Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 23
22
i
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992
iHttgtiiiÞiiifrft
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðat-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Fríiðnaðarsvæði á
Suðurnesjum
*
Ymis konar þrengingar hafa
sett svip sinn á íslenzkt
atvinnu- og efnahagslíf næstlið-
in ár. Skertar þjóðartekjur hafa
og sagt til sín í versnandi al-
mannahag. Og ekki bætir sá
umtalsverði aflasamdráttur, sem
óhjákvæmilegur er á næstu
misserum og árum, úr lífskjara-
skák landsmanna. Efnahags-
lægðin, sem grúfir yfir, gerir
nýsköpun í atvinnulífínu afar
knýjandi. Þær fréttir eru því
fagnaðarefni að fríiðnaðarsvæði
á Suðumesjum, það er við Kefla-
víkurflugvöll, gæti hugsanlega
orðið að veruleika á komandi
ári, ef áætlanir ríkisstjórnarinn-
ar um evrópskt efnhagssvæði
ganga eftir.
Fyrir liggur, að sögn utanrík-
isráðherra, að sjö bandarísk iðn-
fyrirtæki hafa áhuga á að taka
þátt í stofnun fríiðnaðarsvæðis
við flugstöðina á Keflavíkurflug-
velli. Þar er fremstur í flokki
bandarískra iðnrekenda annar
eigandi bandaríska fyrirtækisins
High Tech Marketing (HMT),
en hann hefur, ásamt nokkrum
íslenjzkum aðilum, unnið að
skýrslu um fríiðnaðarsvæði á
íslandi fyrir utanríkisráðuneytið.
Fýrirtæki þetta stefnir að því
að hefja samsetningu á tölvu-
búnaði fýrif Norðurlanda- og
Evrópumarkað um leið og það
markaðssvæði verður að vem-
leika.
Grundvöllur slíks frísvæðis,
sem og fyrir hagkvæmri mark-
aðssetningu ýmis konar annarar
framleiðslu hér á landi, er samn-
ingurinn um evrópskt efnahags-
svæði. Með honum skapast for-
sendur fyrir erlend fyrirtæki til
að komast inn á Evrópumarkað
með því að stunda starfsemi hér
á landi, svo framarlega sem
starfsskilyrði séu samkeppnis-
hæf. Frísvæði við Keflavíkur-
flugvöll getur því verið einn
þeirra vamarmöguleika, sem
EES-samningurinn veitir íslend-
ingum á samdráttartímum í at-
vinnu- og efnahagslífí þeirra.
Ljóst er að hugsanlegt fríiðn-
aðarsvæði hér á landi getur ekki
keppt við ýmis konar þriðja-
heimsiðnað, sem byggist fyrst
og fremst á ódýru vinnuafli. Því
er stefnt að starfsemi háiðnaðar-
fyrirtækja, er nýta sérhæft og
vel menntað vinnuafl, sem hér
er trúlega til staðár í nægilegum
mæli.
Fram kom á kynningarfundi,
sem utanríkisráðuneytið efndi til
um möguleika á fríiðnaðarsvæði,
að ýmsir annmarkar eru til stað-
ar, sem huga þarf að. Engin lög
eru til um skatta eða skattund-
anþágur fyrirtækja á slíku
svæði, engir styrkir eru í boði
fyrir slík fyrirtæki, lítið sem
ekkert áhættufjármagn hér til
staðar, há tíðni verkfalla, hár
byggingarkostnaður og hár
kostnaður við markaðssetningu
slíks frísvæðis. Innlendur mark-
aður er og smár, flutningsgjöld
milli landa há og ekkert raun-
verulegt fraktflug. Kostir eru
hinsvegar þeir að lega landsins
gerir flutninga til og frá svæðinu
auðveldari og vörur sem íslend-
ingar settu saman og flyttu á
Evrópumarkað væru þar á jafn-
réttisgrundvelli í skjóli EES-
samningsins og teldust íslenzkar
samkvæmt upprunareglum
EES-svæðisins.
Auk EES-samningsins er það
trúlega forsenda fríiðnaðar-
svæðis hér, að einkavæða rekst-
ur flugvallarins, gera hann sam-
keppnishæfari og auka um hann
umferð með réttri markaðssetn-
ingu. Einnig þarf, sem fyrr seg-
ir, að setja lög og reglugerðir
um skattundanþágur á frísvæð-
inu.
