Morgunblaðið - 25.06.1992, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992
Er ekki hægt að fara húsa-
villt með pelsinn og láta
frúna þar fyrst sjá verðmið-
ann á honum?
Ast er
... nýr sjóndeildarhríng-
ur.
TM Reg U.S. Pat Off.—all rights resarvad
® 1991 Los Angeles Trmes Syndtca te
A.
□
HÖGNI HREKKVÍSI
*CATT/4DyfZ/"
BREF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Fornleifauppgröft
ur á Grænlandi
Frá Skúla Magnússyni:
Þegar mér bárust til eyma þær
fréttir í hádegisútvarpinu, 17. júní,
að vest-norræna þingmannanefndin
hygðist leggja fram fé til að reisa
eftirlíkingu af bæ Eiríks rauða, í
Bröttuhlíð á Grænlandi, flaug mér í
hug hvrot ekki væri meiri þröf á að
veija fjármunum í fornleifauppgröft
á Grænlandi. Að nefndin léti heldur
fé af hendi rakna til fræðilegra rann-
sókna svo vinna mætti enn frekar
úr því sem grænlensk jörð geymir
um búsetu norrænna manna þar í
landi. Við eigum hóp af ungu og vel
menntuðu fólki í fomleifafræði, sem
sumt hefur lítt fengið tækifæri til
að stunda rannsóknir í greininni,
aðallega vegna fjárskorts.
Sjálfsagt hafa nýsmíðar fornminja
þann kost helstan að þær gefa al-
menningi stundum betri hugmynd
um húsakynni genginna kynslóða en
rústir gera sem fræðimenn eru ein-
færir um að lesa úr. En til að smíða
fomar byggingar upp á nýtt þarf að
rannsaka þær eldri svo áreiðanleg
og fræðileg vitneskja liggi til grund-
vallar. Sögualdarbærinn í Þjórsárdal
Frá Matthíasi Arnasyni:
Ég las deilur þeirra eða réttara
sagt viðræðu þeirra Helga Hálfdan-
arsonar og Sigurðar A. Magnússon-
ar í Morgunblaðinu um rithátt
grískra orða í íslenzku ritmáli. Staf-
setning fjallar ekki aðeins um fram-
burð orða eða um vísindalegan upp-
runa eða aðferð, heldur einnig um
smekk. Ég verð að játa það að ég
hef meiri trú á smekkvísi Helga sem
er djúpgreindur maður en smekk
Sigurðar, að honum alveg ólöstuð-
um. Þar sem ég er hér á ferðalagi
mun ég ekki skrifa langt bréf.
Þegar ég heyri orðið þema eða
sé það á prenti þá fínnst mér það
svo tilgerðarlegt að ég fæ bókstaf-
lega gæsahúð. Tema er miklu betra.
Hins vegar get ég vel þoiað orð eins
og þakk í stað takk. Ég held að
orðið katólskur heyri framtíðinni til.
Orðið katóli mun venjast betur en
kaþólikki. Þegar rætt er um nöfn á
löndum þá finnst mér y vera stund-
um betra en i, sérstaklega í nöfnum
er dæmi um slíka nýsmíði og án efa
dregur hann að sér ferðafólk, ekki
síst útlendinga sem lifa í anda sagn-
anna og tengja slíka bæi við nöfn
þeirra Gunnars og Njáls. Leiðsögu-
menn eru því vel staddir þegar þeir
geta bent á dæmi um slíkan bæ.
í Þjórsárdal, og reyndar víðar, bíð-
ur ærið verk íslenskra og erlendra
fornleifafræðinga, því fomleifarann-
sóknir leiða stundum ýmislegt óvænt
í ljós. Þegar rannsakað var gamla
bæjarstæðið á Berþórshvoli, á árun-
um 1950-60, fylgdist þjóðin af mik-
illi athygli með uppgreftrinum. Svip-
aða sögu er að segja um uppgröft
minja í miðbæ Reykjavíkur. Ég get
fullyrt að áhugi almennings er mik-
ill á fornleifarannsóknum en naumar
fjárveitingar hafa komið í veg fyrir
að slíkar rannsóknir hafi verið unnar
jafn víða og æskilegt væri. Góð leið
er t.d. að einstök bæjar- og sveitarfé-
lög styrki slík störf, en það er eðli-
lega aðeins á færi þeirra fjölmennari.
Fjárveitingavaldinu eru þó stund-
um mislagðar hendur í þessum efn-
um, eins og t.d. þegar Alþingi veitti
fé til leitar gullskipsins. Nú vill eng-
eins og Egyptaland. Bókstafurinn i
í þessu tilfelli minnir 'mig ónotalega
á þjóðsöguna um „gaurinn og grýt-
una“. Bókstafurinn i er of lítill gaur
í svo stórri grýtu og nafnið Egypta-
land. (Þetta er einskonar myndlistar-
sjónarmið sem einnig mætti taka
mið af).
En hvers vegna í ósköpunum var
z-an afnumin? Ég var mjög undr-
andi hversu illa Háskóli íslands stóð
sig í því máli þar sem hægt er að
sanna það á vísindalegan hátt að
z-an tilheyrir íslenzku ritmáli. —
Afnám z-unnar á ekkert skylt við
vísindi eða smekkvísi — þvert á
móti. Þarna var að mínu áliti um
taugaveiklaða þráhyggju að ræða.
En það er kannski betra að afnema
z-una um tíma en að ganga árum
saman með dauðaóskhyggju á ein-
hveijum óvini sínum. Já, það var
betra að drepa z-una og losa sig við
sína neikvæðu óskhyggju, að
minnsta kosti um tíma.
MATTHÍAS ÁRNASON.
inn minnast á það ágæta ævintýri.
