Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 Edda Jóns- dóttír sýn- iríGall- eríi Umbra EDDA Jónsdóttir myndlistarmað- ur sýnir um þessar myndir nokkr- ar myndir í Galleríi Umbra, Torf- unni, Amtmannsstíg 1. Sýningin var opnuð í gær, 18. júní og munu myndir Eddu verða til sýn- is fram til 8. júlí næstkomandi. Gall- eríið er opið þriðjudaga til laugar- daga frá klukkan 12 til 18 og sunnu- daga frá klukkan 14 til 18. ----» ------ Hækkun 4-9% ekki 40% í grein Magnúsar Oddssonar í föstudagsblaðinu varð sú meinlega prentvilla að sagt var að verð á Is- landsferðum á markaði á meginlandi Evrópu hefði hækkað um 40% 1991- 1992. Þetta er ekki rétt eins og kem- ur að vísu fram skömmu síðar í grein- inni, heldur var hækkunin á bilinu 4-9%. Óiympíuskákmótið í Manila: Heimabrugg Portíschs dugði ekki gegn Helga Skák Bragi Kristjánsson Lokasprettur ólympíuskákmóts- ins í Manila stendur fyrir dyrum, þegar þessar línur eru ritaðar. ís- lenska sveitin hefur staðið sig frá- bærlega vel til þessa, er í 4.-5. sæti með Litháum. í elleftu umferð á laugardaginn fær sveitin það erf- iða verkefni að fást við rússnesku sveitina, sem er langefst á mótinu. íslendingar hafa teflt jafnt og vel á mótinu, og sigrar á geysisterk- um sveitum Englendinga og Hol- lendinga í 9. og 10. umferð gefa góðar vonir um síðustu umferðirn- ar. Ekki má þó gleyma því, að enn eru 16 skákir ótefldar og loka- spretturinn skipti mestu máli um endanlegan árangur í mótinu. Tafla yfir árangur íslendinga fylgir og á henni má sjá, hve jöfn taflmennskan hefur verið. íslenska sveitin hefur teflt við fímm sveitir, sem teljast sterkari, og hefur unnið tvær, en tapað naumlega fyrir þrem, og vinningatalan er 10 v. af 20. Lakari sveitimar hafa hins veg- ar unnist örugglega. Árangur Hannesar Hlífars er frábær, og gefur vonir um þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli. Jóhann og Helgi hafa einnig teflt af miklum krafti, sem og aðrir liðsmenn. Að lokum skulum við sjá tvær skákir, mikla baráttuskák Helga við Portishc og furðu auðveldan sigur Margeirs á Sosonko. 8. umferð. 2. borð. Hvítt: Helgi Ólafsson. Svart: L. Portisch (Ungveijalandi). Drottningarindversk-vörn. 1. d4 - Rf6, 2. Rf3 - e6, 3. c4 - b6, 4. g3 - Ba6, 5. b3 - Bb4+, 6. Bd2 - Be7, 7. Bg2 - c6, 8. Bc3 - d5, 9. Re5 - Rfd7, 10. Rxd7 - Rxd7, 11. Rd2 - 0-0, 12. Rf6 (Fram tii þessa hefur skákin fylgt margtroðnum leiðum skákfræðinn- ar, en síðasti leikur er fremur sjald- séður, en í uppáhaldi hjá Portisch. Önnur leið er 12. — Hc8, t.d. 13. e4 — c5, 14. exd5 — exd5, 15. dxc5 — dxc4, 16. c6 — cxb3, 17, Hel — Bb5, 18. axb3 — Bxc6, 19. Bxc6, Hxc6, 20. Hxa7 — (Karpov- Kortsnoj, Tilburg 1991) og svartur hefði getað haidið jafnvægi með 20. - Bf6! (20. - Hxc3, 21. Rbl - Hc7, 22. Hxc7, Dxc7, 23. Hxe7 - Hd8, 24. Dd5! og vinnur).) 