Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.06.1992, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 Víkingur-KR 0:2 Víkingsvöllur, íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild - Samskipadeildin - miðvikudaginn 24. júní 1992. Aðstæður: Kalt í veðri, norðaustan 5 vind- stig. Mörk KR: Rúnar Kristinsson (35.), Ragnar Margeirsson (90.). Gult spjald: Þormóður Egilsson, KR, fyrir brot (24.), Hörður Theódórsson, Víkingi, fyrir brot (30.), Atli Einarsson, Víkingi, fyrir að fara fram úr vamarvegg of fljótt (36.), Tomislav Bosnjak, Víkingi, fyrir brot (66.). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Guðmundur Stefán Maríasson. Komst vel frá leiknum. Línuverðir: Kári Gunniaugsson og Guð- mundur J. Jónsson. Áhorfendur: 650. Víkingur: Guðmundur Hreiðarsson - Þor- steinn Þorsteinsson, Jani Zilnik, Helgi Bjamason - Tomislav Bosnjak, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Atli Helgason, Guðmundur Ingi Magnússon, Hörður Theódórsson (Helgi Björgvinsson 63.) - Atli Einarsson, Helgi Sigurðsson (Bjöm Bjartmarz 63.). KR: Ólafur Gottskálksson - Gunnar Odds- son, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Þormóður Egilsson - Hilmar Bjömsson, Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Gunnar Skúlason 74.), Heimir Guðjónsson, Atli Eðvaldsson, Einar Þór Daníelsson - Rúnar Kristinsson, Ragnar Margeirsson. Óiafur Gottskálksson og Rúnar Kristinsson, KR. Óskar Hrafn Þorvaldsson, Atli Eðvaldsson, Þormóður Egilsson, Ragnar Margeirsson, Heimir Guðjónsson, Hilmar Björnsson, KR. Guðmundur Hreiðarsson, Guðmundur Ingi Magnússon, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Atli Heigason, Helgi Bjamason, Víkingi. FJ.leikja u j T Mörk Stig ÍA 6 4 2 0 8: 3 14 ÞÓR 5 4 1 0 8: 2 13 KR 6 , 3 2 1 10: 6 1 1 FRAM 5 3 0 2 10: 5 9 FH 5 2 2 1 8: 7 8 KA 5 1 3 1 8: 7 6 VÍKINGUR 6 2 0 4 5: 11 6 VALUR 5 1 2 2 5: 8 5 fBV 6 1 0 5 4: 10 3 UBK 5 0 0 5 1: 8 0 Körfuknattleikur Undankeppni Ólympíuleikanna. C-riðill: Króatía - ísland............124:51 Grikkland - Rúmenfa..........91:72 Þýskaiand - Portúgal.........87:52 Tennis Wimbledonmótið Helstu úrslit í gær: Einliðaleikur karla, fyrsta umferð: 12-Andre Agassi (Bandar.) vann Andrei Chesnokov (SSR) 5-7 6-1 7-5 7-5 ' ' Einliðaleikur karla, önnur umferð: 11-Richard Krajicek (Hollandi) vann Paul Haarhuis (Hollandi) 7-6 (8-6) 6-3 6-1 Magnus Larsson (Svíþjóð) vann Carlos Costa (Spáni) 7-5 6-3 6 (5-7) 6-4 18-Brad Gilbert (Bandar.) vann Simon Youl (Ástral.) 6-1 7-5 7-5 Marc Rosset (Sviss) vann Mark Petchey (Bretlandi) 7-6 (7-5) 6-2 6-3 3-Michael Stich (Þýskal.) vann Amos Mansdorf (ísrael) 4-6 7-6 (7-4) 6-3 6-3 8-Goran Ivanisevic (Króatíu) vann Mark Woodforde (Ástral.) 6-4 6-4 6-7 (4-7) 6-3 10-Ivan Lendl (Tékkósl.) vann Arne Thoms (Þýskal.) 