Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JULI 1992 31 Minning: Laura H. Proppé Fædd 27. júní 1905 Dáin 12. júlí 1992 Laura Proppé, eins og hún var jafnan nefnd, andaðist sunnudag- inn 12. júlí síðastliðinn. Hún hafði risið úr rekkju um morgunin sam- kvæmt venju og að loknum morg- unverði tók hún til við þau morgun- verk sem góðar húsmæður láta ekki bíða, klæddi sig og snyrti eins og hæfði sólbjörtum sumar- og drottinsdegi, settist út á svalir og naut sumarblíðunnar og ræddi við nábýliskonu sína, en hafði þá orð á því að hún ætlað að halla sér smávegis áður en hádegisverður yrði fram borinn. Þegar hún kom ekki á tilsettum tíma var farið að vitja um hana, en hún var þá sofn- uð svefninum langa og virtist hafa kvatt þetta líf án þjáninga. Oft hafði hún óskað þess að fá að kveðja lífið með þessum hætti og sú bæn var heyrð. Með Lauru Proppé er hin mæt- asta kona til moldar gengin. Hún fæddist á Þingeyri 27. júní 1905 og var elst átta systkina. Foreldrar hennar voru Carl Proppé - þá verslunarstjóri á Þingeyri - og Jóhanna Jósafatsdóttir frá Kirkju- felli í Eyrarsveit. Laura Proppé sleit bamsskónum í faðmi Dýrafjarðar, en fyrr en varði kvaddi hún æsku- stöðvarnar og fiuttist með foreldr- um sínum og systkinum til Reykja- víkur þar sem hún gekk í Kvenna- skólann. Hún var með afbrigðum íjölfróð og minnug og fylgdist Mót Orðs lífs- • • ins í Olveri KRISTNA samféjagið Orð lífsins heldur mót að Ölveri í Borgar- firði um verslunarmannahelgina, 31. júlí til 1. ágúst. í fréttatilkynningu segir, að á mótinu verði mikil biblíufræðsla, bæn og lofgjörð. Kennarar verða Stig Petrone frá Livets Ord í Upp- sölum í Svíþjóð og Simon Jakobsen frá Lífsins Orði í Færeyjum. Skráning á mótið fer fram hjá Orði lífsins, Grensásvegi 8, á mánu- dögum og miðvikudögum kl. 14-17. ^wtwiuiO GÆÐA VERKFÆRI G/obus? -heimur gæba! lAgMÚLA 5 • REYK|AV(K - SÍMI 91 • 661555 langa ævi með öllu með gerðist á líðandi stund. Það skorti aldrei umræðuefni þar sem hún var. Enda þótt sjón hennar væri farin að dap- rast undir ævilokin fylgdist hún með því sem gerðist á leiksviði lífs- ins. En það átti ekki fyrir Lauru Proppé að liggja að lifa sín mann- dómsár í höfuðstaðnum. Hinn 14. ágúst 1925 gekk hún að eiga Garð- ar Jóhannesson kaupmann á Vatn- eyri við Patreksfjörð. Það sannaðist á Lauru að römm er sú taug sem dregur fólk á fornar slóðir. A Pat- reksfirði beið hennar húsmóður- starf á stóru heimili þar sem reyndi á stjómsemi og persónutöfra hús- freyjunanr. Garðar Jóhannesson rak umsvifamikinn atvinnurekstur. Á Vatneyri var togaraútgerð og önnur umsvif. Hann var hvergi nærri heill heislu svo að Laura varð jafnan hið berandi afl í lífi hans, svo að vitnað sé til orða manns sem vel þekkti til á heimili þeirra. Það hefur löngum verið aðal góðra eiginkvenna að vera mönnum sínum stoð og stytta og Laura brást hvergi í því hlutverki. Á Patreksfirði eignuðust þau fimm börn, fjórar dætur og einn son, og þar var ævistarfið unnið. En tímarnir breyttust og heilsu hús- bóndans var ofboðið. Því fór svo að fjölskyldan fluttist frá Patreks- firði og til Akraness þar sem Garð- ar stjómaði útgerðarfélagi bæjar- ins um skeið. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur og þar starfaði Garðar hjá Síldarútvegsnefnd ríkisins með- an kraftar entust. Hann andaðist 14. janúar 1970. Eftir andlát Garð- ars bjó Laura um hríð með yngstu dóttur sinni, en síðustu árin var Hjálmar Þorsteins- son sýnir á Akranesi HJÁLMAR Þorsteinsson, listmál- ari, hefur opnað málverkasýn- ingu í Upplýsingamistöð fyrir ferðamenn á Akranesi. Á sýningunni, sem er sölusýning og stendur fram í miðjan ágúst, eru nokkur olíumálverk. Hjálmar fædd- ist á Siglufirði 1932, en fluttist ungur til Akraness, þar sem hann bjó til 1981, er hann fluttist til Danmerkur. Hann hefur haldið Qölda sýninga, bæði hér heima, í Danmörku og á hinum Norðurlönd- unum. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10.30 til 12 og frá 13 til 17. í sama húsnæði hefur til sam- lengdar annar borinn Siglfirðingur, Margrét Jónsdóttir, sett upp nokkr- ar ljósmyndir úr Fljótum í Skaga- firði. hún á dvalarheimili aldraðra þar sem hún lést. Laura Proppé var fríð kona og aðlaðandi. Það fylgdi henni alltaf heiðríkja hvar sem hún fór. En hún var jafnframt mikil þrekkona sem best mátti sjá þegar þungbærir atburðir urðu í fjölskyldu hennar. Hún var gædd miklu jafnvægi og sálarstyrk allt til hinstu stundar. Ég hygg að hún hafí hlotið þetta í arf frá foreldrum sínum sem urðu að yfírgefa franska jörð af trúará- stæðum og flytjast til norrænni landa og síðast út til íslands. Hvað sem því leið var hún um margt óvenjuleg og sérstæð og svipaði um margt til þeirra sem byggja suðrænni og sólríkari lönd og það fylgdi henni jafnan sólskin. Hún naut þeirrar ánægju að sjá afkom- endur sína vaxa úr grasi eina kyn- slóðina af annarri. Hún gat því gengið til hinstu hvílu með hugarró eftir langan ævidag og merkilegt ævistarf. Eftir lifir minning mæt þó maðurinn sjálfur hverfi. Aðalgeir Kristjánsson. STEINAR WAAGE SKÓVÉBSLUN CWM^IWPlA^'rjáBÖP) Minibel Fagi Verð nú 1.195,- Verð nú 1.195,- Áður.^99^> Áður: 3.995,- Litir: Blár, brúnn og Ijósgrænn. Stærðir: 24-34. Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsiuafsláttur. Litur: Blár. Stærðir: 22-30. Döftiys íýk&tsl úm 18519 Krfagfam^ émWJXl Allir ARMSTRONG dúkar með 30% aíslœtti í eina viku! ARMSTRONG dúkar eru löngu landsþekktir fyrir mýkt, styrk og fallega liti. Þeir fást í 2, 3 og 4 metra breiðum rúllum, í fjölda lita og mýnstra. ARMSTRONG dúkar eru sérhannaðir fyrir norrænan markað. ARMSTRONG dúkar fást nú með RfflNOGUARD slithúð sem gefur enn betra þol gegn álagi og rispum. Við bjóðum 4 gerðir og yfir 40 liti frá ARMSTRONG. TEGUND MAGNUM SPECTRUM REFLECTION BOUTIQUE ÞYKKT 4mm þykkur 3mm þykkur 2,5mm þykkur 2mm þykkur VERÐAÐUR kr. 1741.- kr. 1576.- kr. 1576.- kr. 1269.- VERÐNU kr. 1219.- kr. 1103.- kr. 1103.- kr. 888.- LÆKKUN 30% 30% 30% 30% A Ath: ARMSTRONG dúka þarf ekki að líma!! TEPPABUÐIN (D GÓLFEFNAMARKAÐUR • SUÐURLANDSBRAUT 26. • SÍMI 91-681950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.