Ríkisstjórnin hefur fjallað um
skýrslu þá, sem unnin hefur ver-
ið fyrir utanríkisráðuneytið um
þetta mál. Líkur standa til þess
að hún muni senn samþykkja
framkvæmdaáætlun um undir-
búning svæðisins. Sú áætlun fel-
ur trúlega í sér að komið verði
á fót starfshópi, skipuðum full-
trúum úr bandarísku og íslenzku
viðskiptalífí, auk fulltrúa ríkis-
stjómarinnar, sem muni leita
leiða til að auka umferð um
Keflavíkurflugvöll og skilgreina
hvaða lög og reglugerðir þurfí
að setja til að skapa samkeppnis-
fært umhverfí. Hópurinn myndi
og hefja starf við markaðssetn-
ingu íslenzka frísvæðisins meðal
bandarískara fyrirtækja.
Hugmyndin um fríiðnaðar-
svæði við Keflavíkurflugvell er
ekki ný af nálinni en hefur ekki
áður komist í jafn marktæka
skoðun og umfjöllun. Hún getur,
ef raunhæf reynist, skapað
fjölda atvinnutækifæra fyrir sér-
hæft fólk í framleiðslu hátækni-
iðnaðar og Evrópuviðskipta.
Samvinnan við bandarísk fyrir-
tæki, sem áhuga hafa á þátttöku
í þessu framtaki, kann og að
hafa ýmis konar jákvæð áhrif á
efnahagsframvinduna hér á
landi. Og morgunljóst er að
EES-samningurinn á eftir að
færa okkur upp í hendur ýmis
konar tækifæri til nýsköpunar í
íslenzku atvinnulífí.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR
Fjárfestingar í fiskeldi um 8 milljarðar króna:
Enn bundnar vonir við fisk-
eldið þótt milljarðar liafi tapast
Framleiðsla fer vaxandi og ýmsir búast við hækkandi verði á eldislaxi
fiskeldisfyrirtækja.
„Hlutur í fiskeldisfyrirtækjum
sem skulda stórfé er engin söluvara
og því getur Byggðastofnun ekki
selt sinn hlut í þessum fyrirtækjum.
Stofnunin styrkti Miklalax og
Silfurstjörnuna í fyrra, en það voru
lokastyrkir til þessara fyrirtækja.
Byggðastofnun hefur ekki fjár-
magn til að láta meira af hendi til
fiskeldisfyrirtækja," segir Guð-
mundur Malmquist.
Enn lánað til fiskeldis-
fyrirtælga
Nú hefur að mestu verið lokað
fyrir lánveitingar til fiskeldisfyrir-
tækja. Líkt og sést á meðfylgjandi
töflu voru lánveitingar og ábyrgðir
vegna fjárfestinga samtals 94 millj-
ónir, samanborið við 1.735 milljónir
árið 1986, þegar mest var. Enn er
þó ekki alveg búið að skrúfa fyrir
lánin. Ábyrgðardeild fiskeldislána
var með lögum stofnuð árið 1990.
OPINBERIR sjóðir hafa tapað a.m.k. 3'/2 milljarði króna á undanför-
um árum vegna veittra lána og ábyrgða til fiskeldisfyrirtækja. Þar
af hefur Framkvæmdasjóður afskrifað eða tapað um IV2 milljarði,
Fiskveiðasjóður um V2 milljarði króna og Byggðastofnun um 1 millj-
arði. Einnig hefur Ábyrgðardeild fiskeldislána tapað um 350 milljón-
um króna. Fjármagn til fiskeldisfyrirtækja hefur streymt víðar að
en alls er talið að fjárfestingar innan greinarinnar hafi verið komn-
ar upp í um 8 milljarða um síðustu áramót, þar af eru samþykktar
lánveitingar og ábyrgðir vegna fjárfestinga í fiskeldi um 5,4 milljarð-
ar. Fjárausturinn kom ekki í veg fyrir gjaldþrot 10 fiskeldisfyrir-
tækja á sl. ári og aldrei áður hafa þau verið jafn mörg. Þrátt fyrir
bölmóðinn binda sumir enn vonir við að hægt sé að byggja upp arð-
vænlegt fiskeldi á íslandi. En hver eru rök þeirra þegar allt virðist
vonlaust? Verð á eldislaxi virðist fara hækkandi í Bandaríkjunum
og nú er talið að fengin sé reynsla sem hægt sé að byggja á. Það fé
sem við höfum tapað á fiskeldinu sé einungis of há skólagjöld til
að nema hvernig stunda eigi fiskeldi hérlendis. Nú getum við skyn-
samlega nýtt okkur lærdóminn til að byggja upp arðvænlegt eldi.
