Morgunblaðið - 21.07.1992, Síða 22

Morgunblaðið - 21.07.1992, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992 Svartamarkaðsbrask í Júgóslavíu: Hversu margar pizzur má fá fyrir eina handsprengju? Kragujevac. Frá Karli Aspelund. DAGLEGT líf í Belgrad var Reuter Viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna hefur kallað á mótmæli gegn stjórninni í Belgrad. Hér sjást mótmælendur bera fána Serbíu um gðtur borgarinnar. sjaldan því marki brennt að geta talist alveg eðlilegt í mín- um augum. Því má vel fullyrða að daglegt líf í Belgrad gangi þessa dagana sinn vanagang. Þyrlumar sem ijúfa morgun- kyrrðina vekja ekki mikla eftir- tekt. Það er helst að litið sé upp til að sjá hvort þar fari her, lög- regla eða hvítar maskínur Sam- einuðu þjóðanna. Hér áður fyrr mátti alltaf sjá hermenn á götun- um. Það voru hins vegar sakleys- islegir drengir í „orlofsbúningum" og vel burstuðum skóm. Þeir sátu á öllum kaffihúsum með kær- ustum eða foreldram sínum og réðust í mesta lagi á ís. í þeirra stað era nú heldur áhyggjufyllri ungir menn í bardagaklæðum sem flýta sér eitthvert einir á ferð. Svo brana bílalestir Sþ af og til gegn- um bæinn, hvítar og glæsilegar. Bensínskömmtun og leigubílaskortur Hér sjást engin merki um skort enda nánast ekki skortur á neinu nema bensíni og - af ástæðum sem enginn skilur - jurtaolíu (sem staðfestir hræðilegan grun sem ég hef lengi haft og útskýrir steinolíubragðið af kleinuhringj- unum á brautarstöðinni). Bensín er skammtað af mikilli alvöra. Mánaðarskammturinn er 20 lítrar og þykir engum mikið. Bensínlíterinn er orðinn jafn dýr og í Reykjavík og tvöfalt dýrari ef keypt er á svörtu. Þetta era miklir íjármunir í landi þar sem hjúkranarfræðingur (svo notuð sé sígild viðmiðun) hefur 2100 krón- ur í mánaðarlaun. Sannast enn að viðskiptabann kemur aldrei niður á hemaðarmaskínunni held- ur á húsmæðram og bændum. Útlendingar geta fengið eins mikið bensín og þeir vilja svo lengi sem þeir borga í mörkum eða dolluram. Leigubílstjórar fá 350 lítra á mánuði sem hefur þá ein- kennilegu afleiðingu að leigubfl er varla að sjá. Það er nefnilega hægt að hafa miklu meiri tekjur af því að selja skömmtunarseðl- ana á svörtum markaði en að keyra bílinn. Að þessu undanskildu sjást hér fleiri merki um efnahagslegar framfarir en hitt. Blaðasalamir era famir að selja súkkulaði með glanstímaritunum. Klæðnaður fólks er litríkari og nýtískulegri en áður og margar byggingar í miðborginni hafa fengið hraust- lega andlitslyftingu. Jafnvel sterkasta vígi niðurníðslunnar, réttnefnd martröð allra ferða- manna, rútustöðin í Belgrad, hef- ur svikið lit og skartar nú nýju kaffíhúsi þar sem ekkert var áð- ur. Lítil marmaraborð og krómað- ir stólar valda þvílíku „kúltúrsj- okki“ að sá granur er óumflýjan- legur að þetta séu mistök og að ári liðnu verði búið að fjarlægja ljósaskiltin með öllum ístegundun- um og aftur verði komin vannýtt geymsla. Þjónninn leggur á marmarann handfylli af gljáandi dínörum sem við fyrstu sýn gætu verið gulls ígildi. En gljáinn er eins og öll önnur merki ríkidæmis hér senni- lega einungis á yfírborðinu. Dín- arinn glóir einungis vegna þess að myntin er svo ný. Hér er nýyf- irstaðin myntbreyting. Enn eitt núllið var klippt aftan af dínarnum fyrir hálfum mánuði. Sveitafólk sem var enn ekki búið að venja sig við síðustu myntbreytingu er nú algerlega raglað og er ýmist að of- eða vanreikna sig skelfi- lega. Gamli sósíalíski dínarinn er orð- inn algerlega ónothæfur