Morgunblaðið - 21.07.1992, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1992
*
MIÐAVERÐ KR. 350 A
ÓÐ TIL HAFSINS,
KRÓK OG BUGSY
HNEFALEIKAKAPPINN
IWs&KtswfctaaiSÉÍs
fe«akrartÍB*kia>|MX<*
ÉIHÍMmHI ■:>&* ( .-L''« •
tHu » ;4. '
, r :,t.
Hnefalcikakappinn -
.skemmtilegur kokkteill af
göniluni brýnum og nýju
hœfileikafólki kemur
nianni þægilcgsi á óvart.
Ekki spill ir f yrir þétt og
hröd tónlistin seni spiluö
er in eö.
þaö veröur enj;inn svikiiin
af kvöldstund i Stjörnu-
bíói.
★ ★ ★ FI BÍÓLÍNAN
Aðallilutverk: Brian
Dennehy, Robert Loggia,
Ossie Davis, Cuba Gooding
jr. (Boyz'n the Hood) og Ja-
mes Marsball (Tvídrangar).
Leikstjóri er Rowdy Herr-
ington (Road House).
Sýnd kl. 5, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
*
Neskaupstaður:
Norræn ráðstefna
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Frá fundi norrænu ráð-
stefnunnar í Hótel Egils-
búð.
Neskaupstað.
NÝLEGA var haldin hér
norræn ráðstefna um
breytilega kennsluhætti í
fullorðinsfræðslu. Ráð-
stefnugestir voru um 50
talsins þar af 30 frá hinum
Norðurlöndunum og einn
gestur frá menntamála-
ráðuneyti Eistlands.
Ráðstefnan er hluti af verk-
efni á vegum Norrænu ráð-
herranefndarinnar og nefnist
Voks ut. Þátttakendur starfa
allir að nýjungum á sviði full-
orðinsfræðslu. Það var Far-
skólinn á Austurlandi sem
fyrir íslands hönd tók þátt í
ráðstefnunni sem haldin var á
Hótel Egilsbúð. Gestir ráð-
stefnunnar gistu í hinu nýja
heimavistarhúsi Verkmennta-
skóla Austurlands sem Egils-
búð rekur nú sem sumarhótel.
Ráðstefnugestir settu svip
á bæjarlífið hér og höfðu á
orði að þetta væri öðruvísi
ráðstefna. Þeir hefðu verið í
miðri hringiðu bæjarlífsins en
ekki lokaðir inni í hinum hefð-
bundnu ráðstefnusölum.
- Ágúst.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Frá þinginu í Stapa í Njarðvík þar sem þvaglekavandamál kvenna voru efst á dagskrá.
Kvensjúkdómaþing í Keflavík og Njarðvík:
Þvaglekavandamál efst á baugi
Keflavík.
FIMMTÍU OG SEX kven-
sjúkdómalæknar af Norð-
urlöndum sátu ráðsstefnu
sem.fram fór í Keflavík og
Njarðvík fyrir skömmu. Að
sögn Konráðs Lúðvíkssonar
yfirlæknis við fæðingadeild
Sjúkrahússins í Keflavík
voru þvaglekavandamá
kvenna aðalega rædd á
þinginu en um 14% kvenna
þjáðust af þessu vandamáli
og væru margar konur ein-
angraðar af þessum sökum.
Þingið hófst í Sundmiðstöð-
inni í Keflavík þar sem þing-
fulltrúum var boðið uppá
sundsprett og síðan morgun-
verð í boði bæjarstjómar
Keflavíkur. Sjálft þinghaldið
fór fram í samkomuhúsinu
Stapa í Njarðvík og var farið
í skoðunarferð um Suðurnes
þar sem komið var orkuverið
við Svartshengi var skoðað
og einnig var farið að Hafna-
bergi. -BB
Haraldur Jóns-
son sýnir á Mokka
OPNUÐ hefur verið á
Mokka við Skólavörðustíg
sýning á verkum Haraldar
Jónssonar. Þetta eru teikn-
ingar unnar á pappír á und-
anförnum mánuðum.
Haraldur er fæddur í Hels-
inki, Finnlandi, árið 1961 en
stundaði nám \ Myndlista- og
handíðaskóla íslands á árun-
um 1984-87, Kunstakademie
í Dusseldorf 1987-1990 þar
sem hann útskrifaðist í maí.
Síðastliðinn vetur dvaldi hann
í París, Frakklandi, sem
styrkþegi _ við Institut des
Hautes Études en Arts
Plastiques með öðrum Evr-
ópubúum.
Haraldur hefur haldið sýn-
ingar á ýmsum stöðum í Evr-
ópu og síðast sýndi hann á
sýningunni Islensk högg-
myndalist á Listahátíð í
Kringlunni í sumar.
Haraldur Jónsson með eitt
verka sinna.
Ss.
