Morgunblaðið - 18.07.1992, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992
31
MIDAVERÐ
KR. 300
Á S OG 7 SÝNINGAR
ALLA DAGA
SYLVESTER STALLONE • ESTELLE GETTY
ÓBORGANLEGT GRÍN OG SPENIMA
Sýnd í A-sal kl. 5,7,9 og 11.
TÖFRALÆKNIRINN
★ ★ ★ ★ Pressan.
Leikur Sean Connery gerir
þessa mynd ógleymanlega.
Sýnd kl. 5,7,9og11.
NÆSTUMÓLÉTT
Eldfýörug gamanmynd.
Sýnd kl. 5,7 og 9.
Bönnuð innan 14 ára.
MITT EIGIÐIDAHO
Frábœr verðlaunamynd.
★ ★★ Mbl.
Sýnd kl. 11.
Bönnuð innan 16 ára.
REGNBOGINN SÍMI: 19000
14 stórmeistarar
á Norðurlandamótinu
Skák
Margeir Pétursson
SKÁKÞING Norðurlanda, sem
jafnframt er svæðamót, verður
háð dagana 27. júlí til 6. ágúst
næstkomandi í Ostersund í Sví-
þjóð. í efsta flokki er teflt um
tvö sæti á millisvæðamótinu
1993. íslendingar eiga fjóra af
18 keppendum og hafa þeir
Jóhann Hjartarson, Margeir
Pétursson, Jón L. Árnason og
Helgi Ólafsson verið skráðir tii
leiks. Þess má vænta að flestir
öflugustu skákmenn Norður-
landanna verði með, að Curt
Hansen undanskildum, en
vegna hárra stiga á Daninn
frátekið sæti á millisvæðamót-
inu að ári.
Svíinn Ulf Andersson var um
árabil stigahæsti skákmaður
Norðurlanda en hefur lækkað og
á því ekki sæti á millisvæðamóti.
Hann er þó ekki skráður til leiks
á NM.
Keppendur eru eftirtaldir, rað-
að upp í stigaröð sem verður
væntanlega líka töfluröðin á mót-
inu, en tefldar verða níu umferðir
eftir Monrad-kerfi:
1. Simen Agdestein, Noregi
2.620
2. Jóhann Hjartarson 2.595
3. Thomas Ernst, Svíþjóð 2.570
4. Bent Larsen, Danmörku 2.565
5. Margeir Pétursson 2.565
6. Jonny Hector, Svíþjóð 2.535
7. Pia Cramling, Svíþjóð 2.530
8. Lars Bo Hansen, Danm. 2.530
9. Jón L. Ámason 2.525
10. Ferdinand Hellers, Sv. 2.500
11. Helgi Ólafsson 2.495
12. Einar Gausel, Noregi 2.485
13. Lars Karlsson, Svíþjóð 2.480
14. Jouni Yijölá, Finnl. 2.460
15. Carsten Höi, Danmörku 2.445
16. Jonathan Tisdall, Nor. 2.435
17. Marko Manninen, Finnl. 2.420
18. Heikki Westerinen, Fi. 2.390
Þeir Gausel, Höi og Tisdall eru
alþjóðlegir meistarar, Manninen
er FIDE-meistari, en hinir eru
allir stórmeistarar.
Hannes Hlífar til Þýskalands
Hannes verður fjarri góðu
gamni á Norðurlandamótinu en
fær þó verðugt verkefni í kjölfar
góðs árangurs á Ólympíuskák-
mótinu. Frá 21. júlí til 2. ágúst
teflir hann á öflugu alþjóðaskák-
móti í Altensteig í Þýskalandi.
Stigahæsti keppinautur Hannesar
er Rússinn Dautov, en auk hans
teflir hinn kunni stórmeistari Ro-
manishin frá Úkraínu og margir
af öflugustu skákmönnum Þjóð-
veija. Með góðri frammistöðu í
Altensteig gæti Hannes unnið
hluta af þeim 30 stigum sem hann
vantar til að fá stórmeistaratitil
sinn staðfestan.
