Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JUNI 1992 Jón P. Jónsson forstjóri - Minning Fæddur 21. ágúst 1922 Dáinn 10. júní 1992 Með Jóni Pétri er genginn einn af hinum ötulu og dugmiklu fram- kvæmdamönnum þessarar aldar. Nafn hans mun lengi í minnum haft, ekki einungis fyrir dugnað hans og atorku heldur ekki síður fyrir mannkosti hans og ljúfmann- lega framkomu. Jón Pétur sló aldrei mikið um sig né hrópaði nafn sitt hátt. En hann vann verk sín vel og ávann -sér traust þeirra, sem við hann skiptu. Jón fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1922. Hann var sonur hjónanna Margrétar Jónsdóttur og Jóns Magnússonar, skipstjóra. Faðir Jóns fórst með togaranum Roberts- son í Halaveðrinu mikla í febrúar 1925, þegar Jón Pétur var á þriðja ári. Þau hjónin Jón og Margrét áttu fjögur börn, eitt þeirra var ófætt, er faðirinn fórst. Elst barnanna var Guðlaug. Hún var gift Georg Lúðvíkssyni, síðar forstjóra Ríkisspítalanna. Guðlaug lést 1982. Næstur var Ólafur, málarameist- ari. Hann er kvæntur Birnu Benja- mínsdóttur. Þriðji í röðinni var Jón Pétur. Yngst var Áslaug, hár- greiðslumeistari. Hún var gift Sveini Björnssyni, síðar forseta ISÍ. Áslaug andaðist 1960. Eftir fráfall manns síns stóð ekkjan unga eftir með fjögur föður- laus börn. Nokkru síðar giftist hún Gísla Jónassyni, síðar skólastjóra. Gekk hann bömunum í föðurstað. Þau hjónin reyndust samhent og bjuggu öllum hópnum gott heimili og heilladrjúgt uppeldi. Þau Margrét og Gísli áttu síðan saman einn son, Jónas, síðar vígslu- biskup. Hann ólst upp í þessum samrýmda og efnilega systkina- hópi. Hann er kvæntur Amfríði Ammundsdóttur. Gísli andaðist 1967 og Margrét 1976. Eins og gefur að skilja var oft þröngt í búi á bammörgu heimili með eina fyrirvinnu á kreppuárun- um. En öll voru börnin tápmikil og sóttu til mennta hvert á sínu sviði. Jón Pétur hóf þegar eftir ferm- ingu nám í Verslunarskóla íslands og lauk þaðan góðu prófi 1941. Á stríðsámnum voru ekki miklir " möguleikar til framhaldsnáms. Honum bauðst strax vinna í Lands- bankanum og vann hann þar sem bankaritari í tvö ár. Síðan var vinn- an og sjálfsnám hans heilladijúg framhaldsmenntun. Þessum unga og dugmikla pilti stóðu nú ýmsar dyr opnar til starfa. Hann var ráðinn fulltrúi hjá skó- verslun Hvannbergsbræðra og var þar í 12 ár. Árið 1954 var hann beðinn um að taka að sér forstjórastörf í Gamla Kompaníinu. Þar var svo starfsvettvangur hans uns yfir lauk. Það er óhætt að segja, að hann efldi þetta gamalgróna og virðulega fyrirtæki, sem hefur alla tíð verið talið eitt af virtustu og traustustu fyrirtækjunum í sinni grein. Fljót- lega gerðist hann meðeigandi í fyr- irtækinu ásamt Áma Skúlasyni, sem hafði rekið það um nokkurt skeið. Þegar Ámi dró sig út úr fyrirtækinu, gerðist Jón Pétur einkaeigandi þess og rak það til dauðadags. 