Morgunblaðið - 21.07.1992, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992
Tultugji milljarða tækifæri!
Innfluttur iðnvarningur í samkeppni við
innlenda framleiðslu
Milljarðar kr
ígildi
5800 ársverka
eða
7-8 milljarða
í launum
Útflutningur
iðnvarnings alls 1991
Innfluttar
samkeppnisvörur
Margfeldisáhrif hvers starfs í iðnaði á aðrar
atvinnugreinar
123456789
Árafjöldi frá sköpun nýs starfs í iðnaði
eftir Gunnar N
Svavarsson
Eftir fjögurra ára stöðnun í
framleiðslu þjóðarinnar blasir við
meiri samdráttur en menn hafa
átt að venjast allt frá árinu 1968.
Það er að segja, samdrátturinn
blasir við ef forsendur breytast
ekki frá því sem nú eru horfur á.
Við fyrri áföll eða lægðir í efna-
hagslífi þjóðarinnar hafa ætíð
vaknað hugmyndir um að efla iðn-
að, og að aukinn iðnaður tæki við
sem vaxtarbroddur íslensks at-
vinnulífs. Sérstaklega hafa menn
horft til orkufreks iðnaðar og til
aukins útflutnings almennra iðn-
aðarvara. Niðurstöður þessara
væntinga, allt frá síðasta meiri-
háttar áfalli þjóðarbúsins þegar
síldin hvarf 1968, má draga sam-
an:
Annars vegar hefur iðnaður
haldið hlut sínum í landsfram-
leiðslunni. Sá árangur verður að
teljast góður útaf fyrir sig, því
vegna stækkunar fískveiðilögsög-
unnar var uppgangur í sjávarút-
vegi mikill á sama tíma.
Hins vegar hafa væntingar
manna um aukinn útflutning al-
mennra iðnaðarvara í kjölfar frí-
verslunarsamnings við EFTA og
EB ekki gengið eftir; enn er út-
flutningurinn fábreyttur og að
miklu leyti borinn uppi af áli og
kísiljárni.
Milljarðatugir
ísland byggir fámenn þjóð og
það liggur fjarri öðrum löndum.
Þessi einangrun og smæð heima-
markaðar gerir það að verkum,
að kostnaður íslenskra fyrirtækja
er í mörgum tilfellum hærri en
kostnaður keppinauta í öðrum
löndum. Slíkar aðstæður auðvelda
ekki fyrirtækjunum sókn á erlend-
um mörkuðum.
En það er ekki aðeins einangrun
landsins, sem er framförum til
trafala. Oft er engu líkara en að
afstaða manna sé beisluð í ein-
hvers konar hugarkví; hræðslan
við hið óþekkta er svo yfirgengi-
leg. Menn þora ekki að takast á
við ný verkefni. Ofurvernd
þrengstu sérhagsmuna og innilok-
unarárátta gagnvart nútíma við-
skiptaháttum og tengslum við
umheiminn bera þessu vitni. Það
er löngu kominn tími tilað færa
út kvíarnar og hætta að spyrna
fótum við framþróun.
Útflutningur iðnaðarvara mun
eflaust vaxa á næstu árum og
aukast að fjölbreytni. Þetta gerist
ekki í neinum stökkum nema þeg-
ar áfangar nást í orkufrekum iðn-
aði. Líklegt er að annar iðnaður
dafni helst þar sem við höfum
góðan grunn að byggja á. Þar má
nefna úrvinnslu sjávarafurða og
tæknivörur fyrir sjávarútveg. En
ekki má einblína á afmarkaða
flokka því fjöldamörg einstök
tækifæri leynast hér og þar eins
og dæmin sanna; margt smátt
gerir eitt stórt.
