Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 Minning: JónJónsson frá Klausturseli Fæddur 18. janúar 1912 Dáinn 31. júlí 1992 Jón Jónsson, fyrrum bóndi í Klausturseli, lést í Landspítalanum síðasta dag júlímánuðar eftir stutta legu. Þó vitað væri að Jón gekk ekki lengur heill til skógar kom lát hans okkur vinum hans o'g vandamönnum nokkuð á óvart, því við litum þannig á að ekki væri að því komið að elli kerling næði yfír höndinni og felldi þetta sterka hraustmenni, en það á hver sitt skapdægur og verður þar ekki farið í manngreinarálit. Jón var fæddur á Hafrafelli í Fell- um, sonur hjónanna Jóns Pétursson- ar, bónda á Selbergi og víðar í Fell- um, og konu hans, Rósu Hávarðar- dóttur. Hann ólst upp í foreldrahús- um, en fór ungur í vinnumennsku og var þá á Bimufelli og Skeggjastöðum í Fellum. Þá var hann á Egilsstöðum á Völlum þar sem hann var póstburð- armaður, átti hann þá marga erfíða ferðina yfir Fagradal þegar veturinn réð ríkjum og gisti þá oft í kofanum á Fagradal og einu sinni' margar nætur í röð þegar hríð og ófærð svo að segja lokuðu leiðinni fyrir menn og hesta. Eftir það var hann um tíma á Hallormsstað. Jón kvæntist 17. júní 1950 Guð- rúnu Aðalsteinsdóttur húsmæðra- kennara. Hún er dóttir Aðalsteins Jðnssonar, bónda á Vaðbrekku, og konu hans, Ingibjargar Jónsdóttur. Árin 1950-51 bjuggu þau á Vað- brekku en 1952 vom þau á Skriðu- klaustri þar sem Jón var fjármaður. En árið 1955 keyptu þau jörðina Klaustursel á Jökuldal og bjuggu þar til ársins 1969 að þau brugðu búi og synir þeirra tóku við jörðinni. Vora þau fyrst á Hallormsstað en 1971 fluttu þau í Egilsstaði. Jón stundaði ýmsa verkamannavinnu eftir að hann kom í Egilsstaði en best kunni hann við sig í Klausturseli hjá Aðalsteini syni sínum, að geta verið þátttakandi í búskapnum, fylgst með og hjálpað til þegar mest var að gera. Börn þeirra Jóns og Guðrúnar era: Hrafnkell A., skrifstofumaður á Eski- Tirði, kvæntur Sigríði M. Ingimars- dóttur og eiga þau tvö böm; Aðal- Ásta Kristjánsdóttir lést að heimili sínu aðfaranótt 3. ágúst eftir löng og erfið veikindi. Hún fæddist í Reykjavík 20. mars 1944, dóttir hjónanna Nönnu Guð- mundsdóttur og Kristjáns Pétursson- ar. Ásta ólst upp í foreldrahúsum á Stýrimannastígnum ásamt fjóram systkinum sínum. Að loknu grann- skólanámi fór hún í Kennaraskólann og lauk kennaraprófí 1965. Sama ár hóf hún störf hjá Loftleiðum og starf- aði sem flugfreyja í nokkur ár. Þá hélt Ásta á fjarlægar slóðir og vann í íslenska sendiráðinu í Moskvu næstu árin. Hún réðst svo aftur til starfa hjá Flugleíðum 1975 og vann í gesta- móttöku Hótels Loftleiða þar til í apríl 1991, er hún varð að hætta vegna veikinda. Á^ síðastnefnda staðnum kynntist ég Ástu, en við unnum þar saman í mörg ár. Það var gott að vera í návist Ástu. Hún var einskaklega ljúf og góð manneskja, sem engum hallmælti og öllum vildi vel. Samstarf við hana var afar ánægjulegt, enda var hún frábær starfsmaður, sem vann öll sín störf af alúð og vandvirkni. Á háannatím- um sem öðram hélt Ásta ró sinni, vann hratt og öragglega, en haggað- ist aldrei svo að verkin unnust vel og nákvæmlega. Hún var háttvís og sérlega lipur í þjónustu sinni við við- skiptavini fyrirtækisins og lagði sig alla fram við að greiða götu þeirra. Ásta var góð málamanneskja, sem kom sér afar vel í starfi hennar við ferðamannaþjónustu. Tið viðbótar hinum hefðbundnu tungumálum kunni hún rússnesku, sem er býsna sjaldgæft og vakti líka