Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPn/AlVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUK 11. ÁGÚST 1992 Verslun Tískuverslanir með „útibú“í Kolaportín u INNAN um harðfísk frá Vestfjörðum og heimabakaðar kökur kvenfé- laga utan af landi er til sölu tiskufatnaður, sem alla jafna fæst aðeins í sérverslunum við Laugaveg og í Kringlunni. Staðurinn er Kolaportið við Kalkofnsveg, en þar hefur þróast séríslenskur helgarmarkaður þar sem ægir saman aðskiljanlegustu hlutum, notuðum og nýjum. Verslan- ir með tískuvöru eiga erfitt uppdráttar um þessar mundir og kemur einkum tvennt til; mikil samkeppni og minni fjárráð almennings. Til aði koma tískufatnaði i verð er Kolaportið þrautalending, en þó eru þess dæmi að fatnaður sé gagngert fluttur inn til að selja í Kolaportinu. í vor var farið að selja í Kolaport- inu vörur úr tískuverslununum Evu og Gallerí við Laugaveg. Nína Þórar- insdóttir, sem hafði umsjón með söl- unni, segir að fyrsta kastið hafí um tilraun verið að ræða en þegar frá leið var sölubás leigður báða dagana sem markaðurinn í Kolaportinu starfar, laugardaga og sunnudaga. Verslunarhættir í Kolaportinu eru þeir að fólk sem áhuga hefur á að versla leigir bás á föstu verði og getur jafnframt fengið borð og slár á leigu. Nína sagði að hún hefði borgað 5000 krónur fyrir sjö fer- metra bás og fínnst það fulldýr leiga. Fatnaðurinn sem var til sölu var hluti af gömlum lager. „Við tímdum ekki að henda fötunum og fannst betra að reyna að selja hann í Kolaport- inu,“ segir Nína. Verðið sem sett er upp fyrir flíkumar er mun lægra en sést í sérverslunum. Algengt verð á flík er á bilinu 500 til 1000 krónur. Það er ekki á vísan að róa þegar leigður er sölubás í Kolaportinu. Nína segir að bestu dagana hafi selst fyr- ir rúmlega 100 þúsund krónur en aðra daga hafí þetta dottið niður í 30 þúsund. Tvær manneskjur sáu um söluna og þegar tekið er saman kaup þeirra, leiga á bás og greiða- bíll ti! að flytja fatnaðinn og kostnað- urinn dreginn frá sölutelq'um er ekki mikill afgangur af 30 þúsund krón- Nína veit ekki hvort framhald verður á versluninni í Kolaportinu, segir það ráðast meðal annars af því hversu gangi á lagerinn á útsölunum sem standa nú yfír. Móðir Nínu er Marta Bjamadóttir en hún hefur verið með tískuverslanir í rúm 20 ár. Marta segir svartsýni ríkja í tísku- versluninni og viða erfíðleikar, sér- staklega hjá þeim sem em með sínar verslanir í dýru húsnæði og hafa ekki sýnt varúð í rekstri. Hulda Hauksdóttir hefur um eins árs skeið reglulega leigt sölubás í Kolaportinu. Hluti af þeim fatnaði sem hún selur þar er innfluttur gagn- gert í þeim tilgangi að selja í Kolap- ortinu. Hulda bjó í Kaupmannahöfn í 6 ár og nam þar viðskiptafræði, auk markaðs- og stjómunarfræði. Þegar heim kom fann Hulda ekki starf við sitt hæfí og byijaði upp úr því með heildsölu og átti einkum í viðskiptum við verslanir úti á landi. Sölubásinn í Kolaportinu var ekki hugsaður til frambúðar en hefur reynst ágætlega. Hörð samkeppni Leiðinlegt veður í sumar bætti gráu ofan á svart hjá tískuverslunum. Sala á sumarfatnaði er háð veðrátt- unni og ótíð á Suðvesturlandi boðar minni veltu sérverslana með tísku- vörur. Útsölur byijuðu snemma í sumar og viða á Laugaveginum mátti sjá þær auglýstar í byijun júlí. Versl- anir í Kringlunni byijuðu má sínar útsölur um miðjan mánuðinn, en verslunareigendur þar hafa með sér samtök að hefja ekki útsölur fyrr en 15. júlí. Það er hröð velta í tískuverslun, tískan síbreytileg og með hverri árs- tíð kemur eitthvað „nýtt“. Marta Bjarnadóttir segir flík vera orðna gamla þegar hún hefur staðið í versl- uninni í 2-3 mánuði. „Það er viss hópur sem sækir tískuverslanir, ef sömu flíkumar eru alltaf á boðstólum hættir fólk að koma í verslunina,“ segir Marta. Til að endumýja lagerinn og fylgj- ast með tískusveiflum verða eigendur tískuverslana að sækja reglulega kaupstefnur í útlöndum. Hulda Hauksdóttir segist fara utan einu sinni í mánuði, en til að vera vel heima í þessum viðskiptum er talið lágmark að fara til útlanda annan hvem mánuð. Sú samkeppni sem fer mest í taug- amar á fatakaupmönnum eru inn- kaupaferðir landans til útlanda og hömlulaus innflutningur einstakl- inga. Hjördís Gissurardóttir, sem lengi hefur starfað á þessum vett- vangi, segir fólk verða að gera upp við sig hvort það vilji hafa verslunina í landinu eða færa hana til Glasgow. Hún kann ekki góða sögu aö segja af þeim mönnum sem ættu að vera fyrirmynd í þessum efnum, þing- mönnum