Morgunblaðið - 08.07.1992, Síða 18

Morgunblaðið - 08.07.1992, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1992 LOKUN BANKAVIÐSKIPTA FISK VINNSLUNN AR HF. A BILDUDAL „ÉG ÓTTAST um afdrif Fiskvinnslunnar og veit að henni verður ekki bjargað nema með verulegum og sértækum aðgerðum," seg- ir Magnús Björnsson stjórnarformaður fyrirtækisins. Hann segir að þó að skuldir Fiskvinnslunnar hf. og Útgerðarfélags Bílddæl- inga séu miklar þá séu þær ekki meiri en sem nemi eðlilegu sölu- verði skipa fyrirtækisins. „Leggist Fiskvinnslan hf. af þá þýðir það gjaldþrot tuga fjölskyldna hér. Það fólk hefur ekki í nein hús að venda eins og atvinnuástandi er háttað í landinu“, segir Magnús. Magnús segir að undanfarin ár hafi Fiskvinnslan skilað toppfram- leiðni en það hafi ekki dugað til þess að hafa undan afborgunum af lánum. Á meðan á fundi þingmanna Vestfjarða og hreppsnefndar- manna á Bíldudal stóð í gær barst stjórn Fiskvinnslunnar skeyti frá Landsbankanum þar sem stjóm og framkvæmdastjórn Fiskvinnslunn- ar er boðuð á fund nk. föstudag. „Ég set allt mitt traust á banka- stjórnina og þennan fund“, segir Magnús, „og vona að þeir gefi okk- ur svigrúm til að vinna okkur út úr þessum vanda.“ Að sögn Magn- úsar hefur bæði leynt og ljóst verið talað um að 200 milljónir þurfi til að gera fyrirtækin tvö á Bíldudal vel rekstrarhæf, annað hvort með afskriftum eða auknu hlutafé. Magnús segir að nauðarsamningar hafi verið nefndir í því sambandi.. Íslíkum samningum væru gjarnan afskrifaðar þær skuldir fyrirtækja sem ella töpuðust við gjaldþrot og kveðst Magnús telja það hugsan- lega leið eins og staða Fiskvinnsl- unnar er nú. Fiskvinnslan hf. hefur starfað í rúm 15 ár og Útgerðarfélag Bíld- dælinga frá árinu 1986. Við stofn- un beggja fyrirtækjanna lögðu Þingmennirnir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Sighvatur Björgvins- son og Matthías Bjarnason við upphaf fundar á hreppsskrifstofunni á Bíldudal. margir einstaklingar á Bíldudal til hlutafé. Þó að þetta hlutafé vegi ekki þungt í prósentum er kaldr- analegt að sumt starfsfólk Fisk- vinnslunnar á nú yfir höfði sér uppsögn frá fyrirtæki sem það hef- ur lagt sitt af mörkum við að koma á laggimar. Viljum helst leggja upp hér - segir Sindri Björnsson skip- stjóri SJOMENN á níu 10 til 20 tonna bátum frá Bildudal halda áfram veiðum þótt vinnsla aflans liggi niðri í landi. Bátarnir stunda bolfiskveiðar, ýmist á dragnót eða handfæri. „Við viljum auðvitað helst koma okkar afla í vinnslu hér, en á meðan þetta ástand varir setjum við aflann á markað annars stað- ar, líklega á Patreksfirði“, segir Sindri Már Björnsson skipstjóri á Hallgrími Ottóssyni BA, sem landaði 6 tonnum af þorski á Bíldudal í gær. Landað úr dragnótabátnum Ými BA á Bíldudal í gær, sjómaður- inn gefur heimamanni kola í soðið. Morgunblaðið/Róbert Sohmidt Komið til fundarins um vanda Fiskvinnslunnar i gær, f.v. Finnbjöm Bjarnason hreppsnefndarmaður á Bíldudal, Finnur Sveinbjörnsson hagfræðingur í viðskiptaráðuneytinu, Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra og Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður. í baksýn sést niður á höfn á Bíldudal. Heimamenn gera sér von- ir um bráðabirgðalausn Landsbankinn boðar stjóm Fiskvinnslunnar hf. á fund á föstudag Bíldudal. Frá