Morgunblaðið - 08.07.1992, Side 28

Morgunblaðið - 08.07.1992, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1992 Þorvarður Amason forsljóri — Minning Fæddur 17. nóvember 1920 Dáinn 1. júlí 1992 Örlögin hafa látið skammt stórra högga í milli í félagahópi Rótarý- klúbbs Kópavogs. Með andláti Þor- varðar Ámasonar hinn 1. júli sl. eru þrír félagar fallnir frá á jafnmörgum vikum. Á undan voru farnir Björn Ólafsson 12. júní og Bjöm Gestsson 30. júní, eða degi á undan Þorvarði, og verða þeir báðir jarðsungnir í dag frá Kópavogskirkju. Mér er ljóst, að ’ ’dauðsfall er einstaklingsbundið harmaefni. Þó fer ekki hjá því, að okkur félögum þessara ágætu manna em öll þessi fráföll til sam- ans einstætt sorgar- og saknaðar- efni. Hafði ég hugsað mér lok far- sæls starfsárs með öðrum hætti. Raunar þarf ég ekki klúbbsins við til þess að minnast góðra persónu- legra kynna af Þorvarði. Á þeim nokkru árum, sem ég var starfsmað- ur Sambandsins og tók þar nokkurn þátt í félagsstarfi, hlaut ég að veita athygli ungum og hvatlegum versl- unarstjóra Gefjunar með nútímaleg- ar hugmyndir og yfirbragð. Þorvarð- ur var hins vegar blessunarlega laus við þá framastreitu, sem einkennir v ýmsa í svipuðum sporum, heldur mótaðist öll framkoma hans af eðlis- lægu og sjálfsögðu ljúflyndi. Hneigð- ist hugur hans fljótt til þess að reyna mannkosti sína í eigin rekstri og mæla við kvarða hins opna markað- ar. Leiðir okkar beggja Iágu upp úr þessu í Kópavog svo sem ýmissa starfsbræðra okkar frá þeim tíma. Þorvarður tók margvíslegan þátt í félagsmálum, einkum fyrir íþrótta- hreyfinguna og í sveitarstjóm. Hann var í þeirri forystusveit, sem stofn- aði Rótarýklúbb Kópavogs í ársbyrj- un 1961, og var ritari í fyrstu stjórn hans og síðar forseti klúbbsins starfsárið 1965-66. Hann var annar tveggja eftirlifenda úr fyrstu stjóm- inni, en nú er aðeins Guttormur Sig- urbjömsson eftir, fyrsti forsetinn. Lengi býr að fyrstu gerð, og á það ekki síst við um þá mótun félags- starfsins, sem klúbburinn hefur búið að frá fyrstu árunum. Síðan þá hef- ur Þorvarður tekið að sér ýmis nefndarstörf, og voru ekki síst al- þjóðamál honm hugleikin. Var ætíð gott til hans að leita. Fyrir þjónustu sína var honum veitt nafnbót Paul Harris félaga, en fyrir þá viðurkenn- ingu verður að greiða fjárhæð til alþjóðlega Rótarýsjóðsins, er nýtist ' til samþjóðlegrar hjálparstarfsemi. Þorvarður náði miðju 72. aldurs- ári en var svo ern og unglegur til sálar og líkama að sá aldur þótti ótrúlegur. Því kom banamein hans og það, hve fljótt það tók hann, okkur mjög á óvart. Eftir sitja sorg- in og minningin um góðan dreng. Fyrir hönd okkar Rótarýfélaga í Kópavogi sendi ég Gyðu og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Bjarni Bragi Jónsson. Hún var ekki há í loftinu litla telpukomið sem fyrir 36 árum tók að venja komur sínar „út á níu“. Á Kársnesbraut 9 í Kópavogi bjuggu hjónjn Gyða Karlsdóttir og Þorvarð- ur Árnason ásamt dætmm sínum fjórum. Síðar bættist sonurinn við. Áð alast upp í Kópavoginum á þess- um tíma var ekki ósvipað því að alast upp á þéttbýlisstað úti á landi. Stutt var í óbyggðirnar hvort heldur til að fara i útilegú eða beijamó og aðeins steinsnar niður í fjöm. Fyrir okkur krakkana, sem þarna ólumst upp, var húsið númer níu óumdeil- anlega miðstöð götunnar. Lóðin hjá Gyðu og Þorvarði var stærst og þangað fjölmenntum við til að leika í. „dúkkó“ eða til að fara í boltaleiki syðst á lóðinni. Við gátum orðið á annan tug krakka þegar best lét. Og þau tóku á móti okkur hjónin á níu. Þau sættu sig við sífelldar hring- ingar á dyrabjölluna