Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 20. JUNI 1992 41 OLYMPIULEIKARNIR I BARCELONA Ég er ekki bjartsýnn - segirJuan Antonio Samaranch, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar um þátttöku Júgóglava JUAN Antonio Samaranch, forseti Alþjóða Ólympíu- nef ndarinnar, sagði eftir síð- asta stjórnarfund i nefndinni, að hann væri mjög efins um að íþróttamenn frá Júgóslav- íu fengju að keppa á Ólympíu- leikunum í Barcelona í næsta mánuði. „Við munum halda áfram að leita leiða til að leyfa þeim að taka þátt, en ég er ekki bjartsýnn," sagði Samar- anch. Stjórnin ákvað að end- anleg ákvörðun um það hvort Júgóslavar fái að taka þátt, verði tekin ekki síðar en 11. júlí. Spænska ríkisstjórnin hefur sent Ólympíunefndinni þau skilaboð, að hún sé bundin við ákvörðun Sameinuðu þjóðanna, og júgóslavneskir íþróttamenn fái ekki að koma til landsins til að keppa á Ólympíuleikunum meðan viðskipta- og samskiptabannið sé enn í gildi. Hún fylgdi þessu eftir og veitti júgóslavneska körfu- knattleikslandsliðinu, sem átt að taka þátt í undankeppni ÓL, ekki vegabréfsáritun. Undankeppnin hefst 'amánudaginn kemur. Varaforseti Ólympíunefndar- innar, Keba Mbaye, sagði að það væri ljóst að Ólympíunefndin yrði að virða ákvörðun spænsku stjórnarinnar, en vonaðist til að ákvörðunin yrði endurskoðuð þeg- ar og ef ástandið breyttist. Á hana myndi ekki fyllilega rejma fyrr en 11. júfí, þegar Olympíu- þorpið yrði opnað í Barcelona. Þangað til myndi Ólympíunefndin leggja sig alla fram til þess að tryggja þátttökurétt allra íþrótta- manna, og að 25. Ólympíuleikam- ir færu fram með eðlilegum hætti. Samaranch sagði á blaða- mannafundi eftir fyrrnefndan stjómarfund, að IOC myndi gera allt sem í valdi þess stæði til að leysa málið í þessum mánuði. Hann sagði að besta lausnin væri að stöðva stríðið í fyrram Júgó- slavíu með samkomulagi milli allra aðila, og fá í framhaldi af því Öryggisráð S.Þ. til að aflétta banninu. Ef það gengi ekki eftir, yrði IOC að finna annars konar lausn fyrir íþróttamennina. Sam- aranch neitaði að segja hvort það væri möguleiki fyrir íþróttamenn frá Serbíu og Svartfjallalandi að taka þátt undir Ólympíufánanum og nota Ólympíusönginn, eins og íþróttamenn frá fyrram Sovétríkj- unum gerðu á vetrarólympíuleik- unum í Albertvilli. „Við viljum lausn. Við munum halda áfram að leita," sagði Samaranch. Alþjóða fijálsíþróttasambandið ákvað í vikunni að banna júgó- slavneskum fijálsíþróttamönnum að keppa utan Júgóslavíu meðan ákvörðun S.Þ. er í gildi og Al- þjóða borðtennissambandið gerði slíkt hið sama í gær. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ Tveir landsleikirgegn Þjóðverjum: Mikilvægur undirbúningur ÍSLAND og Þýskaland leika tvo landsleiki í handknattleik um helgina. í dag kl. 16 mætast liðin í Víkinni, en á morgun kl. 20.30 leika þau á Selfossi. Horst Bredemeier, þjálfari Þjóðverja, sagði við Morgunblaðið að leikirnir væru mjög mikilvægir í undirbún- ingnum fyrir Ólympíuleikana og hann taldi víst að íslendingar yrðu þar í stað Júgóslava. i%jóðveijar eru með sitt sterkasta lið og sagði Bredemeier að það hefði verið saman í tvær vikur, en 11 landsleikir yrðu leiknir fyrir Ólympíuleikana. „Þar eram við í mjög sterkum riðli og ég verð ánægður ef við náum að leika um 5. sætið í keppninni." Þorbergur Aðalsteinsson sagðist að undanförnu hafa lagt áherslu á að bæta sóknarleikinn. „Við miðum æfingamar við Ólympíuleikana þar til annað kemur í ljós og ætlum að reyna að fá meira út úr sóknarleikn- um en í B-keppninni.