Morgunblaðið - 08.07.1992, Page 4

Morgunblaðið - 08.07.1992, Page 4
eeer ijin. .8 juoAauJnvQiK aiaAjaiíuoflOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1992 Ný skýrsla OECD um efnahagshorfur á íslandi; Reiknað með áframhaldandi kyrrstöðu á næstu misserum Hið jákvæða er mikil lækkun verðbólgunnar í NÝRRI skýrslu sem OECD hefur gefið út um efnahagshorfur á ís- landi fyrir árin 1991/1992 kemur m.a. fram að reiknað er með áfram- haldandi kyrrstöðu í efnahag landsins á næstu misserum. Þessa þróun má að mestu rekja til versnandi ytri skilyrða svo sem samdráttar í þorskveiðum og verðfalls á áli á erlendum mörkuðum. En fyrirhuguð- um álframkvæmdum sem hefjast áttu á þessu ári var slegið á frest vegna mikils framboðs á áli frá samveldisrikjunum og söfnun birgða í framhaldi af því. Bjarta hliðin á efnahagsmálunum er hin mikla lækk- un verðbólgunnar. í skýrslu OECD kemur fram að efnahagshorfur mótist öðru fremur af væntanlegum fiskafla og þróun fiskverðs. Horfur í þessum efnum eru ekki uppörvandi. Samkvæmt nýjustu upplýsingum um ástand þorskstofnsins er líklegt að takmarka þurfi sókn til að tryggja eðlilegan viðgang stofnsins. Heimsmarkaðs- verð á físki var hátt á síðasta ári og er enn miðað við undanfarin ár. Því virðist sennilegra að fískverð lækki á næstu árum en hækki. Ástandið á álmörkuðum gæti einnig haft tölu- VEÐUR verð áhrif á hagvöxt á íslandi. Verð á áli er mjög lágt um þessar mundir í sögulegu samhengi og ætti að hækka samfara auknum hagvexti í heiminum. OECD telur þó ósennilegt nú að álframkvæmdir hefjist nægi- lega snemma til þess að mikilla áhrifa af þeim gæti á íslenskt efna- hagslíf næstu tvö árin. Bjarta hliðin á íslenskum efna- hagsmálum er hin mikla lækkun verðbólgunnar sem komin var niður á svipað stig og í öðrum OECD-lönd- um í árslok 1991. OECD segir að festa í efnahagsstjóm og hófsamir kjarasamningar séu forsenda fyrir áframhaldandi stöðugleika í efna- hagsmálum. Í þessu sambandi sé mikilvægt að ríkisstjórn láti ekki undan kröfum um aukin útgjöld og tefli þannig ríkisfjármálum í tvísýnu. Slík stefna geti skilað miklum ávinn- ingi. Lág verðbólga getur skapað forsendur fyrir stöðugleika á fjár- magnsmarkaði. Ávinningurinn af slíkum stöðugleika er að stjómvöld fylgi trúverðugri stefnu í peninga- málum. Þennan trúverðugleika megi styrkja með auknu sjálfstæði Seðla- bankans í samræmi við nýtt frum- varp til laga um bankann. OECD telur að hallinn á ríkisbú- skapnum nú sé meiri en svo að hægt sé að grípa til skattalækkana eða aukinna ríkisútgjalda til að auka eft- irspum í hagkerfínu. Hrein lánsþörf ríkissjóðs, sem OECD álítur mikil- vægustu ríkisfjármálastærðina, er nú 2-3% af landsframleiðslunni. IDAGkl. 12.00 Heimild: Veöurstofa istands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 7. JULI YFIRLIT: Á Grænlandshafi er 998 mb lægð sem þokast norðaustur en hæðarhryggur vestur af Noregi þokast heldur suður. SPÁ: Fremur hvöss suðvestanátt með skúrum sunnan- og vestanlands, en bjart víða um austanvert landiö. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Fremur hæg vestan- og norðvestanátt. Skúrir vestan- og norðvestanlands, en þurrt og bjart um austanvert landiö. Hiti 6 til 11 stig. Svarsími Veðurstofu ístands — Veðurfregnír: 990600. ö Heiðskírt / r r f f f f f Rigning Léttskýjað * / * * / / * / Slydda Hálfskýjað * * ♦ * * * * * Snjókoma Skýjað V 'V’ Skúrir Slydduél Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.^ * 10° Hitastig V V Súld Él = Þoka dig-. í? FÆRÐA VEGUM: (Ki.i7.3oígær) Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir. Fjallabaksleið nyrðri hefur nú verið opnuð. Fært er fjallabílum um Lakaveg, Kjalveg, Sprengisand um Bárðardal, nyrðri Gæsavatnaleið, öskjuleið, Kverkfjallaleið og um Fljótsdalsheiði í Snæfell. Uxahryggir og Kaldidalur eru opnir allri um- ferð. Ófært er um Fjallabaksleið syðri en gert er ráð fyrir að sú leið opnist nú í vikunni. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 16 skýjað Reykjsvík 9 súld Bergen 18 léttskýjað Helsinki 14 skúr Kaupmannahöfn 24 léttskýjað Narssarssuaq 7 alskýjað Nuuk 1 þoka Ósló 24 léttskýjað Stokkhólmur 20 léttskýjað Þórshöfn 12 þoka Algarve 25 þokumóða Amsterdam 20 léttskýjað Barcetona vantar Berlín 21 skýjað Chicago 18 alskýjað Feneyjar 22 þokumóða Frankfurt 17 skýjað Glasgow 22 skýjað Hamborg 23 hálfskýjað London 20 skýjað Los Angeles 21 alskýjað Lúxemborg 18 skýjað Madríd 24 skýjað Malaga 24 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Montreal 15 þokumóða New York 20 léttskýjað Orlando 25 heiðskfrt Paris 21 skýjað Madeira 21 skýjað Róm 23 léttskýjað Vín vantar Washington 20 léttskýjað Winnipeg 15 skýjað Þetta sé óþægilega hátt hlutfall og þurfí að lækka á næstu árum. Þótt nú sé stefnt að jöfnuði í ríkisfjármál- um 1993 telur OECD að erfítt verði að ná því markmiði í Ijósi horfa um áframhaldandi kyrrstöðu í þjóðarbú- skapnum en brýnt er að aðhalds verði gætt í ríkisfjármálum. Hvað varðar umbætur í hagkerf- inu telur OECD að hagræðing í veið- um, með auknu frelsi til kvótavið- skipta, geti leitt til verulegs sparnað- ar og tekjuauka fyrir sjávarútveginn og þjóðarbúið. Til skamms tíma geti það leitt til aukins atvinnuleysis og byggðaröskunar en sveigjanleiki ís- ienska vinnumarkaðarins gefur til- efni til að ætla að þessi aðlögunar- vandi sé leysanlegur. Frekari umbætur á sviði fjármála hafa einnig til lengri tíma litið örv- andi áhrif á framleiðni hagkerfísins vegna þess að aðhald markaðsafla að ákvörðunum um fjárfestingar eykst. OECD nefnir að einkavæðing húsnæðislánakerfísins gefí einkaaðil- um kost á meiri fjölbreytni á fjár- magnsmarkaðinum. Og í því skyni að gera innlenda fjármagnsmarkað- inn skilvirkari megi einnig bjóða út ríkisverðbréf og loka fyrir aðgang ríkissjóðs að lánsfé úr Seðlabankan- um eins og ríkisstjómin stefnir nú að. Fiskimjölsverksmiðjan á Kletti. Borgarráð; Verksmiðjan á Kletti fær rekstrarleyfi BORGARRÁÐ hefur samþykkt samhljóða að veita fiskimjölsverk- smiðju Faxamjöls hf. á Kletti í Reykjavík bráðabirgðaleyfi fyrir áframhaldandi rekstri á næstu loðnuvertíð. Leyfið er veitt með því skilyrði að ákvæði um bráða- birgðaleyfi verði fylgt í hvívetna. Gert er ráð fyrir að leyfíð gildi í tvo til fjóra mánuði. Kristín