Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 Fyrirlestrar um siðfræðikennslu BANDARÍSKI heimspekingur- inn Matthew Lipman dvelst á landinu 21.-25. júní á vegum Heimspekiskólans. Lipman mun halda tvo opinbera fyrirlestra. Sá fyrri hefst kl. 17.00 sunnudaginn 21. júní í Odda á vegum Siðfræðistofnunar og Endurmenntunardeildar Kennara- háskólans og fjallar hann um sið- fræðikennslu á grunn- og fram- haldsskólastigi. Síðari fyrirlestur- inn hefst kl. 17.15 þriðjudaginn 23. júní á vegum Heimspekiskólans í samvinnu við Félag áhugamanna um heimspeki og fjaliar hann um þjálfun og uppbyggingu dóm- greindarinnar. I tengslum við seinni fyrirlesturinn verður sýning á námsefni Lipmans. Lipman starfar sem heimspeki- prófessor við Montclair State Coll- ege í New Jersey í Bandaríkjunum og jafnframt er hann forstjóri Inst- itute for the Advancement of Philo- sophy for Children sem hann stofn- aði árið 1974. Þar áður hafði Lip- man starfað sem prófessor í heim- speki við Columbia-háskólann í 18 ár. Lipman er heiðursfélagi ýmissa samtaka og skóla. Hann kemur iðulega fram í útvarpi og sjónvarpi innan og utan Bandaríkjanna. Eftir Lipman liggja 14 bækur og hann er meðhöfundur að 9 öðr- um bókum. (Úr fréttatilkynningu.) Skólaslit Þroska þjálfaskólans ÞROSKAÞJÁLFASKÓLA ís- lands var slitið í Norræna húsinu laugardaginn 30. maí að við- stöddu fjölmenni. Að þessu sinni voru 16 _ þroskaþjálfar braut- skráðir. Ávörp fluttu María E. Ingvadóttir, formaður skólastj- órnar, Hu)4ís Frank fulltrúi út- skriftarnfcma auk skólastjóra, Bryndísjg Víglundsdóttur. Nokkrif kennarar skólkans fluttu stuttan þátt úr verkum Halldórs Laxness og Gísli Helga- son lék á blokkflautu. Minningarsjóður Guðnýjar Ellu Sigurðardóttur sem varðveittur hefur verið í Þroskaþjálfaskóla ís- lands færist nú í vörslu Félags þroskaþjálfa. Guðný Ellla Sigurð- ardóttir fæddist 4. maí 1931. Að loknum alllöngum kennaraferli lauk hún sérkennaraprófi frá Kennaraháskóla íslands og síðan framhaldsnámi frá Moray House College of Education í Edinborg. Hún var fyrsti formaður Félags íslenskra sérkennara. Guðný gegndi starfi skólastjóra við Þroskaþjálfaskóla íslands veturinn 1980-81 í orlofi skólastjóra. Síðan réðst hún sem yfirkennari að skól- anum og gegndi því starfí til dauðadags 29. janúar 1983. Hinn 25. maí stofnuðu kennarar, nem- endur, skólastjórn ÞSÍ, Félag þroskaþjálfa ásamt nokkrum öðr- um aðilum minningarsjóð í nafni Guðnýjar Ellu. Markmið sjóðsins er að styrkja nemendur er lokið hafa námi við ÞSÍ til framhalds- náms. Minningarkort eru selt til styrkt- ar sjóðnum. Félag þroskaþjálfa hefur frá árinu 1991 lagt sjóðnum vissa hluta árgjalda sinna. Auk þess hafa Ömólfur Thorlacius og synir hans tvívegist fært sjóðnum myndarlegar gjafir. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/KGA Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Arnþór Helga- son, formaður Öryrkjabandalags íslands, og Pálína Snorradóttir, ritari Sjálfsbjargar. Aiyktun 26. þings Sjálfsbjargar: Ororkubætur til jafns við skattleysismörk 26. ÞING Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, var haldið dag- ana 29.