Morgunblaðið - 21.07.1992, Page 35

Morgunblaðið - 21.07.1992, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992 35 Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæslu geym, 6, Guð minn allsvaldandi. (V. Briem) Álfhildur Hallgfrímsdóttir. Góður vinur minn og æskufélagi, Stefán Þórir, lést að kvöldi 11. þ.m. á Landspítalanum eftir erfiða bar- áttu við sjúkdóm, er varð honum að lokum yfirsterkari. Með sanni má segja að þar sé genginn sérstæður persónuleiki og góður drengur. Um hann mætti heimfæra orð skáldsins: Hreifur fram á hinstu stund, hann um mein sín þagði, faldi sína opnu und undir glöðu bragði. (stefán &) Ég man fyrst eftir Stefáni úr Miðbæjarbarnaskólanum en við lentum þar í sama bekk. Þetta var glaðvær og skemmtilegur piltur er vildi öllum vel og lagði alltaf gott til málanna. Seinna urðum við sam- ferða inn í Gagnfræðaskóla Reyk- víkinga. Þar kynntumst við miklum ágætismanni, Ólafi heitnum Georgssyni, og tókst með okkur vin- átta sem aldrei bar neinn skugga á. Um tíma skildu leiðir, en er ég kom heim eftir síðari heimsstyrjöld- ina lágu leiðir okkar aftur saman. Það var okkur Stefáni mikið áfall er félagi okkar og vinur, Ólafur, lést langt um aldur fram. Stefán batt einlæga vináttu við fjölskyldu mína, sérstaklega við son okkar Gunnar. Hann var ávallt kærkominn gestur á heimili okkar, enda fróður og skemmtilegur, og var margt skeggrætt og oft mikið hlegið. Hjálpsemi hans og greiðvikni í okkar garð verður seint fullþökk- uð. Stefán var maður sérstæður á marga lund, skapfastur og keppnis- maður á yngri árum og hafði fast- mótaðar skoðanir í landsmálum, enda mikill sjálfstæðismaður alla tíð. En hann átti líka til mildi, nær- gætni og hjálpsemi gagnvart þeim er hann vissi að bágt áttu, svo og höfðingsskap og gjafmildi gagnvart þeim er hann vissi að halloka höfðu farið í lífinu, það svo að á stundum sást hann vart fyrir svo að litið var eftir fyrir hann sjálfan, en bjartsýn- in þó alltaf söm og jöfn, og var þá jafnan orðtak hans: „Þetta kemur allt.“ Stefán var greindur vel og kunni skil á mörgu og stálminni hans fleytti honum oft vel, svo og jafnlyndi hans og langlundargeð, sem ég oft undraðist og dáðist að. Á yngri árum var Stefán mikið í íþróttum og þó aðallega í frjáls- íþróttum og var mikill KR-ingur. Jafnframt þessum áhugamálum vann hann í mörg ár að fasteigna- viðskiptum og þá lengi í fasteigna- sölu Péturs heitins Jakobssonar. Síðari árin var hann starfsmaður á skrifstofu verðlagsstjóra. Stefán Þórir var vinmargur og fáa hefí ég þekkt sem Stefán, er hér fyrr á árum þekkti svo til hvern einasta mann í bænum og vissi meiri og minni deili á sérhveijum, enda Reyk- víkingur svo mikill að hann fór sjald- an út fyrir bæjarmörkin, nema nauðsyn ræki til. Stefán hugsaði og ræddi oft um lífið og tilveruna á góðum stundum og varðveitti vel sína barnatrú, þótt enginn væri hann einstefnumaður í andlegum málum, en reyndi þó að rækta sinn garð og hafa alltaf blóm til að gefa öðrum. í bókinni „Spámaðurinn“ eftir Kahlil Gibran, segir svo á einum stað: „Þú skalt ekki hryggjast, þeg- ar þú skilur við vin þinn, því að það sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, einis og fjallgöngumaðurinn sér íjallið best af sléttunni.