Trausta Ólafssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. HREPPSNEFND Bíldudals, þingmenn Vestfjarðakjördæm- is, forstjóri Byggðastofnunar og fulltrúi frá Viðskiptaráðu- neyti funduðu um lokun Landsbankans á viðskiptum við Fiskvinnsluna hf. á Bíldudal í gær. Fundurinn samþykkti tilmæli til viðskiptaráðherra um að hann taki málið upp við stjórn Landsbankans. Eftir fundinn eru heimamenn bjartsýnni en áður á að bráðabirgðalausn finnist á vanda Fiskvinnslunnar. Samt eru margar blikur á lofti og ljóst að grípa þarf til verulegra aðgerða til þess að koma rekstri fyrirtækjanna tveggja á Bíldudal á raunhæfan grundvöll. í því sambandi hafa nauðarsamningar verið nefndir. Stjórn Landsbankans boðaði með skeyti í gær stjórn og fram- kvæmdastjórn Fiskvinnslunnar á fund nk. föstudag. Sam- kvæmt skeytinu er efni fundarins aðeins lokun bankans á viðskipti við fyrirtækið en heimamenn vona að fundarboð- ið tákni möguleika á áframhaldandi rekstri. Vona að við fáum svigrúm til að vinna úr vandanum - segir Magnós Björnsson sljórnar- formaður Fiskvinnslunnar hf. Niðurstaða fund- ar þingamanna og hreppsnefndar: Viðskiptaráð- herra ræði við stjórn Landsbankans HREPPSNEFNDIN á Bíldudal hafði forgöngu um að þingmenn Vestfjarðakjördæmis, forsljóri Byggðastofnunar og fulltrúi frá Viðskiptaráðuneytinu komu á fund með sveitarsljómarmönn- um á Bildudal í gær til þess að ræða þann vanda sem steðjar að Bílddælingum eftir að Lands- bankinn lokaði viðskiptum við Fiskvinnsluna hf. Bankanum var boðið að senda fulltrúa á fundinn en það boð var ekki þegið. Matthías Bjamason, 1. þingmað- ur Vestfirðinga, var talsmaður fundarmanna eftir fundinn. Hann sagði að á fundinum hefðu menn rætt þá aðferð sem Landsbankinn beitti við lokun viðskipta við Fisk- vinnsluna. Fundurinn samþykkti ályktun til viðskiptaráðherra með þeim tilmælum að hann athugi lok- unina á bankaviðskiptum við fyrir- tækið og ræði um úrlausn við stjórn Landsbankans. „Bankinn heyrir undir viðskiptaráðherra og því er eðlilegt að hann taki á málinu“, segir Matthías. Um heildarvanda Fiskvinnslunnar hf. sagði Matthías að hún stafaði ekki síst af því að mikill niðurskurður hefði orðið á þorskveiðum undanfarin ár en nefndi einnig aðra áhrifavalda eins og fastgengisstefnu og óhóflega háa raunvexti. Sveitarsjóður þolir ekki langfvarandi stöðvun Fisk- vinnslunnar - segja oddviti og sveitar- stjóri Bíldudals „ÁRANGUR af fundinum með þingmönnum kjördæmisins er að mínu mati góður,“ segir Guð- mundur Sævar Guðjónsson odd- viti Bíldudals. „Allir þingmenn- irnir sex mættu til fundarins með stuttum fyrir- vara og náðu samstöðu um ályktun til við- sldptaráðherra.“ Einar Mathiesen, sveitastjóri á Bíldudal, segir að full samstaða sé um málið og framkvæmd þess innan sveitar- sljórnar og í því liggi styrkur heimamanna. Verði lokun Fisk- vinnslunnar var- anleg er hætta á að Bíldudals- hreppur lendi fljótlega í vanskil- um. Guðmundur Sæv- ar Guðjónsson Einar Mathiesen Tekjur Bíldudalshrepps af Fisk- vinnslunni hf. í formi aðstöðugjalda, útsvara og annarra gjalda nema um helmingi allra tekna sveitarfé- lagsins. Það gefur því auga leið að lokun Fiskvinnslunnar kemur eins og reiðarslag fyrir byggðarlagið auk þess sem hreppurinn á 29%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.