Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 Náttúrubarn Rekaviður Myndlist Bragi Ásgeirsson Sumir þeir sem leggja út á listabrautina virðast búa yfir ótakmarkaðri athafnaþörf, sem lætur þá ekki í friði en krefst útrásar. Þeir hafa varla sleppt hendi af einu myndverki, fyrr en þeir eru byrjaðir á öðru og ein hugmynd grípur í aðra þann- ig að á stundum virkar þetta sem stjómlaus gerningur. Þetta datt mér í hug á viða- mikilli sýningu Ríkeyjar Ing- imundardóttur í Perlunni, sem ég skoðaði á dögunum og stend- ur til miðvikudagsins 24. júní. Ríkey virðist búa yfir nær óhömdum athafnavilja, og hún er ekkert að láta segja sér fyrir verkum heldur brasar áfram eft- ir því sem andinn býður hveiju sinni. Fyrir sumt eru þetta öfunds- verðir hæfileikar nú á tímum er tilhneigingin er mjög rík til þess að búa til eins konar alþjóðamál listarinnar, troða öllum í eins konar Lee gallabuxur listarinnar, og enginn telst þá maður með mönnum nema hann eigi einar slíkar. Þetta á einkum við í hin- um einangraðri samfélögum og tengist í raun ósjálfstæði og minnimáttarkennd gagnvart stærri þjóðfélagseiningum. Víst er að margur mætti öf- unda Ríkey fyrir sköpunarkraft- inn og athafnaviljann og þá ein- lægni, sem að baki býr, en hins vegar má einnig vísa til spak- mælisins: Kapp er best með for- sjá. Margur mun og líta niður á þau vinnubrögð sem Ríkey við- hefur, en hvað myndu hinir sömu segja ef þetta væri viðurkennd list í útlandinu, og gætu menn eins og Keith Harig og Jeff Ko- ons sprottið upp úr íslenzkum jarðvegi. Ég hef tilhneigingu til að hafna því með öllu, því að hér skortir fjármagnið, djarfa og ófýrirleitna listhúsaeigendur með sambönd um allan heim, en fyrst og fremst umhverfið, - múgþjóðfélagið með öllum sínum kostum og löstum. Nú er jafnvel kitsch (hnoð og glingurlist), komið í tízku í list- heiminum og ég sé ekki betur en að íslenzkir nýlistamenn hafi þegar tekið við sér á þeim vett- vangi. En svo öllum vangaveltum sé úthýst, þá er þetta tvímælalaust öflugasta framtak Ríkeyjar til þessa og fram kemur að hún er í mikilli sókn hvað það varðar að skapa samfelldar myndheildir. Þetta kemur einkum fram í post: ulínslágmyndum eins og t.d. „í anda Flóka“ (22) og „Innri fegurð“ (23) ásamt myndverkum í líkum dúr á sýningunni. Sköpunarkraft og vilja skortir sannarlega Ríkey ekki, en hún mætti að ósekju hemja óveðrið í myndunum til hags fyrir skýr- ari myndræna hugsun. Undanfarið hefur myndlistar- konan Sólveig Eggerz Péturs- dóttir verið með sýningu á all- mörgum rekaviðarbútum sem hún hefur málað á, í Mokka kaffi við Skólavörðustíg. Það er víst alllangt síðan Sól- veig hefur sýnt þessa hlið listar sinnar, en í gamla daga voru slíkar sýningar frá hennar hálfu nær árviss viðburður, auk þess sem hún hélt einnig sýningar í útlöndum, sem áttu velgengni að fagna. Myndferlið er þannig að hún fær hugmyndur frá hinu sérstaka formi í viðinum, einatt andlit, eitt eða fleiri, og þannig má segja að gerandinn persónu- geri viðinn. Þá er hann ekki leng- ur hlutlægt og skilgetið brota- brot náttúrunnar, sem hefur lok- ið gangverki sínu, heldur hefur hann samsamast áþreifanlegri vitund mannsins, í þessu tilviki skynhrifum listamannsins. Sem mikill aðdáandi náttúru- forma, og þá einnig rekaviðar, nýt ég yfirleitt