Á. Olafs- dóttir, Nýjum vettvangi, lagði fram bókun á fundinum, þar sem fram kemur að vegna atvinnuástands og í ljósi þess að verksmiðjan verður rifín á næsta ári vegna skipulags, þá greiði hún atkvæði með bráða- birgðaleyfinu. íslenskur fiskur á frönskum þjóðvegum: Talið að fiskurinn liggi ekki undir skemmdum STARFSFÓLK Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í París var í sam- bandi við flutningsaðila fisks frá íslandi á klukkustundar fresti í gær til að fylgjast með gangi mála en talið er að 10 til 12 gámar af frystum fiski héðan séu í tepptum flutningabílum á frönskum þjóðvegum. Lúðvík B. Jónsson hjá SH í París sagði í samtali við Morgunblaðið að vitað væri um flutningabíla með ís- lenskan físk sem búnir væru að vera fastir í fímm daga. Hann sagði að ekkert benti til þess í gær að umferð- arhnútarnir væru að leysast og svo virtist sem óeirðalögreglunni hefði aðeins tekist að leysa úr málunum í mjög litlum mæli. Hann sagði að ekki væri vitað til þess að fískur frá íslandi lægi neins staðar undir skemmdum. „Við vorum smeykir við eitt tilvik þar sem við fréttum að bíll væri að verða olíulaus um helgina. Sá bíll fékk hins vegar olíu á nærstöddum bóndabæ til að setja á frystitankinn þannig að hann gat haldið vörunni frystri. I dag vit- um við því ekki um neina vöru sem er að skemmast eða liggur undir skemmdum," sagði Lúðvík. Fundur BSRB og Starfsmannaráðs Keflavíkur: Ákveðið að bíða eftir bæjarsljóra Á FUNDI Starfsmannafélags Keflavíkur og BSRB í gær var farið yfir réttindi þeirra starfs- manna á bæjarskrifstofu, í tækni- deild og hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur sem bæjarráð Kefla- víkur hefur tekið ákvörðun um að segja upp störfum. Hólmar Magnússon, formaður Starfs- mannafélags Keflavíkur, segir að ekki verði ákveðið hvernig brugð- ist verði við uppsögnunum fyrr en rætt hafi verið við bæjarstjóra en hann kemur úr sumarleyfi 20. júli nk. „Við skoðuðum stöðuna og könn- uðum hvaða réttindi hver og einn starfsmaður sem sagt var upp hefði,“ segir Hólmar. „Það voru hins vegar engar ákvarðanir teknar um hvernig brugð- ist verði við þessu. Ætlunin er að eiga fund með bæjarstjóra þegar hann kemur úr fríi eftir hálfan mán- uð. Fram að þeim tíma verður beðið með allar aðgerðir," segir Hólmar. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segist ekkert vilja gefa upp um afstöðu sína fyrr en málið hefði verið kannað nánar. „Það er Ijóst að við munum standa á réttindum okkar félagsmanna en málið er í athugun," segir Ögmundur. Borgarráð: Hjólaleig-a í Laug-ardal BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu íþrótta- og tómstundaráðs, að verða við ósk um að komið verði upp aðstöðu fyrir hjólaleigu við tjaldstæðin í Laugardal í sum- ar. Er gert ráð fyrir um 50 reið- hjólum til útleigu. í erindi Geirs Birgis Guðmunds- sonar og Jónasar Þórðarsonar er óskað eftir aðstöðu fyrir rekstur hjólaleigu ásamt tengdri þjónustu við tjaldstæðin. Gera þeir ráð fyrir að leigan geti veitt tveimur mönnum vinnu í þijá tii fjóra mánuði en þeir erú báðir atvinnulausir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.