Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 42
KNATTTSPYRNA / 1. DEILD / SAMSKIPADEILD Skagamenn MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 20. JUNI 1992 SKAGAMENN tóku á móti KA-mönnum í gærkvöldi, greinilega staðráðnir í að koma sér í efsta sæti deildarinnar, þar sem það stóð til boða. Þeim tókst ætlunarverkið og unnu 1:0. Þetta verð ur að teljast sanngjarn sigur, en KA-menn börðust mjög vel, gáfust aldrei upp og voru reyndar nokkrum sinnum nálægt því að jafna metin. Skagamenn byijuðu af miklum krafti Á 15. mínútu átti Har- aldur Hinriksson þrumuskot í stöng ■■■■■■ eftir fallega sókn Sigþór upp vinstri kantinn, Eiríksson en varnarmönnum sknfar KA tókst að bjarga í horn. Upp úr horn- spyrnunni skallaði Arnar Gunn- laugsson í marksúluna. Skagamenn fylgdu þessu eftir og eftir aðeins tvær mínútur gerðu þeir eina mark leiksins. Skagamenn sóttu mun meira í hálfleiknum en gekk illa að skapa sér góð marktækifæri. Besta færi KA-manna í hálfleiknum kom þegar Gunnar Már Másson lék á hvem vamarmann Skagamanna á fætur öðmm og renndi knettinum á Gauta Laxdal, sem var í góðu færi, en Kristján Finnbogason varði ~íneð góðu úthlaupi. KA menn byijuðu síðari hálf- Gunnar Oddsson og Ragnar Margeirsson, KR. Ólafur Kristjánsson, FH.Luka Kostic og Aiexander Högnason, ÍA. Gunnar Már Gíslason, KA. Ólafur Gottskálksson, Óskar Hrafn Þor- valdsson, Þormóður Egilsson, Rúnar Krist- *ínsson og Heimir Guðjónsson, KR. Friðrik Friðriksson, Ingi Sigurðsson og Tómas Ingi Tómasson, ÍBV. Þórhallur Víkingsson, Daníel Einarsson, Hallsteinn Amarson, Hörður Magnússon og Andri Marteinsson, FH. Bjami Sigurðsson, Ágúst Gylfason, Sævar Jónsson, Jón Grétar Jónsson, Steinar Adolfsson og Gunnlaugur Einarsson, Val.Kristján Finnbogason, Þórður Guðjóns- son og Ólafur Adolfsson, ÍA. Bjami Jóns- son, Pavel Vandas og Gauti Laxdal, KA. FOLK ■ NJALL Eiðssoa þjálfari FH, varð illilega á í messunni þegar leik- ur FH og Vals var nýhafinn. Hann var eitthvað að kalla til sinna manna og hnýtti aftan við það hátt og snjallt: „...síðan tökum við þetta Valsmenn,“. FH-ingar litu hissa á þjálfarann en Valsmenn hlógu dátt, enda fengu þeir þama óvæntan stuðning. ■ NJALL sagði eftir leikinn að hann hefði gert þetta af gömlum vana og brosti út í annað, en hann Iék áður með Val. ■ TVÆR framtennur brotnuðu í Ólafi Kristjánssyni fyrirliða FH í íeiknum á móti Val. Hann lét það hins vegar lítið á sig fá og hélt ótrauður áfram. ■ KR-INGAR léku í stutterma treyjum í nepjunni í gær. Ástæðan er að á síðerma treyjunum er ekki rétt auglýsing. ■ TVEIR leikir verða í dag kl. 14. Á Akureyri leika Þór og Vík- ingur, en Fram og UBK a'Val- bjarnarvelli. ■ DAGUR Jónasson, fyrrum leikmaður með Víkingi og Aftur- eldingu hefur verið ráðinn aðstoð- •arþjálfari Víkings í handknattleik. Dagur mun sjá um þjálfun liðsins á undirbúningstímabilinu þar sem þjálfari liðsins, Gunnar Gunnars- son, er önnum kafínn með landslið- inu. __ ■ ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik tapaði óvænt fyrir Alsír, 17:16, í gærkvöldi á alþjóða mótinu í Portúgal. leikinn af mikllum krafti og á fyrstu mínútunum átti Vandas skot úr góðu færi en rétt framhjá. Skaga- menn komu síðan smám saman inní leikinn aftur og fengu sannkallað dauðafæri á 61. mínútu. Þá barst knötturinn til Haraldar Ingólfsson- ar. Hann var í mjög góðu færi rétt utan við markteig, en í stað þess að