Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 33 Minning: Knútur Magnússon málarameistari hans og upp í fangið á honum eins og þau hefðu alltaf þekkt hann. Þau treystu honum. Jón í Klausturseli verður þeim mönnum minnisstæður sem kynntust honum. Hann var vinmargur og vin- fastur. Það kom í Ijós síðastliðinn vetur þegar Jón hélt upp á áttræðis- afmæli sitt hve margir vildu gleðjast með honum á þessum merku tíma- mótum. Jón var þakklátur vinum sín- um_ fyrir þá heimsókn. Ég vil með þessum línum þakka Jóni mági mínum langa og ánægju- lega samfylgd. Stefán Aðalsteinsson. Föstudaginn 31. júlí sl. lést í Land- spítalanum Jón Jónsson, fyrrum bóndi í Klausturseli. Hann verður jarðsunginn í dag. Jón var giftur Guðrúnu systur minni og mig langar til að kveðja hann með nokkrum línum en ég verð að viðurkenna að ég veit ekki alveg hvernig ég á að haga orðum mínum. Minningargreinar ijalla oftar en ekki um afreksverk manna, ritstörf þeirra, störf að félagsmálum eða embættis- verk. Jón mágur minn var bóndi sem vann ekki mörg rómuð afreksverk um dagana, hafði engan áhuga á félagsmálum, skrifaði aldrei neitt og hlaut mér vitanlega ekki eitt einasta embætti. Hins vegar áttaði ég mig á því þegar hann var allur að ég mundi eiga eftir að sakna hans meira en annarra samferðmanna. Ég var lítill drengur á Vaðbrekku þegar Guðrún og Jón fluttu þangað og bjuggu þar um tíma með foreldr- um mínum. Mér varð starsýnt á þenn- an nýja fjölskyldumeðlim. Hann var hávaxinn, þrekinn og raddsterkur, með stórar hendur sem gátu kreppst í ógnvekjandi hnefa, tilfínningaríkur og viðkvæmur og óhaminn í skapi. Það var ekki laust við að ég hefði beyg af þessum hijúfa og stórskorna mági mínum. Þegar útiverkum var lokið hafði hann fataskipti og settist inn í dagstofuna hreinn og strokinn og pijónaði. Hann var alltaf að gera eitthvað. Eftir tveggja ára búskap á Vað- brekku fluttu þau hjónin austur í Fljótsdal. Skömmu síðar settust þau að í Klausturseli. Haustið sem ég var tíu ára dvald- ist ég í nokkrar vikur í Klausturseli meðan foreldrar mínir fóru til út- landa. Upp frá því var heimili Jóns og Guðrúnar líka mitt heimili hvenær sem var og hvernig sem á stóð. Syst- ir mín, 22 árum eldri en ég, var mér Fædd 27. október 1925 Dáin 4. ágúst 1992 Kveðja frá tengdasonum. Ekki auðnast öllum að lifa lífinu með ákveðin markmið í huga, en það gerði okkar ástkæra tengdamóðir, sem við kveðjum í dag. Hún skildi eftir sig slóð, sem er skýr og gott að feta og minningar, sem ljúft er að minnast. Við kveðjum hana með trega eins og allir, sem hann þekktu, en um leið með gleði og þökk fyrir þá gæfu að hafa fengið að njóta þeirrar góðu manneskju, sem hún var. Oft er tal- að um að maður komi í manns stað, en fyrir okkur getur enginn tekið hennar stað í þessu lífi. Það gerir minninguna um Guðnýju svo sér- staka. Guðný lifði fallegu lífi og stóð traustan vörð um það, sem henni þótti kærast. Tryggan stuðning fékk hún hjá sínum eftirlifandi eiginmanni og tengdaföður okkar, Kristjáni Þor- valdssyni. Kjölfestan var ætíð heimil- ið og þar var hennar vettvangur. Þar lagði hún grunninn að góðu uppeldi barna