Það sé ekki síst mikilvægt vegna minnkandi þorskkvóta og annarra
hremminga sem heiji að sjávarútveginn.
Samþykktar lánueitingan og ábyrgðip vegna fjárfestínga í f iskeldi
1 QQA-1QQ1 Framreiknad skv. lánskj. 1304 1 33 1 visit.íjúni 1992, mij. kr. 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991
Framkvæmdasjóður 79 299 484 563 476 267 87 2
Byggðastofnun 18 35 187 75 347 415 330 92
Fiskveiðasjóður (ábyrgðir) 969 30
Iðnþróunarsjóður ^ 146 27 16,7
Den Norske Creditbank í 95 116 44 16,7
Þróunarfélag íslands hf. 33
Stofnlánadeild landb. 8
Iðnaðarbanki íslands hf. 1 167
Atvinnutr.sj. útfl.gr. > 1 95 8
ALLS 97 334 1735 900 965 I 827 425 94
ALLS hafa lánveitingar og ábyrgðir vegna Ijártestinga í fiskeldi numið 5,4 milljörðum á undanförnum 6 árum, samkvæmt ofangreindum upplýsingum frá Framkvæmdasjóði. Að sögn Snorra Tómassonar hagfræðings hjá Framkvæmdasjóði hafa auk þess verið veitt skuldbreytingarián og rekstrarlán fyrir allt að einum og hálfum milljarði auk hlutafjárkaupa sjóða og banka sem einnig geta numið allt að einum og hálfum milljarði. Samtals er því um yftr 8 milljarða að ræða sem farið hafa til fiskeldisfyrirtækja, aðallega frá opinberum sjóðum en einnig bankakerfinu.
Miðað við stuttan líftíma atvinnu-
greinarinnar hafa gjaldþrot físk-
eldisfyrirtækja verið mjög mörg.
Árið 1988, einungis fjórum árum
eftir að uppbygging laxeldis og þá
aðallega strandeldis hófst hér fyrir
alvöru, urðu fyrstu fyrirtækin gjald-
þrota. Síðan þá hefur fjöldi þeirra
farið vaxandi frá ári til árs.
Erfiðleikar fískeldisins hafa verið
tíundaðir reglulega undanfarin ár.
Lágt heimsmarkaðsverð á laxi og
erfíðleikar við að koma upp físki,
m.a. vegna tíðra sjúkdóma, hafa
verið nefndar helstu ástæðumar.
Til að kanna hver staða fískeldisins
var í fyrra lét landbúnaðarráðherra
gera skýrslu um stöðu, rekstrar-
horfur og efnahag fískeldisfyrir-
tækja. Helstu niðurstöðumar vom
þær að fískeldið bæri sig ekki og
engar líkur væm til þess að það
myndi gera það næstu tvö árin. í
framhaldi af þessum niðurstöðum
var tekin sú ákvörðun að veita 300
milljónum króna í sérstök rekstrar-
lán, til þeirra fyrirtækja sem lífvæn-
leg voru. Byggðastofnun annaðist
lánveitingarnar.
í ljósi skýrslu landbúnaðarráð-
herra hefði afkoma fískeldisfyrir-
tækjanna í fyrra ekki átt að koma
mönnum á óvart. Alls urðu 10 físk-
eldisfyrirtæki gjaldþrota en aldrei
áður höfðu þau verið fleiri. Árið
1990 urðu alls 8 fískeldisfyrirtæki
gjaldþrota og enn halda gjaldþrotin
áfram. Nýlega voru fasteignir og
lausafé þrotabús fiskeldisfyrir-
tækisins ísnó í Kelduhverfí selt fyr-
ir 22 milljónir króna en bókfært
verð eigna ísnó var um 400 milljón-
ir króna. Margir segja þessa sölu
dæmigerða fyrir stöðu fiskeldis-
fyrirtækja nú; ef svo ólíklega vilji
til að einhver hafí áhuga á að kaupa
fískeldisstöðvar þá sé kaupverðið
ótrúlega lágt. Isnó er annað tveggja
fiskeldisfyrirtækja sem hefur orðið
gjaldþrota á þessu ári, en hitt var
eitt af elstu fískeldisfyrirtækjunum,
Lax hf. á Tálknafírði, sem varð
gjaldþrota í byijun janúar.
