Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 Fyrstu fimm mán- uðir ársins; Velta DNG tvöfaldast VELTA rafeindafyrirtækisins DNG hefur meir en tvöfaldast á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sömu mánuði síðasta árs. ' Kristján E. Jóhannesson fram- kvæmdastjóri DNG sagði að sala hefði verið mjög góð það sem af er ársins hefði hún farið langt yfir þær áætlanir sem gerðar hefðu verið. Skýring á aukinni sölu væru m.a. þær að töluverð aukning hefði verið í útflutningi og þá hefði sala á innanlandsmarkaði verið meiri en búist hefði verið við. Ný færavinda, C-5000 i, sem sett var á markað á síðasta ár hefði hlotið góðar viðtök- ur kaupenda og væri tveggja ára þróunarvinna við hana nú farin að skila sér. Morgunblaðið/Rúnar Þór Markaðstorg á kvennaráðstefnu Kjölmargar konur kynntu vörur sínar, þjónustu og aðgerðir til atvinnu- sköpunar á ráðstefu um atvinnusköpun kvenna sem hófst í Alþýðuhús- inu á Akureyri í gær. Yfírskrift hennar er „Að taka málin í eigin hendur". Flutt verða erindi og þá verður einnig starfað í hópum þar sem m.a. verður rætt um leiðir til atvinnusköpunar. Ráðstefnunni lýkur í dag, laugardag, en það er Áhugahópur um atvinnumál kvenna á Norðurlandi eystra sem stendur að ráðstefnuhaldinu. Hvassviðrið: Rúður brotnuðu í bókasafni Háskólans NOKKURT tjón varð í bókasafni Háskólans á Akureyri í fyrrinótt, en þar brotnuðu nokkrar rúður. Vindur fór í 12 vindstig í bænum þegar mest var í fyrrinótt. Ólafur Búi Gunnlaugsson skrif- stofustjóri sagði að tjónið væri metið á 100 til 150 þúsund krónur, en um væri að ræða sérstakar rúð- ur sem hefðu brotnað. Ekkert tjón varð á bókum sem í safninu er, en blöð voru á víð og dreif um gólfið er að var komið. Þá fuku upp nokkr- ar þakplötur, en Ólafur Búi sagði að lítið mál hefði verið að smella þeim á að nýju. Stillans fauk frá húsi við Norður- götu og skemmdi einn bíl, en að sögn varðstjóra lögreglunnar varð annað tjón af völdum hvassviðrisins lítið. Vindur fór í 62 hnúta eða 12 vindstig þegar mest var í hviðunum og var moldrok mikið í kjölfarið. Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri: Fjöldi fyrirlestra um um- önnun krabbameinssjúkra „UMÖNNUN krabbameins- sjúkra“ var yfirskrift ráðstefnu sem heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri hélt nú í vikunni, en á ráðstefnunni voru fluttir fjöl- margir fyrirlestrar og kynntar nýjar rannsóknir um þetta efni. Tveir erlendir fyrirlesarar fluttu erindi á ráðstefnunni. Dr. Sally Thorne frá Vancouver í Kanada fjallaði um hinn mannlega þátt í umönnun krabbameinssjúkra út frá sjónarhóli einstaklings og fjöl- skyldu og dr. Elisabeth Hamrin, prófessor við Linköping-háskóla í Svíþjóð, kynnti umfangsmikla rannsókn sem er að hefjast þar í landi um hefðbundnar og óhefð- bundnar aðferðir í ummönnun krabbameinssjúkra. Þá voru á ráðstefnunni kynntar Qórar nýjar rannsóknir sem unnar hafa verið af nemendum og kennurum heilbrigðisdeildar Há- skólans á Akureyri. „Að greinast með krabbamein" er heiti á rann- sókn sem fimm nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar frá skólanum gerðu og aðrir fimm hjúkrunar- fræðingar kynntu rannsóknina „Upplifun foreldra krabbameins- veikra barna á stuðningi og skorti á stuðningi frá hjúkrunarfræðing- um“. Elsa B. Friðfinnsdóttir hjúkrun- arfræðingur og lektor við Háskól- ann á Akureyri kynnti rannsókn sína um það að missa brjóst vegna krabbameins og Sigríður Halldórs- dóttir forstöðumaður kynnti rann- sókn sína um upplifun þeirra sem Aöalfundur Gilfélagsins verður haldinn á Hótel KEA í dag, 20. júní, kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf og umræður um hugsan- legt samstarf við MENOR. Nýir félagar velkomnir. Stiórnin. fengið hafa krabbamein á um- hyggju og umhyggjuleysi í sam- skiptum við sjúklinga. Dr. Þórir Kr. Þórðarson, Sólveig Þórðardótt- ir og Þuríður Guðmundsdóttir fjöll- uðu í erindum sínum um þá mann- legu reynslu að upplifa krabbamein af eigin raun, sem maki eða for- eldri. Björg Þórhallsdóttir fjallaði um andlega ummönnun sjúkra og Elísabet Hjörleifsdóttir flutti fyrir- lestur um heildræna ummönnun við lífslok. Þá fluttu Valgerður Sigurðardóttir krabbameinslæknir og Sigfinnur Þorleifsson sjúkra- húsprestur á Borgarspítala einnig erindi á ráðstefnunni. Um 150 manns sóttu ráðstefn- una alls staðar af laridinu, en