pappír og hefur stjórninni tekist með þessu móti að snarminnka pen- ingamagnið í umferð. Þannig von- ast þeir til að byija að bremsa af þá kolvitlausu óðaverðbólgu sem hér hefur ríkt og koma dín- amum á stöðugan flöt. Enginn skyldi þó halda niðri í sér andan- um af eftirvæntingu því vísbend- ingar svarta efnahagskerfísins gefa ekki ástæðu til bjartsýni. Markið mælikvarði alls Svarta efnahagskerfíð hér verður æ sterkara. Það er ekkert nýtt að i Júgóslavíu séu tveir gjaldmiðlar í umferð. Þýska mark- ið og Bandaríkjadollar hafa lengi hlaupið samhliða opinbera gjaldmiðlinum. Nú hins vegar er dínarinn að dragast aftur úr, illa tognaður og ringlaður. Þýska markið er í raun eini gjaldmiðillinn sem treyst er almennt. Sveitafólk- ið bjargar sér frá ringlureiðinni með því að umreikna allt í þýsk mörk, vörar era auglýstar á DEM- verði í sjónvarpi og dagblöðin skrá svartamarkaðsverðið samhliða opinbera genginu. Ifyrir breytingu var mismunurinn á opinbera genginu og því svarta orðinn átt- faldur. Viku eftir myntbreyting- una héldust kerfin í hendur meðan menn áttuðu sig. Síðan hefur munurinn aukist jafnt og þétt og nú er kaupgengi marksins ca. 30% hærra á götunum en í bönkunum. Launafólk reynir að skipta sem mestu af laununum sínum sem allra fyrst. Hægt er að kaupa og selja gjaldeyri víða, t.d. af sígauna á grænmetismarkaðinum eða af einum af u.þ.b. 40 manna sem rölta um fyrir utan næsta banka með fulla vasa af seðlum. Síðan, ef upphæðin er nægileg, segjum t.d. að heill vinnustaður taki sig saman um að skipta vikulaunun- um í einu, getur ungur maður komið á silkifötum og ítölskum skóm og afhent þýsk mörk úr nýrri ferðatösku fyrir sanngjamt verð. Verðlag er að sjálfsögðu farið allt úr skorðum, bæði upp og nið- ur á við, svo engin rökrétt viðmið- un er í raun til. Matvara er öll mjög ódýr enda eina varan sem dínarinn dugar til. Öll tæki era hins vegar fokdýr enda ekki fáan- leg nema fyrir mörk og fara því stöðugt hækkandi. Sæmileg eink- atölva kostar t.d. núorðið því sem nemur árslaunum hjúkranarfræð- ingsins góða og handsprengja kostar fimm mörk eða 160 krónur á járnbrautarstöðinni í Belgrad. Fyrir fímm mörk má hins vegar fá fjórar pizzur hér í Kragujevac um 150 km. suður af Belgrad og dylst engum að það eru góð kaup. Pizzurnar í „Krag“ era enda með þeim betri í heimi og gæfí ég glað- ur allar handsprengjur sem ég get náð í fyrir eina slíka. Nýr leiðtogí breska Verkamannaflokksins: Tekst Smith að enda eyðimerkurgöngima? London. Reuter. JOHN Smith, hinn nýi ieiðtogi breska Verkamannaflokksins, er tiltölulega óumdeildur foringi og góður ræðumaður og hann hef- ur iofað að fylgja áfram stefnu Neil Kinnocks við að iosa flokkinn við harðlínusósíalisma og óvinsæl stefnumál eins og einhliða kjarn- orkuafvopnun Breta. Bresk blöð draga þó mörg í efa að hinn 53 ára gamli skoski lögfræðingur búi yfir nægilegum krafti og hug- myndaauðgi til að leiða flokkinn inn í ríkisstjórn eftir 13 ára pólitíska eyðimerkurgöngu. Tékkóslóvakía: Afsögn Havels sögð staðfesta aðskilnað Prag, London. Reuter. Smith fékk 91 prósent at- kvæða í leiðtogakjörinu um helgina. Hann lofaði eftir kjörið að auka lýðræði í flokknum og að minnka áhrif verkalýðsfé- laga. Fulltrúar þeirra hafa nú atkvæðavægi í samræmi við fé- lagatölu, en framvegis á reglan „einn maður — eitt atkvæði" að gilda í flokknum, sagði Smith. John Smith, sem. ber algeng- asta nafn í Bretlandi, er sonur kennara í smáþorpi í skosku hálöndunum og á heimili hans var lögð