undrun, þegar hún fékk tækifæri til að bregða henni fyrir sig. Annnað aðdáunarefni okkar steinn Ingi,- bóndi í Klausturseli, kvæntur Olavíu Sigmarsdóttur og eiga þau fjögur börn; Hávarður, bóndi á Sellandi, kvæntur Irisi Randvers- dóttur og eiga þau tvö börn; Rósa, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, gift Bjama Richter háskólanema; Ingi- björg Jóhanna, kennari á Egilsstöð- um, gift Degi Emilssyni og eiga þáu eitt barn. Sonur Jóns og Ingibjargar Sigurðardóttur er Sigurður, bóndi á Víkingsstöðum, kvæntur ínu Gunn- laugsdóttur og eiga þau tvö böm. Jón í Klausturseli var bóndi í þess orðs fyllstu merkingu, enda var hans sérstök ánægja að umgangast skepn- ur og jörð og fór vel með hvoru tveggja. Hann hafði einnig þá reglu- semi á að vinna störf búsins á réttum tíma sem er eitt aðalatriðið til þess að búskapur geti gengið vel og hafði ekki fyrir sið að geyma til morguns það sem hægt var að gera í dag. Heyskapurinn hafi alltaf forgang og mátti segja að gengið væri að honum með oddi og egg og gleðidagar voru þegar afkoma næsta vetrar var tryggð með nægum og góðum heyj- um. Það er sérstök gáfa að vera góð- ur fjármaður en þeirri gáfu var Jón gæddur svo af bar. Hann vissi ávallt hvað hverri kind í hjörðinni leið, þó hann hefði stóran fjárhóp að annast. Þá var hann fjárglöggur með afbrigð- um og svo minnugur á mörk að tæp- ast þurfti markaskrá þar sem hann var á rétt. Við Jón áttum mikið saman að sælda um dagana. Þau tvö ár sem þau bjuggu á Vaðbrekku, Jón og Guðrún, var ennþá tími hinna gömlu vinnubragða og kynntist ég þá hand- tökum hans við hin margþættu bú- skaparstörf. Hann var afkastasláttu- maður og svo var reyndar um hvert það starf sam hann vann, get ég fullyrt að ég muni vart hafa unnið með verkastærri manni. Eftir að Jón og Guðrún hófu bú- skap í Klausturseli áttum við Jón mikil samskipti og samvinnu og fannst mér ég þar oftar en hitt hafa skuld að gjalda. Aðalsteinn Aðalsteinsson. samstarfsfólksins og annarra var hin fagra rithönd Ástu, enda var hún alltaf kölluð til þegar átti sérstaklega að vanda til skriftar. Fyrir tæpu hálfu öðru ári fékk Ásta vitneskju um að hún væri með krabbamein, sem væri þegar komið á mjög alvarlegt stig. Það er þungbær dómur í blóma lífsins að hafa næstum öraggu vissu um að lítil sem engin von sé um bata og skammt eftir ólif- að. Ennþá meira reiðarslag var þetta fyrir Ástu, þar sem fyrirsjáanlegt var að hún gæti ekki lokið uppeldi bam- anna sinna, Tristans, Sóleyjar, Freyju og Maríu, en hún er aðeins fimm ára gömul. Og víst er að löngunin til að vera sem lengst með bömunum sínum og sjá framtíðarhag þeirra borgið styrkti lífsvilja Ástu svo mjög að hún lifði lengur en nokkurn hefði órað fyrir. Hver dagur var henni dýrmætur, en að lokum varð hún að lúta í lægra haldi fyrir ofureflinu. Að leiðarlokum minnumst við sam- starfsfólkið á Hótel Loftleiðum Ástu með söknuði og jafnframt þakklæti fyrir ánægjulega samvera á liðnum áram. Börnum hennar, foreldram og öðr- um vandamönnum vottum við inni- lega samúð okkar. Geirlaug H. Magnúsdóttir. Og þvi varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og biómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Mér kom nokkuð á óvart er hringt var til mín og sagt andlát Jóns fyrram bónda í Klausturseli á Jökuldal. Ekki vegna þess, að mér væri ekki ljóst að heilsan var að bila síðustu árin, en ég hafði ekki fylgst með honum síðustu vikurnar, er sjúkrahúsvist varð þó