Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 7. -10. ágiíst 1992 Nokkur fjöldi fólks var í miðborg- inni bæði föstudags- og laugardags- kvöld og fram eftir nóttu á föstu- dagskvöld og aðfaranótt laugardags voru milli 4 og 5 þúsund manns í miðborginni og hélst svo fram undir morgun. Lögreglumenn töldu eins og oft áður að þessu fólki mætti skipta í tvo hópa. Frá miðnætti bar mest á unglingum og var ölvun með minna móti. Um kl. 3 voru ungling- amir famir að tínast heim en eldra fólk flykktist út af vínveitingahúsun- um og var ölvun töluverð fram á sjötta tímann. Svipaða sögu mátti segja um aðfaranótt sunnudags en fólk var þó heldur færra eða u.þ.b. 3500-4000 manns. Allt fór þó að mestu skikkanlega fram og þótt lög- regla þyrfti talsvert að stilla til frið- ar var ekki mikið um pústra eða lík- amsmeiðingar. Skemmdarverk voru fá, tvær rúður brotnar í miðborginni og ein rúða brotin í bifreið og var tjónvaldur handtekinn. Eins og áður segir stóðu unglingamir sig nokkuð vel og þurfti ekki að færa neinn í athvarfið. Eins og gengur var tals- vert af fólki sem gisti fangageymslur lögreglunnar bæði kvöldin en þó með minna móti og var mest um svokall- aða gistivini lögreglunnar. Þrír aðilar voru þó handteknir vegna fíkniefna- máls og vom yfirheyrðir að morgni. Annars var ölvun aðalástæða gist- ingar. Talsverður erill var hjá lögreglunni að öðra leyti og voru bókanir í fjar- skiptamiðstöð alls 355 um helgina. Innbrot og þjófnaðir vora í 15 tilfell- um og var það víðsvegar um borg- ina. Á Borgarspítalanum var mál- verki stolið úr ramma. í nokkram tilvikum var brotist inn í bifreiðar og verður aldrei nógu vel brýnt fyrir fólki að skilja ekki eftir verðmæti í bifreiðum. Eins og oft áður urðu bæði fyrirtæki og heimahús fyrir barðinu á innbrotsþjófum og er brýnt að fólk gæti vel að húsum sínum; á einum stað var farið inn um glugga sem mun hafa verið illa frágenginn. Talsvert var að gera í umferðinni um helgina og höfðu lögreglumenn afskipti af fjölmörgum ökumönnum. RAÐAUQ YSINGAR Sölumenn Okkur vantar sölumann til starfa strax. Þarf ekki að eiga bíl. Vinsamlegast sendið viðeigandi upplýsingar til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „Gæði - 14057“. Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur, þroskaþjálfar og fólk með uppeld- ismenntun óskast til starfa á neðangreinda leikskóla: Ægisborg v/Ægisíðu, s. 14810. Hálsakot v/Hálsasel, s. 77275. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. FJÖLBRAUTftStóliHH BRFIOHOtri Kennarar ath.! Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti eru lausar til umsóknar stöður í stærðfræði, eðlis- fræði, efnafræði, líffræði og íslensku. Skriflegar umsóknir berist Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti fyrir 18. águst nk. Skólameistari. Sölumaður Snyrtivörur og ilmvötn. Heildverslunin KLASSÍK óskar eftir að ráða starfskraft til sölu- og kynningarstarfa á snyrtivörum, ilmvötnum og ýmsum fylgihlut- um. Æskilegur aldur er 30-45 ára og umsækj- andi verður að hafa einhverja starfsreynslu í sölumennsku, hafa sótt námskeið í sölu- tækni eða hafa óumdeilanlega söluhæfileika. Jafnframt því verður hann að geta starfað sjálfstætt svo og að sýna lipurð í samstarfi við aðra, hafa góða skipulagshæfileika og sýna frumkvæði í starfi. Kurteisi og falleg framkoma er nauðsynleg svo og léttleiki og gott skap. Enskukunnátta æskileg. Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða. Starfið er heilsdagsstarf og æskilegt að við- komandi geti byrjað sem fyrst. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir ásamt mynd til Kristínar Einarsdóttur sölu- stjóra, merktar: „Sölumaður" fyrir 17. ágúst. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og þeim svarað. KIASSÍK Stangarhyl 3a, pósthólf 12450, 132 Reykjavík. Grunnskólinn Sandgerði Sérkennari - kennari Kennara vantar til að annast sérkennslu og almenna kennslu. Þarf að geta unnið sjálf- stætt. Um er að ræða mótunarstarf í sér- kennslu. Upplýsingar veitir Guðjón Þ. Kristjánsson í símum 92-37439 og 92-37436. Skólanefnd Til sölu fasteignir á Skagaströnd 1. Einbýlishús (sjá mynd) 180 fm á tveim hæðum í fallegu umhverfi. 