Morgunblaðið - 08.07.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1992
24
Tékkóslóvakía:
Reuter.
Leiðtogafrúr skoða kastala
EIGINKONUR leiðtoga helstu iðnríkja heims notuðu tækifærið á með-
an makar þeirra sátu á fundi í Miinchen og skoðuðu Neuschwanstein-
kastala, sem byggður var af Loðvík 2. konungi Bæjaralands á síðari
hluta 19. aldar. Frá vinstri má sjá Marie Delors, Hannelore Kohl, Bar-
böru Bush, Díönu Amato, Milu Mulroney og lengst til vinstri er Irming-
ard Streibl, eiginkona forsætisráðherra Bæjaralands. Danielle Mitterand
var fjarri góðu gamni, en hún kom í gær til Tyrklands frá héröðum
Kúrda í Irak, þar sem hún slapp naumlega lífs af úr sprengjutilræði.
Andstaðan við Havel var
lykill að sjálfstæði Slóvaka
Prag. Frá Jaroslav Novak, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞAÐ að Vaclav Havel var ekki endurkjörinn sem forseti
Tékkóslóvakíu á föstudag kom í sjálfu sér engum á óvart.
Það var eitt af lykilatriðunum í áætlun Slóvaka um að eign-
ast sjálfstætt ríki, sem virðist nú vera óhjákvæmilegt. Með
andstöðu við Havel náðu slóvakískir þjóðernissinnar að vekja
reiði margra Tékka, svo þeir snerust gegn áframhaldandi
sambúð þjóðanna tveggja.
Teningunum var kastað í sigri
Vladimir Meciars í þingkosning-
unum í júní, sem sýndi óánægju
meirihluta Slóvaka með skugga-
hliðar efnahagsumbótanna í
landinu og þá einkum vaxandi
atvinnuleysi. Margir sakna
valdadaga kommúnista, þegar
stór hluti Slóvaka hafði atvinnu
við að setja saman skriðdreka
og önnur vopn. Einnig hrifust
margir af Meciar, hinum nýja
„foringja", sem sparaði hvergi
loforð um bjarta framtíð í sjálf-
stæðu slóvakísku ríki.
Opin andstaða Slóvaka við
Havel olli mikilli gremju í tékkn-
eska hlutanum þar sem hann er
vinsæll og dáður. Ef Slóvakar
vildu aðskilnað frá Tékkum var
það góð hugmynd að leggjast
gegn Havel, því mörgum Tékk-
um, sem voru ákafir talsmenn
sambandsríkisins, snerist við það
hugur og töldu að lítill missir
væri að Slóvökum.
Það voru þó ekki einungis
Slóvakar sem voru á móti Ha-
vel, heldur líka fyrrum tékknesk-
ir kommúnistar og flokkar sem
kenna sig við miðju stjórnmál-
anna, eins og sósíaldemókratar
og Fijálslyndi flokkurinn. Þetta
þykir sanna að raunverulegt
markmið þessarra afla sé að
auka sundurlyndi og koma óorði
á nýfengið lýðræði. Það hjálpaði
ekki lýðræðisöflunum að í þing-
kosningunum var fjórðungi at-
kvæða kastað á glæ á nærri 40
smáflokka, sem sumir buðu fram
af lítilli alvöru, eins og til dæmis
Bjórvinaflokkurinn og Flokkur-
inn til eflingar ástalífs.
Allir eru nú sammála að dagar
sambandsríkisins Tékkóslóvakíu
séu taldir. Næsta skref verður
væntanlega að þing lýðveldisins
Slóvakíu lýsi yfir fullveldi og eig-
in stjórnarskrá nú í sumar og
síðan á að bera málið undir kjós-
endur í Slóvakíu. Skoðanakann-
anir benda til að um helmingur
Slóvaka vilji sjálfstæði, en hinn
helmingurinn vill halda áfram
að búa í sambandsríkinu, þannig
Havel
að niðurstaðan, hver sem hún
verður, verður ekki öllum til
geðs.
Þó að Havel verði ekki forseti
Tékkóslóvakíu getur hann geng-
ið að því vísu að hann yrði kos-
inn forseti ríkis Tékka þegar það
hefur verið stofnað. Hann er
trygging fyrir því að lýðræðis-
hugsjónum Tómasar Masaryks,
sem flestir Tékkar telja jafn-
framt sínar hugsjónir, verði
hrundið í framkvæmd.
málaráðgjafi Reagans, voru loks
fundnir sekir tókst að milda dóma
þeirra verulega með áfrýjunum.
Aðurnefndar dagbækur Weinber-
gers geta breytt miklu. Hann hefur
fram til þessa verið talinn blásak-
laus af þátttöku í hneykslinu og
strangheiðarlegur. Nú er hann
sagður hafa logið um sumt, jafnt
að rannsóknardómaranum sem
þinginu og þagað um aðra vitn-
eskju sína. Dagbækurnar sýna að
hann var viðstaddur ýmsa mikil-
væga fundi í Hvíta húsinu þar sem
„viðskiptin" við Irana voru rædd.
Fram kemur þó að hann hafi sagt
Reagan að um væri að ræða ólög-
legt athæfi, einnig þótt reynt væri
að hvítþvo Bandaríkjastjórn með
því að fá ísraela til að vera millilið-
ir. Weinberger hefur eftir forsetan-
um að hann gæti „svarað ásökunum
um lögbrot en ekki þeim að hann
hefði misst af tækifæri til að frelsa
gíslana". Weinberger hafnaði boði
Walsh um að viðurkenna almennt
að hann hefði brotið af sér gegn
því að fimm alvarleg ákæruatriði
yrðu felld niður.
Því hefur verið fleygt að Walsh
hafi sagt Weinberger að hann yrði
ákærður nema hann ljóstraði upp
um meint afbrot Reagans. Weinber-
ger segir að hann vilja einfaldlega
komast að „öllum sannleikanum"
og jafnframt að ætti hann að lýsa
afstöðu sinni til varnarmálaráðherr-
áns fyrrverandi sé hún þessi:
„Markmiðið var ekki að klófesta
hann“. Þessi ummæli hafa m.a.
orðið til þess að margir telja líklegt
að nafn Reagans komist senn á
dagskrá ! rannsókninni.
Allt parket með 22% afslætti í eina viku
BOEN parket er fyrsta flokks norskt gæðaparket sem íslendingar hafa góða reynslu
af sl.'20 ár. Við bjóðum 1300m2 af Eik Rustik á ótrúlega góðu verði eða kr.
2.950.- pr.m2. Allar aðrar tegundir lækka einnig um 22%. Kynnum jafnframt hið
frábæra danska VESTERBY plastparket sem er allt í senn rispuþolið, glóðarjDolið og
stólajoolið. Við lækkum verSið á því um 22% í eina viku eða frá kr. 3.180.* pr.m2 í
kr. 2.480 .* pr.m2. Oll hjálparefni eru einnig meS góSum afslætti. Þannig getur þú
sparað þúsundir á einu gólfi. Hagstæðir greiÖslukortasamningar og lipur
heimsendingarþjónusta.
50 rermetrar af BOEN Eik Rustik
parketi lækka um kl1* 41 •750»*
TEPPABÚÐIN
GÓLFEFNAMARKAÐUR • SUÐURLANDSBRAUT 26. • SÍMI 91-681950