“ Sigurður Sveinsson og Kristján Arason verða ekki með landsliðinu á næstunni vegna meiðsla, en eftir- taldir leikmenn taka þátt í leikjum helgarinnar: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson (Val), Bergsveinn Bergsveinsson (FH), Sigmar Þ. Óskarsson (IBV). Aðrir leik- menn: Jakob Sigurðsson (Val), Konráð Olavson (Dortmund), Geir Svéinsson, fyrir- liði (Avidesa), Birgir Sigurðsson (Víkingi), Valdimar Grímsson (Val), Bjarki Sigurðsson (Vikingi), Júlíus Jónasson (Bidasoa), Einar AFLRAUNIR Sigurðsson (Selfossi), Héðinn Gilsson (Diis- seldorf), Gunnar Andrésson (Fram), Patrek- ur Jóhannesson (Stjðrnunni), Sigurður Bjamason (Grosswaldstadt) og Gunnar Gunnarsson (Víkingi). Patrekur Jóhannesson er aftur kominn í landsliðið, en hann var ekki með í B-keppninni. Trúfan hættir með Víkingum ALEXEJ Trúfan, rússneski leik- maðurinn hjá Víkingi í hand- knattleik leikur ekki með félag- inu á næsta keppnistímabili. Astæðan fyrir því er að Víkingar voru ekki samþykkir því að ganga frá nýjum samningi á sömu nótum og áður. Ekki er loku fyrir það skotið að Trúfan leiki hér á landi næst vetur þó að hann klæðist ekki rauðrönd- óttri Víkingstreyju. Stjarnan hefur sýnt honum áhuga og það ræðst í næstu viku hvort af samningi verð- Magnús Ver á förum? Sterkasti maður heims, Magn- ús Ver Magnússon, er að kanna þann möguleika að flytj- ast til Suður Afríku og keppa fyrir landið i aflraunamótum víða um heim. Það gengur illa að fá einhvem til að kosta þetta þannig að ég geti einbeitt mér að því að æfa og keppa. Ef ekkert gerist á næst- unni þá er það þrautalendingin að fara til Suður Afríku eða jafnvel Skotlands,“ sagði Magnús Ver við Morgunblaðið. „Eg er ekki alveg búinn að gefa upp alla von um að dæmið gangi upp hér heima en ég verð að hafa ofan í mig og mína. Ég hef unnið fulla vinnu með þessu allt þar til 1. ápríl en síðan hef ég verið á flakki og tekið þátt í mörgum smá- mótum til að reyna að hafa eitthvað uppúr þessu. Ef ég fengi einhvern til að kosta þetta þá væri best að keppa. á. ijórum stórmótum á ári og nokkrum smærri en núna verð ég að keppa á öllum þeim mótum sem ég finn, og það rétt hrekkur til. Eins og dæmið lýtur út núna er ljóst að ég get ekkert æft fyrir „Sterkasti maður heims“ sem verð- ur líklega haldið hér á íslandi með haustinu því ég verð á þeytingi út um allar jarðir til að keppa. Ég hef t.d. ekki efni á að tryggja mig því það kostar um 70 þúsund krónur á ári,“ sagði Magnús Ver sem ef til vill keppir fyrir Suður Afriku áður en langt um líður. FEILSKOT Stjóm Skotsambandsins á ad segja af sér íþróttasamband íslands verður að taka í taumana Arsþing Skotsambands ís- lands verður (dag. Á ýmsu hefur gengið hjá þessu