En möguleikarnir til að auka
framleiðslu þjóðarinnar liggja víð-
ar en í útflutningi. Gífurleg tæki-
færi felast í því að auka hlutdeild
íslenskra vara á heimamarkaði og
draga þannig úr innflutningi
þeirra vörutegunda sem nú þegar
eru framleiddar hér á landi. Félag
íslenskra iðnrekenda hefur lagt
lauslegt mat á þær upphæðir sem
um er að tefla. Niðurstaðan er sú,
að innflutningur á varningi, hlið-
stæðum þeim sem framleiddur er
á íslandi, sé a.m.k. 20 milljarðar
að CIF-verðmæti. Sé gert ráð fyr-
ir að allur innflutningurinn væri
framleiddur af innlendum iðnfyrir-
tækjum og að þau nytu jafnframt
sömu álagningar og innflutnings-
verslunin, gæti framleiðsluverð-
mætið numið um 30 milljörðum
króna. Þetta eru stórar tölur og
fróðlegt að setja þær í samhengi
við þjóðhagsstærðir. Útflutningur
alls iðnvarnings, að meðtöldum
stóriðjuvörum, er um 20 milljarð-
ar, og heildarvöruútflutningur
þjóðarinnar var árið 1990 um 93
milljarðar. Þá er áætlað að halli á
viðskiptum við útlönd verði 17
milljarðar á þessu ári.
Til mikils að vinna
Nú er það svo, að óraunhæft
er að æila að innflutningur sam-
keppnisvara leggist niður, og ekki
vilja iðnrekendur leggja hömlur á
eðlilega samkeppni. En til að gefa
nokkra hugmynd um hvað er í
húfí, má geta þess að væri allur
varningurinn unninn hér í stað
þess að vera fluttur inn, væri það
verkefni fyrir um 5.800 starfs-
menn í íslenskum iðnaði og laun
og launatengd gjöld næmu um 8
milljörðum króna. Árið 1990 unnu
ríflega 15 þúsund manns í iðnaði,
svö hér yrði um dágóða viðbót að
ræða. Hvert viðbótarstarf í iðnaði
er síðan talið leiða til rúmlega fjög-
urra annarra starfa þegar frá líða
stundir. Þá er það einnig mikil-
vægt, að mörg iðnfyrirtæki búa
yfír umfram-afkastagetu, þannig
að fjárfesting yrði minni en ella.
Mikið er því í húfi að nánar verði
hugað að þessum tækifærum til
vaxandi velmegunar. En til að
árangur náist þarf margt að koma
til.
Áhrif sljórnvalda
Stjórnendur þjóðarinnar, sem
eiga ríkastan þátt í að móta starfs-
umhverfí atvinnulífsins, þurfa að
skoða málin frá nýju sjónarhorni.
Hingað til hefur afstaða þeirra
verið einhvern veginn á þessa lund:
„Ríkissjóður þarf sínar tekjur til
að standa undir vaxandi kröfum
þegnanna um aukin útgjöld. Tekj-
urnar verðum við að sækja með
síhækkandi söluskatti (nú vsk.),
sérstökum skatti á verslunar- og
skrifstofuhúsnæði, eignarskatti og
skatti á fjármagnstekjur, sérstöku
vörugjaldi í því skyni að hafa vit
fyrir fólki og stýra neyslu frá
sælgæti og gosi og sérstöku trygg-
ingagjaldi, sem dregur úr ábyrgð
lífeyrissjóða við innheimtu iðgjalda
hjá óskilvísum greiðendum. Nú og
svo er auðvitað nauðsynlegt að
innheimta áfram aðstöðugjaldið;
það er svo einfalt og þægilegt að
reikna það og á einhveiju verður
Reykjavíkurborg að byggja.
Við verðum nú samt að trúa
því, að þeim fari fjölgandi, sem
hafa góða yfirsýn, þekkingu og
þor til að taka öðruvísi á málun-
um. Afstaða þeirra manna verður
eitthvað á þessa leið: „Okkur er
ljóst, að mikilvægasta skilyrði þess
að hægt sé að auka velmegun
þjóðarinnar er það, að fyrirtækin
í landinu gangi vel og skili hagn-
aði. Sá hagnaður er forsenda þess
að fyrirtækin geti fært út kvíarn-
ar, stundað nauðsynlega vöruþró-
un, aukið framleiðni og greitt
hærri laun. Það er því hlutverk
okkar að búa atvinnulífinu sem
best skilyrði, enda eru íslensk
stjórnvöld í harðri samkeppni við
stjórnvöld annarra landa um að
hlúa sem best að sínu atvinnulífí.