Leigjendur leggja árar í bát
Þrátt fyrir ungan aldur fiskeldis-
ins tala nú þegar ýmsir um væntan-
lega þriðju kynslóð fískeldisfyrir-
tækja. Fyrsta kynslóðin vom hin
nýstofnsettu fiskeldisfyrirtæki sem
öflugir bjartsýnir athafnamenn
ráku. Þeir höfðu séð kollega sína
t.d. í Noregi og á Skotlandi hagn-
ast vel á eldinu. Ekki fór sem horfði,
fyrirtækin urðu mörg hver gjald-
þrota og fóru í hendur sjóða sem
höfðu veitt frumkvöðlunum ábyrgð-
ir og lán.
Eftir fyrstu gjaldþrotin kom upp
önnur kynslóð fískeldisfyrirtækja í
eigu sjððanna. Þau vom leigð út til
þeirra sem vildu reyna sig áfram
með eldið. Nú virðist sumum sem
þetta sé ekki framtíðarskipan físk-
eldisins. í fyrsta lagi vegna þess
að sjóðirnir virðast helst vilja losna
við fyrirtækin og vegna þess að
menn bíða ekki í röðum eftir því
að fá að taka fískeldisfyrirtæki á
leigu. Nýjasta dæmið um slíkt er
uppsögn Pharmaco hf. á leigu á
tveimur af stærstu fískeldisfyrir-
tækjunum, Laxalind og íslandslax.
„Þetta er ekki nægilega spenn-
andi atvinnurekstur til að við hyggj-
umst taka þátt í honum áfram. Við
töpuðum einhverju á fískeldinu en
enn er ekki ljóst hversu mikið það
tap var,“ segir Wemer Rasmusson
stjómarformaður Pharmaco.
Sjóðirnir hafa áhuga á að losa
sig við fískeldisstöðvamar en hin
væntalega þriðja kynslóð fískeldis-
fyrirtækjanna er óskrifað blað. Þó
þykir ekki ólíkegt að þeir sem hafí
áhuga á að kaupa þau séu menn
með reynslu af fískeldi og starfs-
menn þeirra fyrirtækja sem nú era
rekin 0g hafa hagsmuna að gæta.
Viðmælendum Morgunblaðsins
þótti ólíklegra að til kæmu nýir
áhættufjárfestar með óbilandi trú á
atvinnugreininni.
Eignaraðild sjóðanna ill
nauðsyn
Nú er svo komið að stærri hluti
fískeldisfyrirtækja er að öllu eða
einhveiju leyti í eigu Framkvæmda-
sjóðs, Fiskveiðasjóðs og Byggða-
stofnunar. Þeir virðast hafa mikinn
áhuga á að losa sig við stöðvamar,
ef „ásættanlegt" verð fæst, en sam-
tals eiga þessir sjóðir 24 fískeldis-
stöðvar. Áuk þess hafa sjóðimir
lánað smærri upphæðir til fleiri
fyrirtækja án þess að til eignarað-
ildar hafí komið.
Framkvæmdasjóður hefur frá
árinu 1984 samþykkt lánveitingar
og ábyrgðir til fískeldisfyrirtækja
fyrir rúmlega 2 milljarða. Um um
sl. áramót átti sjóðurinn 18 físk-
eldisstöðvar. Þrátt fyrir þetta var
bókfært verð innleystra eigna sjóðs-
ins í fískeldisfyrirtækjum um sl.
áramót liðlega 600 milljónir króna.
Samkvæmt þessu má gróflega
draga þá ályktun að sjóðurinn hafí
tapað allt að einum og hálfum millj-
arði vegna þessara lánveitinga.
Að sögn Snorra Tómassonar hag-
fræðings hjá Framkvæmdasjóði
hefur sjóðurinn leitast við að leigja
stöðvarnar en ekki sé ætlunin að
eiga eignirnar til lengri tíma. „Hins
vegar er það mín skoðun að ekki
sé skynsamlegt af ríkinu að selja
fyrirtækin þegar verðið á þeim er
sem lægst líkt og það vonandi er
núna. Síðasta lánveiting Fram-
kvæmdasjóðs var til Fjörfisks á
Þorlákshöfn í byijun árs 1988. Við
vorum þeirrar skoðunar að nú væri
nóg komið og í raun hefði síðustu
tveimur lánveitingum verið ofauk-
ið,“ segir Snorri.