Karpov og Júdit sigursæl
Anatólí Karpov, fyrrum heims-
meistari, vann yfirburðasigur á
alþjóðamóti í Madrid_ á Spáni sem
fram fór rétt fyrir Ólympíuskák-
mótið. Yngsti stórmeistari allra
tíma, hin 15 ára gamla Júdit Polg-
ar, stóð sig frábærlega vel á mót-
inu, náði öðru sæti ásamt Vladím-
ir Epishin, á undan tveimur af
stigahæstu skákmönnum heims,
þeim Júdasín og Salov.
Það má segja að mótið í Madrid
hafí verið andsvar þeirra sem af
ýmsum ástæðum voru ekki með
á Ólympíumótinu í Manila. Polg-
arsystumar Júdit og Zsuzsa hefðu
með réttu átt að eiga sæti í ung-
versku sveitinni í karlaflokki, sem
líklega er réttara að nefna opna
flokkinn. Það náðust þó ekki
samningar á milli Polgarfjölskyld-
unnar og ungverska skáksam-
bandsins um greiðslur til stúlkn-
anna og einnig hefur heyrst að
faðir þeirra hafi viljað hafa áhrif
á það hvemig sveitin yrði skipuð
að öðru leyti.
Margir af stigahæstu rússn-
esku stórmeisturunum sátu heima
og má það rekja til þess að Gary
Kasparov tókst að útiloka aðra
en vini sína og aðstoðarmenn úr
rússnesku sveitinni. Anatólí
Karpov vildi ekki tefla í sveit þar
sem Kasparov réði lögum og lof-
um og þeir Júsupov, Salov, Bare-
ev og Júdasín voru heldur ekki
með. Ýmist kusu þeir að sitja
heima, eða töldust ekki nægilega
mikiir jábræður heimsmeistarans.
Þetta kom þó ekki að sök, frábær
frammistaða Kasparovs og
Kramniks færði Rússum ömggan
sigur í Manila. Það era þó örugg-
lega ekki allir sáttir við vinnu-
brögð heimsmeistarans, sem geta
varla talist lýðræðisleg.
Úrslitin í Madrid: 1. Karpov 7'/2
v. af 9 mögulegum, 2.-3. Júdit
Polgar og Epishin, Rússlandi 5‘A
4.-6. Júdasín og Salov, Rússlandi
og Romero 4*/2 v. 7.-8. Zsuzsa
Polgar og San Segundo 3'/2 v.
9.—10. Granda-Zunjiga, Perú og
Magem 3 v.
Salov er nú fluttur til Linares
á Spáni þar sem hann hefur sett
upp skákskóla. Hann var þó ekki
svipur hjá sjón á mótinu í Madrid
og Júdit hafði ekki ýkja mikið
fyrir því að bæta honum í safnið:
Hvítt: Valerí Salov
Svart: Júdit Polgar
Kóngsindversk vörn
1. d4 - Rf6 2. Rf3 - g6 3. Bg5
Salov velur rólegt afbrigði,
enda er Júdit vel heima í hvöss-
ustu leiðunum. Þetta kemur þó
ekki í veg fyrir að hún nái að
flækja taflið snemma.
3. - Bg7 4. Rbd2 - d5 5. e3—
(SJÁ STÖÐUMYND)
0-0 6. Be2 - Rbd7 7. 0-0 - He8
8. c4
Hér er 8. c3 mun algengara,
en þá jafnar svartur taflið með .
8. - e5.
8. — c5! 9. Hcl — cxd4 10. Rxd4
- Re4!?
Júdit er ófeimin við að raska
jafnvægi stöðunnar. Salov nær
nú peðameirihluta á drottningar-
væng sem hann ofmetur:
11. Rxel — dxe4 12. c5 — Re5
13. b4?
13. - Rd3!
Salov hlýtur alveg að hafa yfir-
sést þessi möguleiki, sem tryggir
svörtum yfirburðastöðu.