hlutskipti hans í nokkra daga á Neskaupsstað og Landspítala, þar sem hann dó 31. júlí. Kynni okkar Jóns urðu allmikil á lífsleiðinni. Ég vissi ekkert um hann áður en ég kom til Austuriands 37 ára. Fyrst á Hafursá, en þá var Jón á Hallormsstað og hófust kynni okk- ar þar. En frá því að ég flutti í Skriðuklaustur 19. maí 1949, hafa þau haldist, þó mest væra þau dval- arár mín þar. En þau hafa ekki rofn- að þótt fundum fækkaði. Jón var starfsmaður búsins á Skriðuklaustri og var með fjölskyldu þar í 2 ár. Þá fór hann með fjölskyldu í Klaustursel á Jökuldal, og bjó þar í mörg ár, þar urðu samskiptin mikil. Þá fór ég að auka umsvif búsins með því að reka ær eftir göngur vestur í Rana, kjör- land á austanverðum Efra—Dal, í landi Skriðuklausturs. í framhaldi af því að reka Iambærnar og geidféð að vori í Ranann svo fljótt sem kost- ur var og smala þar til rúnings. Allan þann tíma er ég stóð að þessu var Jón sjálfkjörinn í rúninginn og raunar ýmsir fleiri. Jón var markabókin og fjárgleggni hans, og síðar Hrafnkels sonar hans, gerðu mögulegt, tafalítið að greiða svo úr þeim fjölda að- komufjár að lþmb væru ekki skilin frá mæðram. Ávallt vora þarna einn- ig fjárglöggir Fljótsdælingar, sem einnig tryggðu farsæl lok á hverju vori. Þessi störf okkar og fólksins, sem fylgdi, er merkilegur þáttur í stuttri sögu. Menningarþáttur og fyrirbæri Nú verður skilnaðarstundin ekki umflúin. Lengi hef ég vitað hvert stefndi í lífinu hennar Ástu, en eins og með svo margt annað óþægilegt, þá köstum við því aftur fyrir okkur meðan hægt er, — en alltaf kemur að því að raunveraleikinn verður ekki umflúinn — hversu sár sem hann kann að vera. Hún bar höfuðið hátt og með yfir- náttúrulegu þreki og æðruleysið að leiðarljósi, tókst hún á við sjúkdóm sinn. Hetjulund hennar var með ólík- indum og alltaf fór maður frá henni örlítið betri manneskja en áður. Nú er lífsljósið hennar slokknað og óum- ræðileg hryggð gagntekur hugann. Að leiðarlokum er mér þó efst í huga þakklæti og þá einkum fyrir þá sérstöku umhyggju hennar og vin- áttu við Hörpu Hrund, dóttur mína, í gegnum árin. Elsku Freyja mín, Tristan, Sóley og María. Missir ykkar er mikill, en megi það veganesti sem hún bjó ykk- ur út með og minningin um yndislega móður verða ykkur ljós í myrkrinu. Foreldram, systkinum og öðram ástvinum Ástu sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið þann þjóðlífs, sem naut „sumarleyfís“ og „tómstunda" á þennan hátt. Þetta var það, sem treysti best vináttu okkar Jóns, ijölskyldu hans og raunar margra fleiri. Jón var þrekmenni, duglegur til starfa, með skóflu eða orf, ijármaður og ijárglöggur með afbrigðum og hafði yndi af sauðfé. Hann var stór í vexti, og sérstaklega handstór. Með því fyrsta er ég heyrði um Jón var að hann væri kallaður Jón Trölli. Ég gat aldrei fundið hnittni í því orði, en víst var hann hár og fremur stór- skorinn, einkum hendur en í mínum kynnum býr þar fremur hlýr maður að innsta eðli. Sem dæmi um álit á dugnaði hans og hæfni, var hann um skeið vetrarpóstur milli Egilsstaða og Reyðarijarðar, hesturinn og sleð- inn gilti um Fagradalinn. Með Jóni fór ég slíka ferð, fleiri en eina. Dugn- aður og trúmennska voru einkenni póstsins. Jón sagði mér frá því að hann hefði unnið við byggingu húss- ins á Skriðuklaustri 1939. Hann var íjpokki þeirra er útbjuggu og hrærðu steypuna allt sumarið, á palli með sementsskóflu. Dag eftir dag, viku eftur viku, enda firnamikil steypa í því