Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 11 Sigríður og Nína Margrét í Lista- safni Sigurjóns Tónlist V Ragnar Björnsson Aðrir og endurteknir Ijóðatónleik- ar Sigríðar Jónsdóttur mezzo-sópran og Nínu Margrétar Grímsdóttur píanóleikara, á sumartónleikunum í Listasafni Sigurjóns, voru fimmtu- daginn 6. ágúst. Sumartónleikar þessir virðast vera orðin föst hefð í tónleikahaldi sumarsins. Vonandi þarf engin breyting að verða þar á, því umhverfi allt, bæði úti og inni er óvenjulegt umhverfi tónleikahalds og kannske „sér-íslenskt“, sem gjarnan er vitnað til og okkur hentar best að rækta. Á tónleikum þessum fá gjaman þeir tækifæri til að kynna sig, sem eru að stíga fyrstu sporin, janvel þeir sem enn eru í námi og hafa e.t.v. mótað sin persónulega listræna stíl og jafnvel ekki enn náð fullkomnu valdi á hljóðfærinu sem túlka skal þennan persónulega stíl. En hvað um það, mikilsvirðj. er að fá þessi tækifæri og ungt fólk er jú alltaf spennandi. Sigríður er enn við söngnám í Nýju Jórvík og heldur þangað innan skamms. Sigríður er auðheyrilega mjög vel músikölsk, hvað sem það nú táknar ef farið væri útí nána skilgreiningu orðsins. Hún mótar sönglínuna eftir lærðum eða meðfæddum reglum og fylgir þeim stíl mjög dyggilega, sem hvor- tveggja er jákvætt og hættulegt. Hættan er að flutningurinn verði þurr og einhliða. Jákvæða er að þessi tilfinning fyrir reglunum þarf helst að vera fyrir hendi. Söngrödd Sigríð- ar er ennþá í mótun, röddin hefur fallegan lit á miðsviðinu og stundum einnig í dýptinni. Efsta sviðið er enn- þá óstöðugt og opnu sérhljóðamir í hæðinni sitjá ennþá of aftarlega og fá ekki nægan stuðning né hljóm. En þetta eru jú atriði sem nemandi stendur frammi fyrir, stundum til æviloka raddarinnar. Ekki er ástæða, að þessu sinni, til að vélta fyrir sér sérstökum viðfangsefnum söng- skrárinnar. Margt var fallega gert í Debussy-lögunum, en þó báðar of hlédrægar, Sigríður og Nína Margr- éft. Þess skal reyndar getið að flygill- inn var ekki hreinn í tón. Brahms þarf sveiflur og stærð sem langan þroska þarf til að náist. Norrænu lögin geta dottið dauð niður ef flutt eru alltaf á sama registrinu. Pou- lenc-lögin virtust eiga best við stöðu Sigríðar í dag. Þrátt fyrir nokkuð skýra textameðferð vantaði oft á að Gunnlaugur Rögnvaldsson. Kvartmílu-Kata við brautarljósin á kvartmílubrautinni, þar sem hún stjórnar mótum. að keppa næsta sumar, annaðhvort að fá lánaðan einhvern bíl eða keppa á gömlum Ford Torino, sem ég á í skúr. En það gefur ekkert minna að skipuleggja mótin og vinna með körlunum, sem taka mér eins og hveijum öðrum félaga!" síðasti stafur orðanna kæmi til skila, sem getur riðið baggamuninn. Undir- ritaður mundi óska Sigríði og reynd- ar Nínu Margréti einnig, þess að þora að sleppa dálítið fram af sér beislinu minnugar þess, að það óvænta skapar spennuna í listina. Sigríður hefur mjög fallega fram- komu á sviði og margt það til að bera sem ástæða er til að vænta af UTSALA - UTSALA 20-50% stgr. afsláttur ía Verslunarhús Faxafeni 11, sími 686999 SERVERSLUN MEÐ STOK TEPPI OG MOTTUR m ÞJÓNÚSTU REIÐUBÚNIR: KRISTJÁN ÓSKARSSON ÆGIR ÁRMANNSSON STEINAR BIRGISSON ELLERT STEFÁNSSON JÓN HEIÐAR PÁLSSON GUNNAR ÓLAFSSON KRISTJÁN ÞÓR HALLBJÖRNSSON JÓHANN ÁKI BJÖRNSSON SVEINN ÁKI LÚÐVÍKSSON MAGNÚS ÓLASON ágúst er lokadagur pantana í 2. hluta ríkissamnings Tæknival bý&ur ríkisstofnunum, sveitarfélögum landsins, starfs- mönnum ríkis og bæja, kennurum, nemendum á háskólastigi og framhaldsskólum vildarkjör á tölvum og tölvubúna&i. Sölumenn Tæknivals eru til þjónustu reiðubúnir og veita allar upplýsingar um ný og lækkuð verð. Pantanir vegna 2. hluta þurfa að berast í sí&asta lagi 1 8. ágúst n.k. til Agnesar Vilhelmsdóttur hjá Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, sími 91-26844, fax 91-626739. nmpi INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS RE.JR Tæknival SKEIFAN17 - TT (91) 681665, FAX: (91) 680664 A FRAMTIÐINA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.