Morgunblaðið - 08.07.1992, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.07.1992, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1992 Hvers vegna tvíhliða samningur í stað EES? eftir ÖlafRagnar Grímsson Raunsæi. Afdráttarlaust raun- sæi. Það er mikilvægasti eiginleik- inn þegar lítil þjóð markar sam- skipti sín við önnur ríki. Raunsæið verður að ráða mati á niðurstöðum samninganna um Evrópskt efna- hagssvæði. Bæði Evrópubandalagið og öll hin EFTA-ríkin hafa hafnað því sem í upphafi var kjarninn í hugmyndunum um Evrópskt efna- hagssvæði: Að skapa varanlegt við- skiptasvæði utan EB. Nú hafa þau ákveðið að fara aðra leið. Evrópubandalagið og hin EFTA-ríkin munu í september hefja formlegar viðræður um stækkun EB. Ríkisstjóm íslands og Alþingi verða að hafa raunsæi til að viður- kenna þessa afdrifaríku staðreynd. Það má hvorki láta persónulega draumsýn og metnað Jóns Baldvins Hannibalssonar eða fiokkspólitíska hagsmuni Alþýðuflokksins villa sér sýn. EES tilheyrir einfaldlega veröld sem var. Hvað hefur breyst? í skýrslu sinni til Alþingis í vor sagði utanríkisráðherra: Þegar samningamir um EES hófust fyrir þremur ámm var heimurinn allur annar en hann er nú. Þetta er vissu- lega rétt. En þær breytingar hafa ekki aðeins áhrif á heiminn, þær hafa líka kippt stoðunum undan EES. Hugmyndafræði Delors, sem lögð var til grundvallar í upphafí, var að byggja tveggja stoða viðskipta- kerfi í Evrópu: Ytri hring EFTA- ríkja og innri hring EB. Nú hefur veríð ákveðið að kippa EFTA-stoð- inni burtu. Eftir stendur ákvörðun allra EFTA-ríkjanna nema íslands — aðeins Noregur á eftir að leggja fram formlega umsókn en ríkis- stjóm landsins hefur tekið sína ákvörðun — að hefja samninga um aðild EFTA-ríkjanna að EB. Þar með er ísland nú þegar, áður en EES-samningurinn er staðfestur í nokkru aðildarríkjanna, orðið eitt á báti. Leiðtogafundur Evrópubanda- lagsins sem haldinn var í Lissabon 26.-27. júní tók þá formlegu ákvörðun að hefla viðræður við EFTA-ríkin um aðild að EB. Fyrst verður um könnunarviðræður að ræða, en það er sama aðferðin og beitt var í EES-ferlinu, og síðan verður verkefninu lokið með form- legum samningaviðræðum. Það er því staðreynd að bæði Evrópubandalagið og hin EFTA-rík- in hafa nú þegar ákveðið þá stefnu að leggja EES og EFTA niður á næstu tveimur til þremur árum. Þar með hafa samningsaðilar okkar dæmt EES úr leik sem framtíðar- skipan. Þeir hefja nú þegar viðræð- ur um annað og það áður en EES hefur verið staðfest í nokkm landi. Satt að segja er það sérkennilegt að hvorki utanríkisráðherra né rík- isstjóm íslands hafa flutt hinum samningsaðilunum að EES undmn íslenskra stjómvalda yfir þessu framferði ríkja sem talið var í góðri trú að ætluðu sér að vera samferða Íslandi. Það er fáheyrt í alþjóðlegum samskiptum að þeir, sem setið var með við samningagerð, og ríkin sem samið var við fari formlega að semja um allt annað en viðkomandi samn- ing áður en niðurstöður hans hafa verið staðfestar af þjóðþingum. Eg fullyrði að ekki er hægt að fínna neitt dæmi um slíkt framferði í al- þjóðlegum