1. nóvember 1947 kvæntist Jón Pétur eftirlifandi konu sinni, Gróu Jóelsdóttur. Hún var fædd 6. jan- úar 1925 og var dóttir hjónanna Jóels Ingvarssonar, skósmíðameist- ara í Hafnarfirði, og konu hans, Valgerðar Erlendsdóttur. Þau Gróa og Jón eignuðust þijú böm, sem öll era á lífí. Valgerður, búsett í Bandaríkjunum. Jóel Frið- rik, framkvæmdastjóri Júnik hf. Kona hans er Þuríður Steinþórs- dóttir. Jón Magnús, verslunarstjóri í Gamla Kompaníinu. Kona hans er Stefanía Gunnarsdóttir. Barna- bömin eru fimm. Þegar ég renni augunum yfir æviferil míns kæra svila og hjart- fólgna vinar, rifjast upp margar hugljúfar endurminningar. Þær lifa eftir og eru dýrmætur ijársjóður, þegar vinurinn er horfínn. Einna dýrmætastar eru minning- arnar um fyrstu kynnin. Þau hóf- ust þegar ég var sveitarstjóri í yngstu deildinni í KFUM. Þangað komu fljótt bræðurnir báðir, Ólafur og Jón, og ekki leið á löngu uns þeir fóru að taka með sér Jónas, litla bróður sinn. Þá hófst strax vináttan við þá alla og sú vinátta hefur aldrei rofnað. Jón Pétur varð fljótt einn af hin- um áhugasömustu og trúföstustu drengjum í deildinni. Sveitarstjór- inn hans vissi vel, að hann var djúpt snortinn af þeim boðskap, sem KFUM vildi flytja ungum piltum. Hann sýndi það í orði og verki að hann vildi gera Jesú Krist að leið- toga lífs síns. Þegar ég lét af störfum sem sveitarstjóri í yngstu deildinni var mér það mikið gleðiefni að hann var fús til að taka við því starfi og gegndi því af áhuga. Hann glat- aði aldei þeim arfí, sem hann fékk í veganesti frá góðu æskuheimili og félagsstarfinu í KFUM. Hann sýndi það c»ft í verki við margvísleg tækifæri. í hópi gömlu vinanna úr KFUM, sem oft komu saman gegn- um árin, fór hann aldrei dult með það á hveiju hann byggði trú sína. Vinir hans úr starfi KFUM þakka vináttu hans og trúfesti gegnum árin og blessa minningu hans. Við hjónin söknum sárt okkar kæra mágs og svila. Ættingjar og vinir þakka einlæga vináttu og ánægjulega samfylgd gegnum árin. En sárastur er söknuðurinn og dýpst er sorgin hjá konu hans og börnum. Við vottum Gróu, bömum þeirra og bamabömum innilega samúð og biðjum þeim Guðs bless- unar og styrks á þessum erfíðu sorgardögum. „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins." Ástráður Sigursteindórsson. í gær föstudaginn 19. júní fylgd- um við afa okkar Jóni Pétri Jóns- syni til hinstu hvílu. Þar með var höggvið stórt skarð í líf okkar allra. Afí var sá maður sem var alltaf til staðar og við gátum leitað til. Hann var góður og guðrækinn maður og kenndi okkur að greina milli góðs og ills og hefur það reynst okkur gott veganesti í lífínu. Hann var áhugasamur um allt sem við gerðum og þá sérstaklega um námið, jók það metnað okkar því við vildum stolt sýna honum sem bestan árangur í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Því hrós frá honum var okkur mikils virði. Afa leið best innan um fjölskyldu og vini og var hann þá jafnan hrók- ur alls fagnaðar því hann hafði gaman af að segja frá ýmsu sem hafði hent hann í lífinu. Afí var örlátur og vildi öllum vel, hann var vinmargur og vel lið- inn hvar sem hann kom. Við eram þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast afa. Það sem hann gaf okkur nýtist okkur nú og kemur til með að nýtast okkur seinna í lífnu. Með sáram söknuði kveðjum við þennan mikla mann sem markaði djúp spor í líf okkar. Barnabörnin. Á þessum fögra sumardögum, þegar öll sköpun Guðs var að vakna til lífsins í ríki náttúrunnar eftir vetrardvalann, blóm, tré og runnar vora að laufgast og það var einnig farið að birta yfír svip þeirra er við mættum á götunni, myrkur vetrarins var að hverfa úr andlitum þeirra, og vonarbirta í bliki augn- anna komin í staðinn. Þá barst okkur sú harmafregn að æskufélagi okkar og