Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 . Blóðbankinn á Akureyri; Blóðþörf sjúkra- hússins fullnægt UM ÞAÐ bil 600 manns eru á blóðgjafaskrá Blóðbankans við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Blóðbankinn sér sjúkrahúsinu fyrir því sem næst öllu blóði sem notað er þar. Rúmt ár er síðan bankinn fékk sérstakt húsnæði. Nýir blóðgjafar eru vel þegnir hjá Blóðbank- anum á Akureyri. Blóðbankinn á Akureyri er nú starfræktur sem deild innan Rann- sóknadeildar Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri og hefur frá því í maí 1991 verið í sérstöku húsnæði í kjallara sjúkrahússins. Fram að því var Blóðbankinn á vegum slysa- deildar í allmörg ár. Við bankann eru tveir starfsmenn í fullu starfi og einn að hluta. Vilborg Gautadóttir hjá Blóð- bankanum sagði til marks um um- svif í bankanum að þar væru að meðaltali teknar um 120 einingar á mánuðí og með bankanum væri sjúkrahúsið hér um bil sjálfbjarga með blóð, ef svo mætti segja. í síð- asta mánuði hefðu til dæmis verið fengnar 120 einingar hjá bankanum og aðeins 17 frá Blóðbankanum í Reykjavík. Blóðbankinn á Akureyri er eini blóðbankinn á landinu utan Reykja- víkur. Þar er nú hafin framleiðsla á blóðvökva (plasma) í skilvindu sem fengin var notuð frá Blóðbank- anum í Reykjvaík. Vilborg sagði að hún væri gömul og dálítið há- vaðasöm en gerði sitt gagn ágæt- lega. Þá væri blóð nú allt skimað hér á Akureyri og ekki lengur sent suður til prófunar. Að sögn Vilborgar eru um það bil 600 blóðgjafar á skrá hjá Blóð- bankanum. Hún sagði að sú tala væri síbreytileg, enda flytti fólk burt og annað kæmi í staðinn. Fyr- ir nokkrum árum hefði verið gert talsvert átak til að efla blóðgjafa- hópinn og meðal annars farið á vinnustaði og hefði það gefist afar vel. Mannafli í bankanum væri ekki nægur til að unnt væri að gera við- líka átak nú. Hins vegar væri nauð- synlegt að stækka blóðgjafahópinn og nýir blóðgjafar væru afar vel þegnir. Þeir sem vildu gerast blóð- gjafar gætu komið í Blóðbankann alla virka daga á bilinu klukkan 9 til 2 og látið mæla blóð sitt og greina blóðflokk. Öllum yrði vel tekið því blóðgjafar væru aldrei of margir. Talið er eðlilegt að maður geti gefíð blóð um það bil fjórum sinnum á ári. Hveiju sinni eru teknir 450 millilítrar. Algengast er að blóðgjaf- ar séu boðaðir til blóðtöku og sagði Vilborg aðdáunarvert að vinnuveit- endur brygðust undantekningar- laust vel við að hleypa mönnum frá til þessa. Hitt væri líka til að menn kæmu reglulega og létu taka sér blóð, þeir væru orðnir vanir því að gera það á ákveðnum tímum og þætti það gott. Morgunblaðið/Eiríkur Þórarinn Kristjánsson í Gúmmívinnslunni með hellur, gerðar að níu- tíu hunduðustu úr gúmmíi sem til fellur við hjólbarðasólun. KA gefur út símaskrá Knattspyrnudeild KA hefur fengið leyfi Pósts og síma til að gefa út símaskrá fyrir Akur- eyri. Að sögn Sveins Brynjólfs- sonar formanns deildarinnar barst Knattspyrnudeild KA ný- verið leyfi til útgáfu símaskrár á þessu ári. Fyrirhugað er að skráin komi út seinni hluta ágústmánaðar og eru knattspyrnudeildarmenn að safna auglýsingum í hana þessa dagana. Sagði Sveinn að þeir sem ekki hefðu enn haft samband af þessum sökum gætu gert það í síma 96-26655 eða með símbréfi { 96-11839 á Akureyri næstu daga. Ágóði af útgáfu símaskrár- innar rennur til æskulýðs- og íþróttastarfs deildarinnar. Endurvinnsla á Akureyri; Endurnýtíng hjólbarða stuðlar að olíuspamaði Gúmmívinnslan hf. á Akureyri hefur um árabil auk þess að end- urvinna og sóla hjólbarða fram- leitt ýmsar vörur úr afgangs- gúmmíi. Fyrir skemmstu þurfti Gúmmívinnslan að flytja inn gúmmísalla vegna þess að það sem til fellur við endurvinnslu hjól- barða hjá fyrirtækinu nægði ekki til framleiðslunnar. Mikið fellur til af gúmmíi á ári hveiju hér á landi, einkum hjólbörðum, en með Grunnskólar á Norðurlandi eystra: Kennararáðningar ganga vel Færri ráðnir en áður vegna sparnaðar í skólakerfinu VEL HEFUR gengið að ráða kennara til starfa í umdæmi Fræðsluslu- skrifstofunnar á Akureyri. Leiðbeinendum fer hlutfallslega fækkandi en kennurum fjölgar. Samdráttur í kennslu vegna