sinna, tók á móti vinum og vandamönnum og sýndi í viðmóti sínu gleði og óeigingirni. Erfitt er að lýsa þeirri hlýju, sem geislaði ætíð frá henni í garð okkar tengda- barnanna. Guðný fæddist í Reykjavík 27. október 1925, en ólst upp á góðu heimili foreldra sinna, þeirra Guðlín- ar og Eyjólfs að Jófríðarstaðarvegi 15 í Hafnarfirði. Guðný lærði hatta- saum, sem var virt iðgrein á þeim tíma. Guðný giftist eftiiiifandi eigin- eins og önnur móðir og maðurinn hennar rétti mér þessa stóru hönd og bauð mig velkominn. „Komdu inn, Ragnar minn“. Ég hafði aldrei fram- ar beyg af Jóni Jónssyni. Síðan eru nú liðin hartnær fjörtíu ár. Öll þokumst við hægt og bítandi sömu leiðina og lífsfleyið býður upp á margs konar farrými. Og misjafnt er fólkið sem ferðast. Sumir ná sér í háar stöður, menntun og auðæfi eða frægð og frama, aðrir una sér við að rækta sinn garð án þess að ætla sér nokkum tíma nema það nauðsyn- legasta til þokkalegs viðurværis. Og þegar upp er staðið veit enginn hver hefur farið bestu för. En þakklátur er ég fyrir þennan spöl sem ég varð samferða Jóni mági mínum. Hann var skemmtilegur mað- ur, spaugsamur og kátur og þótti gaman að ræða vð fólk,, var þá oft ómyrkur í máli og lá ekki á því hvað honum fannst. Hann gat verið afar orðheppinn og hafði gaman af að senda þeim tóninn sem trónuðu í háum sætum auðs og valda, enda bar hann enga virðingu fyrir titlum fólks eða metorðum. Hins vegar varð ég oft var við tilhneigingu hans tii að bera blak af þeim sem minna máttu sín eða höfðu misstigið sig á laun- hálli lífsbrautinni. Skeytti hann þá engu um það hvað aðrir héldu. Jón hafði sterka réttlætiskennd og lét aldrei flæma sig af skoðunum sínum. Seint í júlí sl. frétti ég að Jón hefði verið fluttur suður mikið veikur. Næst þegar mér gafst tóm til heim- sótti ég hann á Landspítalann. Hann heilsaði mér alúðlega, reyndi meira að segja að setjast upp til að spjalla en von bráðar varð hann að leggjast út af aftur. Ég ákvað þá að tefja ekki lengur þarna og sagðist frekar ætla að koma þegar henn væri orðinn hressari. Hann tók vel í það og rétti mér höndina í kveðjuskyni. Handtak- ið var hlýtt, fast og ákveðið, höndin var ótrúlega sterk miðað við hvað maðurinn var þrekaður. Tæpri klukkustund síðar var hann dáinn. Ég sendi systur minni elskulegri T5g afkomendum hennar og Jóns sam- úðarkveðjur. Og eins og mennirnir eru misjafnir og för þeirra hér á margan og ólíkan máta, þannig er sjálfsagt á ýmsa vegu hveiju menn trúa um framhald ferðarinnar eftir að þessum líkama okkar hefur verið skilað aftur til jarð- arinnar. En ég trúi því að það séu mörg líf eftir þetta líf og við eigum öll eftir að hittast aftur. Oft. Það þykir mér þægileg tilhugsun. Ragnar Ingi Aðalsteinsson. manni sínum Kristjáni Þorvaldssyni, verslunarmanni 13. apríl 1946, en þessi dagur markar tímamót í gæfu- ríkri ævi þeirra beggja. Hjúskap hófu þau fyrst í Hafnarfirði, en fluttu síð- an í Blönduhlíðina. Árið 1957 fluttu þau hjónin í Sigluvog 6. Þar byggðu þau sína pardís, heimili sem var ein- staklega fallegt. Hveijum hlut var komið vel fyrir og virtist hafa mark- ið. Þar var mögulegt að sjá allt hið