Morgunblaðið - 08.07.1992, Side 29

Morgunblaðið - 08.07.1992, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1992 Frændi var fljótur að tileinka sér tækni golfsins og varð strax góður golfleikari. Vegna áhuga hans og reynslu af málefnum íþróttahreyfingarinnar var hann kjörinn til margháttaðra trúnðarstarfa. Það fór ekki mikið fyrir honum, en á hann var hlustað, rök hans og hugmyndir. Ekki þarf að undra þótt hann veldist til slíkra starfa því það var einfaldlega gott að vera í návist hans og þiggja góð ráð. Ferðinar okkar austur á land til laxveiða í Selá eru ógleymanlegar og betri veiðifélaga var ekki hægt að hugsa sér. Tillitsemin í garð ann- arra, að þeir nytu sín sem best og enginn yrði útundan var hans mottó. Sá þáttur í lífi frænda míns, sem snart mig hvað mest var listhneigð hans og brennandi áhugi á listum. Af leikmanni að vera var þekking hans með ólíkindum og var sama hvort um var að ræða arkitektúr, myndlist eða músík. Hann dvaldi langtímum erlendis og oft í fjarlæg- um löndum, þar sem hann kynnti sér menningu og sögu þjóðanna. Það var gaman að hlýða á frænda segja frá og skoða fjölda mynda sem hann tók jafnan í slíkum ferðum. Hann var flinkur ljósmyndari og hafði næmt auga fyrir mótívum. Ég hygg að rómönsk list hafi verið honum kærust, en hann bjó um skeið á ítalíu þar sem hann rak viðskipti. Hann átti sæg af góðum bókum um þetta efni og naut þess að fletta upp í þeim þegar hann var í vafa um það sem rætt var um. Hann minnti mig skemmtilega á lærifeður mína þegar ég nam þessi fræði á sínum tíma. Frændi minn var lífskúnstner og heimsborgari í besta skilningi þess- ara orða. Nú þegar komið er að leiðarlokum er minningin um þennan góða frænda huggun harmi gegn. Hann er horfinn yfir móðuna miklu á vit feðranna og eftir stöndum við særð. Elsku Gyða mín við May og böm- in okkar biðjum algóðan guð að gefa ykkur styrk í mikilli sorg. Helgi Hjálmarsson. Þorvarður mágur minn lést í Landspítalanum að kvöldi 1. júlí eft- ir langt stríð við illvígan sjúkdóm. Hann varð tæpra 72 ára, var fædd- ur á Hánefsstöðum við Seyðisfjörð 17. nóvember 1920. Foreldrar hans voru Guðrún Þorvarðardóttir og Ámi Vilhjálmsson. Guðrún var borin og barnfædd í Keflavík syðri, en móðir hennar, Margrét Arinbjarnardóttir, var frá Tjamarkoti í Innri-Njarðvík og faðir hennar, Þorvarður Þorvarð- arson, var ættaður af Mýrum úr Borgarfirði syðra og úr Reykjavík. Árni, faðir Þorvarðar, var sonur Bjargar Sigurðardóttur Stefánsson- ar bónda á Hánefsstöðum. Ættir hans voru úr Eyjafirði og Norður- Þingeyjarsýslu. Vilhjálmur Árnason, faðir Árna, var útvegsbóndi á Há- nefsstöðum í áratugi. Hann var frá Hofi í Mjóafirði, en Ámi Vilhjálms- son, faðir hans, og Sigríður, móðir Bjargar, voru systkini og áttu ættir að rekja til Austfjarða og í Austur- Skaftafellssýslu. Árni og Guðrún bjuggu fyrstu búskaparár sín á Skálanesi í Seyðis- firði og því næst uppi á lofti í gamla Hánefsstaðahúsinu. Árið 1930 byggðu þau hús á brekkuhjalla niður undan Hánefsstöðum, nær sjónum, og nefndu það Háeyri. Á þessum árum bjó allmargt fólk þama á Eyr- unum, sem svo voru kallaðar, og stunduðu sjávarútveg og landbúnað. Arni gerði út bát til ársins 1944, en þá fluttu þau hjónin inn í kaup- stað og keyptu