samskiptum. Það er staðreynd sem íslendingar verða að horfa á að EFTA-ríkin og EB hafa í engu hirt um Island í þessari ákvarðanatöku síðustu mán- uði. Auðvitað reynir utanríkisráð- herra að breiða yfír þessa óþægilegu staðreynd. Ástæðan er að hún er lítillækkandi bæði fyrir ísland og utanríkisráðherrann sjálfan. Staða íslands nú er álíka og hjá ferðamanni sem settist á sínum tíma upp í rútu og allir sem ætluðu með honum í ferðina sögðu: Jú, nú keyr- um við saman í EES. En þegar ferð- in var varla byijuð og rútan ekki einu sinni komin út úr bænum, kom í ljós að allir samferðamennimir (hin EFTA-ríkin) og bílstjórinn sjálf- ur (EB) voru búin að ákveða án þess að láta ísland vita að keyra bara heim til bílstjórans, stækka EB með aðild EFTA-ríkjanna. í rút- unni era síðan hafnar hrókasam- ræður um þennan nýja áfangastað án þess að ræða nokkuð við Island um hina nýju akstursleið. ísland sit- ur eitt eftir líkt og ferðamaðurinn aftast í rútunni, tuldrandi enn um EES, þegar allir aðrir farþegar og bflstjórinn sjálfur hafa ákveðið að keyra annað, ætla að stoppa bara eins stutt og hægt er á EES-stöð- inni. EB-aðild eða sjálfstæður viðskiptasamningur í raun felur framtíðarskipan sam- skipta íslands og Evrópubandalags- ins í sér aðeins tvo kosti. Annar er að fylgja EFTA-ríkjunum inn í EB. Hinn er að gera sérstakan og sjálf- stæðan samning við EB um við- skipti og samvinnu. Sá samningur yrði mun einfaldari í sniðum en EES-samningurinn. Hann yrði án stofnanabáknsins. ísland og EB yrðu jafn réttháir aðilar en í EES er EB æðra í allri ákvarðanatöku um ný lög og reglur. Samningurinn um EES, sem í upphafi átti að vera varanleg lausn á samskiptum EFTA og EB, hefur þegar verið dæmur úr leik sem slík- ur af öllum samningsaðilum okkar. Fyrir ári síðan þegar utanríkisráð- herra trúði enn að hugmyndafræði Delors frá 1989 um tveggja stoða viðskiptakerfí yrði til frambúðar, gaf hann kynningarfundum sínum um EES-samninginn, sem haldnir vora í öllum kjördæmum, heitið: Vegabréf inn í 21. öldina. Það vega- bréf — samningurinn um EES — mun hins vegar renna út löngu áður en ný öld gengur í garð, jafnvel áður en núverandi kjörtímabili lýkur! íslendingar þurfa því að fínna sér nýtt vegabréfinn í 21. öldina. Marg- ir era þegar farnir að mæla með aðild íslands að EB. ísland eigi að setjast uþp í aðildarlestina með hin- um EFTA-ríkjunum. Þetta sjónar- mið á öfluga talsmenn í Verslunar- ráði og Félagi íslenskra iðnrekenda; það á töluvert fylgi innan Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks; jafnvel utanríkisráðherrann sjálfur reyndi að ýta aðildarumræðunni formlega úr vör þegar hann birti Alþingi skýrslu sína í mars. Sú tilraun mis- tókst en hann mun áreiðanlega reyna aftur. Þeir sem efast um að utanríkis- ráðherrann og margir aðrir stuðn- ingsmenn EES-samningsins líti nú á hann fyrst og fremst sem forspil að EB-aðiId ættu að lesa grannt skýrslu utanríkisráðherra til Alþing- is. Þar birtust m.a. eftirfarandi dóm- ar utanríkisráðherrans sjálfs um EES: „Hinar pólitísku forsendur sem leiddu til EES-samninganna virðast ekki eiga við lengur, hvorki við EB né EFTA.