Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 ~12 Aster... r-ií ... aðblása upp blöðrurfyrir afmælisboðið. TM Reg. U.S Pat Off.—all nghts reserved • 1992 Los Angeles Times Syndicate Mamma, ég fæ 50 kr. á dag fyrir að láta ekki sjá mig á Ióð gömlu hjónanna... HÖGNI HKIOKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 „Taugaveiklaðir“ laxakóngar frá Jens í Kaldalóni: LÖNGU er orðin áberandi tauga- veiklun, og jafnvel geðveikisköst þeirra laxaræktar- og veiðimanna, svo sem lesa má af hugrenningum þeirra út í víðan geiminn og hafa látið sér um munn fara í skrifum sínum um laxadráp og lagabrot í laxaveiðum með ströndum landsins. Þar á meðal kveður við þungan tón hjá einhveijum G. Bender í DV. 19. júní, er hann lætur þau penlegu orð frá sér fara, að „þau svæði á land- inu þar sem þessi ólöglega neta- veiði er stunduð mest, eru Hom- strandir, stór hluti Vestfjarða, Barðastrandarsýslur og Snæfells- nes.“ Það væri gaman að heyra og ekki síður sjá þau rök sem hann máli sínu hefur til stuðnings í þessu efni, en að þeim rökum óséðum tel ég þetta vera eina hina svæsnustu geðveikisdellu, sem nokkur maður getur á borð borið fyrir almenning til að trúa og meta, sem sannleika í sínu fulla veldi. Það er með algerlega ógeðsleg- ustu tilþifum nokkurra manna að siga lögreglu hér út um allar norðurstrandir, víkur og voga, á dýrindis björgunarþyrlum og varð- skipum, auk þess að læðast um eyðilendur, byggðir og voga til þess að leita sem þjófaleit að því hvort ég eða þú, sem lagt hefur netstubba í landareign okkar, rífa hann og ræna, ef ekki er merktur eða báru skvaldrið ýtt honum til hliðar í íjörumálinu af réttri stefnu að ekki vísi nákvæmlega þvert á fjöruna. Nú vita það bæði guð og menn, að enginn hefur gert löndum sínum meiri bölvun en þingmenn okkar með gerð ýmissa lagakróka sem svo eru vitlausir að enginn getur eftir farið, og mætti tína um það ótal dæmi þó ég ekki lýsi svo öllum reglugerðar trúarjátningum sem enginn oft botnar í og síst þeir sjálf- ir sem búa þær til. Það er svo matsatriði löglærðra spekinga, hvaða mat þeir leggja á þennan þáttinn eða hinn. En að búa svo til þá eindæm- ustu, að ég ekki segi: andsk. vit- leysu, að vissir aðilar geti eignað sér ekki einungis allt hafíð kringum allt ísland, heldur einnig austur fyrir Færeyjar með því að sleppa nokkur þúsund laxaseiðum í sjó, talandi um hvað þetta kosti þá mik- ið, að þar með sé öðrum fyrirmunað með lögum að leggja silunga- netstubba í fjöru jarðar sinnar, nema eiga megi hann von á skrúð- búinni lögreglu, eða þá óeinkennis- klæddri, sem njósnari væri, snap- andi um allar fjörur eftir ólöglegum, sem svo eru talin, netastubbum, sem þessi einkaréttarkvikindi þeirra gætu fest sig í. Það er ekki svona ólíkt því að ég fengi rauðmaga í grásleppunet og mætti ekki hirða hann til að éta. DV hefur heimildir fyrir því að kópar geri út á þessa ólöglegu neta- veiði með ströndum landsins og hafi töluvert upp úr krafsinu, stend- ur í niðurlagi greinar G. Bender. Ég skora á hann og DV að sanna þessar heimildir sínar, en að öðrum kosti standa berskjaldaðir frammi fyrir almenningi með staðlausar aðdróttanir og getsakir út í bláinn. Ég hef nefnlega kynnt mér þessi mál nokkuð hér um strandir, og komist að þeirri eðlilegu niðurstöðu sem ljós liggur fyrir, að ferðafólk þar hefur ekki nokkurn skapaðan hlut með lax að gera, hvorki til eig- in þarfa, en þó síst til sölu, og get- ur því engan veginn haft mikið uppúr krafsinu. Þetta er því alger taugasjúkdómur þessara yfirdrottn- ara sem telja sig eiga sjóinn með öllu því sem í hann þeir þykjast láta, og ekki nokkur lifandi maður megi þaðan marfló taka, í því mikla skjóli sinu, sem þingmennimir okk- Frá Halldóri Kristjánssyni: í MORGUNBLAÐINU 24. júlí sl. ræðir Haraldur Blöndal um útgáfu ljóða Jónasar Hallgrímssonar. Þar segir hann m.a.: „Því er svo við að bæta, að merkingamunur er á, hvort sagt er „fáki“ eða „klári". Ef fyrri rithátturinn er notaður sér lesandinn fyrir sér, að fákurinn er þaninn á skeið. Arnarvatnshæðir hljóta því að vera til slíkrar reiðar fallnar. í síðara tilfellinu hvarflar hugurinn frekar til þess, að gróðursæld sé mikil á Arnarvatnshæðum og gott að beita þar klári.