Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992
9
Strandarkirkja í Selvogfi.
Messað 1 Strandarkirkju
annan hvem sumiudag’
STRANDARKIRKJA í Selvogi á
sér marga velunnara bæði hér
á landi sem erlendis. Og eins
og flestum er kunnugt, þá eru
þeir margir sem finnst að góður
verndarkraftur, guðlegur mátt-
ur, hafi hvilt yfir henni frá
fyrstu tíð. Því verður mörgum
hugsað til hennar þegar erfið-
leikar steðja að og láta hana
njóta áheita. Af þessum sökum
kemur mikill fjöldi gesta i heim-
sókn til kirkjunnar yfir sumarið
til að skoða hana og finna þar
þá helgi sem Strandarkirkja býr
yfir.
Þó að sóknin í Selvoginum sé
ekki stór eða um 14 manns, þá
er vel séð um kirkjuhúsið og ná-
grenni og hjálpar þar að sjálfsögðu
til það fé sem kirkjan nýtur vegna
áheita. Er Strandarkirkju vel við
haldið svo og garðinum og lóðinni
þar í kring. Nú í vetur voru snyrt-
ingar allar endurnýjaðar og þannig
frá gengið, að aðgengi fatlaðs
fólks er þar mjög gott. Veg og
vanda af þessum framkvæmdum
hafði Kristófer Bjamason, umsjón-
armaður kirkjunnar. Ræktarsemi
hans við Strandarkirkju og alúð
sem hann hefur sýnt við fram-
kvæmdir og viðhald þar á undan-
förnum árum er mjög til fyrir-
myndar.
Nú í sumar sem fyrri sumur
vilja forsvarsmenn Strandarkirkju
koma til móts við vaxandi fjölda
ferðafólks sem vill koma til kirkj-
unnar. Messað verður þar annan
hvem sunnudag kl.14 og verða
messurnar tilkynntar hér í Morg-
unblaðinu svo og í Ríkisútvarpinu.
Þá verður reynt að hafa kirkjuna
opna fyrir gesti mánudaga-föstu-
daga milli kl 14 og 18, en laugar-
daga og sunnudaga milli kl 13 og
18. Ferðahópum sem vilja koma
er vinsamlegast bent á að láta
vita fyrirfram um komu sína svo
hægt verði að taka á móti þeim.
(Úr fréttatilkynningu.)
Stórgjafir til
slysavarna
SLYSAVARNAFÉLAGI íslands
hafa að undanförnu borist ýms-
ar stórgjafir.
Á aðalfundi Sölusambands ís-
lenskra fiskframleiðenda, þar sem
minnst var 60 ára afmælis sam-
bandsins, var Slysavarnafélaginu
færð að gjöf ávísun að fjárhæð
ein milljón króna. Þessum fjár-
munum verður varið til að auka
og efla fjarskiptabúnað félagsins.
í tilefni af framleiðslu eitt
hundrað þúsundasta fiskkersins
hjá Sæplasti hf. á Dalvík var
Slysavarnaskóla sjómanna afhent
hálf milljón króna. í gjafabréfi sem
segir: „Það er öllum ljóst, sem
fylgst hafa með sjávarútvegi á síð-
astliðnum árum, að það starf, sem
unnið hefur verið af þessum skóla,
hefur átt sinn þátt í að bjarga
mörgum sjómanninum úr lífs-
háska.“
Þá hafa einstaklingar fært fé-
laginu ýmsar góðar gjafir að und-
anförnu. Fyrir þennan hlýhug flyt-
ur félagið gefendum alúðarþakkir.
(F réttatilky nning)
Sumarferð Varðar:
Fjölskylduferð í Þórsmörk
HIN árlega sumarferð Varðar
verður laugardaginn 4. júlí nk.
Ferðinni er heitið í Langadal í
Þórsmörk með viðkomu á Hellu
þar sem þingmaður úr kjördæm-
inu flytur ávarp.
í Þórsmörk verður boðið upp á
skipulagðar gönguferðir á áhuga-
verða staði undir stjórn leiðsögu-
manna. Einnig geta yngstu þátttak-
endurnir farið í leiki. Þeir sem kjósa
geta beðið á meðan í Langadal en
þar mun hópurinn hittast að nýju
eftir gönguferðirnar. Síðan mun
Davíð Oddsson forsætisráðherra
ávarpa ferðamenn áður en haldið
verður heim á leið. Miðasala og
nánara fyrirkomulag verða auglýst
síðar.
