Morgunblaðið - 25.06.1992, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.06.1992, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 Evrópa - draumur nýrrar kynslóðar eftir Sigrúnu Sigurðardóttur „Við sameinum ekki þjóðir, við sameinum fólk“, sagði hugsjónar- maðurinn og Evrópusinninn Jean Monnet eitt sinn. Til þess að fylgja þessum orðum eftir komum við sam- an í Lúxembúrg rúmlega 150 evr- ópskir háskólanemendur. Markmiðið var að ræða um vandamál Evrópu nútíðarinnar og Evrópu framtíðar- innar sem er í okkar höndum. Markmiðið var ekki að fínna úr- lausnir við vandamálum eða setja fram byltingarkenndar hugmyndir. Markmiðið var aðeins að kynnast hvert öðru og stíga lítið skref í þá átt að færa þjóðir Evrópu nær hver annarri. Við áttum margt sameigin- legt þó að við kæmum frá ólíkum löndum. Mörg okkar áttu sameigin- lega sögu og menningu. Öll lögðum við stund á einhvers konar viðskipta- nám, hvort sem það var hagfræði, fyrirtækjastjóm eða fjármagnsvið- skipti. Öll vorum við ungir Evr- ópubúar með háleitar hugsjónir um framtíð okkar og Evrópu. Eftir hrun járntjaldsins í Austur- Evrópu komu nokkrir nemendur í EBS-skólanum (European Business school) í Þýskalandi saman og ákváðu að láta ekki lengur sitja við orðin tóm heldur gera eitthvað sem stuðlaði að betri samskiptum Evr- ópubúa. Hugmyndin varð að veruleika ári síðar þegar u.þ.b. hundrað nemendur víðs vegar frá Evrópu komu saman á ráðstefnu sem haldin var í Prag í landi nýfijálsu undan oki kommún- isma og einangrunarstefnu. Ráð- stefnan tókst vonum framar og því var ákveðið að halda aðra að ári í Lúxemborg. Það var svo dagana 12.-18. apríl síðastliðinn sem ráð- stefnan fór fram. Það var ekki af handahófi sem Lúxemborg varð fyr- ir valinu. Landið er lýsandi dæmi um litla þjóð sem hefur eflst og styrkst í bandalagi við stórar þjóðir. Hagur Lúxemborgar hefur eflst til muna samhliða því sem Evrópuband- alagið hefur aukið veg sinn. Nú á tímum þjóðernishyggju þar sem hver smáþjóðin á fætur annarri er að betjast fyrir sjálfstæði þótti við hæfi að halda ráðstefnuna í Lúxemborg. Þátttakendur á ráðstefnunni voru frá tuttugu og fimm löndum í Evr- ópu og stunduðu allir nám á háskóla- stigi fyrir utan greinarhöfund sem stundar nám í Verzlunarskóla ís- lands og var eini fulltrúi íslands á ráðstefnunni. Áhugi fyrir ráðstefn- unni var víðast hvar meiri en á ís- landi og sóttu t.a.m. rúmlega áttatíu Pólveijar um en aðeins örfáir kom- ust að. Umsókn um þátttöku fólst í skrifun ritgerðar um Evrópu og voru þátttakendur valdir af framkvæmd- astjórn ráðstefnunnar sem allir eru nemendur í EBS-skólanum. Styrktaraðilar ráðstefnunnar eru að mestu leyti fyrirtæki í Þýskalandi og Sviss. Sænsk fyrirtæki veitu einn- ig fjármagn til ráðstefnunnar og er það athyglisvert þar sem enginn þátttakandi var frá Svíþjóð. Reyndar áttu Norðurlandabúar aðeins tvo fulltrúa á ráðstefnunni, en fyrir utan mig var þarna staddur einn Norð- maður. Hvort um er að kenna lé- legri kynningu eða einhveiju öðru veit ég ekki. Á hveijum ráðstefnudegi var tek- ið eitthvað ákveðið málefni til um- ræðu. Fyrsti dagurinn fór t.d. í að ræða um menntun og háskóla í Evr- ópu. Rætt var um muninn á ríkis- og einkareknum skólum og ólík menntakerfi ýmissa Evrópulanda. Rætt var um Erasmus-áætlunina og mikilvægi þess að nemendur fengju að kynnast nágrannaþjóðum sínum af eigin raun. Flestir lögðu sérstaka áherslu á mikilvægi þess að læra erlend tungumál. Oftar en einu sinni heyrði ég fólk fullyrða að til þess að tryggja velgengni í við- skiptum og öðrum samskiptum milli Evrópulanda væri nauðsynlegt að tala góða ensku, þýsku og frönsku. Króatar, Rússar, Frakkar og Spánveijar sem og allir aðrir þátt- takendur töluðu góða ensku og því var enska það mál sem mest var notað á ráðstefnunni. Einstaka fyrir- lestrar voru þó á þýsku eða frönsku. Athyglisvert þótti mér að heyra að það var almennt viðhorf þýskuráð- stefnugestanna