“ (bls. 12). „Trúir því einhver að Evrópskt efnahagssvæði fái staðist sem tveggja stólpa brú, sem hvílir ann- ars vegar á stólpa útvíkkaðs Evr- ópubandalags með 17 aðildarríkjum og 370 milljónum íbúa og hins veg- ar á brúarstólpa íslands og Liecht- ensteins, með innan við 300 þúsund íbúa?“ (bls. 13). Reyndar er hægt að færa skýr rök fyrir þeirri skoðun að fallist menn fyrirvaralaust á EES-samn- inginn og fyrst aðrar EFTA-þjóðir hafa nú sótt um EB-aðild þá sé rökrétt fyrir ísland að sækja líka um aðild. Þetta sjónarmið er vissu- lega röklega fullgilt út frá forsend- um eindregins stuðnings við EES- samninginn. Það er nefnilega ekki hægt að draga afdráttarlausa stöðv- unarlínu milli EES-samningsins og EB-aðildar. Þess vegna munu margir — með réttu — segja að fullgild EB-aðild sé raunhæfari kostur en áhrifalaus bráðabirgðasess innan EES, sér- staklega þar eð allir aðrir farþegar í EES-rútunni hafa ákveðið að fara bara heim með bílstjóranum, Evr- ópubandalaginu. Hvað sem líður hinum upphaflega tilgangi EES, eins og hann var út- færður af Delors og leiðtogum EFTA-ríkjanna árið 1989, þá er ljóst að EES er nú ekki orðið annað en bráðabirgðabiðstöð fyrir lönd sem eru þegar farin að semja formlega um aðild að EB. Þeir sem trúðu því lengi vel að EES yrði annað og meira verða að hafa raunsæi og kjark til að horfast í augu við þessa staðreynd. Öil formerkin hafa breyst og þar með er útkoman orðin önnur. Við sem höfnum aðild að EB sem vænlegum kosti fyrir ísland í fram- tíðinni, hljótum því nú þegar að hefjast handa um aðrar lausnir. Það er ekki efni þessarar greinar að færa rök fyrir því hvers vegna Al- þýðubandalagið hafnar aðild íslands að EB. Þar ber margt til: Sérstöðu íslands sem eyríkis í miðju Norður- Atlantshafí, forræði okkar á auð- lindum lands og sjávar, varðveisla lýðræðis og sjálfsákvörðunarréttar. Bákn skrifræðisins í Brassel er í andstöðu við sjálfstæðishefð íslend- inga. Það er byggt til að þjóna fyrst og fremst hagsmunum stórríkja og fyrirtækjarisa. Hagur smáríkja ræð- ur þar ekki för. Ef við höfnum að verða samferða hinum EFTA-ríkjunum inn í EB þá er sjálfstæður samningur íslands og EB um viðskipti og samvinnu eini raunhæfí kosturinn. Alþýðubandalagið hefur sett fram formlega tillögu um slíkan sjálf- stæðan samning, tillögu sem var einróma flutt af þingflokki og fram- kvæmdastjóm og staðfest með af- gerandi hætti af miðstjóm flokks- ins. Mikil og breið samstaða ríkir um þessa tillögu enda er hún raun- hæfasti kosturinn sem íslendingar eiga völ á í þeirri stöðu sem nú hefur skapast. Það væri mikill skaði fyrir ís- lenska hagsmuni ef haldið verður áfram að strekkjast með EES-samn- inginn eins og ekkert hafi í skorist i stað þess að fara á raunhæfan hátt að ræða um tímasetningu og aðferðir við að koma á tvíhliða samningi íslands og Evrópubanda- lagsins. Þrjár aðferðir Þegar horfst hefur verið með raunsæi í augu við þá staðreynd að íslendingar eiga bara um tvo kosti að velja varðandi framtíðarskipan í samskiptum landsins við EB og fyrri kostinum — aðild