meiri áhersla á mennt- un en ríkidæmi, sem Smith seg- ir að sé enn þann dag i dag hluti af lífsspeki sinni. Hann lærði lögfræði við Glasgow- háskóla og var málafærslumað- ur í Edinborg áður en hann hóf afskipti af stjómmálum. Árið 1970 var hann kjörinn á þing, aðeins 32 ára gamall og var síð- ar yngsti ráðherrann í stjóm James Callaghans og fór þá með viðskiptamál. Hann er því einn af fáum forystumönnum í Verkamannaflokknum sem hef- ur reynslu af ríkisstjómarsetu, en flokkurinn hefur tapað fjór- um kosningum í röð fyrir íhaldsflokknum sfðan 1979. Smith þótti flytja snjallar ræður á þingpöllum og hann var eitt sinn útnefndur þingmaður ársins. Hann er kvæntur og á þijár dætur og sagður mikill fjölskyldumaður. En þrátt fyrir flekklausa fortíð og mikla reynslu af stjórnmálum eru ekki allir vissir um að hann sé rétti maðurinn til að blása nýju lífí í Verkamannaflokkinn. „Hann hefur aflað sér góðs orðstírs, on býður ekki upp á neitt nýtt,“ 'sagði blaðið Sunday Telegraph í leiðara. Blaðið Observer sagði: John Smith. „Eftir stórsigur í leiðtogakjör- inu er auðvelt fyrir hann að vanmeta hið mikla starf sem er framundan við að bjarga Verka- mannaflokknum frá eilífri stjómarandstöðu. Flokkurinn hefur kastað mörgum óvinsæl- um kennisetningum fyrir róða, en hefur ekki tekist vel upp við að koma með nýjar í staðinn." Hann fékk hjartaáfall árið 1988, en bregst reiður við ef það blandast í umræðuna og segist hafa náð sér. fyllilega á strik og vera við hestaheilsu. Hvemig sem heilsan er, er talið að Smith muni aðeins fá eina tilraun til að leiða flokkinn til sigurs í kosningum, sem verða eftir 4-5 ár. VACLAV Havel, forseti Tékkó- slóvakíu, lét af embætti í gær og segja stjórnmáiaskýrendur að þar með sé fuilvíst að iandinu verði senn skipt í tvö sjálfstæð ríki. Slóvaskir þingmenn á sam- bandsþingi landsins komu fyrir skömmu í veg fyrir að Havel yrði endurkjörinn forseti. Havel hefur barist á móti því að landinu yrði skipt og var einnig andvígur því að Slóvakía fengi nær algert sjálfstæði í öllum innan- landsmálum. Hann taldi að miklu fremur væri þörf á aukinni sam- vinnu vegna efnahagserfiðleika í kjölfar 40 ára einræðis kommún- ista. Slóvaskt dagblað, Narodna Obroda, fordæmdi afsögn Havels og sagði hryggilegt að forseti sem væri svo mikill mannúðarfrömuður skyldi þannig sverta ímynd Slóv- akíu og „auka á óvild“ í garð landsins. Fulltrúar Tékka og Slóvaka í væntanlegum samningum um skiptingu landsins staðfestu á sunnudag fyrri ákvarðanir um að samningum yrði lokið 30. septem- ber nk. Tillögum Havels um þjóð- aratkvæði í landshlutunum þar sem íbúar tjáðu hug sinn til vænt- anlegs aðskilnaðar hefur verið hafnað. ------» ♦ »---- 6 fórust á Skagerrak: Tveir Islend- ingar sluppu ómeiddir EINUM var bjargað en sex fórust með norsku flutningaskipi, sem sökk eftir árekstur við danska nótaskipið Isafold undan suður- odda Noregs á sunnudag. Tveir íslendingar voru í áhöfn Isafold- ar, en hvorki þeir né aðrir um borð í danska skipinu meiddust. Ekki er vitað hvers vegna árekst- urinn varð, og fulltrúi útgerðar Isa- foldar í Hirtshals í Danmörku sagði að ekki væri hægt að gefa nánari upplýsingar fyrr en eftir að sjópróf færu fram á morgun, miðvikudag. Slysið varð í blíðviðri á Skagerrak og norska flutningaskipið Kamilla sökk nær samstundis eftir árekstur- inn. Pólskum sjómanni var bjargað um borð í Isafold, en fimm Pólveijar og norskur skipstjóri voru taldir af.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.