(Fi-éttatilkynníng)
+ Kvennadeild
Reykjavíkurdeildar RKÍ
Sumarferóin
Farið veróur í hina árlegu sumarferð okkar
þriðjudaginn 23. júní.
Mæting í umferðarmiðstöð kl. 1 1.30.
Siglt með Akraborginni til Akraness.
Akraneskaupstaður skoðaður.
Kvöldverður á Akranesi.
Ekið heim fyrir Hvalfjörð.
Takið nesti meó. Verð kr. 3.500.
Tilkynnið þátttöku í síma 688188.
Fólagsmálaneffnd.
v
Skattameðferð
viðskiptabanka
Bragi Hannesson, for-
stjóri Iðnlánasjóðs, segpr
í grein í Iðnlánasjóðstíð-
indum:
„Eðlilegt hlýtur að telj-
ast, að fjármálastofnanir
greiði skatta til ríkisins
eins og önnur fyrirtæki.
Jafn sjálfsagt er, að allir
sitji við sama borð og
greiði skatta eftir sömu
reglum af tekjum sínum
og eignum.
Þessu hefur ekki verið
þannig farið hér á iandi,
og skattalöggjöfin, sem
sett hefur verið til þess
að ná þessum markmið-
um, hefur stundum stofn-
að til nýs misréttis.
Dæmi um þetta er ólík
skattameðferð viðskipta-
banka. Rikisbankarnir
greiða eignarskatt af öllu
eigin fé, hvort sem um
hagnað af rekstri er að
ræða eða ekki. Einka-
bankimi greiðir ekki
skatt af hlutafé, sem er
megin hluti eiginfjárins,
en greiðir hluthöfum arð
ef hagnaður verður af
rekstri og • aðalfundur
ákveður. Rikisbankamir
greiða tekjuskatt en
cinkabankinn nýtur
skattfrelsis vegna upp-
safnaðs rekstrartaps Út-
vegsbankans, þótt ríkið
hSÍi yfirtekið töpuð en
óafskrifuð útlán.
Nýlega var samþykkt
á Alþingi frumvarp til
laga um skattskyldu inn-
lánsstofnana, þar sem
eimþá er haldið áfram að
mismuna lánastofnunum
undir formerkinu: Jöfnun
starfsskilyrða. Sumir
sjóðir skulu greiða eigna-
og tekjuskatt, en aðrir
ekki, og það þótt þeir séu
í samkeppni.
Eftír þessar aðgerðir í
jöfnun starfsskilyrða
lánastofnana hafa mynd-
ast tveir hópar, sem búa
við ólík starfsskilyrði.
Annars vegar rikisbank-
ar og fjárfestingalána-
sjóðir eins og Iðnlána-
Jaf nrétti í skattamálum
Bragi Hannesson, forstjóri Iðnlánasjóðs, skrif-
ar grein í Iðnlánasjóðstíðindi (2. tbl./júnf 1992)
sem hefur að yfirskrift: „Handahófskennd
vinnubrögð". Greinin fjallar m.a. um jafnrétti
í skattamálum og skattlagningu innlánsstofn-
ana. Staksteinar endurbirta greinina hér á
eftir.
sjóður, Fiskveiðasjóður
og Stofnlánadeild land-
búnaðarins sem greiða
tekju- og eignaskatt og
hins vegar einkabanki og
sérstaklega undanþegnir
sjóðir. I þeirra hópi eru
sjóðir, sem eðlilegt er að
hafi sérstöðu eins og
Framkvæmdasjóður fatl-
aðra og Framkvæmda-
sjóður aldraðra. En
hvaða rök eru fyrir því
að undanþiggja Iðnþró-
unarsjóð og Lánasjóð
sveitarfélaga, sem eru í
samkeppni við aðra sjóði,
sem nú eru skattlagðir?"
Jafnrétti í
skattamálum
Síðan segir Bragi
Hannesson:
„Framundan eru um-
ræður um samning um
evrópskt efnahagssvæði,
en eitt af grundvallarat-
riðum hans er fijáls flutn-
ingur fjármagns milli að-
ildarrikjanna. Þar með
opnast óheftur aðgangur
erlendra lánastofnana að
íslenzkum fjármagns-
markaði. íslenzkar lána-
stofnanir munu því
standa frammi fyrir nýrri
og vaxandi samkeppni,
sem erfitt er að meta nú
hversu mikil verður.