húsi. Til þessa starfs völdust dug- legustu og þrekmestu menn. Mörg dæmi úr æfi Jóns eru um að til hans var leitað þar sem afls og þols þurfti við. Bæði fyrr og síðar. Kona Jóns er Guðrún Aðalsteinsdóttir frá Vað- brekku. Börn þeirra era fimm: synir; Hrafnkell, Aðalsteinn og Jón Hávarð- ur og dætur; Rósa og Ingibjörg. Áður átti Jón son er heitir Sigurður. Þessi fjölskylda öll er atorkufólk á flestum sviðum. Langafi þeirra fímm í móð- urætt var Jón Hnefill bóndi á Foss- völlum. Mér skilst að út af honum sé margt hreysti- og kraftafólk. Ég sá sl. ár fregn úr blaði af krafta- keppni yngri manna. Úrslit vora þau að tveir af sonum Jóns er tóku þátt lyftu steinum hæst eða auðveldast, er keppt var um. Hraustir og sterkir standa að í báðum ættum. Og líkams- burðum fylgir andiegt atgerfí. Þessum sundurlausu orðum fylgir kveðja mín og bama minna til Guð- rúnar og barna. Lífsskeið er runnið til enda. Það skilur eftir minninga- sjóð. Jónas Pétursson. Jón Jónsson fæddist á þeim tíma þegar Islendingar voru rétt að átta sig á því að þeir mættu ganga upp- réttir meðal þjóða. Þegar fyrsti ára- tugurinn var að baki vora menn farn- ir að taka nýja tækni og þekkingu í sem öllu ræður að styrkja þau og styðja. Ásta. Æskuvinkona mín, Ásta Kristjáns- dóttir, Grjótagötu 5, Reykjavík, lést 3. ágúst sl. eftir langa og erfíða sjúk- dómslegu. Mann setur hljóðan þegar einstæð móðir fjögurra ungra bama er hrifin á brott á svo miskunnarlaus- an hátt. Þótt flest sem sagt er við slíkar aðstæður hljóti að teljast held- ur léttvægt langar mig til að minn- ast hennar með fáeinum orðum. Ásta fæddist í Reykjavík 20. mars 1944, þriðja af fimm börnum hjón- anna Nönnu Guðmundsdóttur og Kristjáns Péturssonar. Hún ólst upp á Stýrimannastíg 7 í gömlu, fallegu húsi þar sem snyrtimennska og fágun ásamt gestrisni og hjartahlýju réðu ríkjum. Ásta bar foreldram sínum og uppeldi fagurt vitni og hún var um margt óvenju hæfíleikarík. Hún var gædd góðum námsgáfum, var af- bragðsteiknari og hafði sérlega fal- lega rithönd. Hún hafði næmt auga fyrir fegurð og var afkastamikil hannyrðakona eins og heimili hennar ber glöggt vitni um. Hún var vönduð kona og góð kona, sem umgekkst alla með virðingu og velvilja. Hún var óvenju viljasterk og þrautseig eins og kom vel fram í veikindum og erfiðleikum hennar í lífinu. Hún hafði fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum en var hógvær og háttprúð í umræðu og málefnaleg svo af bar ef því var að skipta. Hún var fínleg kona, mjög fallega eygð og við fyrstu kynni grunaði engan að hún byggi yfír þeirri seiglu og þolgæði sem hún sýndi í lífinu, en það fór ekki mjúkum höndum um hana hin síðari ár. Hún var dul á eigin hagi og flíkaði aldrei tilfinning- um sínum né bar sorgir sínar á torg. Það er margs að minnast eftir rúm- lega þijátíu ára vináttu sem aldrei bar neinn skugga á. Kynni okkar hófust um það leyti er við settumst í fyrsta bekk Kennaraskólans. Ég þjónustu sína, bæði til lands og sjáv- ar. Margra alda hörmungar höfðu gengið yfir þjóðina með hléum á milli. Menn vonuðu og trúðu að þær væra að baki. Menn horfðu björtum augum til framtíðarinnar. Aldamótakynslóð- in var komin til skjalanna. Menn treystu á mátt sinn og meg- in þegar þeir brutust í því á fyrstu áratugum aldarinnar að koma sér upp heimili og sjá fjölskyldunni farboða. Ekkert fékkst fyrir ekki neitt. Sam- hjálp nágranna skipti sköpum þegar eitthvað bjátaði á. Aðstoðar hins op- inbera var ekki