Morgunblaðið - 11.08.1992, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 11.08.1992, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 Minning: Sigurður G. Isólfs- son organleikari Fæddur 10. júlí 1908 Dáinn 31. júlí 1992 Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir. Slíkur gæfumaður var Sigurður ísólfsson að á vegferð sinni um lífsins braut hafði hann hvarvetna mannbætandi áhrif á samferðamenn sína og umhverfi. Hann var hlýr í viðmóti og drengur góður. Hann kunni manna best að gleðja með glaðværð sinni og græskulausu gamni, og hógværð hans, samviskusemi og vinnugleði vakti virðingu allra sem til hans þekktu. Hann hélt sátt við alla menn og var einn vammlausasti maður sem ég hef kynnst. Sigurður Guðni ísólfsson fæddist á Stokkseyri 10. júlí 1908. Foreldr- ar hans voru þau ísólfur Pálsson hljóðfærasmiður og tónskáld, og kona hans Þuríður Bjarnadóttir. Hann var tíunda barn þeirra hjóna, en alls eignuðust þau tólf böm. Þau voru í aldursröð: Páll, fæddur 1893, dáinn 1974; Páll Marel, fæddur 1895, dáinn 1895; Bjarni Þórir, fæddur 1896, dáinn 1966; Pálmar Þórir, fæddur 1900, dáinn 1981; Viktoría Margrét, fædd 1902; Bjarni, fæddur 1904, dáinn 1924; Ingólfur Janus, fæddur 1905, dáinn 1969; Eyjólfur Guðni, fæddur 1907, dáinn 1962; Þórdís, tvíburi við Eyj- ólf Guðna, fædd 1907, dáin sama ár; Sigurður Guðni, fæddur 1908, dáinn 1992; Fjóla, fædd 1910, dáin 1916; og ísólfur, fæddur 1913, dáinn 1946. Sigurður Guðni var tekinn í fóst- ur af þeim hjónum Guðna Árnasyni frá Strönd í Selvogi og Sigríði Magnúsdóttur ljósmóður frá Votu- mýri á Skeiðum. Á þeim árum var nokkuð algengt að ljósmæður tækju hvítvoðunga heim til sín ef' heimil- isástæður voru erfiðar og móðirin veikburða. Þau Sigríður sem var starfandi ljósmóðir á Stokkseyri um árabil og Guðni sem vann sem smiður á Stokkseyri voru barnlaus. Þau voru miklir vinir þeirra Isólfs og Þuríðar og var Sigurður skírður eftir þeim hjónum. Aldrei stóð til að fóstra Sigurð burt til frambúð- ar, en Sigríður ljósmóðir tók dreng- inn fyrstu vikurnar meðan móðirin var að jafna sig, en börnin heima voru mörg og ung og móðirin las- burða. Ýmsar ástæður og breyting- ar á högum ísólfs og Þuríðar ásamt því að þau Sigríður og Guðni höfðu tekið miklu ástfóstri við Sigurð urðu til þess að hann ílentist hjá þeim hjónum. Ísólfur Pálsson fór til Dan- merkur 1911 að læra hljóðfærastill- ingar og hljóðfærasmiði og þegar hann kom heim 1912 fluttist fjöl- skyldan til Reykjavíkur. Sigurður flutti með þeim Sigríði og Guðna síðar einnig til Reykjavíkur árið 1918. Það var mjög kært með Sig- urði og fósturforeldrum hans og þau reyndust honum einstaklega vel og hann sýndi þeim ævinlega. ást og Erfidrykkjur Glæsileu kaffi- hlaðhoffi (alleizir salir oti mjöij; góð |ij(')nnsra. IJpplvsingar í síma 2 22 22 FLUGLEIDIR HlTEL LOFTLEHIR BIOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. VANDAÐAR EIK ARKISTUR ÞJÓNUSTA VIÐ ALLT LANDIÐ Utfararþjónustan Fjarðarási 25, R, sími 679110 - 672754 virðingu. En víst er að mjög tók amma