Fiskveiðasjóður hefur samtals
veitt lán eða ábyrgðir til fískeldis-
fyrirtækja fyrir um 1 milljarð króna,
aðallega á árinu 1986. Lánað var
samtals til 6 fyrirtækja. Sjóðurinn
hefur selt eða tapað sínum hluta í
þremur fyrirtækjum, Pólarlaxi,
Fiskeldi Grindavíkur og ísnó. Að
sögn Svavars Ármannssonar að-
stoðarforstjóra Fiskveiðasjóðs tap-
aði sjóðurinn nokkrum tugum milíj-
óna á gjaldþroti ísnó.
Fiskveiðasjóður á nú meirihluta
í öðrum þremur fyrirtækjum, 65%
í_ íslandslaxi við Grindavík, 64% í
Árlaxi í Kelduhverfí og 100% í
Vogavík við Voga, sem áður Hét
Vogalax. Nú eru íslandslax og Ár-
lax í leigu, en sjóðurinn rekur sjálf-
ur Vogavík. Fiskveiðasjóður eignað-
ist fyrirtækin um áramótin
1990/1991.
„Það var ekkert annað en ill
nauðsyn að þurfa að taka yfir þessi
fyrirtæki," segir Svavar Ármanns-
son aðstoðarforstjóri Fiskveiða-
sjóðs. „Þessi þijú- fyrirtæki eru
náttúrulega til sölu og við viljum
helst selja þau sem fyrst, þó ekki
fyrir hvað sem er. Ef menn eru
lausir við draumóra og líta á það
verð sem fæst nú fyrir eldislax er
ekki hægt að sjá mikla framtíð í
laxeldinu. Þó eru nokkur fyrirtæki
enn á lífí. í þeim tilfellum hafa
menn farið hægt af stað og tekið
lítil sem engin lán. Hins vegar hef-
ur það sýnt sig að stóru og fjár-
freku stöðvar hafa ekki borið sig.
Menn geta ekki bent á neina lausn
við þessu og sagt hvernig þau hefðu
átt að geta lifað af. Vitað er að
farið var of geyst af stað og flestar
stóru stöðvarnar eru orðnar gjald-
þrota. Mikið af því fé sem sett var
í fískeldi er því tapað.“
Tap Fiskveiðasjóðs allt að
hálfur milljarður
Þrátt fyrir allt hið neikvæða seg-
ir Svavar það hins vegar vera spum-
ingu hvort þessi stutti tími fískeldis-
ins hafí ekki skapað dýrmæta
reynslu. „Reynslu sem nýta má til
að hefja skynsamlega uppbyggingu
á fískeldi. Ég geri þó ráð fyrir að
nú skorti aðila sem tilbúnir eru að
setja áhættufjármagn í rekstur á
fískeldisfyrirtækjum. Kannski þarf
þó ekki mikið að breytast til að svo
verði,“ segir Svavar.
„Fiskveiðasjóður hefur tapað
miklu á því að lána til fískeldisfyrir-
tækja. Enn eru ekki öll kurl komin
til grafar og ég yrði ekki hissa á
því að tapið verði allt að hálfum
milljarði, nú þegar erum við búnir
að afskrifa einhvern hluta af því
og við höfum gert ráð fyrir frekari
afskriftum.“
Á árunum 1984 til 1991 veitti
Byggðastofnun um einum og hálf-
um milljarði í lán vegna fjárfestinga
til fískeldisfyrirtækja. „Bókfærð lán
sem ekki hafa verið afskrifuð eða
sett á sérstaka biðreikninga hjá
Byggðastofnun eru kröfur upp á
um 500 milljónir króna," að sögn
Guðmundar Malmquist forstjóra
Byggðastofnunar. Stofnunin hefur
því afskrifað eða tapað um milljarði
króna vegna lána til fiskeldisfyrir-
tækja.
Nú á Byggðastofnun hlut í þrem-
ur fiskeldisfyrirtækjum sem eru enn
á lífi, Silfurstjömunni, Miklalaxi og
Sveinseyrarlaxi. „Byggðastofnun
veitti þessum þremur fyrirtækjum
rekstrarstyrki í fyrra sem án efa
hjálpuðu þeim og gerði þau lífvæn-
legri. En hvort styrkirnir duga til
þori ég ekkert að segja um.“ Að
sögn Guðmundar hefur hefur
Byggðastofnun lánað til Þórslax á
Tálknafirði og til nokkurra smærri
Hún yfírtók skuldbindingar Trygg-
ingasjóðs fískeldislána sem settur
var á fót tveimur árum fyrr, að
sögn Jóhanns Antonssonar for-
manns stjómar ábyrgðardeildar.
