Morgunblaðið - 21.07.1992, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992
21
Umferðarnefnd Reykjavíkur:
Lögregla aðeins í 7 0%
slysatilvika á staðinn
LÖGREGLA kemur aðeins í um
70% slysatilvika á staðinn jafn-
vel þótt lög kveði á um að ávallt
skuli kveðja hana til ef slys
verða á fólki. Þessar upplýs-
ingar koma fram í framhalds-
könnun Umferðarnefndar
Reykjavíkur á umferðarslysum
í borginni 1988 til 1990. A um-
töluðu þriggja ára tímabili eru
skráðir 3376 slysaatburðir á
landinu þar sem 4263 einstakl-
ingar slasast. Hér er um að
ræða 59% fjölgun skráðra slysa
hjá tryggingarfélögunum mið-
að við tímabilið 1983-1987.
Fjölgun slasaðra er 49%. Meðal
þess sem könnunin leiðir í ljós
er að slysum á gangandi vegfar-
endum fækkaði eftir að notkun
ökuljósa var lögleidd allan sól-
arhringinn árið 1988 og um-
ferðarslys á börnum eru hlut-
fallslega álíka mörg í Reykjavík
og annars staðar á landinu þrátt
fyrir að í borginni sé umferðar-
þungi mestur.
Á árunum 1988-1990 sýna
skýrslur tryggingarfélaganna að
164 börn á aldrinum 0-14 ára slös-
uðust í umferðinni í Reykjavík.
Hér er um að ræða rúmlega 16%
fækkun á ári að meðaltali frá því
í síðustu könnun.
Nú sem fyrr verða flest slys á
gangandi börnum, þriðjungur, en
nær jafnmörg slys verða á börnum
í aftursæti bifreiða. Einnig hefur
slysum á börnum í framsæti bif-
reiða fjölgað. Ekki eru til kannan-
ir um hve mörg börn sitja í fram-
sæti en þeim gæti hafa fjölgað
vegna þess að nú eru til barnastól-
ar sem eru sérstaklega hannaðir
fyrir framsæti.
Ef litið er á meiðsl sem bömin
hljóta, kemur í ljós að í 40% til-
vika er um minni háttar áverka
að ræða. Höfuðhögg og beinbrot
eru sem fyrr algengust stærri
meiðsla en hálsmeiðsl eru einnig
algeng hjá börnum. Flest slasaðra
barna í Reykjavík á aldrinum 0-5
ára eru farþegar í bifreiðum.
Næsti aldurflokkur (6-9 ára) verð-
Slys á börnum í Reykjavik 1988-1990
Fjöldi slasaðra á ári af hverjum 1000 í viðkomandi aldursflokki
«■8
10-14 ára
6-9 ára
0-5 ára-
Farþ. í framsæti Farþ. í aftursæti Áhjóli Ábifhjóli Gangandi
ur tíðar fyrir meiðslum sem gang-
andi og hjólandi vegfarendur en
börn í öðrum aldursflokkum. Elstu
bömin (10-14 ára) slasast tíðast
í aftursætum bifreiða. í umferðar-
könnun 1983-1987 kom það fram
að drengir urðu oftar fyrir meiðsl-
um en stúlkur.
í könnuninni 1988-1990 hefur
munurinn minnkað og er hann
vart merkjanlegur. Það er hins
vegar athyglisverð að meira en
tvöfalt fleiri stúlkur þjást af háls-
meiðslum en drengir.
Samkvæmt könnuninn kemur
lögregla aðeins á staðinn í um 70%
slysatilvika, jafnvel þótt lög kveði
á um að ávallt skuli kveðja hana
til ef slys verða á fólki. Þetta er
að einhveiju leyti talið skýrast af
því hve margir koma nú til trygg-
ingarfélaganna með meiðsl sem
ekki uppgötvast fyrr en komið er
af slysstað. í niðurstöðum könnun-
Fékk skot
úr loftriffli
í andlitið
KOMIÐ var með 15 ára ungling
á slysadeild Borgarspítalans á
laugardagskvöld eftir að hann
hafði fengið skot úr loftriffli í
andlitið. Við rannsókn á slysa-
deild kom í ljós að unglingurinn
var skaddaður á öðru auganum
eftir skotið og var hann sendur
í aðgerð á augndeild Landakots-
spítala.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu átti þessi atburður sér
stað á Háaleitibrautinni um klukk-
an 23 um kvöldið. Vitneskja fékkst
um hver skotmaðurinn var og
málið mun að fullu upplýst.
