Morgunblaðið - 08.07.1992, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1992
Efnilegnr
söngvari
_____Tónlist_____
Jón Ásgeirsson
Maren Finnsdóttir, sem stund-
ar söngnám á Ítalíu, notaði sum-
arleyfi sitt til að halda tónleika
að Gerðubergi, sl. mánudag og
naut þar til aðstöðar Ólafs Vign-
is Albertsson píanóleikara. Á
efnisskránni voru söngverk eftir
Bellini, Rossini, Verdi, Mozart,
Gounod, Puccini og Bizet, allt
vinsæl og erfið verkefni.
Það eina sem í raun er hægt
og sanngjarnt að segja um söng
Marenar, er að henni er gefin
sú Guðsgjöf, sem heitir frábær-
lega falleg og mikil rödd og
músikgáfa, sem þó er enn nokk-
uð hamin af meðvitaðri tækniút-
færslu, er lýtur t.d. að öndun og
tónmótun. Túlkun og „syngj-
andi“ raddarinnar verður ekki
frjáls fyrr en tæknin hefur náð
því þjálfunarstigi að vera ósjálf-
rátt og eðlilegt tæki, en ekki eitt-
hvað, sem verið er að ná valdi á
og þjálfa. Hvað þetta snertir er
Maren nokkuð snemma á ferð:
inni með sína fyrstu tónleika. í
lögunum eftir Rossini, La pro-
messa og L’invito, svo og Lo
spazzacamino, eftir Verdi, brá
fyrir blómstrandi fallegum söng
EIGNAMIÐDOMN hf
Sími 67-90-90 - Síðumúla 21
Kringlan
Til sölu glæsileg kvenfataverslun í gömlu Kringlunni.
Fallegar innr. Góð vörumboð. Verslun í vexti. Góður
sölutími framundan. Langur leigusamningur fyrir hendi.
Upplýsingar aðeins á skrifstofu hjá Sverri Kristinssyni
eða Guðmundi Skúla Hartvigssyni.
1 51 57fl LÁRUS Þ- VALDIMARSSOM framkvæmdastjori
L I I v'U’LlO/U KRISTINN SI6URJÓNSS0N, HRL. lóggiltur fasteignasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Úrvalsíbúð við Ofanleiti
Endaíb. 4ra herb. 104 fm. 3 góð svefnherb. Sérþvhús. Tvennar svalir.
Bflsk. m. geymslurisi. Langtlán kr. 5,9 millj. Eign i sérfl.
Einbhús - gott verð - eignaskipti
Glæsil. steinhús ein hæð 130 fm. Bílsk. 36 fm. Nýendurbyggt og stækk-
að á útsýnisstað í Suðurbænum. í Hafnarf. Ræktuð lóð 630 fm.
Endurbyggð sérhæð
í gamla góða Vesturbænum 3ja herb. neðri hæð, 99,3 fm nettó. I kj.
fylgir rúmg. geymslu- og föndurherb. Eignarlóð. Þríbýli. Langtlán kr.
5,0 millj. Eign í sérfl.
Góðar 3ja herb. íbúðir
m. bílskúrum við Álftamýri og Hrafnhóla. Eignask. mögul.
Ennfremur góð 3ja herb. mikið endurn. íb. skammt frá Ellih. Grund.
Skammt frá Fossvogsskóla
5 herb. góð íb. á 2. hæð 120 fm. 4 svefnherb. Sérþvhús. Bílsk. Fráb.
staður. Tilboð óskast.
Hveragerði - einbhús - eignaskipti
Gott timburhús 117,4 fm nettó. Vel með farið á ræktaðri lóð v. Borgar-
heiði. 4 svefnherb. Bílsk. m. geymslu 29,3 fm. Eignask. mögul.
Á söluskrá óskast - traustir kaupendur
2ja herb. fbúð í Árbæjarhverfi eða Fossvogi.
Einbýlishús í borginni eða Norðurbænum í Hafnarfirði.
Raðhús í borginni eða nágrenni 100-120 fm.
Einbýlishús á einni hæð helst miðsvæðis í borginni.
