Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þér fínnst framlag þitt á vinnustað ekki skila árangri í dag. Þú gætir fengið rangar upplýsingar. Hafðu hugann við heimilið. Naut (20. apríl - 20. maí) Félagi er ef til vill ekki sáttur við fyrirætlanir þín- ar. Það lagast ef þið ræðið málin. Þú hefur áhyggjur af peningamálum. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Ef þú leggur þig t'ram nærð þú árangri. Þú þarft að komast að samkomulagi við einhvern sem er þér nákom- inn. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HSS8 Þú og félagi þinn eruð ekki á einu máli í dag. Það bæt- ir að fara saman út í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Eitthvað veldur þér áhyggj- um í vinnunni, en þú af- kastar miklu heima í dag. Dragðu þig ekki inn í skel. Meyja (23. ágúst - 22. september) Einhver veldur þér von- brigðum, en þú bætir þér það upp með öðrum. Gam- an og alvara fara ekki allt- af saman. Vog (23. sept. - 22. október) Þú kemst yfir erfíðleika og þér tekst að leysa hag- kvæmlega verkefni á vinnustað. Gerðu ekki of mikið úr smámunum. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Gj|jg Einhver er þér ósammála í dag. Það er erfitt að koma hugmyndum þínum á fram- færi við aðra. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Óheppilegur dagur fyrir ráðstafanir í peningamál- um. Þú getur komið að lok- uðum dyrum, en brátt birt- ir til. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Efasemdir geta komið upp um samband þitt við ein- hvem náinn. Hugsaðu um heilsuna. Einbeittu þér að verkefni á vinnustað. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Smámunir geta valdið ágreiningi í kvöld. Þú verð- ur að treysta á sjálfan þig ef þú ætlar að ná árangri í vinnunni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Vinur er eitthvað úrillur í dag og hugarfar hans gæti haft áhrif á þig. Forðastu þá sem reyna að koma byrðum sínum á þig. Stj'órnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. 1 DYRAGLENS GRETTIR _íJVr, HANN HB/1URAO HAFA HEVizr /ce.VÞDto/urrr SL'AST SAAAAN , (7AV?£> 5- >3 FERDINAND ( IH^ // . k 1— f c rr SMÁFÓLK THIS ISN T A''TRUE OR false" test, sir.jt's MOLTIPLE CHOICE.. TRUE! fAlse! TRUE! FALSE! Rétt! Rangt! Rétt! Raagt! Þetta er ekki „Rétt eða rangt“ Það er of seint Rétt! Rangt! Rétt! Rangt! próf... þetta er krossapróf. núna... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Núorðið spila flestir keppnis- menn neikvæð dobl við inná- komu mótheija, enda nýtist doblið mun betur sem lýsandi sögn en refsivöndur í þessari stöðu. Það er þó vissulega ekki algilt. Þú átt þessi spil í suður: Suður ♦ ÁDG5 ♦ D74 ¥6 +KD1093 Enginn er á hættu og makker opnar í fyrstu hendi á eðlilegum tígli og millihönd stekkur í 3 spaða! Þú ert nútímamaður, sem notar neikvæð dobl og verður því að finna aðra lausn á þessum vanda. Hvað viltu segja? Það er ekki hættulaust að passa og bíða eftir að makker enduropni með dobli, því þótt hann sé stuttur í spaða er ekki víst að hann þori að dobla með lítil spil. Fjögur lauf er mögu- leiki og einnig 3 grönd. Spilið kom upp í Spilgold-keppninni í Bandaríkjunum á síðasta ári og þar valdi Bill Poilack einmitt 3 g,'Ön(L Norður ♦ 9 ¥ Á42 ♦ ÁK965 Vestur ♦ G875 Austur ¥ KDG10987 |||||| * ^087642 *am Jg Suður jf.04 ♦ ÁDG5 ¥6 ♦ D74 + KD1093 Noröur Austur Suöur Pollack Sanders Kantar 1 tígull 3 spaðar 3 grönd Pass Pass 4 lauf 5 lauf Pass Pass Með hálfþéttan hjartalit og ás til hliðar taldi Sontag sig geta hnekkt 3 gröndum. Það reyndist rétt metið, en veisla er það ekki, því suður á 8 örugga slagi. En doblið rak Pollack á flótta og þegar hann hitti í góða laufsamlegu fundu NS öruggt geim. Reyndar stendur slemma og spurning hvort Sanders eigi ekki að segja 4 spaða og bjóða upp á hana á leiðinni í 5 lauf. Þá hefðu NS hugsanlega jafnað árangurinn á hinu borðinu: Vestur Norður Austur Suður Russel Morse Lev Sutherlin 1 tígull 2 spaðar 3 lauf 3 hjörtu 5 lauf Pass 6 lauf Pass Pass Pass Stökk suðurs í 2 spaða hefur engin hindrunaráhrif og NS renna beint af augum í slemmu. Sontag og félagar grææddu því þrátt fyrir allt 11 IMPa. SKÁK *Á2 Vestur Sontag Dobl(?) Pass Pass Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Gausdal í Noregi sem lauk fyrir helgina, kom þessi staða upp í viðureign þeirra Andreas Óstby, Noregi og Sig- urðar Daníelssonar (2.005), frá Suðureyri við Súgandafjörð, sem hafði svart og átti leik. Hvítur var að enda við að krækja sér í peð með 18. Db3xb7 og nú fékk Sig- urður tækifæri til að flétta glæsi- lega. Fyrst fómar hann manni og síðan sjálfri drottningunni! 18. - Hab8!!, 19. Dxc6 - Dxd2+!, 20. Kxd2 - Hxb2+, 21. Kcl (Hvíti kóngurinn er í mát- neti. Ef 21. Kel, þá 21. - Hxe2+, 22. Kfl - Hb8, 23. Kgl - Hbl+, 24. Kh2 - Hxf2+, 25. Kg3 - Hg2 mát!) 21. — Hfb8 og Norð- maðurinn gafst upp, því hann á ekki önnur ráð til að forða máti en leika drottningunni í dauðann með 22. Db5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.