Ef ég man rétt vöruðu starfsmenn
Þjóðminjasafnsins við þessum fjár-
útlátum af almenna fé og töldu að
því væri betur varið til fornleifarann-
sókna.
Ég held því að fulltrúar í vest-norr-
ænu þingmannanefndinni ættu því
ekki að rasa um ráð fram í þessum
efnum. Endurbygging bæjar Eiríks
rauða er að öllu leyti góðra gjalda
verð en fomleifarannsóknir í löndun-
um þremur, Grænlandi, íslandi og
Færeyjum, eru þó nauðsynlegri að
mínu mati. Þar geymir jörðin án efa
ýmis svör við spumingum sem fræði-
menn hafa lengi glímt við, og sem
ritheimildir okkar veita ekki svör við.
Þingmannanefndin ætti a.m.k. að
huga að slíkum rannsóknum við
fyrstu hentugleika.
SKÚLI MAGNÚSSON
Nýja Garði, Reykjavík
Dokumenta
9 opnuð
Frá Helga Sæmundssyni:
Hjnn 12. júní var opnuð í
Kassel í Þýskalandi sýningin
DOCUMENTA 9, sem kalla má
heimssýningu myndlistar. Verk
eftir 190 listamenn frá 37 þjóð-
um eru sýnd þar í 100 daga og
sýningin er á 4-5 ára fresti. í
ár er sýningin stærri og dýrari
en nokkru sinni fyrr og þegar
mikið umdeild, sem tryggir góða
aðsókn. Að mínu áliti er þetta
ein besta af hinum 9 sýningum
hingað til. Safnstjórinn van Hoet
frá Belgíu var ráðinn fyrir þrem-
ur ámm og valdi með samstarfs-
mönnum sínum listamennina og
heimsótti þá á vinnustöðum
þeirra um allan heim.
Frá Norðurlöndum eru þrír frá
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
ísland kemur fram í formi
þriggja bóka eftir Bandaríkja-
manninn Roni Horn í sýningar-
borði rétt við innganginn á nýja
sýningarsalnum, sem var byggð-
ur fyrir DOCUMENTA 9.
Sýningin reynir að gera skil
straumum myndlistar, sem eru
að móta leiðina inn í 21. öldina.
Myndbandalist er áberandi, en
hönnun og arkitektúr em ekki
með í þetta sinn. Það er mitt
álit, að margir íslenskir lista-
menn hefðu getað verið með og
staðist samanburð við aðra lista-
menn, en framboðið í löndum
heimsins er svo mikið, að marg-
ir verða að sitja hjá.
HELGI SÆMUNDSSON
Stuttgart
Fáeinorðumís-
lenzka stafsetningu
Víkveiji skrifar
Asíðari ámm hefur það færst í
vöxt að ættarmót ýmiss konar
séu haldin víðs vegar um landið. Það
er ekki nýtt að íslendingar séu mikl-
ir áhugamenn um ættfræði, hvað svo
sem annars má segja um ættrækn-
ina. Á þessum ættarmótum fær fólk
tækifæri til að hitta fjarskylda
ættingja, rifja upp söguna og barátt-
una fyrr á tímum. Er það vel að
fólk hugi endmm og sinnum að rót-
unum.
Þetta kom í hugann er skrifari
rakst á frétt í Morgunblaðinu í vik-
unni um ættarmót afkomenda þeirra
Oddnýjar Benediktsdóttur og Frið-
riks Gissurar Benónýssonar frá Gröf
í Vestmannaeyjum. Margt afbragðs
fólk er komið frá þeim hjónum, sem
vom barnmörg eins og gjarnan var
fyrr á tímum, en þau áttu 20 börn.
Áfkomendur þeirra hjóna eru um 600
talsins og hittast þeir að Skógum
undir Eyjaflöllum núna um helgina.
Afí Friðriks var franskur strand-
maður, Louis Henry Joseph
Vanerouys, sem komungur gat barn
með rúmlega fertugri vinnukonu,
Valgerði Jónsdóttur, á bæ undir
Eyjafjöllum meðan hann jafnaði sig
eftir fótbrot er hann hlaut þegar
franskt fískiskip hans strandaði á
Meðallandssandi, að því er sögur
herma. Þetta var á fyrri hluta síð-
ustu aldar og af þeim Valgerði og
Vanerouys er kominn mikill ættbogi
og mun vera alfjölmennasta ættin
hérlendis, sem rekur uppmna sinn
til franskra sjómanna og fískveiða
þeirra hér við land og sú ætt sem
mest er vitað um. Fregnir em af
afkomendum fransks sjómanns á
Patreksfírði og sjálfsagt hafa þessir
karlar víðar komið við. Sögur hafa
víða lifað um fransarana og afkom-
endur þeirra, en fæstar þeirra hafa
þó reynst eiga við rök að styðjast.
ttfræðifélagið í Dunkerque í
franska Flandern hefur sleg-
ist í lið með nokkrum afkomendum
Valgerðar og Vanerouys og vinnur
að rannsóknum á ætt Vanderoyus í
Frakklandi og hvernig honum reiddi
af eftir stutta en afdrifaríku dvöl á
Islandi — þó hann vissi minnst um
það sem á eftir fór sjálfur. íslenskir
afkomendur hans, búsettir í Keflavík,
fundu heimildir um hann og ætt
hans í Dunkerque og þar kom í ljós
að hann hafði verið skímarvottur
systkinabama sinna. Einnig að faðir
fiskimannsins unga var hárkollu-
meistari í Dunkerque. í raun er ekki
mikið meira vitað um þennan franska
strák, sem fjölmenni mun minnast
austur á Skógum um helgina.