hinn trausti og góði vinur, Jón P., eins og við nefndum hann ávallt í okkar hópi, hefði skyndilega verið burtkallaður úr þessari veröld 10. júní síðastlið- inn. Hugur okkar hljóðnaði og. tregafullar tilfínningar sóttu á vit- und okkar. Leifturmyndir vöknuðu upp í huganum, margar hugljúfar minningar frá æskuárunum við leik og störf og um hina traustu og fölskvalausu vináttu, sem við bund- umst fyrir rúmri hálfri öld og aldr- ei féll skuggi á. Jón Pétur Jónsson fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1922, sonur hjónanna Margrétar Jónsdóttur og Jóns Magnússonar skipstjóra, en hann fórst í hinu svokallaða Hala- veðri árið 1925 frá eiginkonu og fjórum börnum. Síðan giftist Mar- grét Gísla Jónassyni kennara, síðar skólastjóra í Langholtsskóla. Þau eignuðust einn son, séra Jónas Gíslason, vígslubiskup. Vinátta okkar Jóns hófst um fermingaraldur, þegar við nutum þeirra forréttinda að fá að dvelja í sumarbúðum KFUM í Kornahlíð og Vatnaskógi. Þær stundir gleym- ast aldrei. Gleði og hamingja okkar unglinganna var mikil í hinu gróð- urmikla og fagra umhverfí sumar- búðanna, umhverfið allt talaði sínu skýra máli um sköpunarmátt Guðs. Á kyrrum kvöldum heyrðum við foringjana segja okkur í mjög skýru og myndríku máli frá hinum mikla kærleika Guðs í Jesú Kristi til synd- ugra manna. Sá boðskapur hreif okkur með þeim hætti að sú Guðs- trú sem við eignuðumst þá hefír haft mótandi áhrif á allt lífshlaup okkar síðan. Um árabil starfaði Jón sem sveit- arstjóri í KFUM. Hann var einn af stofnendum Gídeonhreyfingar- innar á íslandi og sat í stjórn þeirra samtaka í nokkur ár. Þessar hreyf- ingar áttu hug hans allt til hinstu stundar. Hvert það starf, sem Jón tók að. sér, vann hann af mikilli samvisku- semi og skyldurækni, svo að eftir var tekið. Jón lauk prófi frá Verzl- unarskóla íslands og vann við ýmis störf samhliða náminu. Um nokk- um tíma kenndi hann bókfærslu í kvöldskóla KFUM. Hann starfaði sem skrifstofustjóri hjá Hvann- bergsbræðrum og síðan í Gamla Kompaníinu sem framkvæmda- stjóri með Árna Skúlasyni hús- gagnasmíðameistara,varð síðan einn eigandi að Gamla Kompaníinu ásamt fjölskyldu sinni. Jón starf- rækti þetta gamalgróna fyrirtæki af mikilli elju, dugnaði og hagsýni, hann hlífði sér hvergi í starfinu. Hann vildi ávallt standa við gefín loforð um afhendingartíma á fram- leiðsluvörum fyrirtækisins, enda mátti treysta orðum hans. Það var góður starfsandi í fyrirtækinu og gagnkvæmt traust og persónuleg vinátta á milli starfsmanna og for- stjóra. Jón var bóngóður og fús var hann að aðstoða þá er til hans leit- uðu, en ekki vildi hann að minnst yrði á slíkt. Nú er silfurstrengur lífs Jóns vinar okkar brostinn, gleðistundir I samvistum við kæran vin verða ekki fleiri í þessu lífi. Við vinir hans drúpum höfði í söknuði, en jafnframt í þökk til Guðs, sem gaf okkur slíkan heilsteyptan vin, sem auðgaði líf okkar með samfylgd- inni. Við biðjum góðan Guð að hugga og styrkja eftirlifandi eiginkonu hans, Gróu Jóelsdóttur, í hinni djúpu sorg hennar. Oft minntist Jón með þökk og kærleiksbliki í augum á sína elskulegu eiginkonu sem var honum svo mikill styrkur í lífinu, tilhlökkun hans að koma heim til konu sinnar eftir erilsaman dag var mikil. Guðs huggun fylgi allri fjölskyld- unni í hennar miklu sorg. Jesús sagði einu sinni: „Sjá, ég er með yður alla daga.