-31. maí. Samþykkti þingið ályktanir af ýmsum toga, og tekin var ákvörðun um að sækja á um aukin réttindi fatlaðra á sem flestum sviðum. Eitt helsta baráttumál Sjálfsbjargar á næstu tveimur árum verður að hækka heildarupphæð örorkubóta til jafns við skattleysismörk, sem nú eru 60.030 krónur. Á þinginu var Jóhann Pétur Sveinsson, lögfræðingur, kjörinn formaður Sjálfs- bjargar. Aðalmál þingsins var umfjöllun um húsnæðismál, og tók þingið þá ákvörðun að koma á fót sjálfs- eignarstofnun, er skyldi byggja, kaupa og reka félagslegt íbúðar- húsnæði sniðið að sérþörfum hreyfihamlaðra. Einnig ályktaði þingið að þeim sem byggju í leigu- húsnæði bæri að fá húsaleigubæt- ur á sama hátt og þeir sem búa í eigin húsnæði fá vaxtábætur. Þingið beindi og þeirri áskorun til Tryggingastofnunar ríkisins að tekin verði upp neyðarþjónusta um kvöld og helgar, sem fatlaðir gætu leitað til vegna viðgerða á hjálpar- tækjum sem ekki þyldu bið. í ályktun um tryggingamál lagði þingið til að örorkubætur yrðu að stofni til tveir bótaflókk- ar, örorkulífeyrir og tekjutrygg- ing. Heildarupphæð bótanna yrði jöfn skattleysismörkum, 60.030 kr., auk heimildar til að greiða uppbót, sé sýnt að öryrkinn kom- ist ekki af án hennar. Auk þess er kveðið á um að lífeyririnn skuli vera óháður tekjum og hjúskapar- stöðu, og metinn út frá læknis- fræðilegum forsendum. Þingið tel- ur og rétt að greiða bensínstyrk, að bætur skuli hækka samfara öllum hækkunum sem verða á launakjörum í iandinu, að umönnunarbætur verði greiddar fyrir umönnun í heimahúsum, að fatlaðir njóti sömu réttinda þegar þeir ná ellilífeyrisaldri, að heimild- arbætur vegna reksturs bifreiðar, lyfja o.s.frv. verði undanþegnar tekjuskatti, og að komið verði á fót óháðri nefnd er ætlað sé að skera úr deilumálum. Þá er ályktað að koma beri á hámarksgreiðslumarki á lyfja- kostnað elli- og örorkulífeyris- þega, og þeim tilmælum beint til stjórnvalda að fram fari gagnger endurskoðun á byggingar- og skipulagslögum með aðgengi allra að leiðarljósi. Að lokum var sam- þykkt ályktun þess efnis, að skor- að er á stjórnvöld að lækka vexti á lánum til einstaklinga með sér- þarfir niður í 1%, til samræmis við vexti í félagslega húsnæðis- lánakerfinu, að lánað verði fyrir allt að 90% af umframkostnaði einstaklinga og að lánstími verði allt að 50 ár. Á þinginu voru, auk Jóhanns Péturs, kosin í stjórn þau Guðríður Olafsdóttir, varaformaður, Valdi- mar Pétursson, gjaldkeri, Pálína Snorradóttir, ritari, og Ragnar Gunnar Þórhallsson, meðstjórn- andi. Varamenn voru kjörnir Sig- urrós M. Siguijónsdóttir, Vikar Pétursson og Björg Kristjánsdótt- ir. Framkvæmdastjóri er Tryggvi Friðjónsson. Olafur Ólafsson landlæknir; 67 ára á ekki að vera al- gíldur eftirlaunaaldur Aðalheiður Una Jóhannesdóttir, Jóhanna Snorradóttir og María K. Einarsdóttir. Myndlistarsýning- í Eden HEILSUFAR og vinnugeta eldri íslendinga hefur batnað síðustu áratugi. Vinnulok við 65-67 ára aldur leiðir oft til stöðnunar og óvirkni segir Ólafur Ólafsson landlæknir. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðis- og tryggingaráðherra, Ólafur Ólafsson landlæknir, Þór Halldórsson yfírlæknir á öldrunar- lækningadeild Landspítalans og Matthías Halldórssson aðstoðar- landlæknir kynntu á dögunum á blaðamannafundi ritið Um sveigar- legan eftirlaunaaldur o.f!.. Heil- brigðisráðherra sagði þá staðreynd kunna að heilsufar íslendinga sem komnir væru á efri ár hefði batnað verulega. Margt af þessu fójki liði fyrir það að hætta störfum. Íslend- ingar hefðu þá sérstöðu umfram marga aðra að þeir tengdu mjög saman vinnuna og gildi sitt fyrir samfélagið. Það væri eðlilegt að menn hygðu að því að nýta áfram krafta þess fullorðna fólks sem hefði góða heilsu og vildi vinna. Landlæknir sagði að þrátt fyrir það að heilsufar eldri borgara hefði frekar batnað en hitt, færi það í vöxt að fólk léti af störfum jafnvel áður en eftirlaunaldri væri náð. Nú væri vitað að eftirlaunaaldrinum fylgdi oft mikil breyting á lífí fólks. Það væri t.d. þekkt bæði af norræn- um og breskum rannsóknum að dánartíðni 68 ára karla og kvenna; árið eftir að eftirlaunaaldur hefst, væri mjög há. Og kannanir unnar hér á landi á högum ellilífeyrsþega sýndu að 40-50% teldu sig hafa hætt störfum fyrr en þeir hefðu kosið. Landlæknir taldi eðlilegt að fólki væri gefín nokkur réttur til að velja sér eftirlaunaaldur. 