Nú eru þeir tímar að þjóðarbúið
og atvinnulífið sæta áföllum. Fyr-
irtækin rifa seglin og laga sig að
ástandinu. Þetta þurfa stjórnvöld
einnig að gera. Við eigum að reyna
að draga úr kostnaði, en að því
marki sem það tekst ekki, verðum
við að ná í nauðsynlegar tekjur
með því að leggja skatta á hagnað
fyrirtækja, tekjur einstaklinga og
neyslu þeirra.
Hlutverk fyrirtækja og
neytenda
Fyrirtækin þurfa einnig að at-
huga sinn gang. í sjálfu sér væri
það efni í annan pistil, en minna
má á mikilvægi þess að huga bet-
ur að gæðum vöru og þjónustu
og fylgjast vel með og þróa vöruna
stöðugt í takt við síbreytilegar
þarfir viðskiptavinanna. Oft geta
Gunnar Svavarsson
„En það er ekki aðeins
einangrun landsins,
sem er framförum til
trafala. Oft er engu lík-
ara en að afstaða
manna sé beisluð í ein-
hvers konar hugarkví,
hræðslan við hið
óþekkta er svo yfir-
gengileg. Menn þora
ekki að takast á við ný
verkefni.“
fyrirtækin bætt árangur sinn með
aukinni samvinnu og verkaskipt-
ingu, að ekki sé talað um samruna
óhagkvæmra rekstrareininga.
Neytendur þurfa að vera sér
meðvitaðir um hvort varan sem
þeir kaupa er íslensk eða framleidd
af erlendu fyrirtæki, sem á í sam-
keppni við íslenskt iðnfyrirtæki.
Þeir þurfa að gefa íslensku vör-
unni sanngjarnt tækifæri og ef
niðurstaðan er sú að innlenda var-
an er jafngóð eða betri og verð
sambærilegt, að kaupa þá heldur
íslensku vöruna. Af hveijum eitt
þúsund krónum sem verða til í
innlendu iðnfyrirtæki, fara 250
krónur í laun til íslensks starfs-
manns. Það er því til mikils að
vinna að setja íslenskt í öndvegi.
Á þennan hátt hefur hver sínu
hlutverlci að gegna. Tækifærin eru
allt í kringum okkur, sum vænleg,
önnur ekki. Heimurinn er ekki
bara landið og miðin. Við eigum
að víkka sjóndeildarhringinn,
skima eftir tækifærum hvar sem
þau er að finna, vega þau og meta.
Höfundur er formaður Félags
íslenskra iðnrekenda.
Kjörvari og Þekjukjörvari
- kjörin viðarvöm utanhúss
Þurfir þú að mála við utanhúss, hvort sem um er að ræða sumarhús, glugga eða
grindverk, þarftu fyrst að ákveða hvers konar áferð þú óskar eftir. Sé ætlunin að halda
viðaráferðinni skalt þú nota Kjörvara sem er gegnsæ viðarvörn og til í mismunandi
litum. Ein til þrjár umfcrðir nægja, allt eftir ástandi viðar.
Kjósir þú aftur á móti hálfhyljandi áferð, sem gefur viðnum lit án þess að viðarmynstrið
glatist, mælum við með Þekjukjör-
vara sem einnig fæst í mörgum litum.
Tvær umferðir eru í flestum tilvikum
nóg. Sé viðurinn mjög gljúpur skal
grunna hann fyrst með þynntum glær-
um Kjörvara og mála síðan yfir með
Þekjukjörvara.
Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er
má/ninglf
- það segir sig sjúlft -