7-5 7-6 (8-6) 1-6 7-5 KNATTSPYRNA Grindvíkingum dæmdur sigur Dómstóll íþróttabandalags Suð- umesja hefur dæmt Grindvík- ingum sem leika i 2. deild 3-0 sigur gegn Selfossi í leik sem fram fór 8. júní sl., og lið Selfoss jafnframt til að greiða 24 þús. króna sekt til KSÍ. Lið Selfoss mætti ólöglega skipað til leiks, og samkvæmt 17. og 18. gr. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót eru viðurlögin 3-0 tap í leiknum og áðurgreind sektar- upphæð. Málið snýst um félaga- skipti Trausta Ómarssonar úr Vík- ingi í Selfoss, en skiptunum var hafnað af stjórn KSÍ. Stjórn Ung- mennafélags Selfoss hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort málinu verður áfrýjað til dómstóls KSÍ. — Ikvöld KNATTSPYRNA: Þrír leikir verða leiknir í 1. deild karla í kvöld kl. 20. PH - Þór, KA - Fram og Valur - UBK. Þá fara fram tveir leikir í 1. deild kvenna á sama tfma: UBK - ÍA og Þróttur N. - Stjarnan. KNATTSPYRNA / 1. DEILD - SAMSKIPADEILD Olafur hetja KR-inqa Ái Arim r.u.i.^n__* ValurB. Jónatansson skrifar ÓLAFUR Gottskálksson, mark- vörður, var hetja KR-inga í gærkvöldi gegn Víkingum er hann varði vítaspyrnu frá Aðal- steini Aðalsteinssyni, einni mínútu fyrir leikslok, er staðan var 0:1 fyrir KR. Vesturbæjar- liðið fylgdi markvörslu Ólafs eftir með því að bæta við öðru marki sínu á síðustu mínútu leiksins. KR-ingar voru mun frískari í nepjunni í fyrri hálfleik og stjórnuðu þá leiknum. Þeir höfðu yfirburði á miðjunni á sama tíma og Vík- ingar virkuðu áhugalitlir. Það var þvi ekki gegn gangi leiksins er Rúnar náði forystunni um miðjan hálfleikinn. Ragnar Margeirsson fékk þrjú upplögð tækifæri til að bæta við mörkum en honum virtist fyrirmunað að skora. Vikingar fengu aðeins eitt umtalsvert marktækifæri í fyrri hálfleik, en Ólafur Gottskálksson varði vel frá Guðmundi Inga. Víkingar komu ákveðnir til síðari hálfleiks og voru staðráðnir að selja sig dýrt. Þeir pressuðu KR-inga framar á vellinum og uppskáru nokkur færi, en Ólafur markvörður var sú hindrun sem virtist óyfírstíg- anleg. Á lokamínútum leiksins fór að draga til tíðinda. Aðalsteinn átti hörkuskot sem Ólafur varði vel og upp úr því fór boltinn í hönd Atla Eðvaldssonar og vítaspyrna dæmd. Aðalsteinn tók spymuna og Ólafur varði gott skot hans meistaralega. „Ég beið þar til ég sá hvar Aðal- steinn ætlaði að setja hann og fleygði mér síðan og varði boltann í hom. Ég hef átt það til að vera of fljótur að skutla mér en nú var ég ákveðinn í að bíða,“ sagði Ólaf- ur. En þetta var í fyrsta sinn sem hann nær að veija vítaspyrnu. Meðan Víkingar vom að svekkja sig á að hafa ekki jafnað gengu KR-ingar á lagið og bættu við öðru marki sínu áður en flautað var til leiksloka en þá fann Ragnar Mar- geirsson loks leiðina í netið. Sigur KR-inga var verðskuldaður þó svo að sigurinn hafi hangið á bláþræði í lokin en þeir átt að vera GOLF 120 þátttakendur á Arctic Open Miðnæturmótið í golfi á Akur- eyri, Arctic Open, byrjar kl. 20 í kvöld og lýkur um helgina. Að þessu sinni eru þátttakend- ur 130 frá átta þjóðum. ótið er nú haldið í sjöunda sinn, en