“ Blessuð sé minning góðs vinar. Helgi og Olgeir. Um þessar mundir era dægrin fegurst á Arnarnesi. Dimmblár fjallgarður í norðvestri með jökulinn að höfuðdjásni, krýndan skýja- bólstrum, framan við hnígandi sól miðrar nætur. Arnarvogurinn speg- ilsléttur litast eldrauður í skini hverfandi sólar. Gálgahraun fyllist dimmum skuggum og kirkjan og húsin á Bessastöðum setjast á haf- flötinn, er Álftanesið hverfur í rök- krinu. í fjöranni búast til hvíldar æður og önd, og gargið fer hljóðn- andi í sívinnandi mávi. Tjaldurinn og krían, sem áttu hér á fjörukamb- inum árvissa vordvöl og skamma hvíld eftir langa ferð úr fjarlægum löndum,‘hafa nú þegar flutzt lengra upp í landið. Einmana svanur hefur undanfarna daga siglt í lækjarósn- um og stingur undarlega í stúf við andaranga, sem eru að burðast við að læra fyrstu sundtökin umhverfis risann, sem horfír á þá með með- aumkvan: Hví er hann hér einn á sveimi þetta vor eins og raunar fyrri vor með þessu smávaxna liði, sem horfir á hann með virðingu og raunar stolti yfir, að hann skuli virða þau viðlits og umgengni. Grös og runnar í görðum fólksins við Hegranes á Arnamesi eru orðnir grænir með tístandi fugli og suð- andi landnemum í líki gulbröndóttr- ar hunangsflugu. Maðkurinn, feitur og pattaralegur, upprunninn í Skot- landi, kíkir upp úr rakri, íslenzkri mold, um leið og svalara verður eftir sólsetur. Hann hefur allan daginn stritað við að bijóta þessa mold í þökk og þágu þeirra, sem breytt hafa hrjóstrugu nesinu í fag- urt skrúð blómjurta og tijáa um- hverfis staðarleg hús íbúanna, sem hingað fluttu fyrir örfáum áratug- um og gerðu bújörðina Arnarnes að dálitlu hverfi, landsfrægu fyrir glæsileik og myndarskap. Það er þakklætis vert að hafa fengið að dvelja við þessa útsýn og við þetta umhverfi og fengið um nokkra ára- tugi að fylgjast hér með náttúranni hverfast að lit og yfirbragði með árstíðunum, — ásamt og með því góða fólki, sem hér nam land á þennan veg, og ól upp börn sín, sem gengu hér að leikum, hvert með öðru og við dýrin, tamin og villt. Börn, sem nú eru flest flogin úr heimahreiðri. Einn úr þessari landnemasveit er nú kvaddur í dag. Það er Jón P. Jónsson, forstjóri, til heimilis að Hegranesi 28 í Garðabæ. Með trega er horft á eftir nábúa sínum hverfa á börum inn í sjúkrabifreið, sem skyndilega hefur birzt í götunni okkar. Þegar íslenzki fáninn síðan sést hnípa á stöng, dreginn til hálfs, er vitað, að nágrennið verður aldrei hið sama og áður. Við munum ekki framar sjá Jón á kvöldgöngu eftir götunni í fylgd glæsilegrar eiginkonu sinnar, Gróu Jóelsdóttur. Eigi munum við framar kasta skyndikveðju hvor á annan, er við hittumst á leið til eða frá því veraldlega sýsli, sem verður svo undarlega léttvægt, þegar sláttu- maðurinn slyngi reiðir ljáinn. Það er því von mín, að mér verði virt til betri vegar, að ég vilji kasta hinztu kveðju á góðan granna, jafn- vel þótt engin væra kunn ættar- tengsl með okkur Jóni P. né heldur vissum við eða værum hnýsnir um nána einkahagi hvor annars. Jón P. Jónsson var vænn maður sýnum og gervilegur og vinsæll af öllum mönnum. Hann hafði skap stillt, var léttur í tali og góður viður- mælis. Viðmót hans var ljúft og bros hýrt og hlýlegt. Hann veitti mönnum góð ráð fúslega og með glöðu