13. e4 - b5, 14. Dc2 - (í skákinni Karpov-Portisch, heims- bikarmóti í Rotterdam 1989, varð framhaldið 14. Hel — dxe4, 15. Hcl - Hc8, 16. c5! - Rd5, 17. Hxe4 - Rxc3, 18. Hxc3 - f5, 19. Hxe6 — Dxd4, 20. Hcl — Bxc5, 21. De2 og í þessari stöðu hefði 21. - Ba3!, 22. Rf3 - Db2 gefið jafnt tafl.) 14. - dxe4, 15. Hfel - Hc8, 16. Hadl - 16. - Rd5!? (Portisch hefur alla tíð lagt mikla vinnu í skákrannsóknir og sagt er, að á yngri árum hafi hann setið minnst átta tíma á dag „við eldhús- borðið“ heima hjá sér í Búdapest! Þessi leikur sýnir, að borðið fræga er enn í notkun. í skákinni Beljavskíj-Chandler, Moskvu 1990, fékk hvítur mun betra tafl eftir 16. - h6, 17. Bfl! - Dd7, 18. Rxe4 - Rxe4, 19. Dxe4 — bxc4, 20. bxc4 - Bf6, 21. Bb4 - Hfd8, 22. Bc5! o.s.frv.) 17. Bxe4 — (Helgi treystir því að heimavinna Portisch standist, enda fær svartur þijú peð og sterka stöðu fyrir mann- inn eftir t.d. 17. cxd5 — cxd5, 18. b4 (hvað annað við hótuninni 18. — b4?) Bxb4 19. He3 - Bd6, 20. Dbl - De7 með ýmsum hótunum: — b4 ásamt — Bd3, tvöföldun hróka á c-línunni og f7-f5-f4 o.s.frv.) 17. - Rxc3, 18. Dxc3 - Bf6, 19. Dc2 (Eftir 19. Rf3 - c5, jafnar svartur taflið án teljandi erfíðleika.) 19. - bxc4, 20. Bxh7+! - Kh8, 21. Re4 — cxb3, 22. axb3 — g6 (Auðvitað ekki 22. — Kxh7??, 23. Rxf6++ - Kh6, 24. Dh7+ - Kg5, 25. Re4+ - Kg4, 26. Dh3+ - Kxh3, 27. f3 ásamtRe4-f2+ mát!) 23. Bxg6 - fxg6, 24. Rc5 - Bxd4, 25. Rxe6 - Bxf2+!, 26. Dxf2 - Hxf2, 27. Rxd8 - He2, 28. Hxe2 - Bxe2, 29. Hd7 - Bg4, 30. Hd6 - Bf3 (Eftir flækjur undanfarandi leikja, sem voru meira og minna þvingað- ir, er komið upp einfalt endatafl. Helgi stendur betur, en það dugir ekki til vinnings.) 31. Kf2 - Bd5, 32. b4 - a6, 33. Ke3 - Kg7, 34. Kd4 - Hb8!, 35. Hd7+ - Kf6, 36. Rb7 - g5, 37. h4 — gxh4, 38. gxh4 — Hh8, 39. Kc5 - Hxh4, 40. Ra5 - Ke6, 41. Hd6+ - Ke7, 42. Rxc6+ - Bxc6, 43. Hxc6 - Hh5+, 44. Kc4 - a5, 45. b5 - Kd7, 46. Ha6 - Kc7, 47. Hxa5 - Hh4+ og jafntefli var samið, því staðan er steindautt jafntefli, t.d. 48. Kd5 - Hh5+, 49. Ke4 — (annars skák- ar svartur endalaust á h-linunni.) 49. — Hh4+, 50. Kf5 — Kb6 ásamt 51. - Kxb5. 10. umferð. 2. borð. Hvítt: G. Sosonko (Hollandi). Svart: Margeir Pétursson Siavnesk vöm 1. d4 - d5, 2. Rf3 - Rf6, 3. c4 - c6, 4. Rc3 — dxc4, 5. a4 — Bf5, 6. Re5 - e6, 7. Bg5 - Bb4, 8. f3 - c5. (Skákfræðin mælir með að leika fyrst 8. - h6, 9. Bh4 - c5, 10. dxc5 - Dxdl+, 11. Kxdl - Rbd7, 12. Rxd7, 0-0-0, 13. e4 - Hxd7+, 14. Kc2 - Bh7, 15. c6 - bxc6, 16. Bxc4 - Bd6, 17. Bd3 - Rh5, 18. Re2 — g5, 19. Bf2 — f5 með nokk- uð jöfnu tafli.) 