um 2.000 árangurslausar tilraunir og verður lyfið, sem kallast MSI-78, reynt á mönnum í haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.