Morgunblaðið - 21.07.1992, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992
Um fjölbreytni í
útvarpsrekstri
eftir Heimi Steinsson
Nýlega sat ég ársþing Samtaka
evrópskra útvarpsstöðva, sem
haldið var í Ósló. Á fundi þessum
bar margt gagnlegt fyrir augu og
eyru. Hér verður vikið að efni, sem
virðist beinlínis eiga erindi við okk-
ur íslendinga, eins og nú standa
sakir.
Umskipti
Víðast hvar eru þeir hættir, sem
nefna mætti „útvarpsskipan 20.
aldarinnar", á undanhaldi. Sú til-
högun fól í sér einkaleyfi þjóðríkja
til að reka útvarpsstöðvar í hinum
ýmsu löndum Evrópu. Aðrir komu
þar lítið við sögu eða ekki.
Ýmis rök lágu til þessarar hátt-
semi: Þyngst á metum kynni sú
hugmynd að hafa verið, sem kenna
mætti við „þjóðvarp": Útvarpið
þótti of áhrifamikill fjölmiðill til
þess að selja hann öðrum í hendur
en þeim, sem skuldbundnir væru
til þjónustu við alþjóð samkvæmt
lögum og reglum, en að sama skapi
hlutlausir í umfjöllun allri og óháð-
ir sérhveijum hagsmunaaðila.
Þetta grundvallarviðhorf er
jafngilt nú sem þá. í dag birtist
það í orðasambandinu „útvarp í
almenningsþjónustu". En jafn-
framt er sú breyting á orðin í
Evrópulöndum, að einkaaðilum
heimilast að reka útvarps- og sjón-
varpsstöðvar eftir enn öðrum lög-
um og reglum. Slík þróun er næsta
sjálfsögð. Hún helzt í hendur við
almennar hugmyndir síðari ára-
tuga um frelsi til vals og athafna.
Markmiðið er öðrum þræði að auka
framboð og fjölga góðum kostum.
Á ýmsa lund gengur um fram-
kvæmdina. Sumir telja fleiri út-
varpsstöðvar engan veginn efla
íjölbreytni og vísa til amerískrar
útvarpssögu, þar sem aragrúi
stöðva er sagður japla á sömu
flatneskjunni. Ástæðulaust er þó
að lasta markmiðið eða gera lítið
úr jákvæðum áhrifum einkarek-
inna útvarpsstöðva: Auk alls ann-
ars er líklegt, að þeim sé langur
aldur skapaður úr því, sem komið
er. Menn geta vitaskuld barið höfð-
inu við steininn, ef þeim fellur sú
íþrótt. En annað hefst ekki upp
úr því að fordæma einkavæðingu
útvarpsrekstar almennt. Umskipt-
in í útvarpsheiminum eru stað-
reynd, sem ekki verður haggað.
Blandað kerfi
Útvarpsmenn víða um Evrópu
tala nú í vaxandi mæli um „bland-
að kerfi“ á þessum vettvangi. Með
þeim orðum er vísað á veginn fram.
Líklegt er, að 21. öldin eigi, eftir
að einkennast af vinsamlegum
samskiptum þjóðvarps og einka-
rekinna útvarpsstöðva þar um slóð-
ir.
Því fer fjarri, að við fáum án
þjóðvarpsins verið. Seint munu
t.a.m. lögmál hins fijálsa markaðar
tryggja, að dreifikerfí útvarps nái
til allra byggða. Þetta á vitaskuld
sérlega við í stijálbýlu og vog-
skomu fjallalandi. I annað stað
hefur skuldbindingin, sem að fram-
an gat, ekki breytzt hið minnsta.
Almenningsþjónusta, hlutleysi og
sjálfstæði gagnvart margs konar
hagsmunaaðilum verða tæpast
betur tryggð en með útvarpi í eigu
alþjóðar.
Síðast en ekki sízt er þjóðvarp
svo áhrifaríkt einingarafl, að örð-
ugt er að gera sér í hugarlund,
hvernig unnt er án þess að vera.
Það er samofið ýmsum grundvall-
arþáttum þjóðlífs og veigamikill
homsteinn tungu og menningar.
Útvarpsrekstur á íslandi
Hér á landi gegnir Ríkisútvarpið
hlutverki „þjóðvarpsins". Svo hef-
ur lengi verið og mun enn verða á
ókomnum tíma.
Rás 1 er þess konar vettvangur
menningar, að ekki getur annan
slíkan betri í landinu. Enginn sýn-
ir minnstu tilburði til að skjóta Rás
1 ref fyrir rass í þessu efni. Rödd
Rásar 1 heyrist á hveiju byggðu
bóli.
Rás 2 flytur efni við allra hæfi
til afkima landsins og útnesja.
Enginn hliðstæður miðill nær eyr-
um svo margra Islendinga. Án
Rásar 2 væri illa komið fyrir al-
menningi í stijálbýli.
Landshlutastöðvar Ríkisút-
varpsins eystra, nyrðra og vestra
auka enn þá þjónustu við byggðir
landsins, sem Rás 1 og Rás 2 hafa
í frammi.