mín Þuríður það nærri sér að skilja drenginn sinn eftir á Stokkseyri þegar þau fluttu til Reykjavíkur. En það lýsir vel mannkostum Sigurðar að eftir að hann fluttist til Reykjavíkur með fósturforeldr- um sínum, gekk hann eðlilega inn í fjölskyldu foreldra sinna þeirra ísólfs og Þuríðar, þótt hann væri hjá fósturforeldrum sínum og aldrei leiddi það til angurs. Það fór reynd- ar svo að Sigurður varð einna nán- astur ísólfi föður sínum af sonum hans og honum mest að skapi og var reyndar líkastur honum að út- liti, hávaxinn og ljós yfírlitum. Sigurður nam úrsmíði hjá Árna B. Björnssyni og lauk því námi 1931. Hann vann á úrsmíðaverk- stæði Áma fram til 1938, én þá gerðist hann úrsmíðameistari Raf- magnsveitu Reykjavíkur og vann þar allt til ársins 1976. Jafnframt úrsmíðanáminu nam hann orgelleik hjá elsta bróður sínum Páli, og varð starfsvettvangur Sigurðar upp frá því handverkið annars vegar og tónlistin hins vegar. En hann varð aðstoðarorgelleikari Páls, sem var organisti í Fríkirkjunni frá 1928 til 1939. Þegar Páll gerðist dómorgan- isti tók Sigurður við starfí orgelleik- ara Fríkirkjunnar og gegndi því starfí í 45 ár. „Hver er sinnar gæfu smiður" segir orðtakið. Víst er um það að Sigurður bar gæfu til að vinna við það sem hugur hans stóð til og þar sem gáfur hans nutu sín. Hann var völundur í höndunum eins og faðir hans Isólfur og sumir bræðra hans. í frístundum sínum sat hann löngum við smíðar og við- gerðir. Hann smíðaði fegurstu hluti og sérstakt áhugamál hans var að safna og gera upp gamlar klukkur eða úr. Hann var sérlega tónnæmur og músíkalskur og átti óvenju létt með að leika af fingrum fram og tónflytja af blaði. Hann var mjög góður orgelleikari og sinnti því starfí af alhug. Honum fylgdi hátíð- leiki og kyrrð sem gerði hveija at- höfn að helgri stund. Til viðbótar við vinnu sína við Frikirkjuna hljóp hann oft í skarðið fyrir Pál bróður sinn í Dómkirkjunni þegar Páll fór utan eða var bundinn við annað. Að auki kenndi hann sjálfur á org- el þegar tími gafst. Sigurður var gæfusamur í einka- lífí sínu. Þann 24. maí 1941 kvænt- ist hann Rósamundu Ingimarsdótt- ur Bjarnasonar skipstjóra og odd- vita í Hnífsdal. Rósa er mikil mann- kostakona, gáfuð og afar falleg, og voru þau svo glæsileg hjón að eftir var tekið. Með þeim var einstakt ástríki og samheldni. Þau eignuðust þijá syni. Þeir eru: Isólfur, við- skiptafræðingur, fæddur 1944, kvæntur Áslaugu Guðbjörnsdóttur bankafulltrúa. Þeirra börn eru Sig- urður Guðni, fæddur 1968, háskóla- nemi og Guðbjörg Rósa fædd 1970, búsett í Svíþjóð; Ingimar, lögfræð- ingur, fæddur 1945, kvæntur Sig- rúnu Guðnadóttur líffræðingi. Þeirra börn eru Guðný Rósa, fædd 1969, myrtdlistarnemi, Álfheiður, fædd 1971, háskólanemi og Hall- dóra, fædd 1980; Halldór, fæddur 1953, rafeindavirki, kvæntur Jón- ínu Þ. Stefánsdóttur matvælafræð- ingi. Þeirra börn eru Berglind Rósa, fædd 1981, Hugrún Jórunn, fædd 1983 og Bjarni Guðni, fæddur 1989. Sigurður ísólfsson var sá frændi okkar systkinanna, barna Páls ísólfssonar, sem næstur stóð