9. dxc5 — Dxdl!, 10. Kxdl — Rbd7, 11. Rxd7 - 0-0-0, 12. e4 - Hxd7+, 13. Kc2 - Bg6, 14. c6 - bxc6, 15. Bxc4 - Hhd8, 16. Ba6+ - Kc7, 17. a5 - (I næstu leikjum missir Sosonko algjörlega þráðinn og missir mun betri stöðu niður í tap. Þetta er sérstaklega athyglisvert, þegar haft er í huga, að hann er þrautreyndur stórmeistari, sem þykir mjög vel að sér í fræðunum.) 17. - Be7, 18. Be3 - Kb8, 19. Kb3 - Re8, 20. Hhcl?! - f5, 21. exf5?! - exf5, 22. Hdl?! - Bf7+ (Hollendingurinn er kominn í mikii vandræði. Hann hefur leyft svarti að opna línur á miðborðinu fyrir biskupana, þarf að beijast við svörtu hrókana á d-línunni og loks verður peðið á a5 veikt, ef til hróka- kaupa kemur.) 23. Ka4 - (Auðvitað ekki 23. Bc4? - Hb7+ og hvíti biskupinn fellur. Eftir 23. Kc2 - Hxdl, 24. Hxdl- - Hxdl, 25. Rxdl - Bd6, 26. h3 - Rc7, 27. Bd3 - Rd5, 28. Bd2 - g6, stendur svartur betur, en þessi leið hefði verið skárri fyrir hvítan held- ur en framhaldið í skákinni.) 23. - Rc7,24. Be2 - f4!, 25. Bf2 - (Ekki 25. Bxf4? — Hd4+ o.s.frv.) 25. - Hd2, 26. a6 - Rb5! (Svartur tapar minnst manni í þess- ari stöðu.) 27. Habl — Rxc3+, 28. bxc3+ — Kc8 og Sosonko gafst upp, því auk hót- unarinnar 28. — Hxe2 er önnur verri, 29. — Ha2+ mát! Ólympíuskákmótið í Manila 1992 Jóhann - Vl 1 0 - >/2 1 >/2 >/2 1 Margeir ‘/2 - ‘/2 1 - 0 >/2 - Vl 1 Helgi - 1 1 0 1 - >/2 >/2 - >/2 Jón L. 1 - >/2 >/2 >/2 >/2 - 0 1 - Hannes Hlífar 1 1 - - 1 >/2 */2 - 1 - Þröstur 1 V2 - - >/2 - - >/2 - 0 3Vi 3 3 V/2 3 V/2 2>/2 V/2 3 2'/2 Mokveiði í Norðurá ÞAÐ hefur verið mokveiði í Norðurá í Borgarfirði síðustu daganna og holl sem lauk veið- um á hádegi fimmtudagsins veiddi eigi færri en 75 laxa og var þó aðeins veitt á níu stangir af tólf leyfilegum og áin auk þess erfið til veiða um tima vegna vatnavaxta. Veiðimenn sáu mikinn lax víða um ána og hefur töluvert af smálaxi gengið á svæðið. Slíkt er óveiyulegt svo snemma sumars, en gerist helst er von er á stórum smálaxa- göngum. Slíkt gerðist m.a. sum- arið 1988 er smálaxagöngur voru griðarlegar og flestar ár fullar af laxi. Jón Gunnar Borgþórsson fram- kvæmdastjóri SVFR sem hefur ána á leigu sagði í samtali við Morgun- blaðið, að það væru greinilega svona fréttir sem menn hefðu beð- ið eftir, því talsverð hreyfíng væri þegar komin á sölu óseldra leyfa í ána og kæmi það ekki á óvart þar eð betra væri að vita af ánni fullri af fiski. Það fylgir þessari sögu að lítið lát væri á veiðinni, hópurinn sem tók við af „stóra hollinu“ hafði fengið 25 laxa eftir einn veiðidag og var áin þó nærfelit óveiðandi helminginn af tímanum vegna gruggs og vatnavaxta. Hér og þar.... „Þetta er að koma svona hægt og rólega, í gær urðu rnenn varir við mikið af laxi í Höklunum og Sjáv- arfossi, en hvassviðrið gerði