Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR lj. ÁGýST 1992 19 Villtist á hlaupum UNG erlend kona sem nýkomin var til landsins lenti í miklum vill- um í Reykjavík á sunnudaginn. Hún fór út að skokka snemma morguns frá heimili í austurbæn- um þar sem hún var ráðin til starfa sem „au-pair“ en villtist og spurðist ekki til liennar fyrr en 10 klukkustundum síðar þegar hún leitaði ásjár hjá starfsfólki sundlaugarinnar á Seltjarnarnesi. Þá hafði hún eytt deginum í að reyna að rata aftur heim en þekkti hvorki heimilisfang né símanúmer þar enda hafði hún komið til landsins daginn áður. Um svipað leyti og starfsfólk sundlaugarinnar hringdi í lögreglu til að aðstoða stúlkuna hringdi fólk á heimilinu í lögreglu og var farið að óttast um hana. ----------» ' Vegagerð rikisins: Lægsta tilboð í lagningu veg- arkafla 52,3% undir áætlun Ræktunarsamband Flóa og Skeiða átti lægsta tilboð í lagningu 3,6 km vegarkafla á Norðurlands- vegi á Oxnadalsheiði. Tilboðið liljóðar upp á 34.800.000 kr. eða 52,3% af kostnaðaráætlun verk- kaupa. Næst lægsta tilboð í verkið átti Ellert Skúlason hf. Njarvík 34.890.000 kr., Firði sf. Borgarnesi bauð 35.859.000 kr og fjórða lægsta tilboðið kom frá Klæðningu hf. Garðabæ eða 37.831.000 kr. Alls bárust 13 tilboð í verkið og var til- boð Hlaðverks hf. í Kópavogi hæst eða 76.786.800 kr. Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóðaði upp á 66.572.000 kr. Morgunblaðið/Grímur Gíslason V estmannaeyjar: 30.000. gest- urinn með PH Viking Vcstmannaeyjum. PH Viking, ferðamannabátur í eigu Páls Helgasonar, ferðamála- frömuðar í Eyjum, flutti 30.000. gestinn fyrir skömmu. PH Viking kom til Eyja í apríl 1990. 30.000. gesturinn sem fór í ferð með PH Viking var þýskur ferðamað- ur, Eric Zimmerman. Páll Helgason tók á móti honum er hann gekk um borð í bátinn og færði honum blóm- vönd í tilefni áfangans. Á myndinni er Páll að afhenda Zimmerman blóm- in. Grímur Fiðlutónleik- ar í Hvamms- tangakirkju LAUFEY Sigurðardóttir fiðluleik- ari heldur tónleika á vegum Tón- listarfélags Vestur-Húnvetninga miðvikudaginn 12. ágúst kl. 21. Tónleikar þessir eru fyrir utan hefðbundið starfstímabil Tónlistarfé- lagsins en vegna tónleika sem féllu niður í desember fellur þessi dagskrá undir áskriftartónleika. (Fréttatilkynning) ár gras kattar- tunga súra rósaætt stör njóli annað óþekkt heildar- fjoldi 1988 910 7 227 71 60 35 124 21 1455 1989 684 14 358 15 4 7 41 13 1136 1990 1406 . 41 197 53 29 26 153 1905 1991 2047 37 248 35 11 27 146' 27 2578 1992 210 12 229 76 71 13 115 17 743 Lítið um grasfrjó í júlí EKKI hafa mælst jafnfá grasfijó í júlímánuði og mældust í síðasta mánuði, eða 210 á hvern rúmmetra. Lægsta tala hingað til var árið 1989, en þá voru grasfr|óin 684. í upplýsingum frá Raunvísinda- stofnun Háskólans kemur fram að sumurin 1988-1990 voru grasfijó í hámarki í síðari hluta júlí og fyrri hluta ágústmánaðar. Fyrrasumar skar sig nokkuð úr. Þá hófst gras- tíminn strax í annarri viku í júlí og honum lauk um 10. ágúst. Nú í sumar virðist grasið því seinna á ferðinni og má ef til vill búast við grasfijóum fram eftir öllum ágúst- mánuði. Fijómagn í júlí sést á meðfylgj- andi töflu. 