myndarlegt hús á Bjólfsgötu 6. Árni var um langt skeið skipamælingamaður, hann leiðrétti áttavita í skipum og bátum. Þá var hann erindreki Fiskifélags íslands á Austfjörðum svo og mikilvirkur í Slysavarnafélagi íslands. Þar á Bjólfsgötu 6 áttu þau notalegt og rausnarlegt heimili til 1957, þá lést Guðrún, en Árni flutti til Reykjavík- ur og vann lengst af skrifstofustörf við fyrirtæki Þorvarðar eða allt þar til hann andaðist í janúar 1973, nærri áttræður að aldri. Þorvarður var annar í röð fjög- urra systkina. Hin eru: Vilhjálmur, hæstaréttarlögmaður, Tómas, seðla- bankastjóri, og Margrét, leiðbein- andi við Sunnuhlíðarheimilið í Kópa- vogi. Þorvarður fór að vinna við útgerð föður síns þegar hann hafði aldur til, eins og þá tíðkaðist. Hann var nemandi í Eiðaskóla 1936—38 og í Samvinnuskólanum 1941-43 og sóttist vel námið. Þeir bræður og félagar þeirra á Eyrunum fóru ungir að stunda íþróttir þegar tími gafst frá störfum, fijálsar íþróttir, boltaleiki og síðar leikfimi. Þorvarður var ágætur kast- ari og afburða leikfimimaður. Fór þar saman sú mýkt og fegurð hreyf- inga, sem er aðall þeirrar íþróttar, enda var Þorvarður glæsimenn á velli og bar sig vel. Hann var nokk- ur ár í úrvalsflokki fimleikadeildar Ármanns. Ég kynntist þessu austfirska tengdafólki fyrst snemma í júní 1945, var þá trúlofuð elsta bróðum- um. Við komum með lítilli flugvél til Egilsstaða og gengum svo yfir Fjarðarheiði í krapasnjó. Ámi og Þorvarður komu á móti okkur á bíl, en komust ekki lengra en í Neðri- Stafinn vegna ófærðar. Þeir vom því gangandi þegar við mættum þeim í Mjósundunum, en þeir tóku þessum nýja fjölskyldumeðlimi opn- um örmum, Þorvarður með þessari hlýju sem einkenndi hann alla tíð. Öll samskipti mín við þetta fólk hafa farið eftir þessum fyrstu kynnum. Sumarið 1945 var einstaklega sólríkt og yndislegt á Austurlandi. Þá vom öll Háeyrarsystkinin í föð- urhúsum í síðasta skipti. Vilhjálmur var að lesa undir embættispróf í lög- um, Þorvarður vann í kaupfélaginu, Tómas í sfldarbræðslunni og Mar- grét í pósthúsinu. Má geta nærri að oft var glatt á hjalla þar sem svo margt ungt fólk var undir sama þaki. Þetta sumar var Þorvarður „leyni- lega trúlofaður", eins og það hét þá, Gyðu, dóttur Karls Finnbogasonar, skólastjóra, og konu hans, Vilhelm- ínu Ingimundardóttur frá Sörlastöð- um í Seyðisfirði. Ég minnist skemmtilegra samvista við þau Þor- varð þetta dýrðarsumar, m.a. tjald- ferðar í Hallormsstaðaskóg. Ég hafði ekki fyrr komið til Austurlands, svo að hver dagur var eins og ævintýri og tengdafjölskyldan fús til að kynna mér dásemdir þessa landshluta. Undir haust hélt Þorvarður til Svíþjóðar til framhaldsnáms við skóla samvinnumanna, Vár gárd. Námið þar kom honum að góðu haldi, auk þess sem hann lærði að mæla vel á sænska tungu og tók tryggð við Svía og menningu þeirra. 