“ Þetta er góð og gagnleg bending. Og samkvæmt henni er rétt að at- huga um hvað Jónas var að yrkja. Var það skeiðvöllur eða áningar- staður? Þetta ljóð er þijú erindi eins og margir þekkja. Miðvísan er svona: Og undir Norðurásnum er ofurlítil tó, ar blessaðir hafa skapað þeim, með boðum sínum og bönnum, og hafíð eins og það leggur sig sé þeirra réttmæta eign og yfirráðasvæði til einkanota á uppeldi, þroska og framvindu þessa eina fiskastofns sem laxar heita og þar um megi þjófkenna alla þá sem lönd eiga að þessu hafi, og átt hafa rétt til að mega leggja þar með löndum fram netastubba, árhundruðum og öldum saman, sem fijálsir menn væru, en verða nú uppá þann djöfulskap að horfa, að þjóðin hafi nú það réttast með peninga sína að gera, að senda flugvélar og varðskip með öllum ströndum lands vors til að fiska upp þessa aldagömlu hefð, em gilt hefur að mega leggja silunganetsstubba á vissum stöðum jarða sinna til að fá sér í soðningu, að mega þá eiga von og vísu á lögreglusnöpurum upp í bólið sitt til að tilkynna þeim ófögnuðinn, að nú séu þeir hinir einu og sönnu tugthúslimir og lög- bijótar. Fyrr má nú andsk. vitleysan ganga sér til húðar í vitund manna, en að geta látið frá sér í opinberum blöðum, og öðrum fjölmiðlum annað eins heimskukjaftæði og hér hefur verið rakið. JENS I KALDALÓNI Kirkjubæ, Skutulsfirði og lækur líður þar niður um lágan Hvannamó. Allt minnir þetta fremur á áning- arstað en skeiðvöll. Sama gildir þeg- ar við lesum áfram: A öngum stað ég uni eins vel og þessum mér. Að una vísar ekki til að hleypa á sprett. Samkvæmt skýringu Haraldar Blöndals er skiljanlegt hvers vegna skáldið strikar yfir fáki og skrifar klári. Glæsiorðið fáki gat leitt les- andann á villigötur. Hann færi að leita að skeiðvelli í stað þess að finna rólegan og unaðssælan áningarstað þar sem klárinn fékk að bíta en íækjamiður, lítil tó og Hvannamór hugnaðist skáldinu að ógleymdum Eiríksjökli. Samkvæmt þessu er það gott að leiðrétting Jónasar er nú loksins komin á bók. HALLDÓR KRISTJÁNSSON frá Kirkjubóli Leifsgötu 6, Reykjavík. Fákur eða klár? Víkveiji skrifar Einn af viðmælendum Víkveija hafði orð á því á dögunum, að gatnamótin þar sem Kringlumýr- arbraut og Miklubraut koma saman við Kringluna væru ekki boðleg. Þeir, sem koma akandi frá Kópa- vogi, Garðabæ, Hafnarfirði eða nærliggjandi hverfum og hyggjast taka vinstri beygju af Kringlumýr- arbraut yfir á Miklubraut áleiðis í miðbæinn verða að bíða eftir um- ferðinni, sem kemur á móti vegna þess að ekki eru sérstök ljós á þess- ari beygju. Þegar umferðin er mik- il, sem oftast er á þessum gatna- mótum þýðir þetta að í mesta lagi 3-4 bílar komast yfir á beygjunni. Talað hefur verið um að endur- byggja þessi gatnamót með viða- miklum hætti og sjálfsagt er það nauðsynlegt en það leysir ekki vanda líðandi stundar. Hvers vegna er ekki hægt að koma fyrir beygju- ljósum á þessum gatnamótum? xxx Raunar er svipað vandamál á þeim gatnamótum, þar sem hið gamla Miklatorg var. Þeir, sem koma akandi eftir Hringbraut og hyggj ast beygja til vinstri yfir á Snorrabraut verða að bíða eftir umferðinni, sem kemur á móti, þar sem engin beygjuljós eru þarna. Umferð er yfirleitt mjög mikil og þess vegna komast yfirleitt í mesta lagi 1-2 bílar yfir á þessari beygju. Hvers vegna er ekki hægt að ráða bót á þessu? xxx m verzlunarmannahelgina varð alvarlegt slys á blindhæð í Kjósinni. Þessi blindhæð hefur verið á þessum stað áratugum sam- an. Allir vita, að ökumenn aka mjög hratt einmitt á þessum kafla. Hvers vegna er vegastæðinu á þessum stað ekki gjörbreytt þannig að blindhæðin hverfi? Það er alltof oft að hönnuðir gatna og vegakerfis búa til varasama bletti í umferð- inni, sem leiða til stórtjóns. xxx rært skyr virðist alveg horfið úr verzlunum í höfuðborg- inni. Er það ekki lengur á boðstólum hjá framleiðanda? Ef svo er hvers vegna ekki? Verðmunur á því og óhrærðu skyri var ekki mikill en hins vegar um augljóS þægindi fyr- ir neytendur að ræða. Getur Mjólk- ursamsalan upplýst hvað varð um hrærða skyrið?! Í i i i i í i í í i 1 í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.