leitað fyrr en allt var á heljarþröm. Lengi býr að fyrstu gerð. Jón Jóns- son mótaðist af umhverfi sínu og hugsunarhætti tímans. Hann var þrekmenni og stóð oft í stórræðum. Hann var harðduglegur ferðamaður á hveiju sem gekk. Á það reyndi þegar hann var póstur á milli Reyðar- fjarðar og Héraðs og þurfti að fara um Fagradal hvernig sem viðraði. Það voru ferðir, sumar hveijar, sem mönnum yrði ekki boðið upp á nú á dögum nema lífið lægi við. Jón lagði sig alltaf allan fram í starfi. Hann hugsaði fyrst og femst um að verkinu miðaði vel. Hvíldin beið að verklokum. Klukkan skipti minna máli. Það var ekki að ástæðulausu að Jón var fenginn til að vinna við að steypa upp hið stórglæsilega hús skáldsins á Skriðuklaustri, Gunnars Gunnarssonar. Þangað völdust ósérhlífnir og vinnuglaðir þrekmenn. Öll steypa í þetta stóra hús var hand- hrærð á palli með skóflum. Það þyk- ir með ólíkindum í dag hve fljótt og vel gekk að steypa húsið. Jón hafði yndi af búskap. Sérstak- lega hafði hann mikla unun af sauðfé. Hann var allra manna fljótastur að læra að þekkja fé og þekkti fé frá öðrum bæjum á fjárbragði þó að hann hefði ekki haft náin kynni af því. Það var gaman að vera með Jóni á Melarétt í Fljótsdal, Hann var markglöggur og minnugur á fjár- mörk. Hann kunni utan að flest fjár- mörk í Tungu, Fellum, Fljótsdal og Jökuldal og auk þess slæðing á Yöll- um og í Skriðdal. Markatafla var oftast óþörf þegar Jón var nálægur. Hendur Jóns vora stórar og sterk- legar. Þær voru hnúskóttar og hertar af átökum og vinnu. Eins var með manninn allan. Hann var mikill á velli og mikilúðlegur á svip. Þess vegna kom það ókunnugum á óvart hversu mjög börn hændust að þessum hijúfa manni. Þau gengu beint til minnist hennar í áhyggjuleysi skóla- áranna og margra góðra stunda á Stýró 7. Við dvöldum saman sumar- langt í Suður-Frakklandi og lífið blasti við okkur. Að loknu kennara- prófí leituðum við báðar á vit ævintýr- anna og gerðumst flugfreyjur, hún hjá Loftleiðum hf. og ég hjá Flugfé- lagi íslands. Á þessum árum fékk hún tækifæri til að kynnast menningu og listum annarra þjóða sem hún notfærði sér í ríkum mæli. Árið 1969 bauðst henni starf við sendiráð ís- lands í Moskvu, en hún dyaldi í Rúss- landi í u.þ.b. fímm ár. Á þeim tíma ferðaðist hún vítt og breitt um Sovét- ríkin, Kfna og Evrópu. Hún var víð- sýnn heimsborgari sem hafði gott vald á ensku, frönsku, rússnesku, dönsku og þýsku. Árið 1974 verða kaflaskipti í lífi hennar þegar hún flytur aftur heim til íslands, giftist og eignast sitt fyrsta bam, Tristan Guðmund. Þetta var mikil breyting fyrir unga konu, sem til þessa hafði lifað áhuggjulausu lífí. Hún hóf störf í gestamóttöku Hótels Loftleiða 1974 þar sem hún vann þar til hún veiktist. Á þessum árum fæddust þijár dætur, Sóley, Freyja og María. Lífið var ekki leng- ur „dans á rósum“ og lítill tími og litlir peningar aflögu hjá útivinnandi móður, sem ein sá fjölskyldu sinni farborða. Hún kvartaði aldrei, var stolt og hélt reisn sinni til hins síð- asta. Hún var bjartsýn og trúði því að hún næði heilsu á ný og gæti ska_pað sér og börnunum betra líf. Ég sendi börnum hennar, foreldr- um og systkinum innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Ástu Kristjánsdóttur. Stutt er lífið - lítið eitt af von sem deyr, dálítið af draumum - og síðan ekki söguna meir. (Mapús Ásgeirsson þýddi úr frönsku.) Helga Stefánsdóttir Minning: Ásta Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.