fallega, góða, listræna, glaða og ákveðna, sem auðkenndi tengdamóð- ur okkar, en er erfitt að lýsa með fátæklegum orðum. Guðný og Kristján eginuðust sex börn, sem ólust öll upp í Sigluvogi og nutu þeirrar gæfu, sem umlék Sigluvogsheimilið. Árið 1989 fluttu þau hjónin í Efstaleiti 14 hér í borg. Þar lifði Guðný sátt og ánægð sína síðustu ævidaga, í návist eigin- manns, fjölskyldu, vina og umhverf- is, sem hún svo haganlega hafði fyr- irkomið. Þrátt fyrir að Guðný hafí mátt takast á við veikindi og ýma erfið- leika um ævina, var hún gæfukona. Gæfa hennar var gott og hamingju- samt hjónaband, barnalán og hópur barnabarna, sem henni var hugleik- inn. Guðný var mikið fyrir Ijóð og tón- list. Hún söng ætíð við störf sín og var hún óvenju lagviss. Hún var líka hugrökk kona, traust þegar á reyndi, raunsæ og sparaði aldrei hvatningar- orðin, þegar á móti blés. Æðruleysi hennar gaf mörgum styrk, sem henn- ar nutu. Þegar við nú kveðjum elsku Guðnýju, er minningin okkar um Fæddur 1. apríl 1921 Dáinn 7. júlí 1992 Þegar ég frétti fyrst í mars, að Knútur afi væri veikur og það væri lítið hægt að gera til að lækna hann, vissi ég að hann ætti ekki langt eftir í þessu lífi. Afi hafði alla tíð verið hraustur og fátt, ef eitthvað, gat stöðvað hann í að gera það sem hann ætlaði sér, en í þetta sinn var ekki unnt að deila við dómarann og var hann mjög ósáttur við þessa óyæntu breytingu. Afi var alla tíð léttur í lund og ég sá hann í fyrsta skipti óánægðan þegar ég heim- sótti hann og ömmu í Svíþjóð nú í apríl, því fyrir mann sem alltaf hafði verið óstöðvandi var þessi breyting, eins og hann sagði sjálf- ur, „ekkert líf“. Afi var besti afi sem ég hef átt. Ég mun segja börnum mínum frá því hvað þau áttu góðan langafa, við söknum hans öll og vitum að það verða fagnaðarfundir þegar við hittumst næst. Amma mín, ég veit að þetta eru erfiðir tímar en við erum öll hér til að hjálpa þér að ganga í gengum þessa miklu breytingu. Fyrir hönd barnabarna og barna- barnabarna, Björk Jónasdóttir. í dag fer fram minningarathöfn um Knút Magnússon málarameist- ara, sem lést á sjúkrahúsi í Svíþjóð, eftir stutta en erfiða sjúkralegu. Hann var fæddur í Esbjerg í Danmörku og var elstur fjögurra bræðra. Snemma fór hann að vinna í verslun hjá móðurafa sínum, og hafði hug á að verða kaupmaður. Hann fór í verslunarskóla í Esbjerg og lauk þaðan prófi sem matvöru- kaupmaður. Að námi loknu tók hann við verslun afa síns og rak hana öll stríðsárin, en á þeim tímum var mikill vöruskortur og höft þann- ig að ekki var lífvænlegt að vera hana falleg og björt. Hún er og verð- ur eins skínandi björt og hún var ætíð sjálf við okkur. Eftir söknuð og sorg tekur við gleði og þakklæti fyrir að fá að verða henni samferða á lífsleiðinni. Ásgeir Theodórs, Birgir Einarsson og Jeffrey Wieland. Kveðja frá nágrönnum Hún Gúðný okkar Eyjólfsdóttir, sem lengst af átti heima í Sigluvogi 6, er látin og við setjum hér fáein kveðjuorð á blað til þess að þakka áratuga nábýli. Fram í hugann streyma ótal ljúfar minningar tengd- ar bernsku og æsku barnanna í Sigluvogi 3 og Sigluvogi 6, sem þessi fíngerða, fallega kona, hún