og mikinn átroðning á lóðina. Ekki minnist ég þess að styggðaryrði hafí nokkru sinni fallið af vömm þeirra vegna þessara stöðugu innrása. Við fráfall Þorvarðar Árnasonar fyllist hugurinn minningabrotum frá æskuámnum. Ég átti því láni að fagna að eignast vináttu einnar dótt- ur hans, vináttu sem haldist hefur í 36 ár. Eg átti líka því láni að fagna að vera einn þeirra mörgu krakka af Kársnesbrautinni sem sótti þau hjónin heim nánast daglega. Með þessum fáu og fátæklegu orðum vil ég þakka hlýjar móttökur og hlýtt viðmót, bæði þá og ætíð síðan. En Þorvarður Arnason var ekki aðeins höfðingi heim að sækja. Mér lærðist fljótt að þar fór stórhuga maður bæði á sviði íslensks iðn- rekstrar og á sviði félagsmála. Nefna má að hann var mikill baráttumaður byggingar sundlaugar á Rútstúni í Kópavogi, enda lét hann íþróttamál mikið til sín taka. Það verða hins vegar án efa aðrir mér fróðari til að rekja æviferil Þor- varðar Árnasonar. Mínar minningar tengjast heimilisföðurnum, ef til vill nokkuð fjarlægum eins og títt var um heimilisfeður þessa tíma, en ætíð svo hlýjum. Má vera að honum hafi fundist hann eiga eitthvað í þessum krakkaormum sem, ef þau voru ekki að leika sér í garðinum hans, voru sofandi í einhveiju barna- herberginu í húsinu hans. Því að það var líka svo óendanlega spennandi að fá að sofa hjá bestu vinkonunni „úti á níu“. Elsku Gyða. Megi góður Guð styrkja þig í sorg þinni. Elsku Guð- rún, Helga, Villa og Toddi, og elsku, elsku Madda mín, ég sendi ykkur og íjölskyldum ykkar mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Elsa S. Þorkelsdóttir. í dag er jarðsunginn frá Kópa- vogskirkju Þorvarður Árnason, for- stjóri, Kársnesbraut 9 í Kópavogi. Hann lést á Landsspítalanum þann fyrsta þessa mánaðar eftir stutta en þungbæra sjúkdómslegu. Þegar ég í fyrstu viku júnímánað- ar, á leið í sumarfrí, kvaddi vin minn og félaga, Þorvarð Árnason, á Landsspitalanum, trúði ég því, að hann með sínum sterka og þjálfaða líkama, guðs hjálp og góðra lækna, myndi hafa sigur í þessari lotu við skæðan sjúkdóm. Það kom mér því í opna skjöldu að heyra þá fregn við heimkomuna að hann hefði látist þann sama dag og að okkar síðasta handtak væri þar með liðið. En svona er lífið, skin og skúrir. Hinsta kallið var komið og því varð ekki áfrýjað. Þorvarður Árni var fæddur að Hánefsstöðum við Seyðisfjörð hinn 17. nóvember 1920. Sonur hjónanna Árna Vilhjálmssonar útgerðarmanns og konu hans Guðrúnar Þorvarðar- dóttur. Systkini Þorvarðar eru þeir Vilhjálmur lögmaður og Tómas seðlabankastjóri, fyrrverandi alþing- ismaður og ráðherra, og Margrét. Leiðir okkar Þorvarðar lágu snemma saman þegar við um haust- ið 1936 settumst á skólabekk í Eiða- skóla. Við urðum herbergisfélagar í heimavistinni og þar tókst með okk- ur sú vinátta, sem entist ætíð siðan og aldrei bar skugga á. Eftir að hafa lokið námi í Eiða- skóla fór Þorvarður til Reykjavíkur í íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar og þaðan, eftir eins árs nám, í Sam- vinnuskólann og útskrifaðist þaðan vorið 1943. Árin 1945-46 stundaði Þorvarður svo framhaldsnám í versl- unarfræðum í Svíþjóð. Að námi loknu stundaði Þorvarður ýmis störf hjá Sambandi ísl. sam- vinnufélaga og var m.a. um tíma verslunarstjóri hjá fataversluninni Gefjun í Reykjavík og hjá Kaupfé- lagi Austfjarða á Seyðisfirði. Síðan hóf Þorvarður sjálfstæðan rekstur. Fyrst rak hann ísbúðina hf., sem hafði umboð fyrir ameríska alþjóðafyrirtækið Dairy Queen Inc. Síðan stofnaði hann með systur sinni Margréti fataverksmiðjuna Sportver til framleiðslu úr íslenskri ull, sem svo síðar varð