14. Bxd3 - exd3 15. Dxd3?!
Salov velur þann kost að láta
mann af hendi fyrir tvö peð, en
hann átti ekki góðra kosta völ í
stöðunni. Júdit hótar að vinna peð
með 15. — Bxd4 og ef riddarinn
víkur sér undan þá hefur svartur
biskupaparið og öflugt frípeð.
15. - h6 16. Bh4 - g5 17. Hfdl
- gxh4 18. De4 - Dc7 19. Dxh4
- Bd7 20. De4 - Had8 21. a3
- Dc8 22. h3 - Kh8 23. Dh4 -
Ba4 24. Hel - Dd7 25. Hc4 -
e5 26. Rf3 - Bc6 27. Dh5 -
Dd5 28. Hg4 - e4 29. Hg5 -
De6 30. Rh4 - Kg8 31. Hg3 -
Hd5 32. De2 - a6 33. Hdl -
Hed8 34. Hxd5 - Hxd5 35. Dc2
Hg5
Allir sóknartilburðir hvíts hafa
verið kæfðir í fæðingu og nú
gæti hann með góðri samvisku
gefist upp. Salov lætur sig þó
hafa það að tefla 20 tilgangslausa
leiki til viðbótar.
36. De2 - Be5 37. Hg4 - f5
38. Hxg5+ - hxg5 39. f4 -
gxh4 40. fxe5 — Dxe5 41. Df2
- Dg3 42. Dd2 - Kh7 43. Khl
- f4 44. Dd6 - fxe3 45. De7+
- Kg6 46. De6+ - Kg5 47.
De7+ - Kf5 48. a4 - e2 49.
Df7+ - Ke5 50. Dh5+ - Ke6
51. Dxe2 - e3 52. b5 - axb5
53. axb5 — Bd5 54. c6 — bxc6
55. bxc6 - Dxh3+ 56. Kgl -
Dxg2+ og nú loksins gafst Salov
upp.
Metsölublað á hverjum degi!
Eurocard
endurgreiðir
viðskiptavin-
um Sólarflugs
ÞEIR sem greitt hafa með Euro-
card fyrir ferðir eða inn á ferðir
með Flugferðum —Sólarflugi
sem (jóst er að verða ekki farn-
ar, fá endurgreitt frá greiðslu-
kortafyrirtækinu. Gunnar Bær-
ingsson, framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins, segir að þessi ákvörð-
un hafí verið tekin í ljósi ákvörð-
unar Visa—íslands um að endur-
greiða viðskiptavinum sínum.
Gunnar sagði fólk þyrfti að
leggja fram fullnægjandi gögn um
að það hefði greitt fyrir ferðina
með Eurocard og hún hefði aldrei
verið farin til þess að eiga rétt á
endurgreiðslu. Hann sagði að ekki
væra allar kröfur komnar inn en
fyrirtækið byggist við að þurfa að
endurgreiða fólki eina til eina og
hálfa milljón kr. vegna þessarar
ákvörðunar sem byggð væri á und-
antekningu. Venjulega ætti fólk
ekki kröfu á endurgreiðslu í tilfell-
um sem þessum, þ.e. ekki pema
gagnvart viðkomandi fyrirtæki.
Aðspurður sagði Gunnar að
ákvörðun um endurgreiðslu hefði
verið tekin í kjölfar ákvörðunar
Visa—íslands um að endurgreiða
viðskiptavinum sínum. „Við getum
ekki látið okkar korthafa vera á
lakari kjörum en korthafa annarra
fyrirtækja," sagði hann.
Hlöðver Ólafsson, Sigjún Más-
dóttir og Ragnar Björnsson í
Western Fried.
■ VEITINGASTAÐURINN
Western Fried í Mosfellsbæ hefur
verið stækkaður og hann breytt um
svip. Framvegis verður súpa og
salatbar í hádeginu og ennfremur
bætast ýmsir kjöt- og fiskréttir á
skyndibitamatseðilinn. Einnig er
hægt að panta smurt brauð, ýmsa
pottrétti og annan veislumat í
heimahús. Þá hefur staðurinn nú
fengið vínveitingaleyfL Matreiðslu-
meistari er Hlöðver Ólafsson.