Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 19 Morgunblaðið/Árni Sæberg Um 350 erlendir gestir sóttu þing evrópskra verktaka, sem sett var við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær. Evrópskir verktakar ræða umhverfismál ÞINGI Evrópska verktakasam- bandsins, sem haldið var í Reykjavík, lauk í gær. Um 350 erlendir gestir sóttu þingið, en helsta viðfangsefni þess var að ræða hvernig taka megi tillit til umhverfisins í verktakastarf- semi. Á þinginu var Daninn Ni- els Frandsen kjörinn forseti sam- bandsins í stað Englendingsins Peter Galliford. löndum þriðja heimsins og Austur- 'Evrópu og lýðveldum Sovétríkjanna fyrrverandi. Hann sagði að evrópsk- ir verktakar gætu á ýmsa vegu lagt sitt af mörkum til að vemda um- hverfið, til dæmis með því að neita að taka þátt-í framkvæmdum sem spilli friðlýstum svæðum, þjóðgörð- um og slíkum stöðum. Sama gildi um svokölluð græn svæði í þétt- býli, enda megi alltaf finna „brún svæði“, sem henti jafn vel til fram- kvæmda. Jafnframt eigi að gilda sú regla, að fyrir hvern fermetra af grænu svæði sem sé tekið undir einhvers konar framkvæmdir eigi að rækta upp 10 aðra. Störfum verktakaþingsins lauk formlega í gær, en í dag fara hinir erlendu gestir í kynnisferð um ná- grenni Reykjavíkur og til Þingvalla. Hjartagangah 1992; Gengið um land allt laugardaginn 27. júní Á VEGUM Landssamtaka hjarta- sjúklinga var efnt í fyrsta skipti til Hjartagöngu í ágústmánuði í fyrra. Var gengið á um 30 stöð- um á landinu og þátt tóku um 4.000 manns þrátt fyrir að veður væri ekki hið ákjósanlegasta. Var strax stefnt að því að gera Hjartagönguna að árlegum við- burði og fá til liðs við sig fleiri samtök. Það verða alls níu fé- lagasamtök sem standa að Hjartagöngunni 1992 sem fram ferð laugardaginn 27. júní nk. Þessi samtök eru: Ferðafélag ís- lands, Hjartavernd, samtökin íþróttir fyrir alla, Landssamband aldraðra, Landssamtök hjartasjúk- linga, SÍBS, Ungmennafélag ís- lands, Útivist og Öryrkjabandalag Islands. Á höfuðborgarsvæðinu verður gengið um Elliðaárdal og vejður lagt af stað frá Mjódd (við Álfa- bakka) á tímabilinu kl. 14-16. Mun Markús Öm Antonsson borgarstjóri ávarpa göngufólk kl. 14. Út um land verða settar upp auglýsingar um gönguleiðir og göngutíma á fjölmörgum stöðum, auk þess sem forvígismenn samtak- anna á hverjum stað geta gefið upplýsingar. Hjartagangan Í992 er ekki farin í fjáröflunarskyni, enda er ekkert þátttökugjald, en allir fá viðurkenn- ingarskjal að göngu lokinni. Þetta á að vera létt gönguferð eina dags- stund í fögru umhverfi og í hópi góðra féíaga. Þetta er hópganga fýrir alla fjölskylduna. Útivera og hæfileg hreyfing stuðla að betri heilsu fólks á öllum aldri. Vega- lengdirnar sem farnar verða munu vera 4-5 km og getur hver og einn farið á þeim hraða sem honum hent- ar. Aðalatriðið er að klæða sig eft- ir veðri og láta síðan ekkert aftra sér þótt e.t.v. blási á móti. (Fréttatilkynning) -------------- Isafjörður: Markvisst skólastarf við misjafn- ar aðstæður Trékyllisvik: DAGÁNA 9.-12. júní var haldið námskeið á Reykjanesi í Isafirði. Námskeiðið, sem nefndist Mark- visst skólastarf við misjafnar að- stæður, var haldið á vegum Fræðsluskrifstofu Vestfjarða og Kennaraháskóla íslands. Að sögn Hlínar Pálsdóttur, leið- beinanda námskeiðsins, sóttu það 16 manns; kennarar, leiðbeinendur og skólastjórar víðs vegar af Vestfjörð- um. Tilgangur námskeiðsins var að sýna fram á gildi skipulags og sveigjanleika í litlum skólum þar sem samkennsla fer fram og kynna starfsaðferðir og vinnubrögð sem stuðla að frjálsari vinnuaðferðum í námi barna. ,, TI - V.Hansen. Þing Evrópska verktakasam- bandsins var sett við hátíðlega at- höfn í Háskólabíó( í gær að við- stöddum forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Þá fluttu ávörp Peter Galliford, forseti sambands- ins, Ármann Örn Ármannsson, varaformaður Verktakasambands íslands, Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra og Markús Örn Antonsson, borgarstjóri. Að ávörp- unum loknum vorú sýndar lit- skyggnur eftir Pál Stefánsson, sem sýndu náttúru íslands og ýmis mannvirki hér á landi og með var fluttur texti eftir Thor Vilhjálmsson og tónlist eftir Valgeir Guðjónsson. Einnig komu fram Blásarakvintett Reykjavíkur og Hamrahlíðarkórinn. Að setningarathöfninni lokinni var efnt til umræðna um hvemig verktakar geti tekið tillit til náttúr- unnar og umhverfisins í störfum sínum. Þá fluttu erindi þeir Ken- neth J. Newcombe frá umhverfis- máladeild Alþjóðabankans og David J. Bellamy, sem rekur alþjóðlega rannsóknar- og ráðgjafarþjónustu í umhverfismálum. Einnig fóru fram almennar umræður um málefnið. Kenneth J. Newcombe gerði í erindi sínu grein fyrir ýmsum þeim vandamálum, sem mannkynið á við að stríða í umhverfismálum, svo sem fólksfjölgun, gróðurhúsaáhrif- um á loftslag, eyðingu ósonlagsins, mengun vatns og fækkun tegunda dýra og plantna. Newcombe nefndi ýmis atriði sem gætu horft til úr- bóta, til dæmis að leiðrétta ranga verðlagningu og koma á eignarrétti á náttúruauðlindum. Hann sagði að röng verðlagning hefði leitt til ofnýtingar ýmissa náttúruauðlinda og að ótvíræður eignarréttur leiddi til þess að eigandinn sæi sér hag í að vernda auðlindina. í því sam- bandi nefndi hann nokkur dæmi, til dæmis að upptaka framseljan- legra fiskveiðiheimilda hefði stöðv- að ofveiði við Nýja Sjáland og Ástr- alíu. David J. Bellamy vék einnig að hinum mörgu umhverfisvandamál- um, sem mannkynið þyrfti að tak- ast á við. Hann nefndi sérstaklega mengun frá bifreiðum á Vestur- löndum og hin gríðarlegu umhverf- isvandamál, sem við er að stríða í 'jniZLun 05 /JjjIjujííuií^ y^ijiiijj 05 J'jjjjujjjiij^i^ íj^jJ^jíjíjjííij BYKO I * Qk jTj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.