meira þeirra forma, sem veður og vindar móta í viðinn, þar sem hann vel- kist um víðan sjá, en það sem mannshöndin síðar mótar úr honum, eða málar á hann. En þó skal ég fúslega viðurkenna, að þessi sýning kemur mér á óvart að því leyti, að ég hef aldr- ei séð Sólveigu skila hlutverki sínu jafnsannfærandi á verksvið- inu en að þessu sinni. Þannig tekst henni mun betur að hag- nýta sé hinar sérstöku, náttúru- legu formanir rekaviðsins, en ég hef áður séð til hennar og láta þessar formanir — formrænu samsetningu og hrynjandi — halda sér, en það er einmitt mik- il list. Fari gerandinn út fyrir þetta svið, kafnar viðurinn undir Sólveig Eggerz Pétursdóttir lit og þá er eins og formin hætti að anda. Þá þykir mér einnig sem til- finnning Sólveigar fyrir form- rænni fjölbreytni hafi aukist og að hún geri sér meira far um að fylgja þessari fjölbreytni eftir þegar hgn málar á viðinn. Þó eru verkin ennþá áberandi misjöfn og enn fylgja henni gamlir kæk- ir og vanavinnubrögð, sem hún mætti leitast við að yfirvinna. Æskilegt er að hvert verk sé eins og ný fersk lifun, en ekki endurtekning há því sem menn hafa gert áður og á það eirtnig við þótt myndefnið sé ávallt hið sama. Þannig málaði t.d. hinn snjalli Giorgio Morandi nær sömu uppstillinguna allt lífið, en hver einasta mynd var sem ný lifun, fersk og sjálfstæð. Og það er einmitt kjarni máls- ins, að hvert einstakt myndverk sé gætt fijómögnum — fram- kalli viðbrögð og kveiki líf í skoðandanum. ■ FERÐAFÉLAG ÍSLANDS býð- ur upp á Sólstöðusiglingu að Lun- dey með m/s Arnesi. Fjölmargar styttri ferðir eru á vegum Ferða- félagsins nú í kringum bjartasta tíma ársins, sumarsólstöðumar. Efnt er til ferða á Esju laugardaginn 20. júní, á sunnudaginn er fimmta ferðin í kynningu gamalla þjóðleiða á Suð- vesturlandi. Genginn verður Rauð- amelsstígur kl. 10.30 en kl. 13 er ganga um Máhvahlíðar og Lamba- fellsgjá. Á sunnudagskvöldið 21. júní er sólstöðusigling um sundin blá með m/s Ámesi (áður flóabáturinn Bald- ur). Brottför er kl. 21.30 frá Grófar- bryggju (gamla Akraborgarbryggj- an) og tekur siglingin 1,5 klst. Siglt verður út fyrir Viðey að Lundey. Þriðjudagskvöldið 23. júní verður árleg Jónsmessunæturganga. Þá er ætlunin að fara í gönguferð niður á Selatanga með Jónsmessubálkesti. BÍLALE/GA Úrval 4x4 fólksbfla og station bfla. Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bflar með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bílar. Farsfmar, kerrur f. búslóðir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 interRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fáðu gott tilboð! Af fingrum fram _________Leiklist____________ Súsanna Svavarsdóttir Listasafn Sigurjóns Olafssonar. Islenska brúðuleikhúsið á Fjöl- skyldudögum. Það er ekki á hveijum degi sem boðið er upp á menningardagskrá, þar sem tónlist, upplestur og allur flutningur er í höndum marío- netta. En á Fjölskyldudögunum í Siguijónssafni var Jón E. Guð- mundsson leikbrúðumeistari með sýningu, þar sem fram komu átta af listamönnunum sem hann hefur skapað fyrir íslenska brúðuleik- húsið. Hinar gullfallegu brúður Jóns léku á ýmis hljóðfæri, sögðu sög- ur, sungu vísur, dönsuðu maga- dans og síðastur var slöngutemjar- inn. Fyrstur var píanóleikarinn, þá gítarleikarinn (skemmtilega pönkaður), þá fiðluleikarinn — sem er ægilega meðvitaður um snilli sína og mjólkar alltaf klappið eins og hann getur. Á eftir honum kom gamla konan úr sveitinni — sú sem dvelur á Elliheimilinu Grund — og sagði frá því hvernig allt hefði breyst á seinustu árum og frá því hvemig var í sveitinni í gamla daga. Þá kom flautuleikarinn og á eftir honum amma gamla, sem pijónar, dottar í ruggustólnum sín- um og syngur nokkrar vísur. Þeg- ar þessi rammíslenska, aldraða kona hafði hneigt sig af hógværð, komu listamenn frá framandi- löndum; ung stúlka sem dansaði magadans af mikilli list og slöng- utemjarinn — sem er alveg ný brúða hjá Jóni og öllu flóknari í meðferð en fyrri slöngutemjari hans. Það sem gerði þessa dagskrá sérlega skemmtilega var að nú var meistarinn sjálfur ekki falinn á bak við leiktjöld, heldur var hann sýnilegur með öll sín stjómtæki og það var mikið undur að sjá hversu flókin tækni er á bak við hveija brúðu. Hinsvegar var alveg sama þótt Jón stæði fyrir framan áhorfendur með brúðumar og tækin og sýndi hvernig hann stjórnaði þeim — bömin sem vom í áhorfendahópn- um gengust inn á blekkinguna og létu falla athugasemdir um fæmi brúðanna — sérstaklega virtust þau undrast hversu góður píanó- leikarinn var. Magadansmærina hafði ég ekki séð áður, en hún kom svo sannar- lega á óvart; dinglaði kviðnum fram og til baka og upp og niður og var næstum lifandi. Það þarf enga smá hugvitssemi til að útbúa svona strengjabrúðu. Það sama má segja um nýja slöngutemjar- ann. Tækniútbúnaðurinn sem fylgir honum virðist við fyrstu sýn vera of mikill til að einn maður geti stjómað honum; slangan er liprari og hefur sitt eigið stjóm- tæki, þannig að það var mikil íslenska amman fingraleikfimi hjá Jóni að stjóma þessum tveimur brúðum. Sýningin í Listasafni Siguijóns var ákaflega skemmtileg og vel heppnuð og alveg greinilegt að grundvöllur er fyrir svo opnar sýn- ingar þar sem brúðumeistarinn og listamenn hans leika af fíngmm fram. Afmælisrit leikara komið út AFMÆLISRIT er komið út á vegum Félags íslenskra leikara en félagið átti 50 ára afmæli 22. sepember 1991. Meðal efnis í ritinu er afmæliskveðja til fé- lagsins frá forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, ágrip af sögu FIL, viðtöl við fyrrver- andi formenn félagsins, og grein um sögu leiklistarkennslu á íslandi. Þungamiðja ritsins er ágrip af sögu Félags íslenskra leikara er Silja Aðalsteinsdóttir, bókmennta- fræðingur, skráði. Guðrún Al- freðsdóttir, ritstjóri afmælisrits- ins, bendir á í inngangsorðum að tímabært hafi verið orðið að rita sögu FÍL til þess að fá heildar- mynd af starfí félagsins og vonar hún að söguágripið gefi innsýn í þróun FÍL þó að ítarlegri sögu- skráning verði að bíða síðari tíma. Auk söguágripsins eru viðtöl við fyrri formenn félagsins og greinar um einstök atriði í sögu FIL. Einn- ig eru í ritinu hugleiðingar leikhús- áhugafólks um leiksviðið og leikar- ann, ásamt frásögnum leikara af leikhúslífínu. Ennfremur er í af- mælisritinu útdráttur úr ritgerð er fjallar um þróun leiklistar- kennslu á íslandi. BfLASÝNING f DAG KL. 10-14 Komiö og skoðið 1992 árgerðirnar af MAZDA ! RÆSIR HF SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S.61 95 50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.