Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 Lést við köfun út af Keilisnesi 34 ÁRA gamall maður lést er hann var við köfun við Keilisnes á Vatnsleysuströnd á sunnudag. Maðurinn var um borð í báti ásamt konu sinni og börnum og félaga sínum og voru þeir tveir komnir frá borði og að byrja að kafa þegar maðurinn fékk krampa eða aðsvif. Ekki tókst að ná honum um borð í bátinn að nýju. Þyrla Landhelgis- gæslunnar vár kölluð til og flutti hún manninn á slysadeild Borgar- spítalans þar sem hann var úrskurð- aður látinn. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn málsins og sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins hafði ekkert fundist athugavert við búning mannsins eða köfunar- búnað sem skýrt gæti slysið. Ekki er unnt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. Drukknaði í Stafa- fellsvatni í Lóm TVtTUGUR Hornfírðingur, Guðmundur Ingi Þorvarðarson, drukkn- aði í Stafafellsvatni í Lóni snemma á sunnudagsmorgun. Hann var við veiðar í vatninu ásamt tveimur systrum sínum og tveimur félög- um öðrum á aldrinum 17-20 ára. Hann óð út í vatnið sem er grunnt við bakkana en sökk til botns þar sem vatnið dýpkar mikið og snögg- lega. Félagar mannsins þurftu að aka um 8 km leið til að tilkynna um slysið. Kafari var sendur á vettvang og fann hann manninn fljótlega látinn. Að sögn lögreglu á Homafirði er mikil leðja í botni Stafafellsvatns auk þess sem talsvert er þar um gróður. Guðmundur Ingi Þorvarðarson var til heimilis á Miðtúni 23, Höfn í Homafírði. Hann var fæddur 7. október 1971, ókvæntur og barn- laus og bjó í foreldrahúsum. Naumlega sloppið Elías sýnir hvernig Einar Guðfínnsson sat í sætinu þegar steinn- inn fór í gegnum þakið. í fanginu hefur hann hnullunginn. Fékk hnullung í gegnum bflþakíð VIÐ LÁ að illa færi er grjóthnullungur féll á bifreið sem ekið var um veginn í svokallaðri Kinn efst í Breiðadalsheiði um ki. 21 síðast- liðið laugardagskvöld. Grjóthnullungurinn, sem var á stærð við fót- bolta, lenti ofan á bifreiðinni, fór í gegnum sóllúguna og hafnaði í aftursætinu aftan við farþegann sem þar sat, en hann hafði augna- bliki áður hallað sér fram til að ræða við þá sem þar sátu. í bifreiðinni voru auk ökumanns- þennan dag. ins, Elíasar Jónatanssonar, þeir Elías Jónatansson sagðist telja Einar Jónatansson og Einar Kr. sig hafa séð tvo til þrjá aðra steina Guðflnnsson, alþingismaður, en falla á veginn og á bifreiðinni má þeir voru að koma af fulltrúaráðs- merkja að annar hnullungur hefur fundi sjálfstæðismanna á Vest- komið í hlið hennar neðarlega. Qörðum sem haldinn var á Flateyri — Gunnar. Fyrsta hjónavígslan í Hvalseyjarkirkju í 584 ár Um 300 gestir sóttu fyrstu hjónavígslu í Hyalseyjarkirkju á Suður-Grænlandi síðan 1408 síðastliðinn sunnu- dag. Sóknarpresturinn þar gaf þá saman þau Jonathan Motzfeldt, þingmann og fyrrum formann græn- lensku landsstjórnarinnar, og Kristjönu Guðmundsdóttur, starfsmann Rannsóknarstofnunar landbúnaðar- ins. Gestimir 300 komu á 30 bátum til hjónavígslunnar en um það bil klukkustundar sigling er frá Juliane- háb til Hvalseyjarkirkju og hálftíma sigling frá kirkjunni til veislustaðarins í Upernaviasuk. Brúðguminn, Jonathan Motzfeldt, lét þess getið í ræðu sinni að hjónin myndu verða búsett í löndunum tveimur þó eflaust myndu þau dveljast meira á Grænlandi. Formaður dönsku sjómannasamtakanna í samtali við Aftenposten: Sjómannaafsláttur í Noregi óheimill samkvæmt EES SÉRSTAKUR skattfrádráttur til sjómanna, sjómannaafsláttur, eins og hann er framkvæmdur í Noregi er óheimill samkvæmt samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið, að því er fram kemur í viðtali við formann dönsku sjó- mannasamtakanna í norska dag- blaðinu Aftenposten um síðustu helgi. Þar kemur fram að sam- kvæmt reglum Evrópubandalags- ins og EES-samningnum flokkist sérstakur skattfrádráttur til sjó- manna sem eiga hlut í báti sem niðurgreiðslur. Hólmgeir Jóns- son, framkvæmdastjóri Sjó- mannasambands íslands, segist ekki hafa skoðað þetta mál, en kvaðst telja að allt aðrir útgerðar- hættir væru í Noregi en á Islandi. Sjómenn í Noregi og íslandi hafa