Ingvi Þór Kormáksson/Þegar þið eruö nálægt:
A suðrænum nótum
Hljómplötur
Sveinn Guðjónsson
Það er án efa mannbæt-
andi og af hinu góða að
nálgast bamið í sjálfum sér ■
og til þess eru margar að-
ferðir. Tónlistarmaðurinn
Ingvi Þór Kormáksson hefur
til dæmis farið þá leið að
semja bráðskemmtileg lög
við ljóð, sem tengjast upplif-
un barna á tilverunni. Þessi
tónlist er nú kominn út á
plötu, sem gefin er út I sam-
vinnu við Bamaheill og
rennur allur ágóði til sam-
takanna. Efni af þessu tagi
er vissulega vandmeðfarið,
en Ingvi Þór sleppur vel frá
verkinu enda nýtur hann
aðstoðar valinkunnra tón-
listarmanna, sem sumir em
í hópi hinna sjöllustu hér á
landi á sínu sviði. Og það
skal tekið fram strax, að
hér er ekki um hefðbundna
barnaplötu að ræða heldur
hefur hún að geyma tónlist
sem ætti að höfða til fólks
á öllum aldri.
Þetta er fjórða hljómplat-
an sem Ingvi Þór Kormáks-
son sendir fá sér og af þeim
sem ég hef heyrt er þessi
sú besta. Lögin eru flest í
suðrænum, latneskum anda.
Þarna bregður fyrir boss-
anova-stemmningu og ryt-
mískum sömbum og sölsum
og á mörgum laganna er
fágaður, djasskenndur blær,
enda flestir flytjenda tónlist-
arinnar úr djassdeildinni.
Að þessu leyti er platan afar
óvenjuleg af íslenskri hljóm-
plötu að vera.
Stefán S. Stefánsson
annaðist útsetningar og
stjóm upptöku, auk þess
sem hann leikur á saxafón
og þverflautu. Stefán er vel
skólaður tónlistarmaður og
verkinu vaxinn, þótt ef til
vill megi deila um hljóð-
blöndunina á stöku stað. En
það yrði bara sparðatíning-
ur enda sýnist sjálfsagt sitt
hveijum í þeim efnum. Aðr-
ir flytjendur á plötunni eru
Matthías Hemstock tromm-
ur, Gunnar Hrafnsson bassi,
Þórir Baldursson hljómborð,
Björn Thoroddsen gítar,
Pétur Grétarsson slagverk,
Ásgeir H. Steingrímsson
trompet og flygilhom, Eirík-
ur Orn Pálsson trompet,
Sigurður Þorbergsson bás-
úna og Ólafur Flosason óbó.
Sönginn annast Berglind
Björk Jónasdóttir, Egill
Ólafsson og Guðrún Gunn-
arsdóttir, auk Jóhanns
Helgasonar í bakröddum.
Ekki er ástæða til að gera
hér upp á milli frammistöðu
einstakra flytjenda, en þó
langar mig að nefna ágætar
rispur Þóris Baldurssonar á
píanó, eins og til dæmis í
laginu „Við djúpan fjörð",
en í því má ennfremur að
heyra fallegan tón í saxa-
fóni Stefáns Stefánssonar.
Bassaleikur Gunnars
Hrafnssonar setur einnig
skemmtilegan svip á plöt-
una og má sem dæmi nefna
tilþrif hans í laginu
„Kondu". Þá fannst mér
þægilegur tónn í gítar
Björns Thoroddsen, ekki síst
í laginu „Hvað?“ og vissu-
lega mætti nefna margt
fleira sem gleður eyrað á
þessari plötu.
Söngvaramir sleppa vel
frá sínum hlutverkum og
ekki ástæða til að gera þar
upp á milli. Lögin sem Egill
syngur skera sig dálítið úr
hvað stíl varðar og eitt
þeirra, „Sonardilla/föð-
urdilla, fannst mér eins og
út í hött miðað við annað
efni á plötunni. Ljóðið við
það er hins vegar gott, eins
og vænta mátti þegar Þór-
arinn Eldjám er annars veg-
ar. Önnur Ijóð á plötunni em
eftir Steinunni Sigurðar-
dóttur, Jóhann S. Hannes-
son, ísak Harðarson, Hann-
es Pétursson, Heiðrek Guð-
mundsson og Geirlaug
Magnússon, auk þess sem
Ingvi Þór á þarna nokkra
texta og einn í samvinnu
við Dagrúnu Ársælsdóttur.
Þegar á heildina er litið
getur Ingvi Þór verið án-
gæður með sitt framlag til
íslensks tónlistarsumars, því
að á plötunni em mörg ágæt
lög. Besta lagið að mínum
dómi er titillagið „Þegar þið
eruð nálægt", við ljóð Hann-
esar Péturssonar, vel samið
lag, vel flutt og piýðilega
sungið af Guðrúnu Gunn-
arsdóttur. Hins vegar hefur
platan í heild þann ann-
marka að lögin á henni
flokkast hvorki undir popp
né rokk, eða aðra hefð-
bundna dægurtónlist og því
er hætt við að hún fari fyr-
ir ofan garð og neðan hjá
þorra fólks, nema auðvitað
að plotusnúðar útvarps-
stöðvanna átti sig og gefi
einhveijum laganna tæki-
færi til að hljóma á öldum
ljósvakans. Þar heyrast
vissulega mörg lög sem em
verri en þessi.