Heimir Steinsson
„Það „blandaða kerfi“,
sem áður gat, er þannig
þegar komið á legg á
Islandi og hefur svo
verið frá því að núgild-
andi útvarpslög voru
sett. Þau Iög hafa
reynzt vel og mættu
sem bezt koma í grund-
vallaratriðum óbreytt
úr höndum Alþingis að
lokinni þeirri endur-
skoðun, sem nú er haf-
in.“
Fréttastofur Ríkisútvarpsins
njóta almennrar viðurkenningar
sem einhveijir áreiðanlegustu
fréttamiðlar, er hér starfa.
Sjónvarpið er, þegar bezt lætur,
háborg íslenzkrar menningar nær
lokum 20. aldar. Innlend dagskrár-
deild lyftir þar grettistökum af litl-
um efnum en miklu áræði. Tæp-
lega 40 hundraðshlutar sjónvarps-
dagskrárinnar eru íslenzkt efni og
stefnt er að enn auknum afköstum
í þeirri grein. Erlent dagskrárefni
Sjónvarpsins er vandað og kapp-
kostað er að stilla öllu í það hóf,
sem velsæmi og góður vilji út-
heimta.
Ríkisútvarpinu er í mörgu
ábótavant. En það er á réttri leið
og stendur nú að mestu leyti und-
ir þeim stóru kröfum, sem felast
í orðinu „þjóðvarp“.
Við hlið Ríkisútvarpsins starfa
hér allnokkrar einkareknar út-
varpsstöðvar. Tilgangur þeirra
mun m.a. vera sá að auka fjöl-
breytni og veita mönnum fleiri
valkosti en ella, einkum í þéttbýli.
Vel er, ef því markmiði er náð.
Það „blandaða kerfi“, sem áður
gat, er þannig þegar komið á legg
á íslandi og hefur svo verið frá
því að núgildandi útvarpslög voru
sett. Þau lög hafa reynzt vel og
mættu sem bezt koma í grundvall-
aratriðum óbreytt úr höndum Al-
þingis að lokinni þeirri endurskoð-
un, sem nú er hafin.
Blandað kerfi í útvarpsrekstri
byggir á einni grundvallarfor-
sendu: Hún felst í gagnkvæmri
viðurkenningu þjóðvarps og einka-
varps á hlutverki og tilverurétti
beggja aðila. Friðsamleg sambúð
leysir harðvítuga samkeppni af
hólmi. Fjölbreytninni er fagnað en
einsýni vísað á bug.
Verði þessi þróun með þeim
hætti, sem hér er lýst og verið
hefur, má ætla, að aldingarður ís-
lenzkra íjölmiðla auðkennist af
grósku marglitra blóma, þegar
kemur fram á 21. öld. Þá verður
fróðlegt að vera hlustandi og
áhorfandi í þessu landi.
Höfundur er útvarpsstjóri.
Á Menntabraut
tU náms erlendis!
slandsbanki býbur námsmenn sem stunda
nám erlendis velkomna á Menntabraut þar
sem þeim er veitt margs konar þjónusta í fjár-
málum.
Námsmaöur getur fengiö allt aö 100% lána-
fyrirgreiöslu hjá íslandsbanka í tengslum viö
lánsloforö LÍN. Fyrirgreiöslan er í formi stighœkk-
andi mánaöarlegs yfirdráttar sem hefurþá kosti
aö einungis eru greiddir vextir af nýttri heimild.
Námsmannakart
Námsmenn á íslandi eiga nú í fyrsta sinn kost
á þvíaö taka út af tékka- eöa gjaldeyrisreikningi í
um 95.000 hraöbönkum innanlands sem utan.
Þetta er þœgilegasta leiöin til aö senda peninga á
milli landa og mun ódýrari en aö símsenda pen-
inga, millifœra inn á reikning erlendis eöa taka út
meö greiöslukorti.
Sérþjónusta
Námsmenn á Menntabraut eiga kost á
greiöslu- og innheimtuþjónustu íslandsbanka.
Meira en lánafyrirgreiösla
Á Menntabraut býöst námsmönnum fjölþætt
þjónusta auk lánafyrirgreiöslu. Þegar námsmaöur
skráir sig á Menntabrautina fær hann afhenta
vandaöa íslenska skipulagsbók og penna. Árlega
eru veittir námsstyrkir og aö námi loknu eru íboöi
langtímalán hjá bankanum.
Kynntu þér kosti Námsmannakortsins og
þjónustu íslandsbanka viö námsmenn erlendis.
MENNTABRAUT
Námsmannaþjónusta íslandsbattka
- frá menntun til framtíöar!
ÍSLANDSBANKI
Þeir námsmenn erlendis sem njóta lánafyrir-
greiöslu bankans geta notaö yfirdráttinn þegar á
þarf aö halda og tekiö lániö út af tékkareikningi
hér á landi. Dýrara er aö nýta yfirdráttarheimild-
ina íeinu lagi strax í upphafi mánaöar og hag-
stæöara aö nota hraöbanka erlendis eftir því
sem þörf krefur.
Sem dæmi um kosti Námsmanna-
kortsins þá er hægt aö nota þaö í56.000
hraöbönkum í Noröur-Ameríku, 7.000 á
Bretlandi og um 750 í Danmörku.
Engin gjaldeyrisþóknun
Námsmenn á Menntabraut losna viö
aö greiöa 0,5% gjaldeyrisþóknun
þegar þeir kaupa gjaldeyri.