og ráðherrum. „Við fata- kaupmennimir þekkjum merkin sem þessir menn ganga í og fötin þeirra eru ekki keypt hér,“ segir Hjördís. Hulda Hauksdóttir bendir á að þegar fólk fari til útlanda í verslunarferðir og telur sig gera góð kaup þá takið það ekki með f reikninginn gæði vörunnar, kaupa til dæmis peysur úr gerviefnum sem verða snjáðar eftir fyrsta þvott. Þá gleymist það að þegar fólk gerir innkaup á hlaup- um eru oft keyptir óþarfa hlutir sem ekki koma að neinum notum. Fjöldi tískuverslana hefur sjaldan eða aldrei verið meiri og þeir eru margir kaupmennirnir sem telja víst að þeim muni fækka töluvert næstu misserin. Hjördís Gissurardóttir er hætt í verslunarrekstri, en undanfar- ið hefur hún rekið þijár búðir niðri í bæ og í Kringlunni. „Frá áramótum hef ég varla fengið kaup fyrir vinn- una sem ég hef lagt í þetta. Ég er orðin þreytt á þessu og ætla að taka mér hvíld,“ segir Hjördís og er fegin að losan á meðan hún „skuldar eng um neitt.“ Uppsagnir og kauplækkanir Þegar Hjördís hætti verslunar- rekstri ságði hún upp sex starfs- mönnum. Þessir starfsmenn hafa ekki fengið vinnu annars staðar og Hjördís segir horfumar ekki alltof góðar, en hún hefur verið þeim innan handar í leit að atvinnu. Það er ekki aðeins að störfum fækki, heldur hefur kaup starfsfólks lækkað. Nýir starfsmenn eru ráðnir á lægra kaup en áður og eldri starfs- menn samþykkja kauplækkun, enda getur valið staðið á mili þess að fall- ast á kauplækkun eða missa atvinn- una. Tískuverslunin Tangó í Kringlunni stóð frammi fyrir minnkandi sölu á liðnum vetri. Þegar eigendumir þótt- ust sjá fram á enn frekari samdrátt var ákveðið að grípa til aðgerða. Nýtt hlutafélag var stofnað um reksturinn í mars, Rek hf, og nýir meðeigendur komu til liðs við fyrir- tækið. Kaup starfsfólksins var lækk- að um 10 prósent og stjórnunar- kostnaður var skorinn niður. Til að breikka starfsgrundvöllinn var ákveðið að hefja innflutning á vöru- flokkum sem em alls óskyldir tísku- fatnaði. Að sögn Sophusar Björns- sonar, sem er einn eigenda Reks hf., hóf fyrirtækið innflutning á byggingavörum, til dæmis nýrri gerð flísa á eldhús og baðherbergi og svo- kölluð hengiloft. Þá stendur til að vera með heildverslun fyrir verslanir úti á landi. í því skyni verður fluttur inn fatnaður af annarri gerð en há- tískufatnaðurinn sem Tangó leggur áherlsu á að bjóða sínum viðskipta- vinum. Sophus segir ekki hafa verið um annað að ræða en að stokka upp reksturinn og leita nýrra úrræða til að bregðast við samdrættinum. Það er ekki hægt að sjá fyrir hve- nær salan á tískufatnaði tekur aftur við sér. Það er hins vegar vitað að Íslendingar eyða háum fjárhæðum í fatnað, eins og berlega kom í ljós þegar Hjálparstofnun kirkjunnar og Slysavamafélag íslands hleyptu af stokkunum í janúar fatasöfnun handa Kúrdum í íran og fylltu 32 gáma (250 tonn) á þrem dögum. Sennilega var það þó ekki hátísku- fatnaður sem fór í gámana, enda má það einu gilda, því þar niður frá em föt líkamanum til skjóls og tíska framandi hugtak. 8,4% \is;uömiiii umli.im xcröhólíru SKULDABREF GLITNIS 2-4 ára verðtryggð skuldabréf með fastri ávöxtun til gjalddaga. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. HÁSKOLI ISLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN Byrjendanámskeið í íslensku fyrir útlendinga Endurmenntunarstofnun Hóskóla íslands mun í samvinnu við skor í íslensku fyrir erlenda stúdenta, bjóða upp ó byrjendanómskeið í íslensku fyrir útlendinga. Ekki er krafist neinnar kunnáttu í íslensku, en forgang að náminu hafa þeir sem lokið hafa stúdentsprófi eðo sambærilegri menntun. Kennt verður á ensku. í þessu námi verður lögð megináhersla á talað og ritað mól, en samhliða kennd grunnatriði íslenskrar mólfræði. Tími: 10. september fil 7. desember,- mónudaga, miðviku- daga og fimmtudaga, kl. 17.15-19.30. Vert: Kr. 35.000,- auk bókakostnaðar. Kennarar Uaría Garðarsdóttir og Sólveig Einarsdóttir, báð- ar B.A. í íslensku og hafa báðar kennt íslensku fyrir er- lenda stúdenta við Háskóla íslands. Upplýsingar ero veittar á skrifstofu Endurmenntunarstofnun- ar í símum 694923, 994924 0| 694925. I Fimm fræknum tilboðum Nýherja gefst þér einstakt tækifæri til að eignast hágæða IBM tölvur á hreint ótrúlegu verði. Þetta er tækifæri sem þú mátt ekki missa af. Komdu í Nýherja, Skaftahlíð 24, strax i dag og kynntu þér málið. CQ> NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 • SÍMI 69 77 00 Alltaf skreji á undan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.