Guðný, átti svo stóran þátt í að móta. Við minnumst hjálpsemi hennar og glað- værðar og við minnumst hennar í fallega garðinum í Sigluvogi 6. Guðný og garðurinn eru tengd óijúf- andi böndum í minningu okkar. Hvergi voru rósirnar fegurri og kaupmaður á þeim árum. Hann stundaði íþróttir á sínum yngri árum, og vann til verðlauna bæði í hjólreiðum og hnefaleikum. Hann kynntist eftirlifandi konu sinni í stríðsbyijun og þau giftu sig árið 1943. Þau eignuðust sex börn sem eru Sonja, gift Guðmundi Braga Torfasyni, Jóhann, býr með Hildi Valgeirsdóttur, Edda, gift Guðmundi Ásgeiri Sölvasyni, Hilm- ar, giftur Jónínu ívarsdóttur og Gerða, gift Crister Olsson. Barna- börnin eru orðin 21 og barnabarna- börnin 5. Á stríðsárunum varð hann að vinna hjá dönsku járnbrautunum og Sjöfn að sjá um búðina svo þau gætu framfleytt sér. Þau gripu því tækifærið þegar stríðinu lauk og fóru til íslands. Eftir að til íslands kom fór hann í Iðnskólann og lærði málaraiðn og var það hans atvinna lengst af. Hann var fljótur að ná tökum á íslenskunni og á lokaprófi í Iðnskól- anum fékk hann hærri einkunn í íslensku en í dönsku. Á þessum árum var oft lítið um atvinnu á veturna fyrir málara, og fór hann þá oft á sjóinn og var þá oftast kokkur því hann var einkar laginn við eldamennsku. Oft lagði hann á sig langan vinnudag því hann hafði marga munna að metta, en með elju og dugnaði tókst þeim hjónum að byggja sér hús, fyrst við Rauðalæk og síðan að Móabarði í Hafnarfirði, en þar bjuggu þau meðan börnin voru að vaxa úr grasi. Hann vann á M.s. Gullfossi um 6 ára skeið en þegar hann hætti þar tók hann Krýsuvík á leigu af Hafnarfjarðarbæ, en hún var þá í eyði. Dóttir hans og tengdasonur tóku þátt í þessu með honum. Fljót- lega skiptu þau með sér verkum þannig að Knútur sá um gróðurhús- in en dóttir og tengdasonur um svínabúið og veitingareksturinn. Þarna varð hann fyrir stórum áföll- um. Fyrst kom stór jarðskjálfti sem nánast lagði gróðurhúsin í rúst. hvergi brostu blómin eins yndislega á móti sólu og í steinbeðinu í inn- keyrslunni á Sigluvogi 6. Hún Guðný, sem helgaði alla sína krafta heimilinu og sinni stóru fjöl- skyldu, átti alltaf til bros og hlýleg orð handa nágrannafjölskyldunni og börnin í þessum tveimur húsum voru tíðir gestir hvert hjá öðru. Þó 'ekki væri hist daglega þá var það vissan um að við áttum hana að þarna hinumegin sem var svo góð og örugg. Þess vegna hlýnar okkur svo um hjartarætur við að minnast hennar. Við yljum okkur við allt það góða og skemmtilega sem við áttum saman. Konur eins og Guðný segja óhjá- kvæmilega svip á umhverfi sitt. Ljúf og glæsileg — ein af þessum mann- eskjum sem alltaf voru fínar hvetju sem þær klæddust og hvað sem þær voru að gera — en hún var aldrei of fín til þess að hugsa um náung- ann, gleðjast með glöðum og hryggj- ast með hryggum. Systkinin í Sigluvogi 3 senda bernskuvinum sínum í Sigluvogi 6 sínar innilegustu samúðarkveðjur og við — öll fjölskyldan — vottum okkar góða granna, Kristjáni, börnunum sex og þeirra skylduliði okkar dýpstu samúð. Við vitum að minningin um góða eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu er björt