7. desember 1946 gengu Gyða og Þorvarður í hjónaband. Upp úr 1950 reistu þau sér lítið hús að Kársnes- braut 9 í Kópavogi, við hliðina á foreldrum Gyðu, sem þá voru flutt suður. Þetta hús stækkuðu þau síðar og bjuggu þar allan sinn búskap upp frá því. Börn þeirra eru fimm: Guð- rún, fædd 1947, hárgreiðslu- og förðunarmeistari hjá Borgarleikhús- inu. Hún á tvo syni og einn sonar- son; Helga, fædd 1949, kennari, gift Magnúsi Þrándi Þórðarsyni, rekstr- arhagfræðingi. Þau eru búsett í Los Angeles í Kalifomíu og eiga eina dóttur og tvo syni; Margrét, fædd 1953, myndlistarkona, gift Einari Ámasyni, fulltrúa í menntamála- ráðuneytinu, þau eiga tvær dætur; Vilhelmína Þóra, fædd 1955, kenn- ari, gift Stefáni Franklín, endurskoð- anda, þau eiga þrjár dætur; Þorvarð- ur Karl, fæddur 1962, starfsmaður á Reykjalundi. Þorvarður réðst til starfa hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga árið 1946 og var framkvæmdastjóri fata- sölu Geíjunar í nokkur ár. Árið 1954 stofnaði hann ásamt fleirum mjólk- urísgerðina Dairy Queen og varð forstjóri hennar. Nokkrum ámm síð- ar settu hann og fleiri á fót fataverk- smiðjuna Sportver og síðar verslan- imar Herrahúsið og Adam. Starf- semi Sportvers, sem var með miklum myndarbrag, lagðist af eftir nokkur ár vegna breyttra aðstæðna í þjóð- félaginu. Starfsvettvangur Þorvarð- ar var því alla tíð í viðskiptaheimin- um og þar var hann vel kynntur eins og annars staðar. Hann var í nokkur ár í stjórn Iðnlánasjóðs. Hann var lengi í stjórn íþróttasam- bands íslands og í safnaðarstjórn Kópavogskirkju, einmitt á þeim árum þegar kirkjan var í byggingu. Hann var Rótarý-félagi, frímúrari og góður liðsmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, hafði m.a. umsjón með gerð vallarins í Grafarholti á 7. ára- tugnum. Hann stundaði lengi laxveiðar og golfleik, vann oft til verðlauna í golfkeppnum. Um 1970 keyptu þau hjónin ásamt nokkrum félögum, jörð austur í Flóa, og áttu þar, og síðar í Ölfusinu, hesta í nokkur ár og fóm þó nokkrar lengri og skemmri ferðir á hestbaki sér til yndisauka. En fagrar listir áttu þó mest huga og hjarta Þorvarðar alla tíð. Hann unni tónlist, einkum ópemtónlist, og átti mikið og gott plötusafn ásamt safni bóka um listir. Ferðir á mál- verkasýningar, listasöfn, leikhús og tónleika utan lands og innan vom yndi hans. Hann hafði einstaklega gott og næmt auga fyrir húsagerð- arlist og hefði án efa náð langt á því sviði. Konu sinni, börnum og barna- börnum var hann ástríkur og um- hyggjusamur eiginmaður, faðir og afi, og systkinum sínum besti bróð- ir. Heimili þeirra Gyðu er einstaklega fallegt og smekklega búið, enda vom þau samhentir fagurkerar. Þetta heimili hefur í áranna rás verið vett- vangur fjölskylduhátíða. Lengi komu systkini þeirra hjón ásamt sínu fólki til fagnaðar á annan í jólum á Kárs- nesbrautina. Minnumst við öll þeirra vinafunda með sérstakri ánægju og þakklæti. Eitt er það orð í íslensku sem lít- ið er notað nú orðið, það er orðið tengdabróðir. Það lýsir þó vel þeim tengslum sem myndast við góðar mágsemdir og þannig hugsa ég til Þorvarðar nú, þegar ég kveð hann að leiðarlokum og þakka nærri hálfr- ar aldar samfylgd. Guð geymi hann alla tíma og styrki íjölskyldu hans, sem mest hefur misst. Sigríður Ingimarsdóttir. Toddi frændi var engum líkur. Fagurkeri, víðfömll ferðalangur, íþróttamaður góður og glæsimenni, hrifnæmur listunnandi, jákvæður og opinn fyrir lífinu og alltaf upptekinn af einhveiju stórkostlegu. Broshýr og spaugsamur, hlýr og gefandi. Hann var sannur lífskúnstner, í sönnustu merkingu þess orðs. Frá því ég fyrst man eftir mér, var það alltaf ævintýri að heim- sækja