niðurskurðar í menntakerfinu nemur 17 stöðugildum í fræðsluumdæminu. Kennslu- stundum fækkar í öllum bekkjum frá fjórða bekk til tíunda bekkjar. Að sögn Trausta Þorsteinssonar, fræðslustjóra á Norðurlandi eystra, hafa kennararáðningar gengið vel fyrir komandi skólaár. I því sam- bandi væri þess vert að geta að færri kennarar væru ráðnir en áður vegna samdráttar í kjölfar niðurskurðar í fræðslukerfinu. Hins vegar væri áberandi að fleiri kennarar sæktu um lausar stöður á þessu ári en áð- ur, meira framboð væri á kennurum og hugsanlega væru meðal umsælq- enda kennarar sem yrðu að hætta vegna niðurskurðar annars staðar. Trausti sagði að leiðbeinendum fækkaði af þessum sökum. Á síðasta ári hefðu verið kennarar í 80% starfa í umdæminu en sú tala kæmi til með að hækka núna. Nemendur í skólun- um verða á komandi ári heldur færri en í fyrra, þeim fækkar um 50 eða svo. Það sagði Trausti að væri eðlileg árssveifla. Trausti sagði að sparnaður vegna niðurskurðar í skólakerfínu kæmi fyrst og fremst fram í því að nemend- ur fengju nú minni kennslu. í 4. og 5. bekk fækkar kennslustundum um eina og þar fyrir ofan fá nemendur tveimur vikustundum færra en á síð- asta skólaári. Með þessu féngist spamaður sem næmi um 20 milljón- um króna eða 17 stöðugildum. VINNIMG AR Laugardaginn 08.08.1992 Flokkur: K Vinningsupphæð: Fjöldi: Nr. 107928 Kr. 388.992,- 1 1 Nr. 5581 Kr. 18.192,- 0 Nr. 11 Nr. 16 Kr. 499,- 88 Nr. 90 Nr. 90 Kr. 998,- 47 í Lukkupotti núna eru 181.920,- kr. KENNARAR Kennara vantar við Grenivíkurskóla til að kenna handavinnu og bóklegar greinar. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skóla- stjóri í síma 96-33118 eða 96-33131. UTVEGSMENN NORDURLANDI Útvegsmannafélag Norðurlands boðar til fundar á Hótel KEA, Akureyri, miðvikudaginn 12. ágúst nk. kl. 13.00. Dagskrá: Staða útgerðar. Þingmenn í Norðurlandskjördæmi eystra og vestra boðaðir á fundinn. Stjórnin. því að endurnýta þá og nota sól- aða hjólbarða er talið að spara megi mikla olíu. Gúmmívinnslan á Akureyri er 10 ára á þessu ári. Þar eru framleiddar gúmmímottur, millibobbingar svo og hellur og einingar úr gúmmíi í ýms- um litum, sem hentað geta sem gangstéttahellur, hellulagnir við sundlaugar og barnaheimili og sem leiktæki. Þá framleiðir Gúmmívinnsl- an umferðarvörur, það er að segja efni til merkinga og girðinga fyrir bæjarfélög. Þórarinn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar, sagði að þessar vörur væru fyrst og fremst unnar úr gúmmísalla sem til félli við endurvinnslu og sólningu hjólbarða, en það væru um 200 tonn á ári. Þetta hefði ekki reynst nægjan- legt magn fyrir framleiðsluna og því þurft að flytja inn gúmmísalla nú í ár. Þórarinn sagði að á hveiju ári féllu til um 4.000 tonn af gúmmíi hér á landi. Þórarinn sagðist vonast til að með aukinni kynningu á þessum fram- leiðsluvörum myndu margir aðilar, til dæmis bæjar- og sveitarfélög taka að nota vörurnar í auknum mæli og þá yrði framleiðslan nægilega mikil til að yrði unnt að kaupa vélakost til að tæta gúmmíið og auk þess að koma skipan á að safna því saman sem fellur til víðs vegar um Iand. „Það er ekki ónýtt að geta til dæmis haft snyrtilegar hellulagnir og fleira þess háttar við sundlaugar og á bamaleikvöllum þar sem fólk getur hrasað og dottið án þess að eiga það á hættu að stórskaða sig á hörðum steini, og auk þess er minni hálka á gúmmíhellunum en öðrum. Og það er líka stórkostlegt að hugsa sér að þessar gagnlegu vörur eru búnar til úr 90% úrgangsefni, endurunnu gúmmíi, en þau 10% sem á vantar eru aðflutt bindiefni,“ sagði Þórar- inn. Samkvæmt upplýsingum frá ís- lenskum hjólbarðasólendum getur endurvinnsla hjólbarða sparað gífur- lega mikla olíu. Venjulegur bíleig- andi sem kýs sólaða hjólbarða frekar en nýja stuðlar þannig að olíusparn- aði sem nemur 80 lítrum að meðal- tali. Á sama hátt sparast um 520 lítrar af olíu við kaup á 8 hjólbörðum undir vörubíl. íslendingar gætu með því að nota endurunna hjólbarða sparað allt að því hálft fjórða þúsund tonn af olíu, miðað við olíunotkun við framleiðslu nýrra hjólbarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.