fyrir- hugað er að gera slíkt ráðstefnu- hald að árlegum viðburði í starf- semi heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, en þannig gefst tæki- færi fyrir nemendur og kennara að kynna rannsóknir. „Trójuhesturinn“ í safnaðarheimilinu: Aðsóknin kemur á óvart - segir Sólveig Eggertsdóttir GÓÐ AÐSÓKN hefur verið að sýningu sem nú stendur yfir í safnaðarheimili Akureyrar- kirkju, en þar er á ferðinni hóp- ur listamanna sem kallar sig „Trójuhestinn". „Við eigum það sameiginlegt, fólkið í þessum hóp, að okkur lang- aði til að fara út fyrir borgarmörk- in með okkar verk. Við vildum sýna hér á Akúreyri og vildum gjarnan fara víðar,“ sagði Sólveig Eggerts- dóttir, en hún er einn þeirra lista- manna sem er innanborðs í „Tróju- hestinum". Aðrir eru Borghildur Óskarsdóttir, Guðrún Kristjánsdótt- ir, Kristinn E. Hrafnsson, Anna Eyjólfsdóttir, Sigurður Örlygsson, Sigrid Valtingojer og Ólöf Sigurðar- dóttir. Sýningin verður opin í safnaðar- heimilinu í dag, laugardaginn 20. júní, og sunnudaginn 21. júní frá kl. 14 til 22, en henni lýkur á sunnu- dagskvöld. Á sýningunni eru 43 verk, m.a. skúlptúrar, málverk og grafíkverk. Sýningin er stór og mikið fyrirtækið að flytja verkin um langan veg. „Þetta er vissulega dýrt og menn vona auðvitað að eitt- hvað af verkunum verði eftir hér í bænum, það er öllum listamönnum nauðsynlegt að selja sín verk,“ sagði Sólveig. „Það hefur komið okkur á óvart hversu góð aðsóknin að sýningunni er, við áttum ekki von á svo góðum viðtökum. Það er greinilegt að fólk vill koma á myndlistarsýningar, það er vakning í bænum á þessu sviði og framtak bæjarins að reisa lista- Kennarar! Nokkrar kennarastöður eru lausar við grunn- skóla Eyjaf jaróarsveitar. Meðal kennslu- greina: Danska, raungreinar, smídar, myndmennt, sérkennsla, staeróf raeói eg almenn bekkjarkennsla. Skólinn er 1 2 km sunnan Akureyrar. Nemendafjöldi er 220, þar af 15 í skólaseli í Sólgarði, 25 km frá Akureyri. Þar vantar reyndan yngri barna kennara sem jafnframt gæti verið selstjóri; einnig er þar laust hlutastarf húsvarðar. Odýrt húsnæði er í boði. Umsóknarfrestur er til 7. júlí nk. Upplýsingar fást hjá Sigurði Aðalgeirssyni, skólastjóra, í síma 96-31 230 eða 96-31137 og hjá Önnu Guðmundsdóttur, aðstoðar- skólastjóra, í síma 96-31127. Staða skólastjóra Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Stóru- tjarnaskóla í S-Þingeyjarsýslu. Umsóknarfrestur ertil 19. júlí 1992. Frekari upplýsingar fást hjá Fræðsluskrifstofu N. eystra og hjá formanni skólanefndar, Þor- geiri Jónssyni, sími 43241. Fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra. Morgunblaðið/Rúnar Þór Eitt verkanna á sýningu „Tróju- hestsins" í safnaðarheimili Akur- eyrarkirlyu. og menningarmiðstöð í Grófargili er til fyrirmyndar, þetta er einstakt á landinu.“ ♦ ♦ ♦------ Miðnætur- þríþraut annað kvöld Miðnæturþríþraut verður haldin á Akureyri annað kvöld, sunnu- dagskvöldið 21. júní, kl. 22. Keppnin hefst við Sundlaug Akureyrar, en keppt verður í ólympískum vegalengdum þannig að fýrst munu keppendur synda 1,5 kílómetra, þá tekur við 40 kíló- metra hjólreiðar og loks 10 kíló- metra hlaup. Von er á núverandi íslands- meistara í greininni, Einari Jó- hannssyni, til keppninnar, en Cees van de Ven, sem sér um skráningu í miðnæturþríþrautina, sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem slík keppni er haldin og væri fyrirhug- að að framhald yrði á þannig að um árlegan viðburð yrði að ræða. ------------♦--------- m °4LVÍ* E miwmMBM ufk Sjávarútvegsdeildin á Dalvík - VMA Framhaldsskólakennarar Lausar eru kennarastöður veturinn 1992-93. Kennslugreinar-. Enska, danska, raungreinar og faggreinar stýrimanna- og fiskiðnaðarnáms. Umsóknarfrestur til 25. júní. Upplýsingar í símum 96-61 380, 96-61381 og 96-61162. Skólasljóri. Mývatnssveit: Ohemju sand- bylur sunnan af hálendinu Bjork, Mývatnssveit SÍÐASTLIÐINN fimmtudag gekk ofsaveður af suðvestri yfir hér í Mývatnssveit. Óhemjurok var á Mývatni og er vatnið nú kolmórautt yfir að líta. Óskaplegur sandbylur var sunnan af hálendinu svo vart sá til fjalla enda allt skraufþurrt. Hætt er við að verulegt tjón hafí*orðið í þessu veðri á grónu landi. Það má því segja að mannshöndin megi sín lít- ils gegn hamförum og eyðingaröfl- um veðurfarsins. Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.