keppendur em held- ur færri en í fyrra og kenna móts- haldarar veðrinu síðustu daga um. Séð er til þess að erlendu kylfingarnir verði úti að nóttu til Skúli Unnar ySveinsson skrifar og verður síðasti riðill ræstur út um miðnætti, en leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. Atvinnu- mennirnir á Islandi verða fyrst ræstir út, en í 2. riðli eru íslenskir íþróttafréttamenn. Sumir erlendu kylfinganna taka þátt í íjórða eða fímmta sinn. Tveir Danir em á meðal. keppenda og hafa þeir gengið frá því að þeir fari ekki út annað kvöld fyrr en eftir úrslitaleik Dana og Þjóðveija í Evrópukeppninni í knattspyrnu. KORFUKNATTLEIKUR Rassskellinq ÍSLENSKA landsliðið í körf u- knattleik reið ekki feitum hesti frá viðureigninni gegn Króötum í undankeppni Ólympíuleik- anna á Spáni í gær. Króatar unnu 124:51 eftir að hafa verið 31 stigi yfir í háifleik, 61:30. Króatar með menn eins og Petrovic og Vrankovic, sem báðir leika í NBA-deildinni, og Kukoc og Rada, sem hafa gert hið sama, en leika nú á Ítalíu, hreinlega „keyrðu“ yfír íslendinga á fyrstu mínútunum. Efti rfjórar mínútur var staðn 11:4 og 48:19 eftir 15 mínútur og ljóst hvert stefndi. Króatar, sem töpuðu fyrir Þjóð- veijum, ætluðu greinilega að sanna sig og léku lengst af með sterkustu menn sína. Ennfremur lék íslenska liðið langt undir getu og í engu samræmi við fyrstu tvo leikina, en það mætir Rúmenum í dag. Stig íslands: Jón Kr. Glslason 11, Magn- ús Matthíasson 9, Valur Ingimundarson 9, Axel Nikulásson 5, Guðni Guðnáson 4, Guðinundur Bragason 5, Páll Kolbeinsson 2, Nökkvi Már Jónsson 2, Teitur Örlygsson 2, Tómas Holton 2. Morgunblaðið/Sverrir Knötturinn á leiðinni í mark Víkinga eftir skot Rúnars Kristinssonar. Guðmundur Hreiðarsson markvörður Víkinga og Janni Zilnik koma engum vömum við. búnir að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Vörnin var sterk og frammistöðu Ólafs Gottskálkssonar er áður getið. Heimir stjórnaði miðjuspilinu vel. Ragnar var ógn- andi frammi og Rúnar, sem var lengst af frammi, vann géysilega vel fyrir liðið. Víkingar voru áhugalausir í fyrri hálfleik en komu inní seinni hálf- leikinn með allt öðru hugarfari. Þeir léku þá oft skemmtilega saman og aðeins herslumuninn vantaði til að jafna. Guðmundur Hreiðarsson varði vel en vömin var slakasti hluti liðsins að undanskildum leik Helga Bjarnasonar. Aðalsteinn og Atli Helgason fundu sig á miðjunni í síðari hálfleik en sóknin var ekki nægilega beitt. Varamennimir Helgi Björgvinsson og Bjöm Bjartmarz hleyptu miklu lífi í leik liðsins eftir að þeir komu inná. En betur má ef duga skal. Oa 4| Þvaga var fyrir fram- ■ I an vítateig Víkings. Heimir Guðjónsson náði knettin- um og gaf inn fyrir vörnina á Rúnar Kristinsson sem komst í gegn hægra meginn og skor- aði í markhomið ijær framhjá Guðmundi Hreiðarssyni sem kom út á móti á 35. mín. 0B Aukaspyrna var tek- ■ áCaiin á miðju vallarins, boltinn barst til Einars