bernskuheimili okkar. Hann var fastur punktur í tilverunni, ljúfur, gamansamur, greiðvikinn og hjálp- fús. Hann ræktaði óvenjuvel öll ijöl- skyldutengsl. Hann fylgdist með öllum sínum systkinabörnum og þeirra börnum, engum gleymdi hann. Hann safnaði saman hug- verkum föður síns ísólfs og hélt öllu til haga. Ég átti því láni að fagna að vinna oft með Sigurði, bæði við kirkjuathafnir og annan tónlistarflutning. Vinnufúsari mann hef ég vart þekkt og þrátt fyrir virðulegt og hógvært fas þá var stutt í glensið, en hann var hrókur alls fagnaðar þegar það átti við. Hann hafði meðfædda eftirhermu- gáfu og gat brugðið sér í ólíkustu gervi, en aldrei svo að hann særði nokkurn mann. Þá var hann ótrú- lega fróður og vel að sér og safn- aði alls kyns fróðleik, sem hann var jafnan fús til að miðla öðrum. Efst í minningunni er það þó hvílíkur hollvinur og mannasættir hann var. Sigurður bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir bijósti og var velferð eiginkonu hans og barna jafnan efst í huga hans. Þau hafa mikið misst, en eftir situr minning- in um fagurt mannlíf. Við systkinin vottum Rósu og ljölskyldunni okkar dýpstu samúð. Elskulegan frænda kveðjum við með sárum söknuði. Blessuð sé minning Sigurðar G. ísólfssonar. Þuríður Pálsdóttir. „Sigurður ísólfsson er fallinn frá, hann lést í morgun." Tíðindin fékk ég símleiðis hinn 31. júlí sl. Ég skal viðurkenna, að mér varð hverft við. Aðeins voru liðnar fáar vikur frá því að Sigurður hringdi síðast, hress aðvanda þó að sjúkdómar væru að hrella hann og aldurinn orðinn hár. Hann sagðist fljótlega ætla að fara að láta sjá sig aftur niðri í kirkju og líta á nýja safnaðar- heimilið í leiðinni, og þannig láta mig efna loforð sem ég gaf honum í vetur að ég myndi keyra hann báðar leiðir þegar hann treysti sér til að fara. Sigurður fæddist á Stokkseyri 10. júlí 1908 og ólst þar upp og t íslandsvinurinn, EVA JOHNSON, Wetherby/Leeds, Englandi, er látin. Heimir A. Salt, Sigrún Lind. t Bróðir minn, LEIFUR LOFTSSOIM, Vinjum, Mosfellsbæ, lést á Reykjalundi föstudaginn 7. ágúst. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda, Sigurður Loftsson. síðar í Reykjavík. Aðeins tvítugur hóf Sigurður að spila á orgelið í Fríkirkjunni í Reykjavík og þá sem aðstoðarorganisti. Þá var Páll ísólfsson, bróðir hans, organisti í Fríkirkjunni, landskunnur orgel- leikari og tónskáld. Sigurður stund- aði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og orgelnám hjá Páli. Þegar Páll gerðist dómorganisti árið 1939, tók Sigurður við af hon- um og hafði þann starfa með hönd- um óslitið til ársins 1983. Starfs- ævi hans í Fríkirkjunni spannaði því hvorki meira né minna en 55 ár. Hann hefur lengst allra starfað í kirkjunni, og „þjónaði" íjórum safnaðarprestum á starfsævi sinni, fyrst sr. Árna Sigurðssyni til 1949, sr. Þorsteini Björnssyni til 1978, sr. Kristjáni Róbertssyni til 1982 og sr. Gunnari Björnssyni fyrsta starfsár hans. Starf organista er þónokkuð umfangsmeira en virðist í fyrstu sýn. Það er ekki aðeins að spila í