Morgunblaðið - 20.06.1992, Page 11

Morgunblaðið - 20.06.1992, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 11 Compagnie Maguy Marin: Hismið og kjaminn © ________Ballett___________ Ólafur Ólafsson Cortex. Danshöfundur: Maguy Marin (1991). Leikmynd og bún- ingar: Magny Marin, Denis Mariotte. Ljósahönnun: Pierre Colomer. Tónlist: Denis Mari- otte. Dansarar: Ulises Alvarez, Teresa Cunha, Christiane Glik, Athanassios Koutsoyannis, Je- an-Marc Lamena, Mychel Lecoq, Cathy Polo, Isabelle Saulle. Borgarleikhúsið, 16. júní 1992. Fjórða og síðasta frumsýning á dansverkum á Listahátíð var í Borgarleikhúsinu 16. júní, þegar Dansflokkur Maguy Martin sýndi nýjasta verk hennar, Cortex. Tveimur dögum fyrr hafði flokkur- inn á sama stað sýnt eitt fræg- asta verkið, May B, frá árinu 1982. Þannig gafst gullið tæki- færi til að sjá tvö verk eftir þunga- vigtarkonu innan danslistarinnar með stuttu millibili. Á milli þess- ara verka eru tíu ár á ferli Maguy Martin sem danshöfundar og fjöldi dansverka. Cortex er latína og þýðir börkur eða hýði, sem er utanum kjarn- ann. Dansverkið Cortex er um skilningarvjtin, um það að skynja og greina. í upphafi er sviðið þak- ið alls konar neysluvamingi sem dansararnir tína í innkaupavagna, uppáklæddir í borgaraleg föt, og aka þeim af sviðinu. Það tekur svona 10-15 mínútur. Þvínæst taka við ýmsar útskýringar, eins og á fötum hvers og eins, hvað klukkan sé, um að í gær hafi einn úr hópnum verið í London, en núna séu allir í Reykjavík. Þetta fer fram á ensku og minnti á málakennslu í sjónvarpi. Smátt og smátt fer áherslan af umbúðunum og ytra byrði yfir á manneskjuna sjálfa, líffæri hennar, hreyfingu og skynjun. Það má segja, að skrælt sé utanaf manneskjunni, bæði fatnaður og hegðun, og allt tíundað með málaskólatexta sem er svo einfaldur að allir hljóta að skilja. En útskýringar Maguy Marin eru þannig settar fram að þær undirstrika fáránleika dag- lega lífsins og samskipta fólks. Hún lýsir fólki, sem er í föstum skorðum og virðist ekki megna eða vilja komast úr hjólförunum. Skilaboðin eru að við séum bundin í báða skó innan frá að erfðum og af tilbúningi neysluþjóðfélags- ins utan frá. Við fáum litlu ráðið eða breytt — og þó, því Cortex er um það, þegar skilningarvitin fimm vakna til lífsins. Cortex er dæmi um verk sem við fyrstu sýn virðist teygt að mörkum þess að vera ballett eða dansverk. En margt af því sem gerist á „gráum svæðum" vekur forvitni og hefur töfra. Þannig er um Cortex, sem ber vott um meist- aralegt verklag Maguy Marin. Það er merki góðra sýninga að þær láta mann ekki í friði. Þær gleym- ast ekki strax, heldur fara með áhorfandanum úr leikhúsinu og gerjast áfram innra með honum. Þó að sumir kaflar verksins hafi ekki virkað sterkir, eins og t.d. hlaupakaflinn snemma í verkinu (sem líktist fremur sundurlausri fimleikasýningu á ungmennafé- lagsmóti en góðu dansverki), þá voru aðrir þar sem Maguy Marin fór á kostum. En það sem máli skiptir er heildin. Mér fannst verk- ið vaxa eftir því sem leið á það og meiri börkur var skrældur utan af kjarnanum. Hægur ástleitinn dans, sem byijaði ofarlega á miðju sviði, nánast í hvarfí og minnti á grískan dans, vakti athygli mína. Sama er að segja um lokaatriðið, þar sem lota hreyfinga er síendur- tekin, dönsuð úr horni ofan frá, skáhallt yfir sviðið, eins og til að dáleiða, og verkinu lokað. Verklag ekkert ósvipað lokaatriði May B. Dansararnir fikra sig áfram hlekkjaðir og draga með sér tugi beinagrinda, til að undirstrika þá ánauð erfða sem við búuum við. Við getum ekki breytt uppruna okkar, aðeins skynjun og afstöðu. Stórgött og sterkt lokaatriði á eftirminnilegu verki. Tónlistin var snar þáttur þessa verks og samin í samvinnu við danshöfundinn. búningar í upphafí verksins voru eins hversdagslegir og hugsast gat. Mestmegnis er dansað á nærfötum, sem virkuðu eins spennandi og símaskráin. Dansararnir sjálfir líktust heldur ekki dönsurum í útliti eins og flest- ir hugsa sér þá, en þeir voru það. Það hefði verið óskandi að fleiri sýningar hefðu getað orðið á hvoru verkanna fýrir sig. Listviðburður á við komu Compagnie Maguy Marin er því miður mjög sjaldgæf- ur. Listamönnum ber að þakka þeirra framlag til Listahátíðar í Reykjavík. Að lokum þetta: Að- standendur Listahátíðar hafa vandað val sitt á ballet- og dansat- riðum í þetta sinn. Sumir kunna að hafa saknað þess að hafa ekki fengið að sjá klassískan ballett, en ekki verður á allt kosið. Það virðist vera orðið þannig að aðeins Listahátíð megni að fá til landsins balletthópa, sem undirstrikar mik- ilvægi hennar og ábyrgð. Gísli Jónsson & Co. Bíldshöfði 14 Sími 91-686644 Með þennan tjaldvagn ert þú viss um þottþétt ferðalag. Þú tjaldar öllu, fortjaldi og svefntjöldum á sviþstundu og nýtir tímann í lífs- gleðjandi verk (ekki heilabrot um hvemig súlur raðist saman!). í eldhúskassa er gaseldavél og vaskur. Verð kr. 409.500,- Við hjá Gísla Jónssyni & Co. höfum nýiega flutt alla starf- semina í stærra og rúmbetra húsnæði í Bíldsnöfða 14. Við bjóðum þér að líta við hjá okkur nú um helgina og skoða '92 árgerðirnar af Camp-let tjaldvögnum og Hobby hjólnýsum. Að auki höfum við ágætt úrval ferða- vöru og fortjöld fyrir hjólhýsi og bíla. Bjóðum hagstæð greiðslukjör, 25% útborgun og eftirstöðvar á allt að 30 mánuðum. Opið allar helgar í sumar. Umboðsaðilar: B.S.A. hf. Akureyri, sími 96-26300, Bflasalan Fell, Egilsstöðum, sími 97-11479. Grunnútgáfan af Camþ-let þar sem allir kostimir birtast: áfast fortjald og eldhúskassi, tvö sjálfstœð svefntjöld o.fl. o.fl. Verð kr. 342.800,- Flaggskiþið frá Camp-let. Sann- kallaður lúxustjaldvagn m.a. með innbyggðum ísskáþ, eldavél og vaski með rennandi vatni. Toþþ- urinn í tjaldvögnum. Verð kr. 454.100,- TRAUSTUSTU TJALD- VAGNARNIR SEM VÖL ERÁ ERUÍ BÍLDSHÖFÐA 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.