Todda og Gyðu. Móttökurnar ævinlega hjartanlegar og tími til að sinna ungum gesti. Það var stórt og lifandi heimilið á Kárnesbraut 9, þar vom spilaðar ítalskar óperu- aríur svo að undir tók í álfabyggð- inni á holtinu, teknar kvikmyndir, borðað spaghetti, málin reifuð og rædd, mikið hlegið, þar kenndu frænkur mínar mér að hlusta á Bítl- ana forðum og seinna meir gaum- gæfðum við Toddi Kalli tónlistar- stefnur og strauma. Kannski var það sá einstaki hæfileiki Todda frænda míns að gera hlutina spennandi, sem dró mig að honum. Hann gleymdi aldrei barninu í sér, kunni að hrífast og að smita frá sér þeirri hrifningu, sem alltof margir týna í ólgusjó lífs- ins. Hann vildi að aðrir fengju hlut- deild í upplifun hins fagra og verð- uga og lagði sig eftir að miðla því. Hans menn vora ekki hvað síst Grikkir og Rómveijar hinir fornu, en hann var líka sannur nútímamað- ur og athafnamaður, sem hafði frá svo mörgu og merkilegu að segja; heimsóknum i leikhús og hljómleika- hallir, á Ólympíuleika í Róm og Los Angeles, kynnum sínum af skemmti- legu og áhugaverðu fólki og málefn- um. I heimi, sem virðist snúast æ hrað- ar, era þeir menn dýrmætir, sem gefa sér tíma til að gaumgæfa augnablikið í eilífðinni og eilífð augnabliksins, kunna að njóta jafnt hins smáa og hins stóra og kenna sér yngra fólki brot af þeirri list. Toddi frændi var slíkur maður og þess vegna er minningin um hann björt og fögur. Missir Gyðu er mik- 111, því hjónaband þeirra Todda var langt og náið. Megi minningin um góðan eiginmann og heimilisföður verða Gyðu og fjölskyldunni hennar stóru og samheldnu styrkur í sorg- inni. Ég þáði margt gott og lærði af frænda mínum og fyrir það allt þakka ég innilega með fátæklegum orðum. Valgeir Guðjónsson. Fleiri greinar um Þorvarð Árnason bíða birtingar og munu birtast næstu daga. Minning: Bjöm Gestsson fv. forstöðumaður Fæddur 1. júlí 1919 Dáinn 30. júní 1992 í dag er til moldar borinn Bjöm Gestsson, frumkvöðull á sviði með- ferðar og þjálfunar þroskaheftra. Björn lauk kennaraprófi fyrir réttum fimmtíu áram og sveins- prófi í húsasmíðum 1949. Þá afl- aði hann sér aukinnar menntunar, í vinnufræðum, í kennslu og upp- eldi afbrigðilegra barna og í rekstri uppeldisstofnana. Bjöm varð forstöðumaður Kópa- vogshælisins 1956 og starfaði þar rúma þijá áratugi. Hann hóf kennslu í umönnun vangefinna 1959 og var skólastjóri Þroska- þjálfaskóla íslands frá 1971 til 1977. Það var stundum stormasamt innan þess málaflokks, sem Bjöm starfaði við. Hann þurfti að sigla skeijagarðinn milli knappra fjár- laga og kröfunnar um hraða upp- byggingu. En Bjöm vann öll störf sín af mikilli elju. Það var sama á hveiju gekk, alltaf hélt hann ró sinni og alltaf sá hann björtu hlið- arnar á hveiju máli. Vafalítið hefir hárfín kímnigáfan hjálpað honum að leysa flóknustu deilumál, svo flestum líkaði. Það var meðal ann- ars vegna þessara eiginleika, að honum tókst að gera Kópavogs- hælið að nútímalegri endurhæf- ingarstofnun. Þar naut hann og samstarfsins við eiginkonu sína, Ragnhildi Ingibergsdóttur yfir- lækni. Starfsfólk og stjórnarnefnd Rík- isspítala senda frú Ragnhildi og fjölskyldu hennar innilegar samúð- arkveðjur. Davíð Á. Gunnarsson. Við kveðjustund Bjöms Gests- sonar, langar mig