mönn- um erfitt fyrir. Það eru komnir svona 70 laxar á land og enn er þetta allt fyrir neðan Laxfoss. Það er töluvert af fiski á svæðinu, en hefur tekið frekar illa, þar til allra síðustu daga, að það hefur aðeins glæðst, enda gengið inn nýr fisk- ur,“ sagði Ólafur Helgi veiðivörður við Laxá í Kjós í gærdag. Ólafur sgaði okkur frá því að auki, að stærsti laxinn hefði vegið 20,5 pund og hefði hann veiðst í Lax- fossi að sunnan á maðk. Sá lax var með öngul í sér og nokkrar sökkur með. Þann 12. þessa mánaðar glímdi veiðimaður einn við stórlax á þessum sama stað í tæpar 40 mínútur og var íaxinn nánast kom- inn í háfinn hjá aðstoðarmanninum er línan gaf sig og slitnaði þótt sver væri. Laxinn var áætlaður um 20 pund og virðist nánast borðliggj- andi að hér sé á ferðinni sami lax- inn. Það hífa veiðst 15 laxar í Vatns- dalsá síðan í opnun á mánudaginn að sögn Bjargar Erlingsdóttur í veiðihúsinu Flóðvangi í Vatnsdal. Hún sagði menn ánægða með það og bjartsýna, því þetta teldist gott miðað við hve erfitt hefur verið að gera út á Vatnsdalsá sökum hvass- viðris síðustu daga. Góðtemplarar þinga HALDIN voru'á Akranesi 53. Unglingaregluþing og 77. Stór- stúkuþing IOGT dagana 3. til 5. júní. Er það fyrsta sinni, sem Unglingaregluþing hefur verið haldið þar, en Stórstúkuþing var haldið á Akranesi fyrir 50 árum. Á Stórstúkuþingi voru eftirtald- ir menn heiðraðir fyrir margs kon- ar stuðning að bindindismálum: Bragi Bergmann ritstjóri Akur- eyri, Ellert Schram ritstjóri Reykjavík, Haukur Morthens söngvari og hljómlistamaður í Reykjavík, Heimir Steinsson út- varpsstjóri í Reykjavík, Ingvar Gíslason fyrrverandi menntamála- ráðherra og ritstjóri í Reykjavík og Ríkharður Jónsson málara- meistari, fyrrverandi knattspymu- kappi og æskulýðsleiðtogi-á Akra- nesi. Á þinginu voru mörg mál rædd og ýmsar ályktanir gerðar. Lögð var áhersla á stóraukna útbreiðslu og fræðslu einkum meðal ungu kynslóðarinnar. Þingið varaði við hugsanlegum vínveitingum í skipum, flugvélum og áætlunarbifreiðum og skoraði á ríkisstjómina að veita ekki slík leyfi. Ennfremur varaði þingið við öllum hugmyndum um eiknavæð- ingu ÁTVR. Þá skoraði þingið á ríkisstjórn að sporna við frekari fjölgun á vínveitingastöðum. Stórtemplar var endurkjörinn séra Björn Jónsson á Akranesi. Nýr stórgæslumaður unglinga- starfs var kjörinn Jón K. Guð- bergsson fulltrúi í Reykjavík. Stórtemplar ásamt þeim mönnum, sem Stórstúkan heiðraði. Frá vinstri Bragi Bergmann, ritstjóri Akureyri, Haukur Morthens hljómlistamaður Reykjavík, Ingvar Gísiason fyrrum menntamála- ráðherra Reykjavík, Ríkharður Jónsson málarameistari Akranesi og séra Björn Jónsson stórtemplar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.