Margir bjóða miklar og örar peningagreiðslur. Ýmis konar eignaskipti.
• • •
Einbhús og 3ja-4ra herb. íb.
óskast f gamla Austurb.
Opið á laugardaginn.
Kynnið ykkur laugardags-
auglýsinguna. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
I lurgmMup it>
" Blaóió sem þú vakrnr vió!
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
Maren Finnsdóttir
og af óperuaríunum var O, mio
babbino caro, eftir Puccini best
sungið. Þrátt fyrir ýmis „nervös“
augnablik, var framsetning Mar-
enar örugg og naut hún þar
góðs stuðnings frá Ólafi Vigni
Albertssyni.
Maren Finnsdóttir er efnileg
söngkona og takist henni að
heyja sér meiri forða kunnáttu
og tækni, mun henni búnast vel,
því ærna hefur hún hæfileikana,
ríkidæmi fagurrar og mikillar
raddar, sem ætti að vera henni
dijúgt veganesti til ferðar þeirr-
ar, „að syngja fyrir þjóðir“.
„Dagur villandi sýn“
Bókmenntir
Jón Stefánsson
STEINFUGLAR. Ljóð. Friðrika
Benónýs.
Eigin útgáfa. 1992.
Friðrika Benónýs er ekki mælskt
skáld, hún er þvert á móti afar
spör á orðin og hefur strax í sinni
fyrstu bók tekið þá stefnu að segja
alltaf færri og færri orð:
Veruleikur
Ekkert meir
aðeins tómið
og ástin
sem var
ekki horfin
í kófínu
svarta
Bókin Steinfuglar skiptist í
fimm hluta og inniheldur 32 ljóð.
Fyrsta ljóð bókarinnar, Veruleikur,
gefur tóninn; á eftir fylgja ljóð í
sama meitlaða stíl, og dimmt yfir
þeim flestum. Yrkisefni Friðriku
bjóða heldur ekki uppá mikla
kátínu. Hún yrkir um einmanaleg-
ar barferðir, sorg, bölsýni og ást-
ina. Ef ástin hefur einhvern tímann
fært ljóðmælandanum Ijós og gleði,
þá gerir hún það ekki í dag. Ástin
er bara „útvötnuð ýsa/á alt-
ari/hljóðbylgjanna, eða minning
sem færir fátt annað en sársauka:
Nóg kveðið
í hamrinum
þagna
þú skijáfur
í tætlum
aldraðra bréfa
vík burt
og sjást
ekki meir
Meitlaður stíll Friðriku gerir
kröfu til lesandans, sem verður í
flestum tilvikum að lesa ljóðin oft-
ar en einu sinni svo þau ljúkist upp
fyrir honum. En stíllinn gerir ekki
síður kröfu til skáldsins. Við eigum
skáld sem valda honum afar vel,
ég nefni Geirlaug Magnússon og
Sigfús Bjartmarsson, en mér sýn-
ist sem þessi tvö skáld hafi haft
einhver áhrif á Friðriku. Hættan
við svona stíl er að skáldið höggvi,
skeri burt of mörg orð, jafnvel
orðin sem voru brúin milli lesand-
ans og skáldsins. Ljóðin eru því
lokuð fyrir flestum öðrum en skáld-
inu, eins og ljóðið Og allir hinir
Jónarnir:
Það er kalt
við kórbak
sýnist líkum
vanans
og munar
í ylinn.