sem einn af starfsmönnum hans að senda kveðjur og tjá þakkæti mitt til hans fyrir samskipti okkar á liðn- um árum. Bjöm var framkvæmdastjóri á Kópavogshæli um árabil. Störf hóf hann þar árið 1956. Á stórri stofn- un hlýtur að koma oft til kasta stjórnandans. Sérstaklega á það við um stofnun, sem fæst við jafn viðkvæm mál og gert er á Kópa- vogshælinu. í samstarfi við Björn og Ragnhildi konu hans á ég minn- ingar, sem era mér góðar. Fyrir þeim og störfum þeirra ber ég mikla virðingu og tel að þau hafi verið einstaklega vel af hendi leyst. Á starfsferli Bjöms fór fram mikil uppbygging á stofnunni. Bæði á það við um ytri uppbygg- ingu og eins um þá þætti, sem fást við umönnun. Þar þurfti ég að leita til Bjöms og Ragnhildar og er þeim báðum þakklátur. Nú þegar Bjöm er látinn finn ég til saknaðar í huga. Mestur söknuður hlýtur þó að vera hjá eiginkonu hans og fjölskyldu. Þeim sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Megi Guð blessa minningu látins sómamanns. Valgeir Matthíasson. uppeldi afbrigðilegra bama 1953-54 við sama skóla, og tók einnig próf í rekstri uppeldisstofn- ana í Osló 1954-55. Hann varð forstöðumaður Kópa- vogshælis 1956. Hann var jafn- framt fyrsti skólastjóri og aðal- kennari Þroskaþjálfaskólans frá stofnun hans 1971 til 1977. Björn lét af störfum hjá Kópavogshæli 1987 vegna aldurs og hafði þá starfað þar óslitið í 31 ár. Nokkrar tímarita- og blaðagreinar liggia eftir hann um málefni þroska- heftra. Bjöm kvæntist 1951 Ragnhildi Ingibergsdóttur, lækni, og varð hún yfirlæknir Kópavogshælis 1956. Þau eignuðust tvö böm, Gest iðnskólakennara og Sigríði lyfjafræðing. Þau Bjöm og Ragnhildur unnu mikið og gott starf við að byggja upp Kópavogshæli og má með sanni segja, að þau hafi helgað því líf sitt og krafta. Bjöm gerðist félagi í Rótarý- klúbbi Kópavogs og var forseti hans 1980-81. Eg kynntist honum bæði þar og einnig vorum við ná- grannar í mörg ár. Hann var sér- stakur ágætismaður. Hann var fastur fyrir í sínu starfi og stjóm- aði af röggsemi. Bjöm var hlýr og góður skjólstæðingum sínum á Kópavogshæli sem og öðrum, sem minna máttu sín. Honum var eigin- leg prúðmennska og skyldurækni. Á Rótarýfundum var hann gam- ansamur og setti stundum saman kímilegar vísur. Hann hafði dálæti á íslenskum fornsögum og ætla ég að hann hafi kunnað Sturlungu næstum utanað. Bjöm hafði gam- an af að smíða úr tré og var hag- leiksmaður á því sviði. Með Birni Gestssyni er genginn mætur maður og traustur félí^i okkar i Rótarýkiúbbi Kópavogs. Ég votta eiginkonu hans og böm- um dýpstu samúð fyrir hönd okkar allra félaga hans. Blessuð sé minn- ing hans. Úlfar Helgason. Kveðja frá Rótarýklúbbi Kópavogs Hinn 30. júní sl. lést Bjöm Gestsson, fyrrverandi forstöðu- maður Kópavogshælis. Bjöm fæddist hinn 1. júlí 1919 á Sveinsstöðum í Þingi í Austur- Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Gestur O. Gestsson kennari og kona hans, Oddný Sölvadóttir. Björn tók kennarapróf 1942 og sveinspróf í húsasmíðum 1949. Hann nam uppeldis- og sálarfræði við háskólann í Ziirich í Sviss 1950-51, tók próf í kennslu og Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12 á horni Bérgstaðastrætfé sími 19090

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.