geði og virtist fremur líta á þá, sem sömu eða svipaða iðju stunduðu og hann sjálfur, sem sam- starfsmenn en keppinauta. Af kankvísi og góðu og órætnu skop- skyni sagðist honum jafnan vel frá. Ætíð og án undantekninga var gott að hitta þau hjón, Jón og Gróu, hvort sem var á suðrænum sólar- ströndum Spánar, í ysi vörusýninga evrópskra borga eða í rammís- lenzku nágrenninu, sem við áttum hér saman. Og hvarvetna var sómi að þessum karlmannlega, ljúflynda íslendingi. Við kona mín, Gudran, og börn okkar, sendum samúðarkveðjur í þann sorgarrann, sem nú er handan götunnar okkar, og óskum jafn- framt Jóni P. Jónssyni og minningu hans Guðs blessunar. Jón Einar Jakobsson. Látinn er vinur minn og frændi, Jón Pétur Jónsson. Söknuðurinn er sár og þeim mun sárari, er ég hugsa til hans nánustu, eiginkonu og barna, sem hvert um sig minnist hans á einn veg: Fjallið sem þögult fylgdi mér eftir hvert skref hvert fótmál sem ég steig, nú er það horfið. (Hannes Pétursson) Náin frændsemi við nafna minn gerði það að verkum, að ég ætlaði mér ekki að minnast hans í dag- blaði, en vegna systkina minna, svo og starfsfélaga í fyrirtækjum hans, bregð ég af venju í því efni. Allt frá bernsku var mér heimili móðursystur minnar, Margrétar Jónsdóttur, og seinni manns henn- ar, Gísla Jónassonar, skólastjóra, mjög kært. Glaður systkinahópur- inn á heimilinu, Guðlaug, Ólafur, Jón Pétur, Áslaug og hálfbróðirinn Jónas, var með eindæmum þokka- fullur. Ólík voru þau systkinin um margt, en öll báru þau vitni um góða greind og gott uppeldi. Sam- heldni þeirra var alla tíð næsta fá- tíð. Nú eru þeir einir á lífi, Ólafur málarameistari og Jónas, vígslu- biskup í Skálholti. Hjá þeim hefur skjótt sól brugðið sumri. Á unglingsárunum kynntist ég nafna mínum vel og fylgdist með velgengni hans að loknu námi í Verzlunarskóia íslands. Dugnaður og árvekni í starfí komu honum strax til góða, svo sem áður hafði gert í leik, bæði í knattspyrnu og handbolta, með félagi sínu Val, sem stóð honum ásamt KFUM-félögum næst alla ævi. Samfara velgengni í starfi hlotn- aðist Jóni Pétri mikil hamingja í einkalífi. Hálfþrítugur kvæntist hann Gróu Jóelsdóttur, Ingvarsson- ar úr Hafnarfirði, en frá þeim bæ var einnig faðir Jóns, Jón Magnús- son, skipstjóri, sem drakknaði í Halaveðrinu mikla 1925. Gróa er kona fönguleg, hógvær og látlaus, húsfreyja af guðs náð, sem staðið hefur eins og klettur við hlið manns síns í erilsömum störfum hans. Ung vöktu þau hjón athygli vegna glæsi- leika og enn á fullorðinsárum var tekið eftir þeim, þar sem þau bar að garði. Börnin urðu þijú: Valgerð- ur, sem dvalið hefur áratugi erlend- is, Jóel Friðrik og Jón Magnús. Þeir bræður hafa starfað í fyrir- tækjum foreldra sinna allt frá ungl- ingsáram. Umskipti urðu í lífi þeirra hjóna er þau gerðust meðeigendur að hálfu í Gamla Kompaníinu 1954 og sem síðar meir varð fjölskyldufyrir- tæki þeirra sjálfra. Eins og áður segir, kynntist ég Jóni Pétri vel sem unglingur og þau kynni áttu heldur betur eftir að aukast. Árið sem Jón Pétur tók við starfi forstjóra Gamla Kompanísins og fór sína fyrstu viðskiptaferð á vegum þess, hittumst við í Þýzkalandi, sem við áttum reyndar eftir að gera nokkrum sinnum næstu árin. Þá fyrst gerði ég mér ljóst, hvers Jón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.