Þessar staðreyndir
hfjóta að leiða til einnar
niðurstöðu, en hún er
þessi: íslenzkar lána-
stofnanir verða að búa
við jafnrétti í skattamál-
um og við sömu eða svip-
aðar skattareglur og
gilda í löndum Evrópu-
bandalagsins.
Það er ærið áhyggju-
efni, að stjórnvöld skuli
ekki taka á þessu máli
föstum tökum í stað þess
að setja handahófskennd
lög um skattiagningu inn-
lánsstofnana. Þar með er
verið að skapa óvissu,
sem er tíl þess eins fallin
að rýra láiistraust þjóðar-
innar út á við með nei-
kvæðum áhrifum fyrir
atvinnurekstur í landinu
og_ atvinnuöryggi.
íslendingar hafa notíð
mikils trausts crlendra
banka. Reyndar má full-
yrða að íslenzkar lána-
stofnanir hafa notið jafn-
góðra og jafnvel betri
kjara en hliðstæðar stofn-
anir á Norðurlöndum. Nú
hefur það gerst, að mjög
margir norrænir bankar
hafa orðið fyrir miklu
útlánatapi, þannig að
lánstraustí þeirra hefur
hrakað verulega.
Þótt erlendir banka-
menn taki mið af þróun
á Norðurlöndum, þegar
þeir meta lánstraust ís-
lendinga, hafa þeir ennþá
veitt íslenzkum lánastofn-
uuum mjög góð kjör mið-
að við markaðsaðstæður.
Á þessu er engin ein
skýring. Nefna má þó, að
árangur í viðureigninni
við verðbólguna hefur
haft mikil áhrif og aukið
traust manna á því, að
íslendingar muni ráða við
stjórn efnahagsmála
sinna. Þá hefur íslenzk-
um lánastofnunum í
timans rás tekizt að afla
sér trausts vegna skilvísi
og áreiðanleika. Síðast en
ekki sizt kemur hér til,
að flestar þeirra hafa rík-
isábyrgð eða eru í eign
ríkisins.
Þegar rætt er um að
breyta eignarhaldi,
ábyrgð og starfsskilyrð-
um þarf að stofna til þess
á þann veg, að ekki sé
að þarflausu verið að
setja í hættu mikla hags-
muni og verðmætt láns-
traust. Skyndiákvarðanir
og óvissa eru til þess
fallnar að vckja efasemd-
ir og valda tjóni.
Ávinningur aukins
frelsis í viðskiptum er
ekki einn og sér fólginn
i breytingum á ytri skil-
yrðum.
Til þess að nýta þau
tækifæri sem bjóðast.
þurfa íslenzk stjórnvöld
að viðhafa vönduð
viimubröð, sem taka mið
af framtíðarsýn.“
VINNINGSNUMER
í Happdrætti
Krabbameinsfélagsins
------ Dregiö 17. júní 1992. _
MITSUBISHI PAJERO: 120416
VW GOLF GL:
130699 og 137956
VINNINGAR Á KR. 130.000:
Úttekt hjá Húsasmiöjunni, Radíóbúðinni, Útilífi, ferðaskrifstofu eða húsgagnaverslun.
1419 14174 26705 34626 61633 83065 95412 123161 145473
3188 17769 28627 38683 63610 83749 101612 126524 153047
5222 18385 29584 39141 69339 86080 107511 129760
7558 20688 31568 42649 71540 89066 110170 138498
8324 24125 32262 47215 73817 89618 120300 139578
13544 24935 33275 51219 80089 89995 121996 141212
VINNINGAR A KR. 80.000:
Úttekt hjá Húsasmiðjunni, Radíóbúðinni, Útilífi, ferðaskrifstofu eða húsgagnaverslun.
9271 19160 35501 50907 73612 103756 116595 126112 149792
10148 19953 40100 51366 74196 105281 118491 135419 153260
12009 21253 40533 51439 89383 112533 119210 136097
14539 26020 40593 53925 90291 113633 119748 139442
15744 27912 50562 59068 90680 114024 121186 144075
17135 33918 50688 62473 96784 116525 123355 149300
Handhafar vinningsmiða framvísi þeim
á skrifstofu Krabbameinsfélagsins
að Skógarhlíö 8, sími 621414.
Krabbameinsfélagiö
þtkkar landsmönnum
veittan stuðning.
Krabbameinsfélagið