Daníels- sonar sem var rétt utan vitateigs vinstra megin. Hann lék inn á miðjuna og stakk boltanum f gegnum vömina og Ragnar Margeirsson var vel með á nót- unum, lék upp að markteig hægra meginn og renndi knett- inum úr þröngu færi í hornið ijær á 90. min. Reynum að fylgjaefstu liðunum Rúnar Kristinsson, fyrirliði KR, sagði það ánægjulegt að hafa fengið öll stigin gegn íslandsmeistumnum á þeirra heimavelli. „Fyrri hálfleikur var góður hjá okkur en þeir náðu að pressa okkur í síðari hálfleik og hefðu getað jafnað í lokin. Við fengum reyndar skyndi- sóknir í síðari hálfleik sem við hefðum átt að nýta betur. Við reynum að fylgja efstu liðunum eftir og vonandi verður fram- hald á þessu hjá okkur,“ sagði Rúnar. „Leikurinn hefði alveg eins getað endað á hvorn veginn sem var. Við fengum bæði mörkin á okkur eftir að við höfðum legið á þeim,“ sagði Atli Helgason, fyrirliði Víkings. „Við erum ekki á því að gefast upp og ætlum okkur að vinna Skagamenn í næsta leik. FOLK ■ GUÐMUNDUR Steinsson lék ekki með Víkingum gegn KR í gær. Hann á við meiðsli að stríðfi ... í ökkla. ■ HELGI Björgvinsson kom inná sem varamaður hjá Víkingum. Hann lék í stöðu vamartengiliðs en í fyrra lék hann jafnan sem aftasti varnarmaður. Þetta var fyrsti leikur hans í deildinni í sumar, en hann hefur átt í meiðslum. ■ VÍKINGAR hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum í deildinni. Þeir hafa fengið á sig sjö mörk í 6eim og skorað aðeins eitt. I STEINAR Ingimundarson lék ekki með KR í gær. Hann meiddist í síðasta leik gegn ÍBV. ■ ÓLAFUR Kristjánsson knatt- spyrnumaður úr FH mun þjálfi kvennalið félagsins í handknattleik næsta vetur. Olafur er ekki ókunn- ur handknattleiksþjálfun, hann gerði 3. flokk FH að íslandsmeist- urum í vor. ■ PÉTUR Ingi Arnarsson, handknattleiksmaður hefur gengið frá félagaskiptum yfir í Fram. Pétur sem er hægri handar skytta lék með HKN í 2. deildinni sl. vetur en var áður með Haukum. ■ ROY Aitkens, fyrrum fyrirliði Skotlands og Celtic, sem lék með St. Mirren sl. keppnistímabil, hefur gengið til liðs við Aberdeen, sem borgaði 100 þús. pund fyrir hann. _ Aitkens verður aðstoðarfram- kvæmdastjóri Willie Miller hjá fé- laginu og hann mun einnig leika með. ■ IAN Rush gekk frá nýjum þriggja ára samningi við Liverpool í gær, en hann var orðaður við Everton og Blackburn. Rush, sem hefur leikið tólf keppnistímabil með félaginu, fékk 1,5 millj. pund fyrir samninginn. FRJALSAR Sigurður: 79,96 m Sigurður Einarsson sigraði í spjótkasi á móti í Kaupmannahöfn í gær- kvöldi. Sigurður kastaði 79,96 metra, en ólympíulágmarkið fyrir tvo eða fleiri keppendur frá sömu þjóð er 80 metrar. Keppni hófst klukkustund fyrr en Sigurður hélt og fékk hann því lítinn tíma í upphitun. Hann reynir aftur við ólympíulágmarkið á móti á Ítalíu um helgina, en þar verða Einar Vilhjálmsson og Sigurður Matthíasso^ einnig á meðal keppenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.