Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 44
A MORGUNBl.AÐW, ADALSTRÆTI G. 101 REYKJAVÍK SlMI 691100. SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Hoogovens: Áhugi á ál- veri á Keilis- _nesi hefur ekki minnkað ugK: i FORSVARSMENN hollenska fyrirtækisins Hoogovens ítrek- uðu að fyrirtækið hefði enn full- an hug á að taka þátt í því inn- an Atlantsálshópsins að reisa álver á Keilisnesi, á fundi í Reykjavík á fimmtudag með Jóni Sigurðssyni iðnaðarráð- herra. Af hálfu Hoogovens sátu fund- inn Max Koker forstjóri og tveir yfirrnenn áldeildar fyrirtækisins, Vrins og van Duyne. „Hollending- —arnir óskuðu eftir því að koma hingað og ítreka áhuga sinn á Atlantsálsverkefninu og staðfesta að þeir hefðu fullan hug á að ráð- ast í framkvæmdir við nýtt álver þegar færi gefst,“ sagði Jón Sig- urðsson við Morgunblaðið. Hann sagði að fram hefði komið að Hollendingarnir væru þess full- vissir að framtíðin myndi leiða í ljós að þetta verkefni væri mjög mikilvægt og skynsamlegt fyrir- tæki. * „Færið til að ráðast í fram- kvæmdir er enn ekki komið. Það er háð efnahagsástandinu á Vest- urlöndum og ástandinu í áliðnaðin- um sérstaklega, en það kom fram í þessum samtölum að hléið sem orðið hefur í framkvæmdum í ál- iðnaði þýðir að það hafa mjög fáar framkvæmdir verið rækilega und- irbúnar, eða eru tilbúnar. Atlant- sálsverkefnið er eitt örfárra slíkra og það er athyglisvert að þrátt fyrir örðugt efnahagsástand í heiminum hefur álnotkun haldið áfram að aukast jafnt og þétt, um 2-3% á ári. Það er um 300 þúsund tonna árleg viðbót eða helmingi meira en framleiðslugeta álversins 'á Keilisnesi verður. Þeir eru því þess fullvi^sir að senn verði tíma- bært að ráðast þar í framkvæmd- ir,“ sagði Jón Sigurðsson. Samninganefndir Atlantsáls og iðnaðarráðherra halda formlega fundi í september. Jón Sigurðsson sagði að Hollendingarnir hefðu lagt áherslu á að öllum undirbún- ingi málsins yrði lokið í haust þannig að einungis stæði eftir loka- ákvörðun um hvort af byggingu álversins verði þegar þar að kæmi. Laxar í fóstri við Ráðhúsið Morgunblaðið/Sverrir Starfsfólk Ráðhússins í Reykjavík hefur tekið í fóstur tvo eldislaxa, sem skildir voru eftir í litlu tjörninni á horni Vonarstrætis og Tjam- argötu. Ungir menn í galsafenginni piparsveinaveizlu slepptu löxun- um í tjörnina og létu svo brúðgumann tilvonandi hafa veiðistöng svo hann gæti spreytt sig í stangveiði. Lögreglan veiddi piltinn áður en hann náði löxunum og þeir una sér nú hið bezta í tjöminni. Starfsmenn Ráðhússins urðu sér úti um laxafóður hjá einni laxeldis- stöðinni og hér er Sigurður Egilsson húsvörður að gefa þeim lúku. Gárungarnir em farnir að kalla smátjörnina Markúsarhyl í höfuðið á borgarstjóranum. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra um erfiðleika vegna aflasamdráttar: Aukin fyrirgi'eiðsla úr ríkissjóði ekki á dagskrá Áfram stefnt að a.m.k. 4-5 milljarða sparnaði í ríkisútgjöldum FRIÐRIK Sophusson fjármála- ráðherra segir að það leysi engan vanda að ríkissjóður hlaupi undir bagga með þeim, sem fyrirsjáan- Iegur samdráttur í þorskveiðum muni bitna verst á. Ráðherra segist þegar hafa hafnað hug- myndum sjávarútvegsmanna um Vonir bundar við að fiskeldi sé á uppleið Framkvæmdasjóður, Fiskveiðasjóður og Byggðastofnun hafa tapað um þremur milljörðum vegna lána og ábyrgða til fiskeldisfyrir- tækja. Aðrir opinberir sjóðir hafa einnig tapað nokkru, þar á meðal Ábyrgðardeild fiskeldislána, sem hefur þurft að greiða út um 350 miHjónir vegna fiskeldisfyrirtækja. Um sl. áramót voru fiskeldisfyrir- tæki 75, eða 17 færri en árið áður. Þó eru bundnar vonir við að fiskeldið sé á uppleið. Alls eru lánveitingar til fískeldis- fyrirtækja taldar vera um 8 millj- arðar króna á sl. 8 árum samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmda- sjóði. Vegna lánveitinga og