og það yrði enska en ekki þýska sem yrði almennt við- skiptamál Evrópubandalagsins. Sögðu þeir að fæstir Þjóðveijar gerðu sér vonir um að þýska yrði ríkjandi mál í Evrópu. Til þess væri hún of flókin og torskilin til að stand- ast samkeppni við t.a.m. ensku. Sögðu þeir að metnaðarmál Þjóð- veija væri hins vegar að tryggja sér völd í gjaldeyris- og bankamálum innan Evrópubandalagsins. Að afloknum fyrirlestrum og pall- borðsumræðum voru flestir ráð- stefnugestir sammála um mikilvægi þess að aðlaga námið betur að raun- verulegum skilyrðum á vinnumark- aði með því m.a. að leggja fyrir nemendur raunhæf verkefni og verk- efni og ákvarðanir sem þau gætu þurft að takast á við í framtíðinni í stað þess að einblína einungis á bók- lega hlið námsins. Mikið var rætt um mikilvægi þess að hafa skapandi hugsun og að kenna þyrfti nemendum að taka ákvarðanir. Eins það að nemendur þjálfuðust í því að öðlast yfirsýn yfir hluti og hvenær væri viðeigandi að taka áhættusamar ákvarðanir. Umhverfismál voru einnig ofar- lega á baugi og var sérstaklega lögð áhersla á einmitt það efni sem stend- ur okkur íslendingum einna næst í þeim máium þessa stundina, þ.e. mengun sem hlýst af álverksmiðjum og endurnýtingu áls. Reyndar var rætt um endur- vinnslu í margs konar myndum enda er úrgangur frá verksmiðjum eitt stærsta vandamálið sem íbúar Evr- ópulandanna þurfa nú að glíma við. Einnig var rætt mikið um stjórn- málahræringar í Evrópu og þá með miklu tilliti itl viðskiptamála. Fyrirlestrar voru einnig haldnir um minnihlutahópa í Evrópu, um vandamál Austur-Evrópuþjóðanna og um ástand mála í Evrópu al- mennt. Einn dagurinn var notaður til að skoða fjármálaheim Lúxemborgar með eigin augum. Þess má geta fyr- ir þá sem ekki vita, að í Lúxemborg fara fram ein mestu bankaviðskipti í álfunni og er sú starfsemi einn aðalgrundvöllurinn fyrir velgengni Lúxemborgar innan Evrópubanda- lagsins. Á þeim sex dögum sem ráðstefnan stóð komu fram mörg ólík sjónarmið og snerist umræðan oftar en ekki um Evrópubandalagið. Flestir þeirra sem standa fyrir utan Evrópubandalagið virtust vera mjög áhugasamir um inngöngu þó að margir litu á það sem fjarlægan draum. Ráðamenn Evrópubanda- lagsins veittu ráðstefnunni einnig athygli og sá fyrirlesari sem vakti hvað mesta athygli og hrifningu var Sigrún Sigurðardóttir * „ Eg er sannfærð um að Island á margt meira sameiginlegt með ríkj- um Evrópu en með Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó sem ég óttast að við þurfum að treysta æ meira á ef við höldum okkur fyrir utan bandalög þeirra ríka sem við eig- um með sameiginlega menningu og sögu.“ Dr. Otto von Habsburg, en hann er elsti meðlimur Evrópuþingsihs. Hann er kominn hátt á áttræðisaldur og hefur lifað báðar heimsstyijald- irnar og fylgst náið með framvindu mála í bæði Austur- og Vestur-Evr- ópu, enda réttmætur erfíngi Habs- borgaraveldsins og gífurlega fróður maður. Otto von Habsburg ræddi sérstak- lega um vandamál Austur-Evrópu- þjóðanna og hugsanlega viðskipta- samninga þeirra við Evrópubanda- lagið. Hann hrósaði Kohl kanslara Þýskalands mikið fyrir hve vel hefði tekist til með sameiningu þýsku ríkj- anna. Hann sagði að besta leiðin til að sameina Vestur- og Austur-Evr- ópu væri að fara að fordæmi Kohls og ganga rösklega til verks í stað fyrir að láta sameininguna eiga sér stað stig af stigi. Von Habsburg er hér á öndverðum meiði við Jacques Delors sem er íhaldssamari og svart- sýnni í þessum málum. Það er aug- ljóst að sökum slakari lífsgæða yrðu Áustur-Evrópuþjóðirnar stór gjald- aliður fyrir önnur lönd Evrópubanda- lagsins sem er auðvitað mjög slæmt, sérstaklega þegar á það er litið að eitt af metnaðarmálum stjórna Evr- ópubandalagsins er að gera lönd bandalagsins vel samkeppnisfær við Bandaríkin og Japan á alheimsmark- aði. Skoðanir margra frammámanna í Evrópubandalaginu sem og ann- arra þegna bandalagsins stangast mjög á í