Héðinn Ól-
afsson látínn
HÉÐINN Ólafsson bóndi á Fjöll-
um í Kelduhverfi lést í Landspít-
alanum fimmtudaginn 16. júli
eftir ströng veikindi 74 ára að
aldri.
Héðinn lætur eftir sig eiginkonu,
Sjöfn Jóhannesdóttur, og sex upp-
komin börn. Einnig er móðir Héð-
ins, Friðný Siguijónsdóttir, á lífi,
93 ára að aldri.
arinnar kemur fram að slys á
ákveðnum stöðum eða álagstímum
yrðu ef til vill færri ef eftirlit lög-
reglu lögreglu væri virkara.
Dauðaslys eru mun tíðari í dreif-
býli en á öðrum svæðum enda
hraði rneifi á þjóðvegum og slys
alvarlegri þegar þau verða.
Morgunblaðið/Ámi Jónasson
Beðið eftir björgun
Þyrla Landhelgisgæzlunnar, TF-SIF, bjargaði á föstudagskvöld slösuð-
um Þjóðveija, sem hafði hrapað niður i gljúfur er hann var að klifra
í Svarthömrum norður af Skaftafelli. Aðstæður voru mjög erfiðar en
um síðir tókst að ná manninum upp. Hann var minna slasaður en
talið var í fyrstu. Á myndinni, sem tekin var úr þyrlu Landhelgisgæzl-
unnar, sést hvar félagar mannsins hafa sveipað hann í teppi og bíða
eftir björgunarþyrlunni.
Ung stúlka
kærði nauðgun
UNG stúlka kærði nauðgun til
lögreglunnar í Reykjavík aðfar-
arnótt sunnudagsins. Að sögn
hennar átti nauðgunin sér stað i
húsagarði í miðborginni að
afloknum dansleik.
Samkvæmt upplýsingum frá
Rannsóknarlögreglunni fór stúlkan
í fylgd með manninum af vinveit-
ingahúsi eftir lokun þess um nótt-
ina. Lögreglunni tókst að hafa uppi
á manninum en við yfirheyrslur
sagði hann allt aðra sögu af sam-
skiptum þeirra tveggja og að ekki
hafi verið um nauðgun að ræða.
Mál þetta er í rannsókn hjá RLR.
MAZDA 323
ODYRASTUR
í REKSTRI!
auto
motor
sport
Hið virta þýska bílatímarit AUTO MOTOR UND SPORT hefur
verið með MAZDA 323 í langtímaprófun síðastliðin 2 ár. Nú
nýlega hafði honum verið ekið 100.000 kílómetra og reyndist
hann hafa lægstan rekstrar- og viðhaidskostnað allra þeirra bíla,
sem tímaritið hefur tekið í slíka prófun. Ennfremur var haft
samband við fjölda eigenda og luku þeir einróma lofi á bílinn,
einn sagði m.a.:
„Ánægðari getur maður ekki verið!“
Við bjóðum MAZDA 323 í 4 misstórum útgáfum, sem hafa
gjörólíkt yfirbragð, útlit og eiginleika. Þær eru allar með
vökvastýri og ríkulegum staðalbúnaði. Hægt er að velja um 4
mismunandi vélar, sem eru með bensíninnspýtingu og
mengunarvörn, sjálfskiptingu eða handskiptingu og flestar gerðir
fást nú með ALDRIFI.
MAZDA 323 kostar frá 885 þúsund krónum.
(3 dyra hlaðbakur LXI, staðgreiðsluverð með ryðvöm og skráningu.)
MAZDA endist lengur 1
SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S.61 95 50