herrafataverksmiðjan Sportver og Herrahúsið í Reykjavík, sem rak m.a. þijár verslanir í Reykjavík. Þorvarður var í eðli sínu hugsjóna- maður. Hann trúði því að með bættri framleiðslu úr íslenskum efnum gæti þjóðin lifað góðu lífi í þessu landi. Mjólkurísgerðin var algjör nýjung og brautryðjendastarf og að ýmsu leyti má það sama segja um fataiðnaðinn, þar var fitjað upp á nýjungum, sem horfðu til framfara. Þorvarður var mikill og alhliða íþróttamaður alla ævi. Á yngri árum var hann í hópi fremstu fijálsíþrótta- manna landsins. Á landsmóti UMFÍ 1943 vann hann það afrek að sigra bæði í kúluvarpi og kringlukasti og færa sambandi sínu UÍA næstflest stig á mótinu, en UIA vann þá UMFÍ-skjöldinn á flestum saman- lögðum stigum landsmótsins, en þau vann UÍA öll í fijálsum íþróttum. En áhugi Þorvarðar var ekki bara á íþróttavellinum. Hann tók einnig virkan þátt í félagsstarfinu, var m.a. formaður íþróttafélagsins Hugins á Seyðisfirði, en fyrir það félag keppti hann um árabil og sat í stjórn Breiðabliks um tíma og í stjórn Golf- klúbbs Reykjavíkur. í stjórn íþrótta- sambands íslands sat Þorvarður um 12 ára skeið og í Ólympíunefnd ís- lands í mörg ár. Þorvarður var einn af ötulustu áhugamönnum um byggingu Kópa- vogskirkju og sat í Safnaðamefnd Kópavogskaupstaðar um árabil og í sveitarstjórn í Kópavogi, eitt kjör- tímabil. Þorvarðurvar einn af stofn- endum Rótaryklúbbs Kópavogs og fyrsti ritari hans. Hann var einnig forseti klúbbsins 1965-1966 sæmdur Paul Harris orðunni fyrir farsæl störf í þágu hreyfingarinnar 1989. Einn af skemmtilegum þáttum í fari Þorvarðar var hve tónelskur hann var, hversu vel hann kunni að meta góða tónlist. Það kom sér vel í Eiðaskóla hversu honum lét vel að leika á skólaorgelið fyrir dansi. í þá daga fór nú ekki mikið fyrir skóla- hljómsveitum eins og við þekkjum þær í dag. Þorvarður var einnig góður söngmaður og söng bæði í skólakómum og Eiðakvartettinum, sem lét þó nokkuð að sér kveða þessi árin, en svo skemmtilega vildi til að allir meðlimimir bjuggu í sama herbergi svo ekki þurfti að minnast þessara dýrðardaga þó nú sé skarð fyrir skildi. I einkalífi sínu var Þorvarður mik- ill gæfumaður og góður heimilisfað- ir. Hann gekk ungur að eiga æsku- vinkonu sína Gyðu Karlsdóttur Finn- bogasonar, skólastjóra á Seyðisfirði. Þau eignuðust fimm mannvænleg börn, Qórar dætur og einn son. Þau Gyða og Þorvarður voru fallegt og myndarlegt par og vöktu athygli hvar sem þau fóru. Það er erfitt að sjá á bak góðum og traustum félaga, ástríkum eigin- manni, bróður, frænda, föður og afa. En eftir lifir minningin um góð- an dreng og hún verður ekki frá okkur tekin. Ég bið góðan Guð að styrkja Gyðu, konuna hans, í djúpri sorg og votta henni, börnunum, barnaböm- um og öllu venslafólki mína dýpstu samúð. Guttormur Sigurbjörnsson. Það var sl. fimmtudag sem ég fékk fregnina um andlát vinar míns og samstarfsmanns, Þorvarðar Árnasonar forstjóra, en hann hafði látist þá um nóttina af völdum blóð- krabbameins. Þótt að flestir hafi verið meðvitaðir um að hveiju dró, er dauðinn samt það furðufyrirbæri, að menn venjast því aldrei að fá dánarfregn vinar eða vandamanns. Þannig er því að minnsta kosti farið með mig og þótt ég hafí sagt við sjálfan mig þegar mér barst fregnin „það er þá búið“, setti að mér ein- hvern kvíða og tómleikatilfinning sótti á mig. En auðvitað skal hver maður deyja og kannski er það dæ- malaus eigingirni að láta eftir sér að syrgja, en það breytir því ekki að við menn erum tilfinningaverur sem elskum, söknum og missum. Þorvarði Árnasyni kynntist ég fyrir hartnær fjörutíu árum. Við í