Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 43 VELVAKANDI REGNHLÍFAR- KERRA REGNHLÍFARKERRA tapaðist á ráðhústorginu á Akureyri í síð- ustu viku. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 91-656939. ÚRELT EINOKUN Jóhann Sveinsson: ÉG ER sammála því fólki sem er óánægt með að vera skyldað til að greiða afnotagjöld af Ríkis- útvarpinu þegar fjölmargir aðilar bjóða sömu þjónustu ókeypis. Vil ég taka undir með Þorleifi Kr. Guðlaugssyni sem ritaði góða grein um þetta mál í Morgun- blaðið fyrir skömmu. Þar bendir hann réttilega á að Ríkisútvarpið hafi ýmsa ríkisstyrki auk einok- unar-afnotagjaldanna en út- varpsstjóri hefur andmælt því. Það mun þó rétt að hús Ríkisút- varpsins við Efstaleiti er byggt fyrir skattpeninga okkar en ekki afnotagjöldin. Mér er ekki kunn- ugt um að Stöð 2 eða t.d. Aðal- stöðin hafi notið slíkra forrétt- inda. Ég tel tímabært að leggja niður einokun Ríkisútvarpsins og einkavæða þessa stofnun. Hafí einhvern tíma verið forsendur fyrir þessari einokun eru þær löngu brostnar. MYNDAVÉL MYNDAVÉL með átekinni filmu tapaðist við Skólavörðustíg eða í grennd við Hallgrímskirkju 19. júlí. Finnandi er vinsamíegast beðinn að skila henni til Sylvíu Briem I upplýsingum í Ráðhús- inu. Fundarlaun. ÚR SVART tölvuúr tapaðist á Galt- arlækjarmótinu um helgina. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 51863. Gott tjaldstæði Frá Rögnvaldi Pálmasyni: EG VAR á ferð með konu minni norður á Akureyri nýlega. Þegar komið var að því að tjalda var mér bent á nýtt tjaldstæði, Húsabrekku, gegnt bænum þ.e. hinum megin við fjörðinn. Það þykir kannski engum í frá- sögur færandi en þarna var um að ræða nýtt tjaldstæði á mjög falleg- um stað og aðstaða öll hin besta, sturtur, þvottavél, þurrkari o.fl. Þetta var ákaflega snyrtilegt og þægilegur staður aðeins steinsar frá Akureyri. RÖGNVALDUR PÁLMASON Bogahlíð 17, Reykjavík Sófasett Hornsófar Stakir sófar Eldhúsborð Eldhússtólar Eldhúshorn Borðstofuborð Borðstofustólar Veggskápar Glerskápar Skenklr Bókahlllur Sófaborð Hornborð Smáborð Kaffiborð Innskotsborð Hjólaborð Lampaborð Símaborð Steríóskápar Sjónv.skápar Blaðagrindur Fatastandar Speglar Buxnapressur Hjónarúm USARúm EinstakLrúm Fjaðradýnur USADýnur Springdýnur Svampdýnur Yfirdýnur Kojur Barnarúm Svefnsófar Svefnbekkir Hofðagaflar Náttborð Rúmteppi Púðar Fataskápar Kpmmóður Rúmfataborð Hrúgöld Barnahúsgögn Unglingahúsg. Rörahillur Skrifborð Skrifborðsstólar Basthúsgögn Furuhúsgögn i núklu úrvali STÓRKOSTLEÖT úrval til afgreiðslu strax fyrir FELAGASAMTOK STOFNANIR OG FYRIRTÆKI Satt að segja er Húsgagnahöllin orðin það stór húsgagnaverslun að nánast allir sem eru í húsgagnaleit koma til okkar ef þeir hafa tök á. Við höfum langa reynslu af því hvað viðskiptamenn okkar meta mest en það er einfaldlega að fá góða vöru á lágu verði, fá að velja úr miklu úrvali húsgagna og að þetta úrval sé samkvæmt nýjustu tísku. Úrvalið er alþjóðlegt, verðlag hagstætt og við leggjum áherslu á gæði. Eigum við ekki að hittast í dag. Húsgapahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 RKYKJAVÍK - SÍMI 91-681199 Innilegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á 80 ára afmœli mínu 24. júlí sl. Guörún Sveinsdóttir, HæðargarÖi 35. "fii i B Metsölublaó á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.