skjóta sendi hann knöttinn á Arnar, sem greinilega bjóst ekki við þessari sendingu. Hann náði samt að reka tánna í knöttinn, sem fór rétt framhjá markinu. Tveimur mínútum síðar fengu KA-menn mjög gott færi. Vandas komst inní misheppnaða sendingu Skagamanna, óð í átt að marki en skaut rétt framhjá. í kjölfarið fengu Skagamenn nokkur góð færi, en-á síðustu mín- útu leiksins voru KA-menn aðeins hársbreidd frá því að jafna metin. Þá fengu þeir homspyrnu, Ormarr skallaði að marki, en Kristján varði meistaralega með því að slá boltann út undan þverslánni. Þaðan barst boltinn til Gunnars Gíslasonar, sem skaut hörkuskoti en rétt yfír. 1a^%Haraldur Ingólfsson ■ l#sótti upp vinstri kantinn á 17. mínútu. Hann renndi knettinum á Amar Gunn- laugsson, sem var á vítateigs- homi. Hann lék að markinu, Haukur Bragason kom út á móti, en Arnar lék framhjá markverðinum að endamarkal- ínu og vippaði knettinum snyr- tiulega fyrir markið, þar sem Þórður Guðjónsson skallaði í netið af markteig. Morgunblaðið/Sverrir Jón Grétar Jónsson stóð sig vel í leiknum á móti FH. Hér brunar hann upp kantinn í leiknum í gærkvöldi, en FH-ingurinn Björn Jónsson hefur á honum gætur. Fjörugt en marka- laust í Kaplakrika FYRSTA markalausa jafnteflið í 1. deild að þessu sinni varð að veruleika á Kaplakrikavelli í gærkvöldi, þegar FH og Valur mættust þar í nokkuð fjörugum leik. Úrslitin voru sanngjörn, Valsmenn hefðu að vísu átt að vera búnir að gera út um leik- inn ífyrri hálfleik, en á móti voru FH-ingar óheppnir að skora ekki mörk íþeim sfðari. Valsmenn vom mun sprækari í fýrri hálfleik og hefðu, ef heilladísirnar hefðu verið á þeirra ■■■H bandi, getað skorað Steíán nokkur mörk. Ágúst Gylfason skaut framhjá á 10. mín- útu, á 18. mínútu lét Jón Grétar Jónsson veija hjá sér einn á móti markmanni og svo mætti lengi telja. FH-ingar vom aftur á móti lengi í gang, óöruggir í vörn og á miðju, og sóknarmenn- Eiríksson skrifar Við áttum að sigra Eg er ánægður með þessi úrslit, sérstaklega miðað við fyrri hálfleik," sagði Ólafur Kristjánsson fyrirliði FH eftir leikinn. „Þeir komu bijálaðir til leiks eftir síðasta leik og léku mjög vel í fyrri hálfleik en við að sama skapi illa. Við vorum aftur betri í seinni hálfleik, fengum nokkur færi og voram klaufar að skora gkki. Á heildina litið held ég að þetta hafi verið sanngjamt, en við getum spilað miklu betur en við gerðum hér í kvöld," sagði Ólafur. „Við vomm heppnir að fara ekki inn í hálfleik með mörk á bakinu," sagði Njáll Eiðsson þjálfari FH eft- ir leikinn. „En í síðari hálfleik feng- um við mörg hættuleg færi og hefðu átt að skora. Þetta var mjög fjörag- ur leikur þrátt fyrir markaleysið og ég er ánægður með stigið, því hvert stig er dýrmætt," sagði Njáll. „Við spiluðum betur og áttum að vinna þennan leik,“ sagði Ingi Björn Albertsson þjálfari Vals. „Við héldum áfram að sækja í síðari hálfleik og við það opnaðist leikur- inn og þeir fengu færi. En þetta er á réttri leið hjá okkur,“ sagði Ingi Björn. „Fyrri hálfleikur var ágætur hjá okkur,“ sagði Sævar Jónsson fyrir- liði Vals. „Við vorum hins vegar orðnir þreyttir í síðari hálfleik, lík- lega er það síðasti leikur sem situr í okkur, því við keyrðum okkur út á móti Fram,“ sagði Sævar. Mörkin á silfurfati „Við komum hingað til að leika knattspymu og til að ná í stig. Við byijuðum ágætlega en einhverra hluta vegna greip mikil tauga- spenna leikmenn