Morgunblaðið - 08.07.1992, Síða 7

Morgunblaðið - 08.07.1992, Síða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8f JÚLÍ 1992 Heyskapur er haf- inn um allt land SLÁTTUR hófst um mánaðamót júní-júlí víðast hvar á landinu og er spretta þokkaleg. Vætutíð hefur undanfarna daga tafið fyrir bændum á Vestur- og Suðurlandi. Sláttur er jafnvel hafinn á Norðurlandi eystra þó að jörð hafi orðið alhvít í júnímánuði og enn sé snjór í fjöllum. Eyrún Sæmundsdóttir í Sólheima- hjáleigu í Mýrdal sagði að sláttur hefði byijað um mánaðamót júní- júlí, ekki hefði verið vel sprottið en víða hefði heyjast ágætlega. Hún sagði að erfitt hefði verið til útiverka undanfarna daga vegna rigningar og einnig hefði verið vindasamt. Eyrún sagði að góð spretta væri og horfur ágætar. Davíð Pétursson á Grund í Skorradal sagði að allur gangur væri á heyskapnum. Sumir væru nánast búnir á meðan aðrir væru ekki byrjaðir. Davíð sagði að þeir sem væru með rúlluheyskap og hefðu ekki beitt á túnin í vor væru nánast búnir, en þeir sem hefðu beitt hefðu verið að bíða eftir sprettu. Hann sagði að góð spretta væri nú vegna vætutíðar undanfarna daga en þessi væta kæmi jafnframt í veg fyrir að hægt væri að helja heyskap. Valdimar Guðjónsson í Gaul- verjabæ í Gaulveijabæjarhreppi hafði svipaða sögu að segja og Eyrún og Davíð. Valdimar sagði að í síðustu viku hefðu flestir byijað heyskap þegar þurrkur hefði komið og hefðu margir náð heilmikiu, en nú tefði rigning fyrir útiverkum. Sumir væru þó nær búnir að ná því sem væri vel sprottið. Valdimar sagði að kuldi í vor og sólarleysi hefði tafið sprettuna en nú væri hún þokkaleg og horfur ágætar. Björgvin Þóroddsson í Garði í Þist- ilfirði sagði að heyskapur hefði haf- ist um mánaðamót júní-júlí. Hann kvað einstaka bændur vera hálfnaða með sláttinn. Hann sagði að lítil úr- koma í vor og kuldakast í júnímán- uði hefði dregið úr sprettu en hún væri þokkaleg nú. Að sögn Björgvins er það þurrkatíð en ekki vætutíð sem hefur tafið fyrir bændum í nágrenni við hann. Hvernig ferð þú að því að eignast þ18 milljónir? Vinnuskóli Reykjavíkur: Skólastjóri ráðinn til starfa allt árið BORGARRÁÐ hefur samþykkt samhljóða að ráða Arnfinn Jóns- son, skólastjóra Vinnuskólans, til starfa allt árið. í erindi Jóhanns Pálssonar, garð- yrkjustjóra Reykjavíkurborgar, til borgarráðs kemur fram að umfang Vinnuskólans hafi aukist verulega og eru nemendur rúmlega 1.900 og leiðbeinendur á annað hundrað. Það sé því tímabært að ráða skólastjóra til starfa allt árið. „Jafnframt hefur komið fram í skóiamálaráði að æskilegt sé að kom- ið verði á nánu samstarfi grunnskói- anna í Reykjavík og Vinnuskólans svo sem um undirbúning sumarstarfs Vinnuskólans og aðstoð Vinnuskól- ans við grunnskólana hvað varðar vettvangs- og náttúruskoðunarferð- ir, kynningar á ýmsum þáttum at- vinnulífsins o.s.frv." Því er lagt til að ráðinn verði skóla- stjóri að skólanum allt árið og jafn- framt lýsir stjórn Vinnuskóians sig fylgjandi nánu samstarfi við skóla- málaráð og skólaskrifstofur. -----».♦.♦---- Skálholtsvegur: Lægsta tilboð 53% af áætlun LÆGSTA tilboð í lagningu Skál- holtsvegar, frá Skeiðavegi að Helgastöðum, var rétt rúmlega helmingur af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar en tilboð voru opnuð fyrir skömmu. Tilboð þetta er frá Vörubílsljórafélaginu Mjölni. Vegarkafiinn er rúmir 6 km að lengd og á verkið að vinnast í sum- ar. Kostnaðaráætlun var 11 milljónir kr. Tiiboð Mjölnis var 5,8 milljónir rúmar sem er 53,2% af áætiun. Ónn- ur tilboð voru á bilinu 7,6 til 8,6 milljónir kr. Morgunblaðið/Sigurgeir Björn Guð- mundsson borinn til grafar Bjöm Guðmundsson útgerðarmað- ur og kaupmaður var jarðsunginn laugardaginn 4. júlí sl. í Vest- mannaeyjum. Mikill mannfjöldi fylgdi honum til grafar. Á mynd- inni sjást bera kistuna t.v. Árni Johnsen, Guðjón Hjörleifsson og Bragi Ólafsson, en t.h. Arnar Sig- urmundsson, Magnús Jónasson og Jóhann Friðfmnsson. Margir telja sig ekki hafa efni á ab spara þó flestir kjósi oð tryggja fjárhagslegt öryggi sitt og eiga varasjób til ab láta draumana rœtast. Stabreyndin er hins vegarsú ab jafnvel smáar upphœbir eru fljótar ab vaxa. Besta leibin erabgera sparnab ab hluta af „útgjöldum" hvers mánabar. Einstaklingur sem leggur daglega fyrir andvirb! eins sígarettu- pakka, um 225 krónur, frá 25 ára til 64 ára aldurs á ab loknum sparnabartíma 18 milljónir króna, m.v. 7% raunávöxtun. Sparnaburí smáum stíl getur þannig skilab 'O^ S ^ A sér í háum fjárhœbum án teljandi fyrirhafnar. Til ab tryggja þér árangur í sparnabi býburíslandsbanki upp á Spariþjónustu. Þú getur samib um þrjár mismunandi leibir til ab koma á reglubundnum sparnabi: 1. Meb sjálfvirkri millifærslu af tékka- eba sparireikningi. 2. Meb mánabarlegri skuldfœrslu á greibslukort. 3. Meb heimsendum gírósebli. íslandsbanki býbur upp á mismunandi Sparileibir sem bera góba ávöxtun. Þjónustufulltrúar bankans eru tilbúnir oð finna hagstæbustu leibina fyrirþig. Þú finnurrétta svarib og réttu Sparileibina þína í reglubundnum sparnabi meb abstob Spariþjónustu íslandsbanka. Spariþjónusta íslandsbanka | - rétta svarib vib reglulegum sparnabi! a s u_ < Q

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.