“ Ég trúi því að vinur minn, Stef- án, sé nú laus úr viðjum erfiðleika og þjáninga og genginn á vit annarr- ar og bjartari tilveru. Nú þegar kveðjustundin er komin og leiðir skiljast að sinni, biðjum við, vinir Stefáns, honum fararheilla í leit hans að Ijósi og sannleika undir handleiðslu Hans sem öllu ræður. I trausti þessa og að tekið verði á móti vegmóðu jarðarbarni af ástúð og kærleika, vil ég fyrir hönd ijölskyldu minnar þakka Stef- áni Þóri samfylgdina og tryggðina og biðja honum Guðs blessunar á þeim leiðum sem hann nú hefur lagt út á. Við vottum eftirlifandi systur hans, frú Guðrúnu Nielsen, svo og öðrum ættingjum innilega samúð en minningin um góðan mann mun lifa hjá þeim er hann þekktu. Blessuð sé minning Stefáns Þóris Guðmundssonar. Geir R. Tómasson og fjölskylda. Stefán Þórir Guðmundsson fædd- ist í Eskihlíð í Reykjavík, en foreldr- ar hans voru þá nýfluttir þangað frá Reykjum í Mosfellssveit. Þegar Stefán var níu ára fluttist fjölskyld- an að Óðinsgötu 4 í Reykjavík. For- eldrar Stefáns voru Guðmundur Helgason bóndi og járnsmiður frá Miðfelli í Hrunamannahreppi og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir frá Útverkum á Skeiðum. Systkinin voru sex. Stefán var yngstur þeirra. Hin voru Jón, Helga, Helgi, Ingveld- ur og Guðrún Bjamþóra sem er nú ein á lífi systkina sinna. Stefán tók gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Hann starfaði lengst á fasteignasölu Pét- urs Jakobssonar, en var eftir það í lausamennsku í fasteignasölu. Síð- ast vann hann hjá Verðlagsstofnun. Stefán var ókvæntur og barnlaus. íþróttir voru meðal áhugamála Stefáns. Hann var í sveit íslenskra fijálsíþróttamanna á Ólympíuleik- unum í Berlín 1936. Hann starfaði í Góðtemplarareglunni og gegndi embætti þar um skeið. Hann var alla tíð mikill sjálfstæðismaður og hafði ærnar áhyggjur af flokknum þegar á móti blés. Verst þótti honum að flokkurinn skyldi ekki eiga neitt málgagn. Stefán bragðaði aldrei áfengi, en gat unnt öðrum þess meðan hóf var á. Guðrún systir hans minnti hann á að þegar hann ásamt öðrum ferm- ingarbörnum hafi gengið til altaris hlyti hann að hafa drukkið messu- vín. „Ég saup ekki á því“, var svar Stefáns. Það kom nokkuð á Stefán þegar Guðrún dró þá í efa að ferm- ingin væri fullgild. Stefán var afar hjálpsamur og greiðvikinn og mikið af tíma hans fór í að leysa vanda annarra. Hann átti marga skjólstæðinga. Um eigin hag sinnti hann ekki. Meðal þeirra mörgu sem Stefán lét sér annt um var systursonur hans, Alfreð Flóki, en á nána vin- áttu þeirra bar aldrei skugga. Stef- án fylgdi Flóka til síðustu stundar og uppörvaði hann og hvatti jafnt í lífi sem list. Flóki kynnti mig fyrst fyrir Stefáni og fór fljótlega vel á með okkur. Ávarp hans var jafnan: „Skáldið mitt“. Þegar okkur Flóka langaði í hvít- vínslögg var það stundum stór- templarinn sem greiddi götu okkar. Ég fór snemma að skrifa greinar um bókmenntir og aðrar listir. Sum- ar þeirra birtust í tímaritum, aðrar í blöðum. Stefán átti þátt í að ég var ráðinn til að skrifa fyrir Morg- unblaðið, en að skrifa í blaðið á sjötta og sjöunda áratugnum var allt að því dauðadómur yfir ungum rithöfundi. Ég lét mig það litlu skipta þótt gamlir samheijar og vin- ir sneru við mér baki, en það skal játað að viðbrögð sumra komu mér á óvart. Stefán kunni mikið af ljóðum og vitnaði