„Ábyrgðardeildin hefur ekki gef-
ið út mikið af nýjum ábyrgðum á
þeim tveimur árum sem hún hefur
starfað, en hún hefur hækkað fyrri
ábyrgðir lítilsháttar. Lögin um
deildina eru enn í gildi og því höfum
við veitt 3 nýjum fyrirtækjum
ábyrgðir, síðast sl. vor. Samtals eru
ábyrgðimar um 150 milljónir króna.
Það eru enn fyrirtæki í gangi serrf
allt bendir til að geti haldið áfram
starfsemi sinni," segir Jóhann.
Ábyrgðardeild fiskeldislána hef-
ur þurft að leggja út um 350 millj-
ónir króna vegna gjaldþrota físk-
eldisfyrirtækja en að sögn Jóhanns
er það allt vegna ábyrgða sem
Tryggingasjóðurinn veitti. „Það er
næstum því jafn vitlaus ákvörðun
að loka fyrir allar lánveitingar til
lífvænlegra fyrirtækja nú og það
var vitlaus ákvörðun að vera með
jafn hraða uppbyggingu á fiskeldi-
fyrirtækjum og gert var,“ segir
Jóhann Antonsson.
Verðhækkanir á eldislaxi í
Bandaríkjunum
Einnig má fínna jákvæða þætti
í atvinnugreininni á sl. ári. Fram-
leiðsla á laxi jókst t.a.m. frá árinu
1990 til ársins 1991. Samkvæmt
samantekt Veiðimálastofnunar varð
sala á laxi á árinu alls 3.030 tonn
frá 39 stöðvum samanborið við
2.964 tonn árið 1990. Framleiðsla
á matfiski var 2.786 tonn árið 1990
en fór upp í 2.911 tonn í fyrra.
Hins vegar er það ef til vill ekki
mikið ef tekið er tillit til þess að
það eldisrými sem fyrir er rámar
6.385 tonn af matfíski samkvæmt
upplýsingum frá Veiðimálastofnun.
Heimtur úr hafbeit jukust veru-
lega á sl. ári, um 46%, þ.e. 133
þúsund laxar á móti 91 þúsund löx-
um, þó hlutfallstölur hefðu aftur
brugðist. Samkvæmt viðtölum
Morgunblaðsins við aðila í fiskeldi
er þó búist við að heimtur verði
betri í ár en áður.
Þótt erfitt sé að draga ályktanir
af niðurstöðutölum af hinum fáu
árum sem fiskeldi hefur verið stund-
að virðist þróunin vera í átt til færri
fískeldisfyrirtækja en þó ekki minni
framleiðslu, ef árin 1990 og 1991
eru borin saman. Þetta er mjög já-
kvætt, sérstaklega ef tekið er mið
af þeim niðurstöðum sem nefnd
landbúnaðarráðherra skilaði í fyrra.
Lesa mátti úr skýrslunni að helstu
vonir um að ástandið batnaði væri
ef framleiðslan ykist á hveija ein-
ingu.
Auk þessa binda menn nú vonir
við að heimsmarkaðsverð á laxi
fari hækkandi seinnihluta þessa árs
vegna minnkandi framboðs. Teikn
séu á lofti og verð hafí að undan-
förnu hækkað í Bandaríkjunum.
„Verð á laxi er á uppleið í Banda-
ríkjunum þó það sé enn mun lægra
en þegar best var. Nú er 2-3 kílóa
lax seldur á 6,5 dollara en fyrir
tveimur mánuðum seldist hann ein-
ungis á um 6 dollara. Framboðið
frá Chile hefur minnkað vegna sjúk-
dóma sem þar eru að koma upp og
það mun m.a. vera ástæðan fyrir
hækkandi verði á laxi,“ segir Björn
Benediktsson stjórnarformaður
Silfurstjörnunnar í Öxarfirði sem
hann segir hafa vera afkastamestu
stöðina hérlendis á sl. ári. Ýmsir
viðmælendur Morgunblaðsins
sögðu Silfurstjörnuna vera einna
líklegasta til afreka af þeim stöðv-
um sem nú eru starfræktar, en hún
nýtir sér jarðhita til rekstrarins.
Ný fóðurverksmiðja fyrir eldis-
físk hjá Silfurstjörnunni hf. í Öxar-
fírði mun líklega taka til starfa í
næsta mánuði, en áætlað er að hún
geti minnkað fóðurkostnað fyrir-
tækisins um 20%, að sögn Björns.