2. Iðnaðarhús- næði 100 fm. Fasteignirnar seljast saman eða sitt í hvoru lagi. Skipti möguleg á iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði eða Garðabæ. Upplýsingar veita Lárus Ægir í símum 95-22747 og 95-22618 eða Eðvarð í 91-650684 og 985-25722. Stöðupróf í f ramhaldsskólum Stöðupróf í framhaldsskólum á haustönn 1992 eru haldin sem hér segir: Þri. 18. ágúst kl. 18.00 enska. Mið. 19. ágúst kl. 18.00 norska, sænska. Fim. 20. ágúst kl. 18.00 spænska, ítalska. Fös. 21. ágúst kl. 18.00stærðfr., þýska, franska. Athygli skal vakin á því, að stöðupróf í erlend- um málum eru ekki fyrir nemendur sem að- eins hafa lagt stund á málið í grunnskóla. Prófin eru haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þeir, sem ætla að gangast undir þessi próf, þurfa að tilkynna þátttöku sína á skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlíð. Skráningu lýkur mánudaginn 17. ágúst. Meðeigandi Rótgróin byggingavöruverslun í Reykjavík vill komast í samband við aðila, sem getur lagt fram fjármagn sem meðeigandi. Sala á versluninni kemur einnig til greina. Þeir, sem áhuga hafa, leggi inn umsóknir á auglýsingadeild Mbl. fyrir 13. ágúst nk. merktar: „M - 10413“. Krabbameinsrannsóknir Krabbameinsfélag íslands auglýsir styrki úr rannsóknasjóðum Krabbameinsfélagsins til vísindaverkefna sem tengjast krabbameini. Umsóknir skulu berast á sérstökum eyðu- blöðum, sem fást á skrifstofu félagsins í Skógarhlíð 8, Reykjavík. Umsóknum skal skilað fyrir 1. september. Stefnt er að úthlutun styrkja í desember. Krabbameinsfélagið. Deildarárskóli íMýrdal Fyrrverandi nemendur, kennarar og makar! Ákveðið hefur verið að hittast að Eyrarlandi 22. ágúst '92 kl. 19.00 og endurnýja gömul kynni. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Áslaugar Kjartansdóttur í síma 98-71109 eða Áslaugar Vilhjálmsdóttur í síma 98-71163 fyrir 17. ágúst nk. Undirbúningsnefnd. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embaettisins, Miðstræti 18, Nes- kaupstað, föstudaginn 14. ágúst 1992, kl. 14.00, sem hér segir, á eftirfarandi eignum í neðangreindri röð. 1. Hlíðargata 13, e.h. og ris Neskaupstað, þinglýst eign Estherar Hauksdóttur, eftir kröfu Byggingasjóðs ríkisins, Bæjarsjóðs Neskaupstaðar, Landsbanka Islands og Lífeyrissjóös Austur- lands. 2. Miðstræti 23, austurendi, Neskaupstað, þinglýst eign Ásmund- ar Jónssonar, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins, Lífeyrissjóðs Austurlands, Bæjarsjóðs Neskaupstaðar og Rikisútvarpsins. 3. Starmýri 3, Neskaupstað, þinglýst eign Hlöðvers S. Haraldsson- arog Ólafar B. Guðmundsdóttur, eftirkröfu Byggingarsjóðs ríkis- ins, S.G. Einingarhúsa hi. og Lffeyrissjóðs bókagerðarmanna. 4. Strandgata 43, Neskaupstað, þinglýst eign Fiskverkunar Mána hf., eftir kröfu Byggðastofnunar, Framkvæmdasjóðs, ístess hf. og Bæjarsjóðs Neskaupstaðar. 5. Strandgata 45, Neskaupstað, þinglýst eign Mána hf., eftir kröfu Byggðastofnunnar og Framkvæmdastjóðs. 6. Þiljuvellir 9, kjallari, Neskaupstað, þinglýst eign Gísla Guðna- sonar, eftir kröfu Islandsbanka og Lífeyrissjóðs Austurlands. Sýslumaðurinn i Neskaupstað, 10. ágúst 1992. ÉSAMBAND ÍSLENZKRA ' KRISTNIBOÐSFÉLAGA Samkoma verður í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í kvöld kl. 20.00. Norskir gestir taka þátt í samkomunni. Allir velkomnir. Athugið breyttan stað og tíma. Samkoman annað kvöld fellur niður. Hallveígarstig 1 • simi 614330 Kvöldganga kl. 20.00 Vciaból. Gengið frá Kaldárseli. Brottför frá BSl. Verð 500/600. Sjáumst. Útivist. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Helgarferðir F. í. 14.-16. ágúst: 1) Bátsferð á Langasjó. Gist í Lambaskarðshólum og Land- mannalaugum. 2) a. Þórsmörk - gönguferðir um Mörkina. b. Þórsmörk - Fimmvörðuháls - Skógar - Gist í Skagfjörðs- skála. Brottför í ferðirnar er kl. 20 föstudag. Upplýsingar og far- miðasala á skrifstofu F.(. Enn er hægt að komast í spenn- andi sumarleyfisferðir: 1) 14.-16. ágúst (3 dagar): Núpsstaðarskólar. Brottför kl. 9.00, gist í tjöldum. Gönguferðir í stórbrotnu landslagi. 2) 19.-23. ágúst (5 dagar) Hofsjökulshringur. Brottför kl. 09. Ekin Sprengisandsleið norð- ur, um Laugafell og Ásbjarnar- vötn. Á þriðja degi liggur leiöin um Vesturdal í Skagafirði og síð- an um Blöndusvæðið til Hvera- valla. Að lokum liggur leiðin norður fyrir Kerlingarfjöll um Kisubotna og á síöasta degi verður ekið suður með Þjórsá að vestan. Spennandi ferð um sannkallaðar óbyggðir. Leitið upplýsinga hjá okkur á skrifstof- unni. Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMt 682533 Dagsferðir FÍ miðviku- daginn 12.ágúst: 1) Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 2.500. Ath. tilboð okkar á dvöl í Skag- fjörðsskála. 2) Kl. 20.00 Kvöldganga út f óvissuna. Laugardaginn 15. ágúst: Kl. 08.00 Gönguferð á Baulu. Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.