notið slíks frádráttar, en ekki sjó- menn á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt Aftenposten snertir þetta atriði aðeins sjómenn sem eru eigendur eða eiga þlut í báti. í fréttinni er rætt við Niels Bonde, formann dönsku sjómannasamtak- Dreifði klámi til barna NOKKUR mál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík um helgina þar sem menn voru kærðir fyrir að sýna af sér af- brigðilega hegðun á almanna- færi gagnvart börnum. Frá Árbæjarhverfí og af Lang- holtsvegi bárust kvartanir á laug- ardag vegna manns sem verið hefði að dreifa klámmyndum með- al barna. Greinargóð lýsing var gefín á manninum, svo og númer á bíl hans. Á sunnudagskvöld bárust tvær kærur frá hverfum í grennd við Laugardal um að maður hefði ber- að sig fyrir 8-11 ára stúlkum. Á föstudagskvöld var tilkynnt um mann sem væri að gægjast á glugga í Hlíðahverfi. Lögreglan leitar mannanna, sém úrrr ræðir. anna. Hann segir að skattfrádráttur sjómanna sem eiga báta eða hlut í þeim teljist vera niðurgreiðsla, sam- kvæmt reglum Evrópubandalagsins og EES-samningsins. Blaðið segir að algengt sé að sjómenn séu eigend- ur þeirra báta sem þeir starfa um borð í. Þannig sé meirihluti um 17 þúsund fiskibáta í eigu sjómannanna sjálfra. Norskir sjómenn geta dregið 30% af heildarlaunum si'num upp að 70.000 norskum krónum. Bonde segir að Eyrópubandalagið muni óefað grípa inn í ef norskir sjómenn sem eru eigendur að bátum fá sér- stakan skattfrádrátt. í upplýsingablaði utanríkisráðu- neytisins um EES-samninginn segir m.a. svo um ríkisstyrki: „Mismun- andi skattheimta sem leiðir til mis- munar á samkeppnisaðstöðu milli fyrirtækja eða atvinnugreina verður óheimil." Garðar Valdimarsson ríkis- skattstjóri vildi ekki tjá sig um þetta mál er Morgunblaðið leitaði til hans, en sagði að öll atriði sem hugsanlega ÁTTA ára gamall drengur slas- aðist alvarlega þegár hann féll u.þ.b. 6 metra til jarðar í loft- ræstirými við K-byggingu Landsspítalans á sunnudag. Drengurinn var ásamt félaga sínum að leika sér í grennd við inntak loftræstikerfis hússins þeg- ar þeir sáu að rist ofan á einni inntakspípunni var opin í um 2 fælu í sér mismunun milli atvinnu- greina væru í sérstakri skoðun vegna EES-samningsins. Hjólahjálm- ur bjargaði ÁTTA ára drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl við gangbraut á mótum Miklubrautar og Stakka- hlíðar á föstudag. Drengurinn kom hjólandi að gang- brautinni og beitti handbremsunum, sem virkuðu fyrst á framhjólið, þann- ig að reiðhjólið sporðreistist og drengurinn kastaðist út á Miklu- brautina og á vörubíl sem þar var ekið í austur. Höfuð drengsins lenti á framhorni bílsins og er talið að hlífðarhjálmur úr plasti eigi stærstan þátt í því að drengurinn meiddist ekki alvarlega, að sögn lögreglu. metra hæð. Þeir klifruðu þangað UPP °S síðan niður um inntakið þar sem eru allt að 8 metrar niður á gólf. 1 um 6 metra hæð var tré- pallur og niður á hann kleif dreng- urinn en skrikaði þá fótur og féll til jarðar. Drengurinn var talinn fótbrot- inn og óttast að hann hefði skadd- ast á hrygg. Fulltrm menntamála- ráðuneytis til Brussel RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að ráðinn verði sérstakur sljórn- sýslufulltrúi menntamálaráðuneytisins við sendiráð íslands í Bruss- el. Fulltrúinn á að gæta íslenzkra hagsmuna og hafa milligSngu um samskipti íslands og Evrópubandalagsins á sviði vísinda, mennta- mála, æskulýðsmála og fjölmiðlunar. Þetta kemur fram í grein Davíðs stuðla að samstarfsverkefnum ís- Stefánssonar, formanns nefndar menntamálaráðuneytisins um þátt- töku íslands í alþjóðasamstarfí á sviði menntamála, sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Að sögn Ax- els Bjömssonar, framkvæmdastjóra Vísindaráðs, er ráðning fulltrúans meðal annars hugsuð til þess að' lenzkra vísindamanna, rannsókna- stofa, háskóla og fyrirtækja við hliðstæða aðila í öðrum Evrópulönd- um og tryggja að ísland fái sem mest í sinn skerf af styrkjum til sh'kra verkefna úr samevrópskum sjóðum. Sjá grein á bls. 12-13, Slasaðist illa við 6 metra fall

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.