67 ára aldurinn væri ekki sjálfgefinn, Bismarck kanslari Þýskalands á síðustu öld, hefði af umhyggju fyrir sínum her- mönnum valið þennan aldur. Margt eldra fólk hefði væri mjög ófúst til að láta af störfum og í könnun sem hjartavernd hefði gert hefðu 73,7% ellilífeyrisþega á aldursbilinu 74-84 ára lýst stuðingi (við þingsályktun um að skoða áhrif sveiganlegs eftir- launaaldurs. Sparnaðarleið Landlæknir taldi sig með geta bent fulltrúum fjölmiðla sem og Sighvati Björgvinssyní heilbrigðis- ráðherra á spamaðarleið á veg- göngu framtíðar. Hann benti á að öldrunarþjónustan yrði æ þyngri baggi á ríki og sveitarfélögum. En það væri sýnt að því virkara sem fólk væri, því síður þyrfti á aðstoð að halda eða yrði að íeggjast inn á sjúkrastofnanir. Bæði landlæknir og Þór Halldórs- son yfirlæknir hvöttu til þess að eftirlaunaaldur væri sveiganlegur og byggðist á læknisfræðilegu og félagsfræðilegu mati á starfsgetu og hæfni hvers og eins. Vitaskuld ætti ekki að skerða rétt manna til eftirlauna sem þeir hefðu áunnið sér. En það væru mannréttindi að halda óskertum starfsréttindum svo lengi sem hæfni og starfsorka leyfðu. Æskilegt væri að eftirlauna- aldurinn væri mun sveiganlegri en nú væri t.d. að fólk gæti valið um hvenær það hætti störfum á aldurs- bilinu 60-75 ára. Það kom þó fram að mat á starfs- getu gæti reynst viðkæmt og vandasamt. Landlæknir benti á að oft væru „eldhugar illa farnir af gigt“ þeir sem vildu vinna manna mest. Kannanir sýndu einnig að algengara væri að menntamenn og atvinnurekendur ættu sér áhuga- mál sem kæmu í stað starfsins. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra benti á að viss sveiganleiki um starfslok tíðkaðist íslandi t.d. hefðu opinberir starfs- menn val um að hætta við 67 eða 70 ára aldur Það kom fram að þessi mál væru nokkuð viðkæm, það væri tilhneiging til að vanmeta eldra fólk og jafnvel miðaldra í at- vinnulífinu. ÞÆR Aðalheiður Una Jóhannes- dóttir, Jóhanna Snorradóttir og María K. Einarsdóttir opna mánudaginn 22. júní sýningu á verkum sínum í Eden í Hvera- gerði og stendur hún yfir til 5. júlí. Aðalheiður Una og Jóhanna sýna INNBROT var framið í Félags- heimilið Hvol á Hvolsvelli og söluskálann á Landvegamótum aðfararnótt fimmtudags að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Nokkru var stolið úr söluskálan- um, aðallega tóbaki. Engu var stolið úr Félagsheimilinu en nokkrar skemmdir voru unnar. Að sögn lögreglunnar voru tvö önnur innbrot framin nýlega á myndir unnar með olíu en María málar með fljótandi Deka-litum á silki. Um þessar mundir sýnir Aðal- heiður Una einnig verk sín á Lauga- vegi 22, en þær Jóhanna og María sýna nú í fyrsta sinn. Hvolsvelli. Annað 21. maí í sölu- skálann Björk þar sem nokkru var stolið. Hitt var 9. júní, einnig í sölu- skálann Björk, þar sem umtalsverðu magni af sælgæti, gosdrykkjum og öðru lauslegu var stolið. Ekki er vitað hvort um tengd mál sé að ræða en þau eru á rannsóknarstigi. Málin er enn öll óupplýst en lögregl- an á Hvolsvelli biður þá sem hafa orðið varir við óeðlilegar manna- ferðir þessar nætur að láta sig vita. (Fréttatilkynning) Tíð innbrot á Hvolsvelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.