sérsam- bandi, en Ijóst er að stjóm þess veldur ekki hlutverki slnu og á að segja af sér. Málefnin varð- andi Carl J. Eiríks- son fylltu mælinn. Hann hitti í mark, hm settu lágmarki. Það vissi að við- komandi mót var ekki viður- kennt. En aðhafðist ekkert. Vissi sem var að mótið hafði ekkert með þátttöku á Ólympíu- leikunum að gera. Hélt Carli en stjórnin skfut feilskotum. Sam- bandið hefur haft hann að fífli og virð- ist sem persónuleg- ar deilur hafi ráðið ferðinni í stað þess að bera hag skjól- stæðingsins fyrir bijósti. Deilur skot- mannsins og sambandsins era hvoragum aðila til hagsbóta og þegar hefur verið skotið yfír markið. Allir íþróttamenn eiga sér þá ósk heitasta að keppa á Ólymp- íuleikum. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Ákveðnar reglur gilda varðándi þátttökurétt og eitt af hlutverkum sérsambanda er að stuðla að því að keppendur f viðkomandi grein geti verið með í viðurkenndri undan- keppni, ef það er skilyrði tii að ná settu marki. í öllum greinum liggur fyrir löngu fyrir Ólympíu- leika hvers er krafist. í liða- keppni eru sérstök úrtökumót. í einstaklingsgreinum eru lág- mörk eða árangur á tilteknum mótum höfð til viðmiðunar. Settu marki þarf ýmist að ná á ákveðnum mótum eða innan skilgreinds tíma. Skotsamband- ið vissi hvaða mót Alþjóða skot- sambandið viðurkenndi sem úr- tökumót fyrir Ólympíuleikana. Það setti Carli stólinn fyrir dyrn- ar, þegar hann þurfti á stuðn- ingi þess að halda, en þagði þunnu hljóði, þegar hann tók þátt í móti í góðri trú og náði Iþróttasambönd eiga að hvetja til þátt- töku en ekki letja /Á^ARUD OPEN Verður haldið sunnudaginn 21. júní á Keilisvellinum í Hafnarfirði Keppnistyripkomulag: Höggleíkun með og án forgjafar Glæsileg verðlauneru fyrir 1. Z. og 3. sætí Styrktarafifli: VerksmUjan Vítflteli AukaverOlaun: Nsst holu á B. braut: Goitvörur trá ísgoll Nsst holu á 14. braut Kemur í yós Nsst holu á 17. faraut: Gotfboltar frá Titteist Næst hoju í tveímur höggum á 18. braut: "/aum i heitum fram á síðustu stundu vitandi að hann yrði útí kuldan- um. Þessi framkoma er ekki að- eins ámælisverð. Hún er hneyksli og á ekki að viðgang- ast. Það var sýndarmennska að vera með tilburði í þá átt að reyna að koma Carli inn á dög- unum. Ef Skotsambandið hefði viðurkennt árangur skotmanns- ins hefði því verið í lófa lagið að óska eftir að hann yrði á meðal þátttakenda i Barcelona, áöur en frestur til þess rann út. Það hefði tiikynnt honum hvaða mót væra viðurkennd og stutt hann til þátttöku í þeim. Slíku var ekki til að dreifa, þvert á móti, og má ætla að persónu- legt hatur hafí riðið baggamun- inn. Skotsambandið hefur haft sitt fram, en með framferði sínu hefur stjómin bragðist hlutverki sínu. Hún er óhæf og ekki til forystu fallin. Segi hún ekki af sér á þinginu verður íþróttasam- band Islands að grípa í taumana. Steinþór Guðbjartsson * 'fawuj/ Gmmn/ driver trá B8 heildverslun % =» o Rsest verður út frá kl. 8.00 Keppnisgjaltl: 1500 kr. Skráning er í golfskála í súna / ywwrtno VBföur á MAARUO snakkl og PRIPPS ÞJór 3 Q Q

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.