Áætlaður fóðurkostnaður fyrirtæk-
isins á þessu ári er um 50-60 millj-
ónir króna og því gæti sparnaðurinn
verið um 10-12 milljónir króna á
ári. „Verksmiðjan, tækjabúnaður
og bygging mun kosta alls um 30
milljónir, en Silfurstjarnan fékk 25
milljóna króna styrk frá Byggða-
stofnun til að reisa verksmiðjuna.
Ef fóðurframleiðslan skilar okkur
þeirri hagræðingu sem við vonumst
til höfum við nokkurn afgang eftir
að breytilegur kostnaður hefur ver-
ið greiddur, en hingað til hefur það
ekki verið svo,“ segir Björn Bene-
diktsson.
Of há skólagjöld eða
sólundað fé?
Viðmælendur nefndu einnig að
jákvætt væri fyrir fískeldi hérlendis
að tækninni hefði fleygt fram og
úrvinnsluþátturinn þroskast. Júlíus
Birgir Kristinsson framkvæmda-
stjóri Silfurlax hf. í Hraunsfirði
segir að forsendur fiskeldis hér á
landi séu þær að hér verði stundað
öflugt rannsóknar- og þróunarstarf.
„Almennt séð getur fískeldið ekki
gengið eins og það er stundað nú,
en ég reikna með að það séu þó
undantekningar þar á.“
Guðmundur Stefánsson fram-
kvæmdastjóri Laxár segir að svo
mikið sé í húfí fyrir okkur að það
takist að byggja upp gott fískeldi
að við verðum að varast að álykta
að fiskeldið sé liðið undir lok. „Fyr-
ir um 10 árum var nánast engin
framleiðsla á eldisfiski hérlendis og
atvinnugrein fullmótast ekki á svo
skömmum tíma. Nú erum við ekki
samkeppnisfær við aðrar þjóðir í
fiskeldi en ég er sannfærður um
að tæknin og áherslan á t.d. hreint
umhverfi komi til með að hjálpa
fiskeldi á íslandi á framtíðinni.“
Guðmundur segir jafnframt að
fískeldi hérlendis sé rétt að hefjast.
„Ég er viss um að fiskeldi í ár stend-
ur bétur en í fyrra og að í fyrra
hafi það staðið betur en árið þar á
undan. Peningavandræðin eru ekki
mælikvarðinn á hvernig gengur í
fiskeldisstöðvunum heldur það
hvemig framleiðslan lítur út. Fram
að þessu hafa íslendingar almennt
ekki kunnað að ala fisk. En nú
framleiðum við meira og meira af
físki, þar sem við erum farin að
nota betri stofna,“ segir Guðmund-
ur. „Hingað til hefur fiskeldið ein-
ungis verið skóli en ég viðurkenni
að við höfum greitt allt of há skóla-
gjöld. Hið raunverulega eldi er rétt
að komast á koppinn."
Morgunblaðið/Bjarni
Eiður Guðnason umhverfisráðherra og Vigdís Finnbogadóttir, forseti
íslands, á blaðamannafundi í gær, þar sem árangur Ríó-ráðstefnunnar
var kynntur.
Umhverfisráðstefnan í Ríó:
Arangur Islend-
inga í landgræðslu
vakti mikla athygli
VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, sagði á blaðamannafundi í
gær að Umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Rio de Janeiro
hefði verið stórsögulegur atburður, hún hefði hrundið af stað bolta
sem ekki yrði stöðvaður fyrr en árangur sæist um allan heim. Hún
sagði að islensku sendifulltrúarnir hefðu gegnt mikilvægu hlutverki
við að sætta ólík sjónarmið á ráðstefnunni, þar sem ísland nyti mikils
trausts sem hlutlaust ríki. Þá hefði það haft djúp áhrif á ráðstefnu-
gesti að heyra um þann árangur íslendinga að hér séu gróðursett 16
tré á hvert mannsbarn á ári.
Vigdís sagði að ráðstefnan í Ríó
hefði verið af því tagi að sæti ís-
lands hefði undir engum kringum-
stæðum mátt vera autt, hún hefði
verið vettvangur fyrir íslendinga að
koma sjónarmiðum sínum fram. Við
ættum langt í land með að græða
upp eyðimörkina í landi okkar, en
ef aðrar þjóðir sæju okkur takast
að vinna land með gróðri gætum við
haft mikil áhrif með góðu fordæmi.