3 greinst með HTV-smit á fyrri helmingi ársins Heildarfjöldi smitaðra komin upp í 72 ÞRÍR einstaklingar hafa greinst með HlV-smit á fyrri helmingi ársins. Þar með er tala smitaðra komin upp í 72. Alls hafa 22 þeirra greinst með alnæmi, en 11 þeirra eru látnir. Tæpur helming- ur smitaðra er undir 30 ára aldri og kynjahlutfallið er 1 kona fyrir 6 karlmenn, að því er segir í tilkynningu frá landlækni. Um tveir þriðju þeirra sem smit- ast hafa eru samkynhneigðir, eða 48, en næststærsti hópurinn, 9 manns, eru fíkniefnaneytendur, sem smitast hafa við neyslu fíkni- efna í æð. Tveir einstaklingar til- heyra auk þess báðum hópunum. Þá hafa 8 gagnkynhneigðir ein- staklingar greinst með HIV-smit, fjórir blóðþegar, og einn hefur smitast af óþekktum völdum. Fyrsta alnæmissmit hér á landi greindist árið 1983, þremur árum seinna komst íjöldi smitaðra yfir 20 og þremur árum þar á eftir yfir 50 manns. Samanlagt nýgengi sjúkdómsins er nú 8,5 á hveija 100 þúsund íbúa. prír kaldir fré A P.G m a mmmmrn \ AEG kæliskápur Santo 3200 KG Verð áður 71.032 kr. Tilboðsverð 59.780 kr. stgr. Hæö 169,5 sm, breidd 59,5 sm, dýpt 59,5 sm. Kælir 216 lítrar, frystir 79 lítrar. AEG kæliskápur Santo 2500 KA Verð áður 52.469 kr. Tilboðsverð 42.500 kr. stgr. Hæð 126,5 sm, breidd 54 sm, dýpt 58 sm. Kælir 239 lítrar. AEG kæliskápur Santo 2300 DT Verð áður 54.520 kr. Tilboðsverð 44.375 kr. Hæð 139 sm, breidd 55 sm, dýpt 58,5 sm. Kælir 180 lítrar, frystir 45 lítrar. Veldu þér tæki sem endast! Hjá Bræðrunum Ormsson bjóðast þér góð og örugg tæki á sérstöku tilboðsverði. Umboðsmenn um allt land. Byggt og búiö, Rey BYKO, Hringbraut lykiai búið, Reykjavík BYKO, Kópj „ BYKO, Hafnarffrði Goj, Reykjavík Hagkaup, Reykjavlk Brúnás innréttingar, Reykjavík Fit, Hafnarfiröi Þorsteinn Bergmann, Reykiavík H.G. Guðjónsson, Reykjavlk Rafbúöin, Kópavogi Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi Kf. Borgfiroinga, Borgarnesi Blómsturvellir, Heilissandi Guðni Hallgrfmsson, Grundarfiröi Asubúð, Búðardai Vestfiröir: Rafbúð Jónasar Þór, Patreksfirði BjarnabúO, Tálknafiröi Edinborg, Bildudal Verslun Gunnars Sigurðssonar, Þingeyri Einar Guðfinnsson, Bolungarvik Straumur, Isafirði Norðurland: Kf. Steingrfmsfjaröar, Hólmavík Kf. V-Hún., Hvammstanga Kf. Húnvetninga, Blönduósi Rafsjá, Sauðárkróki KEA, Akureyri KEA, Dalvfk Bókabúö Rannveigar, Laugum Sel, Mývatnssveit Kf. Þingeyinga, Húsavik Urð, Rautarhðfn Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum Kf. Vopnfiröinga, Vopnatiröi Stál, SeyðisfiröT . Sveinn O. Elíasson, Neskaupstað Hjalti Sigurösson, Eskifirði Rafnet, Reyðarfiröi Kf. Fáskrúðsfiröinga, Fáskrúðsfirði KASK, Hðfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli Mosfell, Hellu Árvirkinn, Selfossi Rás, Þorlákshöfn Brimnes, Vestmannaeyjum Reykjanes: Stapafell, Keflavlk Ratborg, Grindavfk R Æ 0 U .R N .l I kORMSSQN HF> B R Æ Ð U R N I R 3] ORMSSON HF Lágmúla 8. Slmi 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.