félagi við fleiri stofnuðum þá versl- unarfyrirtæki sem hafði það að markmiði að framleiða og selja ís. Fyrirtæki þetta óx og blómstraði undir forstöðu hans, enda var honum einkar vel gefið að reka fyrirtæki og ekki síður hitt að öðlast vináttu og virðingu samferðarfólks sem án nokkurra tvímæla er lykillinn að velmegun í viðskiptum. Þorvarður var heiðarlegur maður og einarður, reglumaður í hvívetna svo til var tekið. Aldrei á þessari löngu samferð okkar féll skuggi á vináttu þá sem við hjón nutum í svo ríkum mæli af hálfu þeirra hjóna. Þorvarður Árnason var fæddur á Hánefsstöðum í Seyðisfjarðarhreppi hinn 17. nóvember árið 1920, sonur hjónanna Árna Vilhjálmssonar út- gerðarmanns og fyrri konu hans, Guðrúnar Þorvarðardóttur. Eftir nám í Eiðaskóla lá leið hans í Sam- vinnuskólann hvaðan hann lauk verslunarnámi árið 1943. Hann lét ekki staðar numið við svo búið, held- ur hélt til Svíþjóðar til enn frekari undirbúnings fyrir lífið og lagði þar stund á verslunarfræði árin 1945- 1946. Um nokkurra ára skeið starf- aði hann hjá Sambandi ísl. sam- vinnufélaga og var meðal annars verslunarstjóri Gefjunar-Iðunnar. Árið 1953 stofnaði hann ásamt fleir- um ísbúðina hf. og Mjólkurgerðina hf. Hann stofnaði síðar ásamt Mar- gréti systur sinni verslunina Sport- ver og Herrahúsið ásamt Birni Guð- mundssyni og fleirum. Þorvarður tók ríkan þátt í ýmiss konar félagsmál- um og sat m.a. í stjórn íþróttasam- bands íslands_ frá árinu 1964. Þorvarður Árnason var gæfumað- ur í einkalífi sínu. Hann gekk að eiga Gyðu Karlsdóttur frá Seyð- isfirði hinn 7. desember 1946, mæta konu og glæsilega. Þeim varð fimm barna auðið. Um leið og ég kveð minn góða vin og samstarfsmann bið ég algóð- an Guð að gefa Gyðu og börnunum styrk og bjargfasta trú um endur- fundi eins og Drottinn hefur heitið okkur. Gylfi Hinriksson. Þegar Gyða, kona Þorvarðar Árnasonar frænda míns, hringdi til mín árla dags þess 2. júlí og til- kynnti lát hans kvöldið áður, kom sú frétt ekki á óvart. Hann hafði undanfarna mánuði háð drengilega baráttu við þann vágest, sem svo marga mæta menn hefur lagt að velli. Fyrir fáeinum vikum sat ég við sjúkrabeðið hans, en þá var hann um það bil að ljúka erfiðri meðferð sem vonir voru bundnar við. Við ræddum áhugamál okkar eins og jafnan þegar leiðir okkar lágu saman. Hann bar sig vel þótt það leyndi sér ekki hvert stefndi. Þegar ég kvaddi hann þetta fagra sumarkvöld kom upp í huga minn hending úr bæninni góðu, „Guð gef mé æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt." Þó að fréttin um lát frænda míns hafi ekki komið á óvart, myndaðist innra með mér tómarúm og athafnir hins daglega lífs riðluðust. Það er á tímamótum sem þessum sem menn finna sig ráðvillta og vanmáttuga og leita sér styrks og huggunar hjá þeim sem öllu ræður. Kynni mín af frænda mínum eru samofín fyrstu æskuminningum mínum og óljóst rifjast upp atburðir frá heimsóknum til frændfólks og fjölskyldna út á Hánefsstaðaeyrum. Hin sterka mynd af fólkinu og hús- unum á stöllunum þrem, efst Há- nefsstaðir, þá Hraun og niðri undir sjó Háeyri, er mér enn í fersku minni. Spenntur fylgdist ég með íþróttaæf- ingum þeirra bræðra Todda og Tomma á eyrinni við ána. Árangur þeirra hélt hátt á lofti hróðri seyðfirskrar æsku og margir efnilegir íþróttamenn komu til liðs við þá. Toddi frændi var jafnvígur á flestar greinar íþrótta og auk þess frábær fimleikamaður. Ég minnist með gleði og fögnuði heimsóknanna utan af Eyrum heim á æskuheimili mitt við Vesturveg. Eitt sinn fór frændi með okkur Villa bróður út á Búðareyri og keypti handa okkur bambusstangir og hnýtti