að EB — er hafn- að, þá er nauðsynlegt að taka strax á dagskrá hvenær og hvernig á að gera sjálfstæðan tvíhliða samning og hvert á að vera efni hans. Þrjár aðferðir koma til greina: 1. aðferð. Fyrsta aðferðin er að staðfesta EES-samninginn og bíða svo bara aðgerðarlaus eftir því að hin EFTA- ríkin gangi í EB. Vona að það drag- ist sem lengst og hefjast þá fyrst handa þegar dánarvottorð EES hef- ur formlega verið undirritað. Þetta er sú aðferð sem utanríkis- ráðherrann mælir með. Þar ráða mestu persónulegir og pólitískir Ólafur Ragnar Grímsson „Ef ísland hafnar að verða samferða hinum EFTA-ríkjunum í að- ildarumsókn að EB, þá er eina raunhæfa leiðin að hefja nú þegar í haust formlegar samn- ingaviðræður milli Is- lands o g EB um fram- tíðarskipan samskipta landsins við bandalagið, sjálfstæðan tvíhliða samning milli Islands og EB um viðskipti og samvinnu.“ hagsmunir hans og Alþýðuflokks- ins. Þessi aðferð er hins vegar greinilega verst fyrir hagsmuni ís- lands. Verði hún valin er ljóst að ísland einangrast í óvissu og bið- stöðu þar eð öll önnur EFTA-ríki halda áfram nú þegar í haust og á næsta ári að þróa í formlegum við- ræðum framtíðarskipan sína við EB. Þessi aðferð er leið aðgerðaleysis og stöðugrar óvissu sem dæmir ís- land til að vera utangátta, eina land- ið sem bindur trúss sitt við módel (EES) sem allir aðrir eru önnum kafnir við að komast burtu frá sem fyrst. Þá ber einnig að hafa í huga ýmsa aðra galla á EES en nánar verður vikið að nokkrum þeirra í samanburði á EES og tvíhliða samn- ingi. 2. aðferð. Önnur aðferðin er að biðja strax um formlegar viðræður við Evrópu- bandalagið um tvíhliða samning en staðfesta EES-samninginn sem bráðabirgðaúrræði. Hægt er að færa ýmis rök fyrir þessari aðferð. Hún felur í sér að um leið og EB og hin EFTA-ríkin ræða formlega um aðild og stækkun EB þá verði samhliða formlegar viðræður við ísland um þá framtíðarskipan sem ætlað er að koma á í tvíhliða samn- ingi milli íslands og EB. ísland ein- angrast þá ekki frá viðræðuferlinum í Evrópu líkt og í leið utanríkisráð- herrans. Staðreyndin um bráða- birgðaeðli EES yrði lögð til grund- vallar í samningum íslands og EB líkt og samningum hinna EFTA- ríkjanna og EB. Megingallinn við þessa aðferð felst hins vegar í NEI-hlutverki ís- lands innan EES. Stjórnskipan Evrópska efnahags- svæðisins er eins og kunnugt er miðuð við að EFTA-ríkin tali einni röddu gagnvart EB í stofnunum EES-svæðisins. Sú stofnanaupp- bygging var vissulega skynsamleg þegar öll EFTA-ríkin ætluðu sér að vera saman í varanlegu viðskipta- kerfi án EB-aðildar. Það sem í upp- hafi var skynsamlegt snýst hins vegar algerlega í andhverfu sína þegar þeir sem eru EFTA-megin eru komnir með gjörólík markmið. Nú hafa öll hin EFTA-ríkin ákveðið það markmið að ganga í EB. Þá gerbreytist allt inntak stofn- anakerfis EES. Hin EFTA-ríkin, sem strax í haust verða komin á kaf í samningaviðræður um inngöngu í EB, munu eðlilega vilja samþykkja allar tillögur EB í EES-stofnunum um breytingar á lögum og reglum EES. Slíkt greiðir fyrir aðildarvið- ræðum