Morgunblaðið - 25.06.1992, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 25.06.1992, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 5 Borgarráð: 2,2 milljóna aukafjár- veiting til Tilveru BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita 2,2 milljónir í aukafjárveit- ingu vegna námsefnisins Tilveru á næsta skólaári. í erindi skólamálaráðs til borgar- ráðs kemur fram að vegna færri viðmiðunarstunda ríkisins sé ljóst að ríkið muni ekki kosta kennslu náms- efnisins Tilveru á næsta skólaári. Kennsluefnið hafi gefíst vel og al- menn ánægja hafí verið með það í skólum, jafnt meðal kennara sem nemenda. Áhyggjuefni sé ef hætta verði þessari tilraun á öðru ári og samþykkir ráðið því aukafjárveit- ingu. » ♦ ♦ Borgarráð: Konum þegar greiddur fæð- ingarstyrkur í SVARI heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins við tillögu borgarstjórnar um að teknar verði upp beinar greiðslur til verðandi foreldra, kemur fram að nú þegar sé öllum konum' sem fæða barn hér á landi greiddur fæðingar- styrkur. í bréfi borgarstjóra til heilbrigðis- ráðherra er vísað til tillögu sem sam- þykkt var í borgarstjóm, þar sem þeirri hugmynd er beint til heilbrigð- isráðuneytisins, að teknar verði upp • beinar greiðslur til fæðandi kvenna, svo skapast geti aukið val foreldra á fæðingarþjónustu. „Með því móti kynni að vera unnt að vekja áhuga fagaðila á sjálfstæðum rekstri í fæð- ingarþjónustu.“ í svari ráðuneytisins segir að nú þegar sé öllum fæðandi konum greiddur fæðingarstyrkur sem er föst mánaðarleg greiðsla í sex mán- uði. Þá segir og að, „ Lög um heil- brigðisþjónustu gera ekki ráð fyrir að unnt sé að reka hér á landi einka- sjúkrahús sem rekin eru af greiðslum sjúklinga fyrir þjónustu." Mikil verðlækkun verður á til- búnum blómvöndum í sumar. Verð á blóm- vöndum lækk- ar um 35-45% BLÓMAFRAMLEIÐENDUR og Félag blómaverslana standa nú að 35-45% lækkun á smásöluverði á tilbúnum blómvöndum. Þessi verðlækkun er í gildi í blóma- verslunum um allt land til 1. sept- ember nk. Sigurður Moritzson hjá Blóma- miðstöðinni hf. sagði að þessi lækk- un þýddi að tilbúnir blómvendir er hefðu kostað á bilinu 790-950 krón- ur kostuðu nú kr. 495. Þessi útsala verður í blómaverslunum um land allt í sumar. Sigurður benti á að þessi 35-45% verðlækkun næði ein- göngu til blómvanda er kæmu til- búnir í blómaverslanir frá blóma- framleiðendum en þeir vendir sem væru búnir til í verslununum væru áfram á sama verði. Fernung og skím ítóftarbroti Guðsþjónusta fór fram sl. sunnudag í gömlu tóftarbroti á Kirkjubóli á Norðurströndum, þar sem talið er að séu rústir hinnar fornu kirkju. Þar var komin saman fjöldi fólks ásamt sóknarprestinum, séra Sigurði Ægissyni í Bolungarvík. Tilefnið var að ferma átti dóttur þeirra Sjafnar Guðmundsdóttur og Ragnars Jakobssonar, Elínu Elísa- betu Ragnarsdóttur. Skírt var barn hjónanna Auðar Ragnarsdóttur og Reynis Ragnarssonar sem er bróðir fermingarbarnsins. Rúmlega eitt hundrað manns tóku þátt í athöfn- inni að Kirkjubóli. Fullyrða má að þessi helgistund verður ávallt í minni þeirra sem þar voru viðstaddir. 1. 2. 3. 4. 5. Utboð ríkisbréfa ( RBR. 2. fl. 1992 ) Fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, hefur ákveðið að bjóða út ríkisbréf í samræmi við heimildarákvæði lánsfjárlaga fyrir árið 1992 og með hliðsjón af ákvæðum laga nr. 79/1983 svo og laga nr. 43/1990,1. gr., um Lánasýslu ríkisins. í boði verða ríkisbréf 2. fl. 1992 með útgáfudegi 1. júlí 1992 og gjalddaga 30. desember 1992. Lágmarksfjárhæð útboðsins er 300 milljónir króna. Heildarfjárhæð útboðsins er áætluð um 500 milljónir króna samkvæmt nánari ákvörðun fjármálaráðherra um töku tilboöa. Ríkisbréfin verða gefin út í þremur verögildum; 2.000.000, 10.000.000 og 50.000.000 krónur að nafnvirði og verða þau innleyst hjá Lánasýslu ríkisins eða Seðlabanka Islands á gjalddaga. Ríkisbréf eru án nafnvaxta og verðtryggingar. Öllum er heimilt að gera