færi á endana. Síðan fórum við inn í Fjarðarsel og veiddum þar silunga í ánni og bárum aflann hróð- ugir heim. Ungur hélt frændi minn til náms að Alþýðuskólanum á Eiðum, þar sem hann naut sín vel í starfí og leik. Eftir dvölina á Eiðum hélt hann til náms í Samvinnuskólann, en þar sat við völd sá merki maður Jónas frá_ Hriflu. Ég held að Jónas hafi haft mikil og mótandi áhrif á hann og þá sér- staklega á það sem varðaði upp- byggingu íslenskrar atvinnustefnu, en ekki síður áhuga hans á iistum og sögu, sem síðar urðu honum mjög hugleikin áhugamál. Að loknu prófi frá Samvinnuskólanum hélt frændi til framhaldsnáms í verslunarfræðum í Svíþjóð og kom heim 1946. Frændi minn var mikill gæfumað- ur í sínu einkalífi og sama ár og hann kom heim frá námi, giftist hann Gyðu Karlsdóttur, glæsilegri og góðri konu, dóttur skólastjóra- hjónanna á Seyðisfirði, Vilhelmínu og Karls Finnbogasonar. I kringum 1950 hófust þau handa um byggingu lítils og fallegs húss á lóð Karls í Kópavogi. Gyða og Toddi eru því ein af frumbyggjum Kópavogs. Þau stóðu samhent að uppbyggingu heimilisins og hófu þá þegar tijá- rækt umhverfis húsið. I dag stendur húsið þeirra umvafið fögrum tijá- gróðri og minnir á þá festu, sem strax í upphafi var bundin þessum fjölskyldureit. Þau eignuðust fimm yndisleg börn, dæturnar Guðrúnu, Helgu, Margréti og Vilhelmínu Þóru og son- inn Þorvarð Karl. Fjölskyldan óx og dafnaði í skjóli umhyggju og ástríki foreldranna. Afkomendur Gyðu og Todda eru í dag stór samheldinn hópur dugn- aðarfólks. Frændi var einstakur fjölskyldu- faðir, umhyggja hans og árvekni í garð fjölskyldunnar var víðfræg og hag hennar lét hann alltaf sitja í fyrirrúmi þrátt fyrir erilsamt og krefjandi starf. Eftir námsdvölina í Svíþjóð hóf frændi störf hjá SÍS og varð versl- unarstjóri hjá Geijun, sem þá rak fataverslun í Kirkjustræti. Ég man vel eftir Solido-jökkunum sem þeir Bjöm Guðmundur klæðskeri settu á markaðinn og seldust eins og heitar lummur. Ég held að frændi hafi ekki feng- ið það svigrúm innan Samvinnu- hreyfingarinnar, sem hann taldi sig þurfa, því fljótlega sagði hann upp störfum sínum og hóf uppbyggingu fyrirtækja sinna. Einhveiju sinni þegar störf hans hjá Samvinnuhreyfingunni bar á góma, svaraði hann því til að betra væri að vera „heiðarlegur braskari en óheiðarlegur samvinnumaður“. Hann var frumkvöðull að fram- leiðslu og sölu mjólkuríss hér á landi. Flestir kannast við „Dairy Queen" ísinn. Síðar stóð hann að endurskipu- lagningu saumastofunnar Sportvers, sem Margrét systir hans hafi stofnað og hóf fjöldaframleiðslu á herraföt- um. í félagi við hann í þessum rekstri var Björn Guðmundsson klæðskeri og Margrét, auk bræðra hans, Vil- hjálms og Tómasar. Umsvifin uru mikil bæði á sviði framsleiðslunnar og verslunarinnar. Herrahússbúðirnar sem seldu hin vinsælu Kórónaföt voru settar á laggirnar. Það er dapurt til þess að hugsa hvernig þessi iðnaður lagðist að mestu af ásamt öðum iðnaði, sem veitti fjölda manns atvinnu og þjón- aði vel íslensku samfélagi. Frændi var kjörinn til fjölda trún- aðarstarfa á sviði starfsgreina sinna og hafa menn kunnað að meta hug- myndir hans og áræði. Laust fyrir 1960 skall golfæðið yfir okkur frændur. Villi bróðir hafði kynnst golfinu þegar hann var í MA og pabbi fékk þegar mikinn áhuga og dálæti á því, kom strax auga á gildi þess fyrir líkama og sál. Við hinir hrifumst með og ófáa hringi fórum við á árdögum golfvallarins í Grafarvogi. Þar réð létt lund gangi mála þótt alvara væri með í spili eins og til- heyrir jafnan í golfi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.