og falleg. Megi sú minning létta þeim sorg og söknuð komandi daga. Fjölskyldan í Sigluvogi 3. Þann 4. ágúst 1992 lést Guðný Eyjólfsdóttir amma mín á Borgar- spítalanum, 66 ára að aldri. Þegar ég lít til baka koma upp í hugann margar góðar minningat'. Ég minnist þeirra daga þegar hún lá á fjórum fótum heilu dagana í garðinum sínum í Sigluvoginum og gældi við moldina og blómin. Garð- Minning: Guðný Eyjólfsdóttir Allt var byggt upp á nýtt en rúmu ári síðar kom fárviðri og allt fór í rúst á ný. Enn var byggt upp á ný, en þegar þriðja áfalli kom stuttu seinna gafst hann upp og fluttist til Reykjavíkur og fór að vinna sem málarameistari. Fljótlega náði hann sér í lóð und- ir tvíbýlishús í Hafnarfirði, byggði það og seldi efri hæðina og náði þannig að rétta sig af efnalega. Árið 1980 var lítið að gera hjá málurum á íslandi yfir veturinn og fór hann þá í heimsókn til dóttur sinnar í Svíþjóð. Þar bauðst honum vinna og sá hann þá fram á að með því að flytjast út gæti hann látið gamlan draum rætast um að ferð- ast um heiminn á elliárunum. Und- anfarin ár hafa þau hjónin ferðast mikið og víða. Það má segja að hann hafí lifað mjög viðburðaríku lífí og alltaf var líf og fjör í kringum hann. Hann hafði mjög næmt skopskyn og gerði óspart grín að sjálfum sér. En þeg- ar á móti blés og erfíðleikarnir virt- ust óyfirstíganlegir var það Sjöfn sem taldi í hann kjarkinn. Og þetta reddaðist eins og hann orðaði það sjálfur. Knútur var vel að sér um mál- efni líðandi stundar, fylgdist vel með íþróttum og því sem efst var á baugi hveiju sinni. Það má segja að bjartsýni og vinnusemi hafi ein- kennt hans líf. Megi guðsblessun fylgja honum. Jóhann Larsen. urinn var stolt hennar og fegurð hans einstök. Ég minnist ömmu við heimilis- störfin í Sigluvoginum. Hún hugsaði um heimilið af einstökum dugnaði og samviskusemi enda var þar aldrei rykkorn að sjá. Meðan hún straujaði söng hún eða flautaði því alltaf var hún í góðu skapi. Af sömu ánægju starfaði hún í störf ár fyrir Rauða kross íslands. Við sjónvarpið sat hún aldrei auðum höndum heldur pijón- aði á eitthvert barnabarna sinna. Ég minnist þess hvernig amma tók ávallt á móti öllum fagnandi og opn- um örmum. Notalegt var að dvelja í návist hennar því hún geislaði af hlýju. Ámma Guðný kenndi mér að meta gildi dugnaðar og samviskusemi, manngæsku og þess að líta alltaf jákvæðum augum á lífið. Fyrir þetta þakka ég ömmu minni. Nú hefur amma fengið hvíld frá þeim sjúk- dómi, sem varð henni að aldurtila. Lífsþróttur hennar lifír þó í hjörtum barnabarna hennar um ókomna framtíð. Blessuð sé minning hennar. Krislján Skúli Ásgeirsson. Elskuleg mágkona mín, Guðný Ey- jólfsdóttir, er látin langt um aldur fram. Ein stærsta gæfa bróður míns, Kristjáns, var að eiga hana að lífs- förunaut. Þeirra fallega heimili end- urspeglaði persónuleika beggja, þar sem börnin þeirra sex ólust uppT Aðrir samferðamenn Guðnýjar fóru ekki varhluta af hjálpsemi hennar og vináttu. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. í dag kveð ég mágkonu mína með mikilli hryggð og eftirsjá. Guðrún Þorvaldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.