Morgunblaðið - 08.07.1992, Side 3

Morgunblaðið - 08.07.1992, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1992 3 Borgarráð: Laxveiði til reynslu í Reynisvatni BORGARRÁÐ hefur heimilað að sleppa eldislaxi í Reynisvatn á Reynisvatnsheiði utan við Reykja- vík til reynslu í sumar. í erindi Gauta Elvars Gunnarsson- ar og Guðbrands Jónatanssonar til borgarstjóra er óskað eftir heimild til að koma upp aðstöðu fyrir lax- veiði í vatninu. Gert er ráð fyrir að laxveiðileyfin verði seld gegn hóflegu gjaldi auk þess sem greitt verður fyrir hvem veiddan lax. Bent er á að Reynisvatn sé eilítið nær Reykja- vík en Hafravatn og að það sé lítið og tiltölulega óþekkt. í það renni ekki vatn né úr því og því virðist sem lífríkinu stafi lítil sem engin hætta af eldislaxinum. Um 240 þús. stolið úr Múlakaffi UM 240 þúsund krónum var stolið í innbroti i Múlakaffi í Hallarmúla í fyrrinótt. Stolið var tveimur pen- ingakössum. í öðrum voru um 40 þúsund krónur og í hinum um 200 þúsund krónum úr eigu Rauða kross íslands, sem er með spila- kassa á staðnum. Síðustu starfsmenn munu hafa yfírgefið Múlakaffi um klukkan eitt eftir miðnætti en um klukkan hálf- þrjú uppgötvaði öryggisvörður að rimlahlið fyrir aðaldyrum veitinga- staðarins hafði verið spennt upp og síðan farið inn um dyrnar. Auk þess uppgötvaðist eftir að eigandi og lögregla komu á staðinn að kveikt hafði verið undir potti þar sem í var feiti og mun talið ólíklegt að starfsfólk hafí gleymt að slökkva undir pottinum. RLR vinnur að rannsókn málsins. ♦ ♦ ♦ Rottugangur í rúss- neskum togara: Farmurinn spilltist ekki JÓN Sigurðarson, framkvæmda- stjóri Fiskafurða hf., sem var kaupandi farms rússneska togar- ans þar sem rottur fundust í síð- ustu viku, segir að miðað við nið- urstöður prófana hafi rottugang- urinn ekki spillt vörunni á nokk- urn hátt. Um borð voru um 180 tonn af fiskiinjöli og frystum fiski, sem allur verður seldur til Evr- ópu. Jón segir að hér hafi auðvit- að verið um leiðindaatvik að ræða, en á hitt beri að líta að rottur finn- ist líka hér á landi. Jón segir að farmur skipsins hafí verið frystur fískur; karfí, síld og þorskur, auk fiskimjöls, alls um 180 tonn. Verulegur hluti farmsins hafí þegar verið seldur til Evrópu og mið- að sé við að það sem eftir er fari þangað líka. Hann segir að farmurinn hafi ver- ið athugaður sérstaklega með tilliti til þess hvort rottugangurinn hafi spillt honum á einhvern hátt. Ríkisstjórnin: Boð um aukaaðild að VES til umræðu RÍKISSTJÓRNIN ræddi á fundi sínum í gær boð þýzku ríkissljómar- innar um að viðræður hefjist milli íslands og Vestur-Evrópusam- bandsins (VES) um aukaaðild að sambandinu. Málið var kynnt í utan- ríkismálanefnd Alþingis og er þar til umfjöllunar. Vestur-Evrópusambandið hefur verið samstarfsvettvangur níu Evrópubandalagsríkja, sem jafn- framt eiga aðild að Atlantshafs- bandalaginu (NATO) um vamar- og öryggismál. Þau EB-ríki, sem ekki eru í sambandinu, eru írland, sem er hlutlaust ríki, og NATO- ríkin Danmörk og Grikkland. Stefnt er að því að VES verði í framtíðinni varnarbandalag Evr- ópuríkja og hefur verið samþykkt að stofna sérstaka loft-, land- og ?r. r:: ■' ■' sjóheri á vegum sambandsins, sem hægt verði að senda til ríkja utan Atlantshafsbandalagsins til frið- argæzlustarfa, neyðaraðstoðar eða íhlutunar á borð við það, sem gerðist í Persaflóastríðinu. Á síðasta ári bauð þýzka stjóm- in, sem farið hefur með for- mennsku í sambandinu, þeim NATO-ríkjum í Evrópu, sem eru utan sambandsins, Noregi, íslandi og Tyrklandi, aukaaðild að VES. Davíð Oddsson forsætisráðherra lét á þeim tíma svo um mælt að íslendingar ættu að taka slíku boði jákvætt. Á fundi utanríkis- og varnar- málaráðherra Vestur-Evrópusam- bandsins, sem haldinn var í Bonn 19. júní, var ákveðið að bjóða ís- landi, Noregi og Tyrklandi til forrnlegra viðræðna. Norðmenn hafa þegar þekkzt boðið, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. í yfirlýsingu fundarins, sem kennd er við Petersberg, voru skilmálar aukaaðildar skilgreindir. Að sögn Jóns Sigurðssonar, starfandi utan- ríkisráðherra, hefur ríkisstjóminni nú borizt bréf frá Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýzkalands, þar sem íslendingum er boðið til við- ræðna um hugsanlega aukaaðild að VES á grundvelli Petersberg- yfirlýsingarinnar. Jón sagði að ríkisstjórnin hefði ekki tekið ákvörðun um svar við bréfí Kinkels. Samráð yrði haft við utanríkismálanefnd og athug- að á vettvangi ríkisstjórnarinnar hvað í aukaaðild að VES fælist. „Ég legg á það mikla áherzlu að við teljum Atlantshafsbandalagið vera grundvöll vamarstefnu okk- ar. Samstarfið við Atlantshafs- bandalagsríkin og sérstaklega Bandaríkin er grundvöllur okkar varnarsamstarfs," sagði hann. G | A L D E Y R 1 R G oðir dagar framundan í fríinu. Njóttu lífsins í fríinu meb feröogjaldeyri og í bol frá íslandsbanka. Nú er sá tími ársins runninn upp aö feröalög til útlanda ná hámarki. Þaö ríkir alltaf ákveöin stemmning þegar fariö er í sumarfrí og aö mörgu þarf aö huga áöur en lagt er í'ann. Vegabréf, farseöill og fatnaöur þurfa aö vera meö svo ekki sé minnst á farareyrinn! , .0 ....... 1 :: ; Islandsbanki tekur þátt í feröastemmningunni og gefur lífinu lit á „alþjóölegan" máta. Þegarþú kaupir gjaldeyri hjá okkur veitum viö þér ráögjöf byggöa á reynslu og kveöjum þig meö stuttermabol ef þú kaupir fyrir 25.000 króntir.- meira. * Á bolnum^ er^inaleg kveöja á mörgtím tungumálum. # íM.vtKM.vi: Fáeinir fróöleiksmolar í fríiö! Nauösynlegt er aö hafa lítinn hluta farareyrisins í mynt viökomandi lands til aö mœta smáútgjöldum í upphafi dvalar. Feröatékkar eru öruggir, handhœgir og ódýrir. Þaö er ódýrara aö nota feröatékka en aö taka gjald- eyri út á greiöslukort í útlöndum. ■ Glatist feröatékkar fást þeir bœttir en reiöufé ekki. Starfsfólk íslandsbanka ráöleggur þér um heppilega samsetningu á farareyri þínum. Qóba ferb í fríib/ r ISLAN DSBAN Kl - í takt við nýja tíma! n > r* O *Meöan birgöir endast. 90

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.