Forsetinn sagði að fundur 116
þjóðarleiðtoga hefði verið stórsögu-
legur atburður; þó að mikil undirbún-
ingsvinna hefði farið fram fyrir Ríó-
ráðstefnuna væri það mikilvægt í
sjálfu sér að aldrei hefðu eins marg-
ir leiðtogar komið saman af nokkru
öðru tilefni.
Aðspurð um hvort áframhaldandi
landeyðing varpaði ekki skugga á
árangur íslendinga í gróðursetningu
tijáa sagði Vigdís að mestu máli
skipti að við værum á réttri leið. Það
væri að verða hugarfarsbreýting hjá
íslendingum og þegar sú kynslóð
sem lært hefði að gróðursetja tré
yxi úr grasi, þá grænkaði landið
fljótt. Þjóð sem gróðursetti 16 tré á
ári fyrir hvern íbúa legði heiminum
mikið til, langt umfram það sem
höfðatalan gæfí tilefni til. Við gætum
tvöfaldað þá tölu og færum létt með
það.
Vigdís sagði að árangur í um-
hverfismálum næðist hægt og bít-
andi og hann sæist ekki fyllilega
fyrr en nokkur tími væri liðinn frá
Ríó-ráðstefnunni. Að því leyti væri
hægt að bera hana saman við leið-
togafund Reagans og Gorbatsjovs í
Reykjavík, sem hefði ekki borið sýni-
legan ávöxt fyrr en nokkrum árum
síðar.
Ekkert gerðist þó nema grasrótin
væri með og hér á íslandi þyrfti að
efla skilning manna á marvíslegri
sóun, sem meðal annars kæmi fram
í óhóflegum umbúðum. íslendinga
skorti nægjusemi og við þyrftum að
að mennta börnin okkar í því að lifa
ekki í ofneyslu.
Eiður Guðnason, umhverfísráð-
herra, sagði að vera og ræða forset-
ans í Ríó hefði vakið mikla athygli
og verið mikilvæg fyrir okkar mál-
stað. Nefna mætti að forsetar
Eystrasaltsríkjanna og forseti og
utanríkisráðherra Armeníu hefðu
sérstaklega óskað eftir fundi með
forsetanum, þar sem þeir þökkuðu
Islandi veittan stuðning í sjálfstæðis-
baráttu sinni og ræddu um umhverf-
ismál.
Eiður sagði að fylgst yrði með
frammistöðu ríkja við að framfylgja
samþykktum Ríó-ráðstefnunnar.
Sérstakri nefnd um sjálfbæra þróun
hefði verið fengið það verkefni og
ættu ríki heims að skila skýrslum
til hennar. Talað hefði verið um að
halda aðra ráðstefnu að þremur
árum liðnum til að meta árangurinn
af framkvæmd samþykktanna í Ríó.
Þá væri væntanleg í haust skýrsla
frá Efnahags- og framfarastofnun-
inni (OECD), þar sem árangur ís-
lands í umhverfísmálum væri met-
inn.
Eiður sagði að íslendingar þyrftu
að auka framlög sín til þróunarað-
stoðar, sem hefðu komist hæst í 0,12
prósent. Það þyrfti að gerast í áföng-
um, en væri alls ekki óviðráðanlegt.
Hann hefði verið spurður að því f
Ríó hvers vegna svo rík þjóð sem
íslendingar legðu ekki meira af
mörkum og óneitanlega vefðist
mönnum tunga um tönn.
Umhverfísráðherra sagði að í Ríó
hefði verið samstaða um skýr mark-
mið, en eftir væri að finna bestu
leiðimar til umbóta. Hvað íslendinga
varðaði væru lausnirnar á umhverfís-
vandamálum þekktar og það þyrfti
bara að framkvæma þær.
------»-■»-»-.-■.
Mótmæla
skerðingu
fjárlaga til
Háskólans
EFTIRFARANDI ályktun var
samþykkt samhljóða á aðalfundi
Félags háskólakennara nýlega.
„Aðalfundur Félags háskóla-
kennara haldinn 29. maí mótmælir
þeirri miklu skerðingu á fjárlögum
sem Háskóla Islands er gert að
sæta umfram menntamálin í heild.
Krefst félagið þess að stjómvöld
endurskoði nú þegar fjárframlög til
Háskóla íslands svo hann geti stað-
ið undir þeirri rannsókna- og
kennslustarfsemi sem lög kveður á
um.“
(Fréttatilkyiming)