guðsþjónustum og við aðrar kirkju- legar athafnir, heldur felst í þv' einnig að vera söngstjóri; að finna gott söngfólk í kirkjukórinn, æfa hann reglulega og vera faglegur leiðtogi sönghópsins. Allt þetta leysti Sigurður svo vel af hendi að unun var af. En í reynd var þetta unnið í hjáverkum. Sigurður var úrsmiður að mennt frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1931, og úrsmíða- meistari árið 1945. En það var ein- mitt aðalstarf hans, og sem slíkur starfaði hann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í tæpa fjóra áratugi. Tónlistinni voru að jafnaði gerð skil utan venjulegs vinnutíma. Sigurður var farsæll í starfí org- anista Fríkirkjunnar í Reykjavík. Aldrei bar skugga á störf hans. Hann þótti einstaklega flinkur org- elleikari og virtist eiga svo Iétt með að spila nánast hvað sem var. Og ekki síður var hann dáður af sam- starfsfólki sínu alla tíð. Hann var sannur leiðtogi, akkeri tónlist- arstarfseminnar og hafði svo gott lag á því að halda góðum hópi ánægðum og hamingjusömum, að söngfólkið var margt áratugum saman hjá Sigurði í Fríkirkjukórn- um. Leiðir okkar Sigurðar lágu fyrst saman árið 1979. Ég var þá aðeins 22 ára gamall. Það var brúðkaup í Fríkirkjunni. Ég sat við hlið föður míns uppi við altarið, og í fyrstu leið nokkur tími á milli þess sem við stóðum upp til að hneigja okkur fyrir nýkomnum kirkjugestum. Ungi brúðguminn var að vonum dálítið spenntur. Ég hafði aðeins einu sinni áður komið inn í þetta hús og að sönnu aldrei upplifað þetta hlutverk áður. En þá byijaði kirkjuorgelið að hljóma, löngu fyrir sjálfa athöfnina. Og það hljómaði af svo fallegri tónlist, að allur kvíði og spenna fuku út í veður og vind. Ég leit upp og sá hvar eldri mað- ur, stórvaxinn nokkuð, sat við kirkjuorgelið og spilaði, og tjáði sig ekki aðeins með fingrunum, heldur fylgdi líkaminn eftir hljómfallinu í hægum hreyfingum. Faðir minn hvíslaði að mér, að þetta væri hann Sigurður ísólfsson, sennilega besti orgelleikari á landinu. Síðar var ég svo kynntur fyrir Sigurði. Það liðu mörg ár þar til ég hitti hann eftir þetta. Ég heyrði þó margt um manninn og fylgdist með honum úr fjarlægð, því að tengdafaðir minn var einn þeirra, sem sungu lengi í Fríkirkjukórnum undir stjórn Sigurðar. Er ég varð formaður safn- aðarstjórnar Fríkirkjunnar hafði Sigurður dregið sig í hlé einum 6 árum áður. Við hittumst þá í guðs- þjónustu í Fríkirkjunni; hann gekk til okkar hjóna að fyrra bragði og eftir að hafa heilsað, spurði hann um hagi einstakra fjölskyldumeð- lima með nafni. Hann-var þá kom- inn yfir áttrætt, en minnið einstakt og algjörlega óbilað. Hann hafði fylgst með okkur, ungu brúðhjón- unum, allan tímann úr fjarlægð, og úr urðu vinafundir. Eftir þetta hittumst við af og til við ýmis tækifæri, og gjarnan var margt spjallað. Þegar Sigurður hætti að treysta sér til að koma í kirkjuna, hringdi hann heim nokkr- um sinnum. Ur því urðu oft löng og skemmtileg símtöl. Hann fylgd- ist grannt með því sem við vorum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.