þessum málum og telja sumir ekki raunhæft að tala um inn- göngu Austur-Evrópuþjóðanna fyrr en í fyrsta lagi eftir tuttugu og fimm ár á meðan aðrir sjá fulltrúa austurs og vesturs sitja við sama borð í Evrópubandalaginu eftir nokkur ár. Austur-Evrópuþjóðir, þá sérstak- lega Pólveijar, Tékkar og Ungveij- ar, hafa sýnt mikinn áhuga á að gerast aðilar og spruttu upp umræð- ur vegna þessa í Lúxemborg. Austurríkismenn sem hafa beðið með óþreyju eftir inngöngu óttast nú að einhver þessara þjóða verði tekin fram fyrir þá í forgangsröðinni og vilja alls ekki sætta sig við það. Telja þeir að Evrópubandalagið eigi fyrst og fremst að hugsa um fjár- hagslegan og viðskiptalegan hag sinn en ekki að starfa sem einhvers konar hjálparstofnun fyrir Austur- Evrópuþjóðir. Þar erum við einmitt koinin að athyglisverðu atriði, því margir Austur-Evrópubúar taka því sem sjálfsögðum hlut að Evrópubanda- lagið geri allt sem í þess valdi stend- ur til að rétta hlut þjóðanna í austur- hluta álfunnar, jafnvel þó að það kunni að koma niður á hagsmunum Evrópubandalagsins. Austur-Evrópuþjóðirnar vilja afmá öll merki kommúnismans og gerast eins vestrænar og hugsast getur. Allt á þetta að gerast í einni svipan. Þetta eru viðhorf meirihluta þjóðanna en auðvitað leynast inn á milli menn sem óttast ekkert meira en innrás vestrænna stjórnmála- skoðana og lífsviðhorfa. Á meðan á ráðstefnunni stóð voru fjórir vel skipulagðir dagar þar sem ýmsir fyrirlesarar komu og settu fram skoðanir sínar. Á eftir þeim voru pallborðsumræður þar sem þátttakendur áttu þess kost að segja sínar skoðanir og spyija fyrirlesar- ana ýmissa spurninga. Fyrirlesar- arnir voru yfirleitt stjórnmálamenn, blaðamenn eða áhrifamenn ýmissa stærri fyrirtækja í Evrópu. Þá daga sem ekki fóru allir í fyrir- lestra var unnið í vinnuhópum þar sem 15-20 manns komu saman og ræddu ákveðin málefni undir forystu einhvers utanaðkomandi aðila sem hélt þá einnig stuttan fyrirlestur. Vinnuhópar þessir voru mjög áhuga- verðir og gafst tækifæri til að ræða málin betur en í pallborðsumræðun- um, þar sem 150 þátttakendur voru saman komnir. Það má segja að við höfum lifað og hrærst í stjómmálum þessa viku, því oftar en ekki var rætt um stjórn- mál utan skipulagðs tíma. Oft urðu þær umræður engu síður áhugaverð- ar og skemmtilegar en fyrirlestrarn- ir og hópvinnan. í hádeginu dag hvern var sameig- inlegur hádegisverður í ráðstefnu- miðstöðinni og spruttu þá upp at- hyglisverðar umræður. Eitt kvöld var okkur boðið í móttöku til borgar- stjóra Lúxemborgar og öll kvöld fór- um við saman út, í minni eða stærri hópum, því markmiðið var jú að kynnast hvert öðru. Mikið var rætt um vandamál ýmissa minnihlutahópa við ólíkar aðstæður. Þróaðist sú umræða fljót- lega yfir í umræðu um þjóðernis- hyggju og sjálfstæði einstakra þjóða. Kom þá fram hve Austur- og Vestur- Evrópubúar áttu oft á tíðum erfitt með að skilja viðhorf hverra annarra. Voru margir á þeirri skoðun að þjóðir Evrófju væri það ólíkar að ekki þýddi að tala um að Evrópurík- in gætu orðið að sambandsríki í framtíðinni. Aðeins væri raunhæft að stefna að bandalagi á sviði við- skipta til að styrkja stöðu Evrópu á alheimsmarkaði og auka jafnframt samskipti þjóðanna og þekkingu þeirra hver á annarri til að stuðla að friðsamari Evrópu þar sem ágreiningsmál væru leyst á annan hátt en með vopnum. Það eru ekki aðeins Vestur- landabúar sem hafa önnur viðhorf en margir Austur-Evrópubúar, því ekki er hægt að flokka allar Austur- Evrópuþjóðir undir sama hatt vegna ólíkra viðhorfa og lífsskilyrða. Heyrði ég eitt sinn stúlku frá Rúm- vinwtúríS i bW06J«' Hjá okkur sitja gæðin í fyrirrúmi. FAG Kúlu- og rúllulegur TIMKEN Keilulegur Ásþétti (onlinunldl Viftu- og tímareimar predsion Hjöruliðir SACHS Höggdeyfar og kúplingar Bón- og bílasnyrtivörur Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 814670

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.