Steinfuglar er auðvitað tákn-
rænn titill; fuglar orðnir að steini
fljúga ekki meir. Titillinn á líka
vel við ljóðin í bókinni sem reyna
mörg hver að tjá tilfinningar sem
eitt sinn flugu en eru núna ráðvillt-
ar og „reikandi/leitandi lausna/í
myrkri. Treginn og bölsýnin er
ráðandi. Mér varð stundum hugsað
til nýrómantísku skáldanna þegar
ég hnaut um línur á borð við þess-
ar:
vandkvæðum bundið
að rata í ljósinu
dagurinn villandi sýn
Eða þessar:
draumurinn
deginum sterkari
lygin
Ijúfsárust alls
Nýrómantísku skáldin hafa auð-
vitað ekki einkarétt á bölsýni og
birtufælni á þessari öld, oft má
Friðrika Benónýsdóttir
rekast á álíka stemmningar í fyrstu
bókum höfunda. En þó Steinfuglar
sé fyrsta bók Friðriku, er fátt un-
gæðislegt við ljóðin og bak við þau
þykist ég skynja reynslu af ljóðum
og lífi. Tæknilega séð er Steinfugl-
ar líka vönduð bók og í henni eru
nokkur ljóð sem óhætt er að staldra
við. Helsti gallinn er niðurskurður-
inn; sum ljóðin eru einfaldlega of
tálguð hjá Friðriku; hún hefur tálg-
að kraftinn úr þeim. Fáorð ljóð
geta verið geysi kröftug, maður
skynjar samþjappaðan kraft bak
við hvert orð því skáldið er búið
að koma mörgum orðum fyrir í
eitt; stutt hnitmiðað ljóð getur veg-
ið jafn mikið og pláneta. En Frið-
rika hefur ekki ennþá þvílíkan
kraft. Auðvitað ber þó að hafa í
huga að Steinfugiarev fyrsta ljóða-
bók hennar, og það er ekkert ann-
að en ósanngirni í mér að kreijast
mikilla landvinninga í fyrstu bók.
Steinfuglar hafa gert Friðriku að
skáldi, það eru miklir landvinning-
ar.
Tónlistartölvur fyrir fatlaða kynntar
Glæsilegt parhús
FULLTRÚAR frá The Drake
Research Project, breskri góð-
gerðastofnun, sem þróar tölvu-
búnað til að auðvelda fötluðum
tónlistariðkun og tónsköpun,
eru nú staddir hér á landi. Stofn-
unin hefur hlotið styrk frá Lista-
og menningarráði Bretlands til
að gera hér kvikmynd, „Handan
þagnarinnar“. Þá verður hald-
inn kynningarfundur á mánu-
dag um starfsemi stofnunarinn-
ar.
Í kvikmyndinni verður íslenskt
landslag í forgrunni, en tónlistin
samin af íjölfötluðum einstakling-
um, sem og heilbrigðum. Tölvum
og tölvutækni verður beitt við tón-
smíðamar.
Adele Drake heldur kynningar-
Dverghamrar
- Vestmannaeyjum
Glæsilegt parhús á mjög góðum
stað við Dverghamra. Góð stofa,
4-5 góð svefnherbergi, eldhús
m/nýl. innréttingu, gott baðher-
bergi o. fl. Fordyri, þvottahús
og geymslur. Innbyggður bíl-
skúr. Állt nýmálað og í góðu
ásigkomulagi. Makaskipti á ein-
býlishúsi á Selfossi æskileg.
Höfum jafnframt fjölda annarra
eigna á skrá á Suðurlandi.
Nánari upplýsingar hjá
Lögmönnum Suðurlandi - fast-
eignasölu, Austurvegi 38,
Selfossi, sími 98-22988.
fyrirlestur í Sjálfsbjargarhúsinu
Hátúni 12 á mánudaginn, 13. júlí,
frá kl. 14-18 og fá fatlaðir ókeyp-
is aðgang. í framhaldi af fyrir-
lestrinum verður boðið upp á nám-
skeið þriðjudaginn 14. júlí frá kl.
10 og fá fatlaðir ókeypis aðgang.
í fréttatilkynningu segir, að fyr-
irlesturinn og námskeiðið höfði til
allra sem starfi með fötluðum, iðju-
þjálfa, sjúkraþjálfa, kennara, tón-
listarfólks, tölvuáhugafólks, skóla-
nema og ekki síst til fatlaðra tón-
listarmanna.
Tölvumiðstöð fatlaðra, verslunin
Tölvuríkið og Tónstofa Valgerðar
hafa aðstoðað Drake hópinn við
undirbúning heinsóknarinnar og á
Tónstofunni eru veittar nánari
upplýsingar.
Tölvubúnaður til að auðvelda fötluðum tónlistariðkun og tónsköp-
un verður kynntur í Sjálfsbjargarhúsinu.