bindandi tilboð í ríkisbréf samkvæmt eftirfarandi reglum: a) Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, löggiltum verðbréfamiðlurum, bönkum og sparisjóöum er einum heimilt að gera bindandi tilboð í ríkisbréf samkvæmt tilteknu tilboðsverði. b) Öllum öðrum er heimilt að gera bindandi tilboð í vegið meöalverö samþykktra tilboða meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Tilboö samkvæmt þessum lið eru háð því að samþykkt tilboð samkvæmt a-lið þessarar greinar verði að minnsta kosti samtals 200 milljónir króna. Gera skal bindandi tilboð í nafnverð ríkisbréfa, sbr. lið 3, eða heilt margfeldi verðgilda. Allir tilboðsgjafar skulu láta fylgja hverju tilboöi sínu gjaldkeratékka, þ.e. tékka sem gefinn er út af innlánsstofnun, sem tilboöstryggingu. Tékkinn skal vera að fjárhæö 20.000 kr. og stílaður á Lánasýslu ríkisins v/tilboös í ríkisbréf. Gangi tilboðsgjafi frá tilboöi sínu, sbr. þó 8. lið, glatar hann fjárhæðinni, ella gengur hún upp í ríkisbréfaviðskipti viðkomandi aðila eða verður endursend sé tilboöi hafnað af ríkissjóöi. Tilboð, sem ekki fylgir greind innborgun, skal meta ógilt. Undanþegnir greindri innborgunarskyldu eru: Löggilt verðbréfafyrirtæki, löggiltir veröbréfamiðlarar, bankar og sparisjóðir, fjárfestingalánasjóöir, lífeyrissjóðir, sem viðurkenndir eru af fjármálaráðuneytinu og tryggingafélög, sem viðurkennd eru af Tryggingaeftirliti ríkisins. 6. Tilboö má senda á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá Lánasýslu ríkisins. Tilboðin ásamt tilboöstryggingu, ef um hana ér að ræða, berist til Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir, kl. 14.00 mánudaginn 29. júnl 1992 og séu í lokuðum ómerktum umslögum, að öðru leyti en því aö þau séu sérstaklega merkt orðinu „Tilboð í ríkisbréf". 7. Heimilt er að símsenda tilboð í staðfestu símskeyti, og skulu þau berast fyrir sama tíma og getið er í 6. lið hér að framan. Sömuleiðis má símsenda tilboðstryggingu, sbr. 5. lið. 8. Ríkissjóður áskilur sér rétt til þess aö taka eöa hafna tilboðum í heild eða að hluta. Breyting eöa afturköllun tilboðs skal hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14.00 hinn 29. júní 1992. 9. Tilboðsgjöfum sem eiga tilboð sem tekið er, veröur tilkynnt um það símleiðis fyrir kl. 16.00 hinn 30. júní 1992. Staöfestingarbréf verða auk þess send til þeirra. Tilboðsgjöfum, sem eiga tilboð sem hafnað er eða eru ógild, verður ekki tilkynnt um það sérstaklega að ööru leyti en með endursendingu tilboöstryggingar í ábyrgöarpósti. 10. Niðurstööur útboösins veröa kynntar tölulega eins fljótt og hægt er, án vísunar til nafna tilboðsgjafa, með fréttatilkynningu til fjölmiðla. 11. Greiðsla fyrir ríkisbréf, skv. tilboðum sem tekin verða, þarf að berast Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14.00 á útgáfudegi, þann 1. júlí 1992, og verða bréfin afhent eða póstsend fyrir kl. 17.00 sama dag nema þess sé óskað sérstaklega að Lánasýsla ríkisins geymi ríkisbréfin. Berist greiðsla ekki á réttum tíma áskilur ríkissjóður sér rétt til að krefja tilboðsgjafa um hæstu lögleyfðu dráttarvexti fyrir þann tíma sem greiðsla dregst, auk þess sem tilboðsgjafi glatar tilboðstryggingu sinni. 12. Ríkisbréf þessi eru stimpilfrjáls. Um skattskyldu eöa skattfrelsi ríkisbréfa, svo og forvexti af þeim, fer eftir ákvæðum laga um tekju- og eignaskatt eins og þau eru á hverjum tíma, sbr. nú 8. gr., 1. tl. B-liðar 30. gr., 74. og 78. gr. laga nr. 75/1981, meö síðari breytingum, sbr. og lög nr. 7/1974 og lög nr. 79/1983. Ríkisbréf eru framtalsskyld. 13. Flokkur þessi verður skráður á Verðbréfaþingi Islands og veröur Seölabanki íslands viðskiptavaki flokksins. 14. Útboösskilmálar og tilboðseyðublöö liggja frammi hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Reykjavík 23. júní 1992 4 LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2 hæö, 101 Reykjavík, sími 91-626040

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.