til þeirra við ýmis tækifæri. Það gat verið gott að grípa til þeirra ef setið var að spjalli við nógu róm- antískar konur, á aðrar verkuðu þau oftast sem stílbrot. Það er aldrei hörgull á fólki sem stendur dyggan vörð um hversdagsleikann. Stefán var einhver mesti sóldýrk- andi sem sögur fara af. Sæi hann sólskinsblett var hann óðara sestur þar. Hann lagði mikið upp úr því að vera brúnn og hraustlegur og snyrtimennska var honum í blóð borin. Á yngri árum var hann líkast- ur Hollywoodstjörnu. Sagt er að kona nokkur hafi dáðst að því hve Stefán var brúnn í and- liti og fengið svarið: „Svona er ég allur.“ Sum tilsvör Stefáns urðu landsfræg, enda gat hann verið mjög orðheppinn og vandaði jafnan mál sitt. Hann kom stundum heim til mín í því skyni að hlusta á Jussi Björling syngja um fegurð Vermlands. Stef- án var fagurkeri, en lét ekki mata sig á hvetju sem var í listum. Hann hafði sínar skoðanir á listum sem öðru, en var sjaldan einstrengings- legur. Umburðarlyndi var honum eiginlegt. Meðal þeirra ljóða sem Stefán fór oft með var þýðing á tyrknesku ljóði. Ljóðið höfðaði sterkt til hans. Það er svona í öllum sínum einfaldleik: Fyrr en þú elskar lærðu að hlaupa yfir snjóinn án þess að skilja eftir spór. Stefán Þórir Guðmundsson verður samferðamönnum sínum minnis- stæður. Kannski þekkti hann eng- inn, en margir nutu vináttu háns og umhyggju. Glaðværð hans og gamansemi voru með sérstökum hætti. Jóhann Hjálmarsson. Að Stefáni Þóri Guðmundssyni gengnum er hin mannlega flóra fá- tæklegri og mannlífið í Reykjavík snauðara. Stefán Þórir lífgaði upp á um- hverfi sitt hvort sem var á vinnu- stað eða annarsstaðar og setti mark sitt á bæjarlífið. Sumum þótti hann vera kynlegur kvistur og víst er um að að hann var ekki eins og almúg- inn. Hann var með eindæmum greið- vikinn, vildi leysa vanda hvers manns og mátti ekkert aumt sjá. „Get ég gert eitthvað fyrir þig“, spurði Stefán gjarna. Segir setning- in mikið um það hvern mann hann hafði að geyma. Stefán Þórir hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum. Hann var rammasta íhald að eigin sögn, andsnúinn hvers kyns tæknibreyt- ingum og nýskipan. Setti hann skoð- anir sínar fram tæpitungulaust og voru röksemdir hans oft frumlegar og skemmtilegar. Var stundum líf- legt á kaffistofunni þegar Stefán Þórir lét gamminn geysa. Við samstarfsmenn Stefáns Þóris erum þakklátir fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Kynnin af hon- um hafa víkkað sjóndeildarhring okkar. Hann hefur auðgað anda okkar. Stefáns Þóris verður sárt saknað. Blessuð sé minning hans. Samstarfsfólk á Verðlagsstofnun. Verð frá: 1.548.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 — 18:00,, Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 0] j Sturtudælur, aflúttök, stjórnlokar QHverslun Klettagörðum 11, Reykjavík 91-68 21 30-68 15 80 ®BÚNA1)ARBANK1 ÍSLANDS SPARISJOÐIRNIR -fyrir pig og pína KAUPÞING HF Kringlunni 5, simi 689080 / rigu Búnaðarbanka tslands og sparisjódanna samanburð . tækifærið Berðu saman þá ávöxtunarmöguleika sem bjóðast. jðu þér hagstæða ávöxtun með því að fjárfesta í Einingabréfum. Raunávöxtun Einingabréfa síðastliðna 3 mánuði: Einingabréf I 7,9% Einingabréf 2 I 1,6% Einingabréf 3 7,8%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.