ábyrgða hafa Framkvæmdasjóður, Fiskveið- asjóður og Byggðastofnun eignast að öliu leyti eða að hluta mörg af stærri fiskeldisfyrirtækjunum hér- lendis. Þrátt fyrir að illa hafí gengið i fiskeldinu á undanförnum árum binda menn enn vonir við að hægt sé að byggja upp arðvænlegt físk- eldi hérlendis. Nú sé þekkingin og reynslan til staðar. Því sé mikilvægt að ganga ekki út frá því að físk- eldið sé liðið undir lok. Þeir stofnar sem nú séu notaðir séu sterkbyggð- ari en áður og verðhækkanir hafí t.d. verið á eldislaxi í Bandaríkjun- um undanfarna tvo mánuði. Sjá Innlendan vettvang á miðopnu. að hætt verði við að taka Hag- ræðingarsjóð sjávarútvegsins til þess að standa undir rekstri Haf- rannsóknastofnunar. Hann segir að aðrir, sem fara muni fram á fyrirgreiðslu úr ríkissjóði, muni fá sömu svör. Friðrik segir að tillögur Hafrann- sóknastofnunar um niðurskurð þorskafla muni hafa áhrif á undir- búning fjárlaga næsta árs. „Það er ljóst að starfið verður erfíðara en ella og nauðsyn á aðhaldi í ríkisút- gjöldum meiri vegna þess áfalls, sem þjóðin verður sjáanlega fyrir á næsta ári,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. „Sem betur fer er skilningur þjóðarinnar á því að fara verður með gát meiri en áður og við verðum að vona að hann komi fram í meiri sparnaðarvilja þjóðarinnar." Friðrik sagði að það bezta, sem ríkisstjórnin gæti gert í núverandi stöðu, væri að draga saman seglin í ríkisbúskapnum og vera þannig sveitarfélögum, fyrirtækjum og heimilum fyrirmynd. Hann sagði að sjálfur vildi hann halda fast við upphafleg áform ríkisstjórnarinnar um spamað í ríkisútgjöldum. „Lág- márkið er að ná útgjaldaþörfinni niður eins og að var stefnt, þ.e.a.s. um fjóra til fimm milljarða. Allt umfram það er þó enn betra og hugmyndir um slíkt eru á umræðu- stigi,“ sagði Friðrik. Hann var spurður hver viðbrögð hans við hugmyndum fulltrúa sjáv- arútvegsins hefðu verið, en þeir hafa farið fram á að hætt verði við þau áform, sem er að fínna í fjárlög- um, að greiða rekstur Hafrannsókn- astofnunar með sölu á þeim veiði- heimildum, sem Hagræðingarsjóður hefur yfir að ráða. Friðrik sagðist hafa svarað þeim umleitunum neit- andi. „Því er ekki að leyna að þeir, sem sjáanlega verða hart úti ef um samdrátt verður að ræða, hafa þeg- ar leitað til mín um fyrirgreiðslu ríkissjóðs en mitt svar er ósköp ein- faldlega að það er engin lausn að varpa vandanum yfir á ríkissjóð," sagði Friðrik. „Ríkissjóður er ekk- ert annað en eign okkar allra og vandamál hans geta aldrei orðið annað en vandamál þjóðarinnar allrar." Friðrik var spurður hvort aðrir, til dæmis sveitarstjómarmenn og forsvarsmenn fyrirtækja, sem til hans myndu'' nugsanlega leita, myndu fá sömu svör og forsvars- menn sjávarútvegsins. „Já. Við verðum að gera okkur grein fyrir að það mun taka nokkurn tíma að byggja upp þorskstofninn á nýjan leik. Til þess að það geti orðið, verð- um við að beita þeim leiðum sem duga, en ekki að leita bráðabirgða- lausna hjá ríkinu," sagði fjármála- ráðherra. „Það er ekki á dagskrá að þessir aðilar fái aðra fyrir- greiðslu en verið hefur, en ég minni á að ríkisstjórnin hefur í vetur beitt sér fyrir aðgerðum, sem koma sjáv- arútvegsfyrirtækjum vel. í fyrsta lagi var lánum í Atvinnutrygginga- sjóði breytt um síðustu áramót og í öðru lagi var fjármunum Verðjöfn- unarsjóðs deilt út til lánardrottna sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þessar aðgerðir hafa bætt verulega bætt rekstrarstöðu fyrirtækjanna.“ Níu minkar hafa veiðst í Vogunum Vogum. Mikið hefur verið um mink í Vogunum að undanförnu. Sem dæmi um það hafa níu minkar veiðst hjá fiskeldis- stöðinni Vogavík það sem af er árinu. Minkurinn sækir í lón með laxaseiðum en hefur ekki náð að valda miklu tjóni þrátt fyrir þessa miklu ásókn. - E.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.