EFTA-ríkjanna við EB. Þessi EFTA-ríki ætli hvort sem er inn í EB og þau þurfa að sanna það í viðræðunum að þau ætli sér að verða gjaldgengir aðilar í Evrópu- bandalaginu. Þau munu því alltaf og undantekningalaust vilja segja JÁ innan stofnana Evrópska efna- hagssvæðisins. Island verður hins vegar eina rík- ið í stofnunum EES sem hefur ann- að markmið. Það ætlar sér að vera utan EB og þarf þess vegna í fjöl- mörgum tilfellum að segja NEI við hinum ýmsu tillögum EB um ný lög og reglur. Það er reyndar meginrök- semd utanríkisráðherrans fyrir EES að íslendingar geti sagt NEI í EES- stofnunum. Slíkt væri vissulega gott og biessað ef að hin EFTA-rík- in myndu líkt og við segja NEI. Það er hins vegar ljóst að það munu þau ekki gera vegna þess að markmið þeirra hefur gjörbreyst. Nú vilja þau inn í Klúbbinn svo notað sé orðalag Franz Andriesens. Til að sanna ágæti sitt í augum EB og fá aðild sem fyrst er rökrétt fyr- ir þau að segja ætíð JÁ í EES-kerf- inu meðan það er við lýði. ísland yrði þess vegna sett í al- gjörlega óþolandi stöðu í stofnana- kerfí EES. Annað hvort yrði ísland að segja JÁ við öllum tillögum EB eins og hinir vilja og beygja sig þar með í reynd undir algert ákvörðun- arvald Evrópubandalagsins — eða ísland yrði að segja NEI hvað eftir annað og skemma þannig fyrir hin- um EFTA-ríkjunum aðlögun þeirra að EB-aðild, þ.e. ný lög og reglur myndu þá ekki taka gildi gagnvart þeim EFTA-ríkjum sem vilja ganga I EB. NEI-hlutverk íslands í EES myndi ganga þvert á hagsmuni ann- arra EFTA-ríkja, koma í veg fyrir að þau gætu tekið upp reglur EB og á skömmum tíma eitra mjög öll samskipti íslands og hinna EFTA- ríkjanna og reyndar líka samskipti íslands og EB. ísland yrði dæmt til að vera innan EES í hlutverki þess sem á ensku heitir spoiler , þ.e. sá sem skemmir, er til trafala, eyðileggur. Það er afar vond leið í utanríkis- málum að land setji sig i stöðu þar sem það verði annað hvort að hlýða öllu sem aðrir vilja eða skapa sér óvinsældir og andstöðu allra hinna, að vera skemmdarvargur. Það yrðu hins vegar örlög íslands í EES þar sem aðildarumsóknir hinna EFTA- ríkjanna hafa gjörbreytt hinu upp- haflega eðli EES-stofnananna. Það sem gat verið kostur — að EFTA- ríkin töluðu einni röddu í EES — snýst í algera andstöðu þegar mark- mið hinna EFTA-ríkjanna tekur stakkaskiptum. Atburðarásin hefur því dæmt ís- land til að eyðileggja jafnt og þétt fyrir samstarfsríkjum okkaj þá braut sem þau vilja ganga ef ísland leggur sjálfstæðan mælikvarða á ákvarðanir í EES-stofnunum. Slíkt myndi á skömmum tíma eyðileggja þau góðu samskipti sem við höfum átt við hin EFTA-ríkin á undanförn- um árum. Góðvild gagnvart íslandi myndi á skömmum tíma snúast upp í mikið ergelsi og fjandskap vegna þess að ísland væri að hindra auðvelda og fljótvirka aðlögun hinna EFTA-ríkj- anna að lögum og reglum Evrópu- bandalagsins. Það er ekki skynsamlegt að velja leið sem skemmir bara samskipti smáþjóðar við nágrannalöndin. Þar að auki er rétt að hafa í huga að Norðmenn eru helstu keppinautar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.