þegar á leið leik- inn. Það var slæmt að fá fyrsta markið á sig nokkrum sekúndum fyrir leikhlé, og hin mörkin færðum við þeim á silfurfati,“ sagði Sigurlás Þorleifsson þjálfari Eyjamanna. „Það tók okkur langan tíma að nýta færin sem við fengum. Þetta gekk ágætlega úti á vellinum en þegar við komum upp undir vítateig voram við of linir. Annars var ég þokkalega ángæður með leik liðs- ins,“ sagði Ivan Sochor þjálfari KR. irnir höfðu úr litlu að moða. Dæmið snerist við í síðari hálf- leik. FH-ingar, sem nú höfðu vind- inn í bakið, náðu fljótlega góðum tökum á leiknum, og sköpuðu sér mörg marktækifæri. Nokkur komu eftir samvinnu Andra Marteinsson- ar og Harðar Magnússonar, en lítið hafði farið fyrir þeim félögum í fýrri hálfleik. Strax á annarri mín- útu síðari hálfleiks fékk Hörður Magnússop gott færi, en skaut framhjá. Á 60. mínútu varði Bjarni vel frá honum, og tíu mínútum síð- ari bjargaði Bjarni meistaralega með úthlaupi. Ölafur Kristjánsson og Andri Marteinsson fengu líka sín færi sem þeir nýttu ekki. Vals- menn fengu tækifæri til að hirða öll stigin tíu mínútum fyrir leikslok, þegar Jón Grétar skallaði að marki eftir hornspyrnu, en Þórhallur Vík- ingsson bjargaði á marklínu. Valsmenn voru sterkir í fyrri hálfleik, en virtust þreyttir í þeim síðari. Vörnin var mun betri en í síðasta leik, miðjan sterk að vanda, og sóknirnar markvissar, þó svo að það skilaði sér ekki með marki. Jón Grétar Jónsson, sem lék í fyrsta skipti í sókninni í sumar, var mjög sprækur í fyrri hálfleik. Ágúst Gylfason og Steinar Adolfsson stóðu sig líka vel ásamt Gunnlaugi Einarssyni. Ólafur Kristjánsson var lang bestur FH-inga. Hörður Magn- ússon og Andri Marteinsson vökn- uðu til lífsins í síðari hálfleik og gerðu oft ágæta hluti. GOLF / OPNA BANDARISKA GETRAUNASPA MORGUNBLAÐSINS 21-6 1 X 2 Hammarby - Luleá 1 Kiruna - GIF Sundsvall 2 IFK Sundsvall - Spánga 1 Vásby - Spárvágen 1 X Eskilstuna - Gefle 1 X Forward - Brage X 2 Sirius - Degefors 1 Motala - Elfsborg 1 X 2 Myresjö - Gunnilse X 2 Skövde - Oddevold 1 X 2 Halmstad - Hássleholm 1 Kalmar - Helsingborg 2 Landskrona - Leikin 1 Hór ertippað á 144 raða opin seðil, þar sem sjö leikir eru fastir, fjórir tvítryggðir og tveir þrítryggðir. Seðill sem þessi kostar 1.440 krónur. Morgan með forystu Gil Morgan hefur sjö högga for- ystu eftir tvo fyrstu dagna á Opna bandaríska meistaramótinu sem hófst á fimmtudaginn. Kylfíng- amir 156 luku við annan hring á Pebble Beach vellinum í nótt. Nick Faldo lenti heldur betur í vandræðum í gær. Á 14. holu sló Faldo í þriðja höggi uppí gamalt og viðrulegt tré með 9 járni. Sjónar- vottar sögðu að kúlan hefði ekki komið niður og hann fannst ekki þrátt fyrir að kappinn færi uppí tréð til að leita og hristi tréð. „Þetta er í fyrsta sinn síðan ég var strákur á stuttbuxum sem ég hef klifrað uppí tré,“ sagði Faldo þegar hann kom niður og gat greini- lega gert að gamni sínu þrátt fyrir vandræðin. Andy Dillard frá Bandaríkjunum byijaði geysilega vel fyrsta daginn og fékk fugl á fyrstu sex holunum og jafnaði þar með mótsmetið. Staða efstu manna er þannig, en ekki voru allir komnir inn þegar blaðið fór í prentun. 135 Gil Morgan 66 69 142 Fred Couples 72 70 143 Tom Kite 71 72, Hale Irwin 73 70 144 John Cook 72 72, Mark Brooks 70 74, Ian Woosnam 72 72 145 Bernhard Langer 73 72, Paul Azinger 70 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.