Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 39 Ufsinn étur þorskinn Frá Jóhanni Tryggvasyni: Nú við tillögur Alþjóðahafrann- sóknaráðsins um að skerða þorsk- . sókn um 40% bregður mörgum illa við og margar spurningar vakna. Sú spurning sem vaknar hjá mér, er hvort nægur gaumur sé gefinn að þætti ufsans í eyðingu þorsks- | ins? „Smáufsi eins til tveggja ára lifir (meðal annars) á þorskseiðum, mjög algengur við allt land, aðal- lega uppsjávarfiskur. Merkingar sýna að ufsinn fer víða, ufsi merkt- ur í Noregi hefur veiðst við Færeyj- ar og ísland og eins hefur ufsi merktur hér veiðst við Noreg,“ seg- ir meðal annars í bókinni Fiskar eftir Bent J. Muus staðfærðri af Jóni Jónssyni. Þá vitum við það að ufsinn étur þorskinn, en margt ann- að er það sem við vitum ekki eins og eftir að ufsinn eldist og stækkar hvort hann heldur ekki áfram upp- teknum hætti að éta þorskungviðið og gangi í torfum á hrygningar- og uppeldisstöðvar þorsksins í þeim tilgangi m.a. að fá sér þorsk „í matinn". Áður en síldveiðin brást og áður en kraftblakkir voru komn- ar í öll síldveiðiskip voru sum þeirra með tvo nótabáta sem gerði þeim skipum kleift eftir að síldveiðinni lauk á haustin í ágústlok eða byrjun september að skipta um nót og taka svokallaða grunnnót og fara á ufsa- veiðar. Undirritaður var á slíkum veiðiskap og talar af reynslunni. Það var mest veitt mjög grunnt, t.d. við Grímsey, Mánáreyjar og á fleiri svipuðum stöðum við strönd norðurlands sem hefðu getað verið uppeldisstöðvar þorsksins. Stund- um var veitt svo grunnt að það var á mörkunum að skipið sem var 150 tonn kæmist að nótabátunum til að háfa ufsann um borð í skipið eftir kast. Ufsinn var í torfum, stór og fallegur, giska ég á ca. 60 cm langur og þungur eftir því. Það var nokkuð mikil ferð á torfunum og fengum við oftast öðru hvoru meg- in við 100 mál í kasti þegar við náðum honum, aflinn fór eingöngu í bræðslu, þó virðist mér hann hafa verið það stór að vel hefði mátt vinna hann i salt eða frystingu. Það var mikið magn af honum og víða í grunnsjónum, þá komu stundum fáeinir makrílar með í nótina og einn og einn stór horþorskur. Makr- íllinn gæti bent til að ufsinn hefði verið kominn að úr heitari sjó. Ég hafði sjálfur áhyggjur af því eftir að þessar veiðar lögðúst af hvað héldi nú þessum ufsa í skefjum sem ég taldi þá að væri hálfgerður varg- fiskur. JÓHANN TRYGGVASON, Espilundi 6, Garðabæ. LEIÐRÉTTINGAR Upphafsorð féllu niður í grein í Lesbók 13. júní um píanó- hátíð á Akureyri féllu niður upp- hafsorðin: Djörfung, gróska, gleði, en til þeirra var sérstaklega vísað. Upphaf greinarinnar var því illskilj- 'anlegt. Þetta leiðréttist hér með og eru lesendur beðnir velvirðingar á mistökunum. Ekki orð Evans í frétt í Morgunblaðinu um bygg- ingu álvers hér á landi sl. þriðjudag sem byggð var á grein í tímaritinu Metal Bulletin var sagt að Bond Evans, aðalforstjóri bandaríska ál- fyrirtækisins Alumax, teldi að tafir gætu orðið á því allt til ársins 1997 að ísland fengi óheftan aðgang að mörkuðum EB í gegnum aðild að EES. Hið rétta er að blaðamaður tímaritsins hélt þessum orðum sjálf- ur fram og þau voru ekki höfð eft- ir Evans. Olína var ekki í flokksstjórn í frétt í Morgunblaðinu í gær á bls. 32 var frá því skýrt að Olína Þor- varðardóttir hafi ekki náð endur- kjöri í flokksstjórn Alþýðuflokksins á flokksþinginu. Forskeytinu „end- ur-“ er þar ofaukið, þar sem Ölína átti ekki sæti í flokksstjórn, heldur sat þar sem sveitarstjórnarfulltrúi án atkvæðisréttar. Staða hennar í flokksstjórn breytist því ekki. VELVAKANDI TYNDUR KÖTTUR Hvítur köttur með brúnum blettum tapaðist 14. júní frá Víðihlíð 26, Suðurhlíðum í Reykjavík. Hann var ómerktur og heitir Tommi. Hann er frek- ar stór, 12 ára gamall og óvan- ur að fara langt að heiman. Þeir sem hafa orðið hans varir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 32470. Einnig er fólk beðið um að athuga í bílskúrum og kjöllurum. KANÍNA Gul kanína tapaðist í Hafn- arfirði 31. maí. Ónnur gul kan- ína er í óskilum á sama stað. Vinsamlegast hringið í síma 651480. LÆÐA Lítil bröndótt læða, hvít á afturlöppum, tapaðist frá Keilu- granda laugardaginn 13. júní. Upplýsingar í síma 17363. PÁFAGAUKUR Hvítur gári, albínói, slapp út um glugga í Garðabæ 17. júní. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 641256. Víkveiji skrífar Utgjöld ríkissjóðs umfram tekjur (ríkissjóðshalli) vöru 6.112 m.kr. árið 1985, 1.221 m.kr. 1986, 4.152 m.kr. 1987, 8.486 m.kr. 1989, 9.136 m.kr. 1990 og 11.345 m.kr. 1991. Þetta er samtals milli 34 og 35 milljarða króna eyðsla | umfram tekjur síðastliðin sex ár, samkvæmt tölum frá Þjóðhags- stofnun. I Samkvæmt sömu heimild var hrein erlend skuldastaða þjóðarbús- ins 5.470 m.kr. og 27,9% af vergri landsframleiðslu áríð 1980 en 174.334 m.kr. og 46,8% af VLF árið 1991 (bráðabirgðatölur). Á þessum árum hefur ríkissjóður sótzt fast eftir sparifé landsmanna (spariskírteini o.fl.) til að brúa bil eyðslu og tekna, auk þess sem hann hefur haft nokkuð greiðan skulda- aðgang að Seðlabankanum. Tvöfalt meiri halli varð á við- skiptum okkar við útlönd árið 1991 en árið áður, eða um 19 milljarðar króna. Fyrri spár Þjóðhagsstofnun- ar stóðu til 15 milljarða halla 1992, | en trúlega hefur líklegur samdrátt- ur í þorskafla stórtæk og neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuð okkar næstu misserin og árin. Samkvæmt frétt- um þessa daga þýðir samdráttur í þorskafla í 150.000 tonn 14-16 | milljarða minni útflutningstekjur, sem gæti kallað á 10 milljarða auk- inn viðskiptahalla við umheiminn. Það horfir ekki björgulega um I atvinnu í sjávarútvegi, veiðum og vinnslu, ef þorskaflinn dregst sam- an um 30-40%. Það er því dimmt á dökkumiðum þjóðarbúskaparins um þessar mundir. xxx egar horft er til þessa baklands í þjóðarbúskapnum, sem Vík- verji hefur rakið hér að framan, og þegar horft er til nánast óhjákvæm- ilegra áhrifa stórminkaðs sjávarafla (þorskafla) á landsframleiðslu og þjóðartekjur verður okkur ljósara en ella að aðhaldið, niðurskurðurinn og sparnaðurinn í ríkisbúskapnum undanfarið var ekki eins grábölvað- ur og þeir hafa haldið fram, „sem gera vilja allt fyrir alla - a.m.k. í orði „ á kostnað annarra (skatt- greiðenda). Það getur enginn, hvorki þjóð né einstaklingur, lifað ár og síð langt um efni fram, það er, á skuldsetningu barna og barna- barna. Það er hins vegar ekki sama, hvern veg er að niðurskurði og sparnaði staðið. Það er að dómi Víkverja umdeilanleg staðhæfing hjá heilbrigðisráðherra þegar hann segir „að ekki séu til fjármunir til að standa undir fjölgun á hjartaað- gerðum úr 215 í 270 eins og próf- essor og yfirlæknar handlæknis- sviðs Landspítalans hafa metið sem lágmarksþörf hér á landi“. Færri hjartaaðgerðir á Landspít- ala spara að vísu peninga í rekstri hans, en langur biðlisti eftir slíkum aðgerðum (60 manns þegar þetta er ritað) hefur knúið á um fjölgun slíkra aðgerða þar (með tilheyrandi umframeyðslu á spítalanum en bata/lífgjöf viðkomandi samborg- ara). En með hliðsjón af því að séu þessar „umframaðgerðir“ sóttar utan, til Englands, Bandaríkjanna eða Svíþjóðar, kosta þær ríkið (tryggingakerfið) mun meiri fjár- muni en sparast á Landspítala, verður „sparnaðarmyndin“ ekki trúverðug. Það er heldur ekki alltaf tími til að senda hjartasjúklinga utan, heilsa þeirra leyfir ekki alltaf bið eða utanferð. Þar að auki verður hliðarkostnaður (samfylgdar- manna/aðstandenda) mun meiri, sem og ríkisins, eins og fyrr segir. Ráðherrar hafa sýnt kjark og þor í sparnaðaraðgerðum. Þeir eiga, á heildina litið, þakkir en ekki ákúrur fyrir viðbrögð í erfiðum samfélags- vanda, þar á meðal heilbrigðisráð- herra. Það þarf á hinn bóginn að framfylgja heilbrigðislögum ekkert síður en fjárlögum og það verður að horfa til sérstakra aðstæðna í heilbrigðisgeiranum, eins og hjarta- aðgerðir og ný en dýr „örburalyf", sem gert hafa „kraftaverk", eru dæmi um. Köld rökhyggja nær alltaf betri árangri ef að baki hennar slær hlýtt hjarta. Með morgimkaffinu (3 Nægir sú skýring að þú sért að hita upp vegna tengda- mömmu? Ást er ... að bijóta niður hindr- anir. TM Reg. U.S. Pat Off.—all ríghts reserved ° 1991 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVÍSI u SUA/ZU& HAMS /3J4/2<SÆ£>/ Mé/e. /~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.